Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989 ERLEIMT INIMLENT Sorpurðun samþykkt í Alfsnesi Hreppsnefnd Kjalarneshrepps hefur samþykkt að sorp af höfuð- borgarsvæðinu verði urðað í landi Álfsness. Nefndin hafði fellt að veita urðunarleyfi í fyrri viku. Reykjavíkurborg hefur náð sam- komulagi við eigendur Álfsness um kaup á landinu. Kaupverð er tæpar 100 milljónir króna. Hreppurinn fellur frá forkaupsrétti sínum. Hitaveita Reykjavíkur mun yfir- taka hitaveitu hreppsins og u.þ.b. 70 milljón króna skuldir hennar. Þar með mun orkuverð til Kjalnes- inga lækka um helming. Fjárlög næsta árs afgreidd með haila Ríkisstjóniin íhugar að leggja fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár fram með halla, að sögn Steingrims Hermannssonar for- sætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra leggur til að tvö þrep verði í virðisauka- skatti sem leysir söluskatt af hólmi um áramót; 15% á kjöt, mjólk og fisk en 25% á annan vaming. Þá hefur fjármálaráðherra lagt til að fjárlagaár verði framvegis miðað við 1. júní í stað áramóta nú. Sænska akademían í heimsókn á Islandi Tíu af átján meðlimum sænsku akademíunnar sóttu ísland heim til að kynna sér íslenska menningu, einkum tungu og bókmenntir. Sænsku 'gestimir sóttu Halldór Laxness nóbelsverðlaunahafa heim og gáfu 900 þúsund krónur til íslenskrar málstöðvar. Þeir fóru að Borg á Mýrum, Reykholti og Þingvöllum. Seðlabanki vill verulega vaxtalækkun Bankar og sparisjóðir breyttu ekki vöxtum síðasta vaxtabreyt- ingadag þrátt fyrir að verðbólga miðað við lánskjaravísitölu hafi mælst 13,4% síðasta mánuð. Vext- ir óverðtryggðra skuldabréfa em nú 29-30%. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri segir að óeðlilegur munur sé nú á verðbólgu og vöxt- um á óverðtryggðum útlánum og gerir ráð fyrir að vextir lækki veru- lega 1. september. Óveiddur þorskur á20krónur Óveiddur þorskur selst nú á allt að 20 krónur kílóið og dæmi era um þeir' sem veitt hafa umfram kvóta sinn greiði meira til að kom- ast hjá sektum. Framboð er litið þrátt fyrir hátt verð og fá færri keyptan viðbótarkvóta en vilja. Svíakóngur á hreindýraveiðum eystra Gústaf Adolf Svíakonungur er ásamt föraneyti sínu við við hrein- dýraveiðar á Fljótsdalsheiði. Konungur er mikill áhugamað- ur um skotveiðar en ein ástæða þess að hann kemur nú hingað er talin geislamengun villtra dýra í heimalandi hans í kjöl- far slyssins í Tsjemobyl. Tap fyrir Austur- ríkismönnum Landslið íslands í knattspymu tapaði 2-1 fyrir Austurríkismönn- um í Salzburg á miðvikudag. RagTi- ar Margeirsson skoraði fyrir Is- land. Þorvaldur til Forest Þorvaldur Örlygsson knatt- spyrnumaður úr KA hefur gert atvinnumannssamning til tveggja ára við enska 1. deildarliðið Nott- ingham Forest. £ f' Æ£mjk ERLENT Mazowiecki kjörinn for- sætisráðherra Samstöðumaðurinn Tadeusz Mazowiecki var á fimmtudag kjörinn forsætisráðherra Póllands og er hann fyrsti forsætisráðherra kommúnistaríkis, sem er andvígur kommúnista- flokknum. Sov- étmenn virtust fyrir sitt leyti samþykkja kjörið, því tals- maður utanrík- isráðuneytisins sagði að á Mazowiecki yrði litið sem „félaga". Áður en af kjörinu varð, hafði Samstaða fallist á að kommúnistar færu með ráðherraembætti varnar- og innanríkismála og e.t.v. kunna ráðherrastólar kommúnista að verða fleiri. Lech Walesa, einn helsti frumkvöðull og leiðtogi Samstöðu, táraðist við atkvæða- greiðsluna um Mazowiecki og kvaðst vona að stjóm hans yrði ríkisstjóm allra Pólverja, sem ieiða myndi þjóðina frá alræði til lýðræðis. 50 ára afmæli griðasáttmála Stalíns og Hitlers Á miðvikudag var þess minnst í Éistlandi, Lettlandi og Litháen, að 50 ár voru liðin frá undirritun griðasáttmála Þriðja ríkisins og Sovétríkjanna, en í þeim samningi var m.a. kveðið á um skiptingu ríkja Austur-Evrópu milli alræð- isríkjanna tveggja. Eystrasalts- ríkin þijú féllu í hlut Sovétríkj- anna, sem hemámu þau og inn- limuðu. Afmælisins var meðal annárs minnst með þeim hætti, Vjatseslav Molotov, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, undirritar griðasátt- málann, en einræðisherrann Stalin (bvítklæddur) stendur kampakátur við hlið Joachims von Ribbentrops, ut- anríkisráðherra Hitlers. að um tvær milljónir íbúa Eystra- saltsríkjanná tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa óslitna keðju milli höfuðborga ríkjanna, Tallín, Ríga og Vilnu. Mótmælin fóru friðsamlega fram, nema í Moskvu þar sem nokkur hundruð manns söfnuðust saman. Þeim var dreift með kylfuhöggum og há- þrýstivatnsdælum og voru 75 menn handteknir. Tékkar minnast innrásarinnar Nokkur þúsund Tékkar minnt- ust á mánudag innrásar Varsjár- bandalagsins árið 1968, en í Prag réðust lögregluþjónar vopnaðir kylfum og táragasi hvað eftir annað á manngrúann. Fjöldi fólks var barinn til óbóta og var að sögn sjónarvotta því líkast sem hemaðarástand væri í borginni. Innrásin var fordæmd af Pólveij- um og Ungveijum, en í Moskvu var tilkynnt að slík innrás yrði aldrei gerð nú, en hins vegar vildi embættismaðurinn ekki svara þeirri spurningu hvort innrásin væri réttlætanleg eða ekki. 60 manns drukkna í Thames Um 60 manns fórust þegar sanddæluprammi sigldi niður fijótandi diskótek á Thames-á í Lundúnum á aðfaranótt sunnu- dags. Slysið var rakið til sam- skiptaleysis og misskilnings skip- stjóra sanddæluprammans. 84 komust lífs af úr slysinu. Pólland: Verkamenn snúa aftur til vinnu að tilmælum Walesa Varsjá, Washington, Bankok. Reuter. , JÁKNBRAUTARSTARFSMENN í Lodz, næststærstu borg Pól- lands, sneru aftur til vinnu í gær að tilmælum Lechs Walesa, leið- toga Samstöðu, eftir eins dags verkfall. Hin opinbera fréttastofa PAP sagði að starfsmenn hefðu snúið til vinnu aðfaramótt laugardags. Við höfum ákveðið að láta af verkfallsaðgerðum og sanna þannig stuðning okkar og traust á forsætisráðherranum," sagði í yfir- lýsingu jámbrautarstarfsmanna. Þeir ræddu á föstudag við Tadeus Mazowiecki, fyrrum ráðgjafa Sam- stöðu, sem á fimmtudag var kjörinn fyrsti pólski forsætisráðherrann í yfir 40 ár sem ekki kemur úr röðum kommúnista. Walesa beindi þeim tilmælum til pólskra verkamanna á föstudag að þeir létu af verkföllum. Hann sagði að þörf væri róttækra umbóta í landinu og Pólveijar mættu ekki standa í vegi fyrir þeim með verk- fallsaðgerðum. „Við verðum að bjarga Póllandi, ekki á kostnað annarra, heldur með sameiginlegu átaki,“ sagði Walesa. í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina ABC kvaðst Walesa vonast til að sjá fjörbrot kommúnis- mans í Póllandi en hafnaði jafn- framt kapítalísku fyrirkomulagi að bandarískri mynd í landi sínu. „Við munum byggja upp stjómkerfi sem byggir á lýðræði og frelsi. Það verð- ur ekki kapítalismi. Það verður betra en kapítalismi," sagði Walesa. Walesa sagði að Pólveijar þörfn- uðust fjárhagsaðstoðar frá Banda- ríkjunum og öðrum þjóðum til þess að grynnka á erlendum skuldum landsins sem nema 39 miljörðum dala, um 23,400 miljörðum ísl. króna. Kommúnistaflokkurinn í Víet- nam sakaði Samstöðu á laugardag um gagnbyltingu í Póllandi og skor- aði á pólska verkamenn að standa vörð um kommúnismann. „Hið sanna eðli pólitískra atburða í Pól- landi er valdarán að undirlagi Sam- stöðu með liðsinni ýmissa heim- valdasinna, einkum Bandaríkja- manna,“ sagði í forystugrein mál- gagns víetnamska kommúnista- flokksins, Nhan Dan. Málaliðar þjálfa fíkni- eftiaþrj óta í Kólumbíu Bogota. Reuter. MÁLALIÐAR frá Bretlandi, ísra- el og Bandaríkjunum hafa þjálfað varðsveitir kólumbískra fíkni- efhaþijóta frá því í fyrra, að því er leyniþjónusta Kólumbíu skýrði frá í gær. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði að málaliðarnir væra fyrrverandi hermenn og hefðu þeir þjálfað einkasveitir kókaínframleið- enda í vopnaburði og hryðjuverkum. Hann sagði að þeir væra á engan hátt fulltrúar yfirvalda í löndum sem þeir kæmu frá. Helsta blað Kólumbíu, El Espectador, hélt því fram að málaliðar í röðum fíkni- efnaþijóta væru einnig frá Vestur- Þýskalandi og Svíþjóð. Afrakstur af ferð Voyagers mun meiri en menn óraði fyrir AFRAKSTUR af ferð banda- ríska rannsóknarfarsins Voya- gers annars er mun meiri en nokkurn óraði fyrir þegar hon- um var skotið á loft frá Cana- veral-höfða á Flórída 20. ágúst 1977. Frá geimskoti hefur hann sent um 70.000 ljósmynd- ir til jarðar og gert hveija uppgötvunina af annarri. Vísindamenn segjast hafa öðl- ast meiri þekkingu á reiki- stjörnunum og sólkerfinu frá því Voyager var skotið upp en á þúsundum ára þar á undan. Formlegri rannsóknarferð Voyagers lauk á föstudag þó áfram muni farið senda upplýs- ingar til jarðar. Voyager öðrum var skotið á loft hálfum mánuði á undan Voyager fyrsta. Tilgangurinn var að rannsaka Júpíter og Satúmus. Ekki var gert ráð fyrir að gagn yrði af rannsóknarförunum nema í um fimm ár. Þó var talið að þau kæmust einnig til Úranusar og jafnvel Neptúnusar og byggðist það á svonefndri teygjubyssu- kenningu sem gekk út á það að í hvert sinn sem Voyager kæmi inn í þyngdarsvið plánetu ykist hraði farsins til muna er leiddi til þess að það skytist fram hjá plá- netunni og áleiðis til þeirrar næstu. Reikistjömurnar hjálpuðu því til við að slöngva Voyager lengra og lengra frá sólu. Þannig yfírgaf farið segulsvið jarðar á 40 þúsund km hraða á klukku- stund 1977 en verður á 65 þúsund km hraða þegar það fer frá Nept- únusi. Myndir af Neptúnusi tóku að berast frá Voyager öðrum í júní sl. og undanfarn- ■■■■■■É^B ar vikur hefur hann fundið hvert tunglið af - öðru við reiki- stjömuna. Nær daglega hefur einhver ný uppgötvun verið gerð. Stjarnfræðingar töldu að tvö tungl væru á braut um Neptúnus, Neireid og Tríton, en undafarna daga hefur Voyager uppgötvað sex ný tungl þar. I fyrradag var Voyager næst Neptúnusi, eða 5.000 km ofar skýjatoppum stjömunnar. Nokkr- um stundum síðar átti hann að fljúga skammt frá tungl-. inu Tríton, sem minnir á jarðarbeij- aís að útliti og er eini fylgihnöttur sem vitað er til að hafí öfugan snúning við reikistjörnu sína. Mun rannsóknarfar- ið senda um 8.000 myndir af Neptún- usi og nágrenni hennar til október- loka. Vegna ijar- lægðar frá jörðu, en til Neptúnusar eru 4,5 milljarðar kíló- metra, tekUr það hvetja ljósmynd flórar stundir og sex mínútur að berast til jarðar en merkin berast á ljóshraða eða 300.000 kíló- metra á sekúndu. Frá Neptúnusi heldur Voyager annar út úr sólkerf- inu og til annarra stjama. Mun hann taka stefnuna á stjömuna Síríus og ef allt gengur að óskum á hann stefnumót við hana eftir 350 þúsund ár en fjarlægð hennar frá jörðu er sex milljónir ljósára. Til vonar og vara var ákveðið að senda sýnishom af mannlífi og menningu jarð- arbúa með geimfarinu ef mann- verar kynnu að verða einhvers ■■■■■■■■ staðar Voyager 2: Siðasta reikistjarnan Geimfariö Voyager 2, sem upphaflega var hannað til þess að kanna einungis Júpíter og Satúrnus, er nú fariö hjá Neptúnusi, áttundu reikistjörnu sólkerfisins frá sólu talið. Hér er yfjriit yfir 12 ára flug þess. Flugið til Neptúnusar--------------------------------— Voyager notaöi aödráttarafl hverrar reikistjörnu til þess aö þeyta sór til næsta áfangastaöar. Feröin er nú oröiö meira en 7 milljaröa km löng. n__________________ 20. ágúst, 1977: Skotiö frá Jöröu Skilaboö til Jaröar / Nú erg upplýsíngar j frá Voyager4 Stúndirog 6 mín- I útur á leiö til jaröar, • .•eri útvarpsbylgjur feröast á Ijóshraöa i þá 4,3 milljaröa km, j sem eru til Jaröar. Neptúnus kannaöur LjóSnæm tæki kanna veöurfar, vindhraöa, sarhsetningu og efni lofthjúpsíns. Útvarpsbylgjuloftnet mæla snúníngs^ firaöa reikistjörnunnar, en tæki, serri greina útvarps- bylgjur og Ijós kanna hvaöaírdrriefni er aö finna f lotthjúpnum og mæla.massa Neptúnusac, Sólarnemi Loftnet L_ Trfton og tengra Trlton, tungl Neptúnusar er' síöasti viökomustaöur Voyagers. ' Eftir þaö fer könnunarfariö úr sól^ kerfinu. Tríton er á stærö viö Tungliö okkar, en snýst öfugt viö snúning Neptúnusar. Hreyflll til þess eö breyta stefnu farslns. . Eldaneytis- geymlr BAKSVID eftirÁgúst Ásgeirsson á vegi þess. Silfur- skjöldur með mynd af nöktum karli og konu var sendur með en ágreiningur var um útlit myndarinnar. Hönnuðir Voyagers vildu hafa konuna þungaða en það olli deilum og því fallið frá því. Auk skjaldarins eru í geimfarinu myndir frá jörðinni og segulbandsupptaka með sýnis- hornum úr tónlist, barnsgráti, og ávarpi Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, og fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Kurts Waldheim. Má því segja að Voyager annar sé nokk- urs konar flöskuskeyti geimaldar sem ferðast á 60 þúsund kíló- metra hraða að ókunnri strönd. Neptúnus er nú fjærst sólu af reikistjömunum og verður það til ársins 2113 vegna óvenjulegrar brautar Plútós sem er ekki alveg hringlaga. Hún er ósýnileg berum augum vegna fjarlægðar. Hjá bandarísku geimferða- stofnuninni (NASA) vonast menn til að halda sambandi við Voyager allt til ársins 2020 en þá er gert ráð fyrir að farið verði statt í Andrómedu-stjörnumerkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.