Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. AGUST 1989 11 sinni víst að það hafi skilað sér á atvinnuleysisskrár þar sem margt af því voru húsmæður. Eldra fólkið tilheyrir ekki heldur þeim hópi sem flyst burt. Ekki bara slor Sjávarútvegurinn skiptir miklu máli fyrir afkomu fólks á Patreks- firði en þó er fiskvinna ekki einu kosturinn eins og á svo mörgum öðrum stöðum. „Hér er töluvert um opinberar stofnanir og aðra þjón- ustu, segir Gísli Ólafsson, sveitar- stjórnarmaður. Margir hafa því ágætis atvinnu. Hreppsfélagið hef- ur líka reynt að ráða til sín eins mikinn mannskap og mögulegt hef- ur verið. Við höfum ráðið til okkar eldra fólk sem var í frystihúsinu og gekk atvinnulaust fram á vorið af því það var enga vinnu fyrir það að hafa. Við gátum til dæmis skap- að því störf í sambandi við hreinsun og snyrtingu í bænum.“ Ungiingarnir aftur á móti hafa fengið að ráfa um atvinnulausir. Ekki hafa þeir komist í fisk og ekki er hægt að láta þá reyta sömu beðin í þijá mánuði. Ef Patreksflörður tapar kvóta, hvað þá? Morgunblaðið heimsækir työ af þeim fjöl- mörgu syeitar- félögum á landsbyggðinni sem nú beijast í bökkum og ræðir yið heimamenn ekki getur það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir framtíð staðarins. „Sjávarútvegurinn er grunnurinn undir byggingunni, segir Gísli Ól- afsson og ef hann er ekki í lagi þá fer allt úr skorðum eins og þegar hefur komið í ljós. Það er ljóst að missum við helminginn af þeim fiskafla sem berst hér að landi, þá eru allar forsendur sem sveitar- stjórnin hefur gefið sér fyrir sínum fjárfestingum undanfarin ár brostn- ar. Það skiptir því geysilega miklu máli að fá skipin hingað aftur. Helmingi minni kvóti þýðir að þessi bær getur ekki brauðfætt 1000 manns og ef við missum.þessi þijú skip þá myndi hreinlega fækka hér um 300 manns. Hægt og sígandi. Og 700 manns skila ekki af sér neinu viðlíka í sveitasjóð og 1000. “ Patreksfirðingar eru bjartsýnir á að þetta takist, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem erfiðleikar steðja að þeim. Eða eins og einn gamall Patreksfirðingur sagði við okkur: „Ef það er ekki hægt að lifa hér á Patreksfirði, þá er ekki hægt að lifa annarsstaðar.“ Mikael Þorsteinsson 'verkamabur Sil bara hér inni Mikael Þorsteinsson var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rekstur hraðfrystihússin stöðvaðist síðasta haust. „Ég held að allir hafa fengið uppsagnarbréf á sama tíma. Ég skráði mig atvinnulausan um leið og ég var búinn að vinná uppsagnarfrestinn. Saltfiskvinnslan var það eina sem bauðst í staðinn, en ég sótti það ekki fast. Treysti mér ekki í það, enda alltof erfitt. Maður hefði eyðilagt sig á þvi. í vor kom hreppurinn að máli við mig og við vorum tveir beðnir að líta eftir krökkunum sem voru að hreinsa í bænum. Við erum búnir að vera hjá þeim í allt sumar.“ En næsta vetur tekur atvinnuleysið við að öllu óbreyttu. „Ætli maður sitji ekki bara hérna inni. Horfi á sjónvarpið og svoleiðis nokkuð,“ segir hann. En Mikaei hefur lítið annað að dunda sér við síðan skúrinn hans ásamt öllum smíðaverkfærunum sópaðist niður með snjóflóði fyrir nokkr- um árum. Skipin sem töpuðust frá staðnum vegna gjaldþrots hraðfrystihússins verða boðin upp eftir helgi, en þau hafa yfir að ráða ríflega helmings aflakvótans. Fyrir nokkrum vikum komu sveitarfélag Patrekshrepps og fulltrúar fiskvinnslu- og útgerða- raðila á Patreksfirði sér saman um stofnun félags sem ætlar að reyna að kaupa þessi skip á uppboðinu. Viðræður fóru af stað fljótlega eft- ir að lýst hafði verið yfir gjaldþroti og hafa þær hleypt nýju blóði í þorpsbúa. Patreksfirðingar binda miklar vonir við að það takist að ná skipunum aftur en takist það Halldór Gunnarsson sjómabur Ástandiö á eítir aó lagast Halldór Gunnarsson sjómaður gaf sér tíma til að ræða ástandið þar sem hann stóð og renndi fyrir fisk í fjörunni. „Það er vont ástand hérna og fjöldi fólks að flytja. Það er mikið af íbúðum til sölu og sumar þeirra standa auðar. Ég hugsa að fleiri myndu fara ef þeir gætu losnað við húsin sín.“ Halldóri sagðist vera kunnugt um að margar full- orðnar manneskjur væru búnar að vera atvinnulausar síðan rekstur HP stöðvast síðasta haust. „Sumir hafa ekki gert handtak síðan því þeir hafa ekki treyst sér í saltfiskinn. En það er ekki fullorðna fólkið sem fer heldur unga fólkið.“ Honum fínnst ekki rétt að ijúka burt og hefur trú á að ástandið eigi eftir að lagast. Sjálfum segist hon- um ganga vel. „Ég hef verið svo heppinn að hafa alltaf nóg að gera og aflinn er búinn að vera mjög góður í sumar. En það eru nokkrir bátar hérna sem eru löngu búnir með kvótann og hafa legið við bryggju nokkuð lengi.“ iioisns Grár himininn grúfði sig yfir Hofsós þegar okkur bar þar að eitt síðdegi fyrir skömmu. Regnúðinn sem sveif niður úr skýjunum átti síðar eftir að breytast í hellidemdu og ef malbikið, sem átti sinn þátt í því að setja sveitarfélagið á haus- inn, hefði ekki verið komið á göturn- ar, er ekki erfitt að ímynda sér hvernig þær hefðu verið útlítandi. íbúafjöldinn á Hofsósi nær ekki tölunni 300 og húsunum virðist í fljótu bragði hafa verið dritað niður á stangli. Frystihúsið sem þorpið byggir lífsafkomu sína á stendur neðar en önnur hús í kauptúninu, skammt frá bryggjunni. Þar vinna flestir íbúar á Hofsósi, en aflinn kemur frá togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga sem Frystihús Hofs- óss á hlut í. Fábrotið atvinnulíf Seint á síðasta ári var sett greiðslustöðvun á Hofsóshrepp og öll fjármál sett i hendur fjárhalds- stjórnar. Erfiðleikar sveitarfélags- ins voru bæði til komnir vegna þess að illa gekk hjá útgerðinni og að kauptúnið hafði farið út í fram- kvæmdir sem voru því ofviða. Lífið á Hofsósi var heldur bág- borið í vetur, en eitthvað hefur rof- að til í sumar að sögn þeirra sem við hittum. Þó er útlitið ekki beinlín- is bjart. Vinnan í frystihúsinu er svotil það eina sem stendur fólki til boða og þangað er ekki ráðið nýtt starfsfólk þessa dagana. Fá önnur fyrirtæki en nokkur vélaverk- stæði og banki eru á staðnum og þegar Saumastofa Kaupfélags Skagfirðinga lokaði í júlí misstu SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.