Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 12
12 MQRGUNBLAÐIÐ SU.NNUDAGUlt 27. AGU.ST 1,989 ÞORPÁHEUARÞRÖM ' . : ■ : ■ 1 Gunnar Bjömsson rœstingamadur á Hofs WMjm. IIOISÓS / fimm konur atvinnuna. „Það voru unnin þrjú og hálft dagsverk á saumastofunni sem er kannski ekki mikið, en það munar um þau á eins litlum stað og Iiofsósi," segir Halld- óra Márusdóttir saumakona, sem sér ekki fram á annað en atvinnu- leysi til frambúðar. V andræðagemlingur Elsa Jónsdóttir hefur svipaða sögu að segja, en hún hefur ekki getað fengið neina vinnu svo mán- uðum skiptir. Hún getur ekki unnið í fiski þar sem hún er með ofnæmi fyrir honum og þá eru flestar bjarg- ir bannaðar. „Ég var búin að vinna í frystihúsinu í nokkur ár þegar ég komst að því að ég var með ofnæmi fyrir fiskinum og hætti. Þá fékk ég vinnu hjá hljóðkútaverkstæðinu þar sem ég var í tæp 17 ár, en varð að hætta því löppin á mér var orðin ónýt af því að stíga vélarnar. Maður er því orðinn hálfgerður vandræðagemlingur," segir Elsa, sem er vægast sagt óhress með ástandið. „Ef ég fengi vinnu ann- arsstaðar þá hikaði ég ekki við að flytja í burtu. Ég er orðin svo leið á þessu.“ Björn Jónsson eiginmaður Elsu segir ástandið ekki vera svo slæmt núna, en hann vinnur í frystihús- inu. „Það var atvinnuleysi í vetur og fram á vor, en það hefur skán- Halldóra Márusdóttir saumakona: Atvmniilaiis til frambúóar Halldóra Márusdóttir vann á Saumastofu Kaupfélags Skagfirð- inga er ein þeirra fimm kvenna sem sagt var upp stöfum frá og með 1. júlí síðastliðnum. Ekkert útlit virðist vera fyrir að saumastofan eigi eftir að taka aftur til starfa, sem getur þýtt að þessar konur verði atvinnulausar til frambúðar. „Við erum allar orðnar fullorðnar og það bíður okkar ekkert. Það er ekki víst að allar treysti sér í frysti- húsið þótt það stæði til boða. En- það bætir víst ekki við fólki núna,“ segir Halldóra. Hún kveðst þó alltaf reyna að líta á hlutina björtum augum, en viðurkennir að útlitið sé ekki gott á Hofsósi um þessar mundir. „Það er ekkert sérlega gott hljóðið í fólki þessa dagana, það verður að segjast. Atvinnuástandið hefur sín áhrif, ekki síst á unga fólkið, sem flyst burt. Þegar það er farið dofnar yfir fé- lagslífinu, sem er býsna fátæklegt um þessar mundir.“ Engínn Ilflir af átta tima vinnii „Hljóðið í mönnum er nú frekar nei- \ 5 3 kvætt, segir Gunnar Bjömsson ræstinga- maður í frystihúsinu á Hofsósi. Ekki síst hjá unga fólkinu. Annars heyrir maður á skotspónum að það verði nóg vinna fram í desember. “ Gunnar segir að „haustið hafi verið svakalegt.“ „Hjá mér lagaðist það ekki fyrr en undir vorið. Annars er ég vel settur þar sem ég sé um þrifin. En það lifir enginn af átta tíma vinnu á dag og ef enginn vinna er fær fólk engan bón- us. Það þýðir ekkert annað en sultarlíf. Ég myndi ekki treysta mér til að lifa af því.“ að. Það hefur samt aldrei gerst hér fyrr að skólakrakkarnir fái ekki neina vinnu. Það verður tæplega eins slæmt næsta vetur og í fýrra ef útgerðarfyrirtækin ganga áfram." Það kemur ekki aftur Það þarf því engan að undra þótt unga fólkið sjái litla framtíð í því fólgna að setjast að á Hofsósi. Enda virðist það vera raunin. Ungl- ingarnir fara suður í skóla og koma aldrei aftur. Fyrir þá sem þegar eru búnir að koma sér upp húsnæði er dæmið ekki svona einfalt. Fyrir 150 fer- metra einbýlishús á Hofsósi feng- just varla tvær milljónir króna ef á annað borð tækist að selja. Það þýðir því lítið að ætla sér annað en byija upp á nýtt ef ákvörðun er tekin um að fara frá staðnum. Fleira íþyngir íbúum á Hofsósi. Lítil vinna þýðir lélegt kaup og það er ekkert grín þegar fólk þarf að greiða á bilinu 15.000 til 20.000 krónur á mánuði í raforkureikning. Þá er aðeins ein verslun á staðnum, hin fór á hausinn segir Elsa sem er ekki par hrifin af einokun kaup- félagsins. Þeir sem hafa nokkuð trygga vinnu eru ekki svo mjög uggandi um sinn hag, að minnsta kosti ekki næstu mánuðina. Þeir reyna að bera sig mannalega og segja að ástandið sé ekki svo slæmt þó þeir segist jafnframt ekkert vita og að- eins fá fréttir af stöðu útgerðarinn- ar í gegnum fjölmiðla. Kannski það sé rétt sem saumakonan sagði: Það þýði lítið annað en horfa vongóður fram á við. Þó fátt blasi við annað en sami suddinn og mætti okkur þegar komum til Hofsóss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.