Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. AGUST 1989
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUþjAGUR^’L A,dyS'
ST 1989
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Fækkun fiskiskipa
Ekki er lengur deilt um nauð-
syn þess að fækka fiski-
skipum. Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra hefur m.a.
gefið til kynna að nota eigi tæki-
færið nú, þegar fyrirsjáanlegt
er að þorskveiðar hljóta að drag-
ast saman á næsta ári.
Færð hafa verið sterk rök að
því, að stefnan í sjávarútvegs-
málum hafí verið jafn vitlaus
og stefnan í landbúnaðarmálum
um langt árabil. Slík rök er
m.a. að finna í athyglisverðri
grein eftir dr. Einar Júlíusson
eðlisfræðing sem birtist í Morg-
unblaðinu hinn 1. júní sl., en
hann átti m.a. þátt í gerð reikn-
ilíkana við Háskólann fyrir ein-
um áratug, sem sýndu að hans
mati, að tugum milljarða væri
kastað á glæ á ári hverju með
rangri fiskveiðistefnu.
Dr. Einar Júlíusson telur, að
fiskiskipaflotinn hafi þegar á
árinu 1950 verið búinn að ná
hagkvæmustu stærð og segir
um útreikninga þá, sem gerðir
voru' fyrir áratug: „Þeir sýndu,
að með vaxandi stærð flota
eykst ekki aðeins tilkostnaður-
inn heldur má búast við minnk-
andi afla með vaxandi flota.“
Hann lýsir þróun síðustu ára-
tuga með þessum orðum:
„Hálfrar aldar saga um sístækk-
andi fiskiflota og minnkandi
afla. Ömurlegt dæmi um hrika-
leg náttúruspjöll, arðrán, úr-
ræðaleysi og óheilindi íslenzkra
ráðamanna, hvar í flokki, sem
þeir standa. Aflinn minnkar en
tilkostnaðurinn vex.“
Um kvótakerfið segir dr. Ein-
ar Júlíusson: „Sú kvótastefna,
sem nú er rekin er dæmd til að
mistakast og kvótarnir til að
verða verðlausir vegna yfirvof-
andi aflahruns eða hugsanlega
nýrrar fiskveiðistefnu. Kvóta-
kerfinu hefur ekkert tekizt að
hamla móti stöðugri sóknar-
aukningu flotans. Flotinn
stækkar nú sem aldrei fyrr og
stöðugt heyrast óánægjuraddir
og mótmæli gegn kvótaskerð-
ingu. Sé erfitt að stöðva skipa-
kaupin og sættast á veiðita-
kmarkanirnar og kvótaskipting-
una nú, þegar útgerð er rekin
með tapi, hvernig halda menn,
að ástandið yrði, ef tugmilljarða
gróði biði þeirra, sem skipin
ættu og kvótunum fengju út-
hlutað frá sjóða- og nefnda-
kóngunum. Sjá menn virkilega
ekki þvílík spilling mundi
blómstra hér í slíku umhverfi?"
Þá segir greinarhöfundur: „I
sjálfu sér gefur auðlindin þjóð-
inni frekar lítið af sér í dag og
útgerðinni minna en ekki neitt.
Það tekur áratugi að byggja
hana upp eftir 40 ára arðrán
og eyðileggingu, sem aldrei hef-
ur þó verið meiri en nú . . . Hvert
það ár, sem það dregst að
byggja hana upp, tapast allir
þeir milljarðatugir, sem hún
gæti gefið og reyndar meir, því
auðlindin fer þverrandi með
gegndarlausri ofveiði og smá-
fiskadrápi fremur en stendur í
stað. Auðlindin er og verður
okkur því ætíð milljarðatuga
virði, þótt hún sé útgerðinni í
dag minna en einskis virði.“
Þetta eru stór orð. En — í
Morgunblaðinu í gær er upplýst,
að frá ársbyijun 1988 hafa ein-
ungis 30 fiskiskip með 5.000
tonna aflakvóta verið tekin úr
umferð og aflinn færður yfir á
önnur skip. Eiríkur Tómasson
útgerðarmaður í Grindavík telur
að tímamörk kvótalaganna hefti
hagræðingu í sjávarútvegi. Ef
lögin væru ótímabundin mundi
sjávarútvegurinn leita hag-
kvæmustu leiða. Það eru vissu-
leg rök, að vegna tímamarka á
kvótakerfi treysti útgerðarmenn
sér ekki til að leggja út í þá fjár-
festingu, sem fylgir því að úr-
elda skip og sameina kvóta. í
grein dr. Einars Júlíussonar
kemur hins vegar fram, að
síðustu tvö árin hefur fiskiskipa-
flotinn stækkað um 4.630 lestir
á ári! Og þetta gerist þrátt fyrir
stöðugan taprekstur og tak-
markaðan afla. Það er því ekki
af tilefnislausu, sem dr. Einar
Júlíusson eðlisfræðingur segir í
grein sinni: „Fiskveiðistefnan er
þjóðinni vissulega dýr. Börn
okkar erfa skuldir og arðrænd
fiskimið."
WOLF EÐA
^\J*Úlfur Larsen
í The Sea-Wolf, skáld-
sögu Jacks Londons,
skipstjóri á selveiði-
skipinu Draugurinn,
er sérkennileg en
sannfærandi persóna; einn þeirra
sem býður lífinu og dauðanum birg-
inn. Lífið er sóun, verðlaust; án
gildis. Einskis virði fyrir aðra en
þann sem lifir því. Hann einn getur
notið þess. Og hann getur upplifað
stund og stund sem er nógu góð
til þess hann trúi næstum því á guð
einsog Larsen kemst að orði. En
þær eru fáar, óskastundimar.
Slík hugsun fellur að firrtri og
heldur hráslagalegri lífssýn Lars-
ens, þessa ófyrirleitna dansk-
norska sjómanns frá Raumsdal í
Noregi sem elskar staðvindana og
sönginn um þá. Viðhorf hans kallar
auðvitað á þá siðfræði, að ekkert
réttlæti sé til annað en valdið og
mátturinn. Og andstæða þess veik-
leiki. Þeir sem hafa slíkt lífsviðhorf
telja að lífið sé ódýrast alls einsog
Larsen kemst einnig að orði. Allt
er takmarkað, vatn loft og jörð.
Ailt nema lífið, það er takmarka-
laust einsog hrogn fiskanna; verð-
laust; án neinna gilda. Og náttúran
sóar Iífinu einsog henni sýnist.
Mergðin er einskis virði.
Þetta er harla athyglisvert
Iífsviðhorf en þó ekki óalgengt eins-
og því er lýst í VI kafla sögunnar
af útsjónarsömu miskunnarleysi
HELGI
spjall
veiðimanns sem lítur
svo á, að sá einn
se
herra lífsins sem er
sterkastur í viður-
eigninni við umhverfi
sitt. Við skulum ekki
gleyma því að al-
menningsálitið í heiminum hugsar
með þessum hætti til blóðidrifínna
veiðimanna í sjálfsbjargarviðleitni
þeirra. Við höfum fundið fyrir því.
Það væri blekking að telja sér trú
um að þeir sem hafa aldrei þurft
að sjá sér farborða í grimmdarlegu
umhverfi geti sett sig í spor þeirra
sem eiga allt sitt undir gjöfulli nátt-
úru og sækja til hennar með svip-
uðu hugarfari og Úlfur Larsen.
Nafnið er þannig engin tilviljun.
Og menn skyldu ekki halda að Úlf-
ur sé ekkert nema ódannaður ruddi;
ólesinn og illa ræktaður. Þvert á
móti, hann er vel lesinn og sjálf-
menntaður. Hugsar mikið um guð
en býður honum birginn, ekki síður
en öðrum öflum í umhverfi sínu.
Trúir líklega ekki á hann en hugsar
þeim mun meira um hann einsog
oft er. Og Jack London þykir við
hæfi að enginn komi að tómum
kofunum hjá honum, þegar Darwin,
Spencer og Browning eru annars
vegar.
Það er einkennileg þverstæða í
sögunni að sá sem dregst með þess-
um hætti að heimsbókmenntum og
hugsar meir um andleg verðmæti
en meðaljónar telur baráttuna í
náttúrunni svo ójafnan leik að hann
afgreiðir guð einsog hveija aðra
ónotalega blekkingu og telur að
mátturinn og miskunnarleysið séu
eina réttlæti náttúrunnar. Það er
harla berskjaldaður einstaklingur í
grimmu návígi við umhverfi sitt
sem hefur ræktað með sér þessa
og þvílíka lífsskoðun.
Þannig held ég að Jack London
segi meira um manninn í óvernduðu
umhverfi hans en mörg sú siðfræði
sem telur sjálfgefið að Úlfur Larsen
sé í raun annars konar úlfur en
þeir sem fara ýlfrandi af hungri um
endalausar víðáttur norðurhjarans.
Þegar sverfur að breytist hjörðin í
einstaklinga og þá er hver sjálfum
sér næstur, hvort sem hann er úlfur
eða Úlfur Larsen. En grimmileg
barátta fyrir lífsbjörginni kemur
ekki í veg fyrir það að veiðimaður-
inn hneigist að heimsbókmenntum
og hugsi um andleg verðmæti. Það
er eitthvað af íslenzku þjóðinni í
Úlfi Larsen, rétt einsog Einar Bene-
diktsson fann eitthvað af sjálfum
sér í útibarinni rjúpu sem brýzt í
bjargarleysi í ljóði Jónasar. Að því
vék hann sjálfur í samtali við Tóm-
as ungan.
Náttúran er harður húsbóndi;
óvæginn. Og sízt af öllu neinn boð-
beri umburðarlyndis eða réttlætis.
i Það þarf engan Darwin til að segja
okkur það.
M.
(meira næsta sunnudag)
IBÓKINNI THE HARVEST OF
Sorrow lýsir breska skáldið og
fræðimaðurinn Robert Conquest
hörmungunum sem gengu yfir
rússneska bændur á árunum
1929-1933 þegar kommúnista-
flokkurinn hirti land þeirra og
neyddi þá til þátttöku í samyrkjubúum. Á
árunum 1932 og 1933 ríkti síðan hungurs-
neyð af mannavöldum í Úkraínu og á
nokkrum öðrum svæðum innan Sovétríkj-
anna. Fleiri týndu lífi vegna þessara að-
gerða, eða um 14,5 milljónir manna, held-
ur _en alls í fyrri heimsstyijöldinni.
í niðurlagi bókar sinnar segir Conquest
að helsti lærdómurinn sem draga megi ;af
rannsóknum hans sé sá að hugmynda-
fræði kommúnismans hafi getið af sér ein-
stæð fjöldamorð á körlum, konum og börn-
um. Og hugmyndafræðin hafi reynst alltof
frumstæð til þess að unnt væri að nota
hana til að leysa hin flóknu vandamál sem
við var að glíma. Fólki hafi verið fórnað
í algjöru tilgangsleysi.
Samyrkjubúskapurinn hefur síður en
svo aukið hagsæld í Sovétríkjunum. Land-
búnaðarframleiðslan hefur hlutfallslega
minnkað ár frá ári og nú grípa stjórnvöld
til þess óvenjulega ráðs að bjóða bændum
greiðslu í erlendum gjaldeyri í von um að
það verði til þess að þeir leggi meira af
mörkum til að draga úr matarskorti. Hug-
myndir um ráðstafanir af þessu tagi komu
fram nú í sumar á sovéska þinginu. Með
þeim er stefnt að því að hvetja bændur
til að framleiða meira fyrir heimamarkað
þannig að spara megi gjaldeyri þar sem
innflutningur á korni muni minnka. Banda-
ríkjamenn telja að á síðasta ári hafi Sovét-
menn flutt inn 38 milljónir tonna af korni.
Á alþjóðamarkaði er kornið selt á um 200
dollara (12 þúsund íslenskar krónur) tonn-
ið en sovésk yfirvöld segjast reiðubúin til
að borga bændum 40-60 rúblur fyrir
hveititonnið og ráðist verðið af gæðum en
það svarar til 64-96 dollara samkvæmt
opinberu sovésku gengi eða 4-6 þúsund
króna.
Er ætlunin að með þessu kerfi geti sam-
yrkjubændur fengið peninga til að kaupa
sér betri tæki, sem ekki eru fyrir hendi í
Sovétríkjunum, á erlendum mörkuðum.
Til marks um vandræðin í sovéskum land-
búnaði segir Robert Conquest að árið 1982
hafí Sovétmenn aðeins haft 65% af þeim
komskurðarvélum sem þeir þörfnuðust og
í byijun júlí þess árs hafi 100 þúsund
þeirra verið bilaðar. Og í leynilegri skýrslu
sovéskrar landbúnaðarnefndar hafi komið
fram að í Sovétríkjunum væru framleiddar
um 550 þúsund dráttarvélar á ári en jafn-
mörgum væri lagt ár hvert. 1976 hafi
verið 2,4 milljónir dráttarvéla í notkun en
2,6 milljónir 1980. Hins vegar hafi nærri
3 milljónir dráttarvéla verið framleiddar á
þessu árabili.
í franska blaðinu Le Monde segir að
gjaldeyrisviðskiptin við sovéska bændur
verði ekki auðveld í framkvæmd. Það
muni áreiðanlega kosta töluverða baráttu
að fá bændur til þess að nota hin nýju
tæki til þess að auka framleiðsluna. Hitt
sé þó öllu verra að sovéska ríkisstjórnin
hafi ekki enn gert ráðstafanir til þess að
bæta úr einu helsta vandkvæðinu í land-
búnaðinum, þ.e.a.s. hve erfitt er að koma
afurðunum til neytandans og hve mikið
af þeim glatast áður en þær komist á rétt-
an stað. Talið er að kornuppskeran rýrni
um fimmtung af þessum sökum. Rýmunin
er enn þá meiri ef litið er til annarra af-
urða, þriðjungur eða meira svo sem af
kartöflum. Endurnýjun á flutningakerfinu,
birgðageymslum og nýjar aðferðir í með-
ferð matvæla-voru meðal þess sem sjálfur
Míkhaíl Gorbatsjov ræddi um í árslok 1987
og taldi að mundi taka 5-7 ár að hrinda
í framkvæmd.
SOVÉTMENN
T nnrlirí til Klíma Þannig ekki
LdilUlO 111 við offramleiðslu á
bænda landbúnaðarvömm
eins og við hér á Vesturlöndum heldur hið
gagnstæða. Líklegt er að matvælafram-
leiðsla þeirra komist ekki á verulegt skrið
fyrr en þeir gera sér grein fyrir nauðsyn
þess að afhenda bændum sjálfum landið
til umráða þ.e.a.s. að hverfa frá sam-
yrkjubúastefnunni sem kostaði jafnmiklar
hörmungar og sagan geymir.
í Eystrasaltslöndunum, þar sem þjóð-
þingin hafa tekið sér vald til þess að setja
lög og hrinda þeim í framkvæmd án tillits
til þess hvort ráðamenn í Moskvu sam-
þykkja þau eða ekki, er hafin úthlutun á
landi til einstaklinga. Lettar riðu á vaðið
og nú er talið að þúsundir fjölskyldna
kunni að streyma úr borgum út í sveitir
og hefja þar búskap. í Lettlandi einu hafa
nú þegar rúmlega þúsund fjölskyldur tekið
tilboði ríkisstjórnarinnar' um fijáls afnot
af landi til ræktunar og flust út á býli sem
lagst hafa í eyði á undanförnum áratug-
um, þegar íbúum borga og bæja hefur
fjölgað.
í síðasta mánuði var svipuð löggjöf sam-
þykkt í Litháen þar sem mönnum er heimil-
að að eignast sveitabýli og þau gangi í
erfðir. í Eistlandi eru stjórnvöld að velta
fyrir sér samskonar lögum og fulltrúar
bænda úr öllum lýðveldunum þremur hafa
rætt sín á milli um möguleika á sameigin-
legri framleiðslu á ýmsum tækjum til land-
búnaðarstarfa sem brýn þörf er fyrir.
í blaðinu The New York Times er ný-
lega sagt frá því að í Lettlandi hafi bænd-
ur fjarlægt nafn Leníns af samyrkjubúi
nokkru. Síðan hafi 550 starfsmenn búsins
tekið sig til og stofnað félagsbú eða hluta-
félagsbú. Tíu manna yfirstjórn samyrkju-
búsins hafi verið sett af svo að bændurnir
gætu sparað stjórnunarkostnað og ráðið
framleiðslu sinni sjálfir. Á búinu hafa
menn þegar hafið framleiðsiu á pylsum til
þess að draga úr hinum stöðuga matar-
skorti undir ríkisforsjá. Lettneska þingið
hefur lagt mikla áherslu á að fá fólk til
þess að hefja búskap og stuðlað að því
að bændur ættu aðgang að bústofni og
stofnlánum og jafnvel ýtt þeim fram fyrir
aðra í biðröðinni eftir nýjum bílum sem
þeir fá að kaupa í heildsölu með ríkisað-
stoð.
Þarna er sem sagt allt annað uppi á
teningnum heldur en hér þar sem leitað
er allra ráða til þess að draga úr fram-
leiðslu bænda. Spurningin er hins vegar
hvort undirrót vandans sé ekki svipuð hér
og þar, sem sé alltof mikil opinber íhlut-
un. Við ættum ekki að vera jafn hrædd
og raun ber vitni við að minnka hina opin-
beru forsjá.
Matvæli
gefin
■ FRA ÞVI VAR
skýrt í vikunni að
héðan frá íslandi
væri ætlunin að
senda Pólveijum matvæli og er það í sam-
ræmi við aðgerðir annarra Vestur-Evrópu
ríkja. Á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja
heims sem haldinn var í París í síðasta
mánuði var Evrópubandalaginu falið að
samræma aðgerðir Vesturlanda sem miða
að því að aðstoða Pólveija og Ungveija.
Hafa 24 ríki ákveðið að taka þátt í þessu
starfi. Er þetta í fyrsta sinn sem Evrópu-
bandalaginu er falið að sinna alþjóðlegu
viðfangsefni af þessu tagi. Segir breska
vikuritið The Economist að mikið sé í húfi
fyrir bandalagið þar sem því kunni að
verða falin fleiri alþjóðleg verkefni ef fram-
kvæmdin á þessu takist vel.
I Póllandi og Ungveijalandi hafa menn
lagt úr vör á leiðinni frá einræði kommún-
ismans til lýðræðis. Þar eru stjórnvöld að
þreifa fyrir sér og kanna hvernig best
verður stuðlað að auknu frelsi í stjórn-
málum og viðskiptum. Efnahagslífið er illa
á sig komið og breytingamar munu á
fyrstu stigum auka á vandann og er þar
meðal annars bent á stórhækkandi mat-
vælaverð í Póllandi. Spurningin er hve
lengi tekst að halda þeirri von vakandi að
eftir þrengingamar taki við betri tíð með
frelsi og efnalegri velmegun.
Vesturlönd hafa ákveðið að rétta hjálp-
arhönd en á hinn bóginn er óljóst með
hvaða hætti það verður gert. í The Ec-
onomist er skýrt frá því að Evrópubanda-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 26. ágúst
Reuter
Hluti þeirra rúmlega tveggja milljóna manna sem á miðvikudag mótmæltu griðasáttmála Hitlers og Stalíns í Eystrasaltsríkjunum þremur. Myndin er tekin í
Tallinn, höfuðborg Eistlands. Þannig röð náði á milli höfúðborga ríkjanna.
lagið hafi þegar ákveðið að senda Pólveij-
um matvæli fyrir um 7,2 milljarða króna
og Bandaríkjamenn hafi heitið þriggja
milljarða króna matvælaaðstoð. Svisslend-
ingar og Austurríkismenn hafa einnig lof-
að að leggja eitthvað fram. Ætlunin sé
að selja matvælin fyrir zlotys í Póllandi
og síðan verði peningarnir settir í sér-
stakan sjóð sem nota eigi til endurskipu-
lagningar á pólskum landbúnaði. Hver á
að dreifa matnum? Og hveijir eiga að
hafa stjórn sjóðsins með höndum — pólska
ríkisstjórnin, Samstaða, Evrópubandalagið
eða kannski allir þrír, er síðan spurt. Svar-
, ið verður auðveldara, nú þegar Samstaða
hefur tekið að sér forystu í nýrri ríkis-
stjórn.
Hugmyndir úm frekari aðstoð eru held-
ur óljósar. Enginn hefur áhuga á að veita
milljarða dollara lán eins og gert var á
áttunda áratugnum án þess að nokkur
árangur yrði. A' hinn bóginn hefur verið
rætt um að auðvelda þjóðunum aðgang
að vestrænum mörkuðum. Að auðvelda
vestrænum fyrirtækjum að íjárfesta í Pól-
landi og Ungveijalandi; að leggja fram
áhættufé í sameiginleg verkefni og vinna
saman að umhverfisvemd og vísindalegum
rannsóknum auk þess sem stuðlað yrði að
sem bestri fræðslu fyrir stjórnendur.
Það mun greiða fyrir umbótum á stjórn-
arfari í PóIIandi og Ungveijalandi ef fólk
sannfærist um að vandræðin sem óhjá-
kvæmilega fylgja öllum stórbreytingum á
þjóðfélagsskipaninni séu aðeins tímabund-
in og allt sé gert til þess að létta undir
með fólki á meðan neikvæð áhrif breyting-
arinnar eru sem mest. Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Breta, hefur löngum lagt
á það áherslu að enginn árangur náist við
breytingar á þjóðfélagsskipan nema menn
hafi þolinmæði og seiglu til þess að ganga
í gegnum þær þrautir sem óhjákvæmilega
fylgja allri röskun á fastmótuðum kerfum.
Þótt Thatcher hafi stjórnað í tíu ár í Bret-
landi og það með harðri hendi hefur hún
enn margt á pijónunum sem veldur sárs-
auka ef til framkvæmda kemur.
Hér á landi hefur okkur skort þrek til
þess á undanförnum árum í fyrsta lagi
að horfast í augu við þann vanda sem við
blasir og í öðru lagi að takast á við hann
nieð þeim aðferðum sem duga. Ríkisstjórn-
in sem nú situr er á harða hlaupum í öfuga
átt og veit ekki sitt ijúkandi ráð.
PÓLVERJAR
F'ncrin nnn- hafa verið 1 farar"
niiig-iii oiui broddi meðal Aust_
ur leið ur-Evrópuþjóða á
leiðinni frá marxisma til lýðræðis. Enginn
efi er á því að barátta Samstöðu hefur
orðið öðrum fyrirmynd utan landamæra
Póllands. Hræðsla afturhaldsseggjanna í
Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi við
allar breytingar er skýrasta dæmið um
þann ótta sem grípur um sig meðal valda-
stéttarinnar sem hlaðið hefur undir sjálfa
sig í nafni kommúnismans. í vikunni var
lögregla látin lemja almenning í Prag og
Austur-Þjóðveijar streyma á brott úr landi
sínu eftir öllum hugsanlegum leiðum.
Staða Pólveija gagnvart Sovétríkjunum
er mun viðkvæmari heldur en Ungveija
þar sem Pólland stendur Sovétríkjunum
mun nær þegar litið er á öryggishagsmun-
ina. Þess vegna óttast margir að þessi
þróun í Póllandi verði aðeins tímabundin
og þess verði ekki langt að bíða að Sovét-
menn láti til skarar skríða og lagi stjórnar-
hætti þar að eigin höfði.
Þegar þetta er sagt þá mega menn
ekki gleyma tvennu. I fyrsta lagi hefur
verið horfið svo langt frá einræði kommún-
ismans í Póllandi, að það mun kosta gífur-
legt átak að snúa aftur á þá ófremdar-
braut. í öðru lagi er í raun að verða óvissa
um það hvaða stjórnarhættir ríkja í Sov-
étríkjunum sjálfum. Það hefur á undan-
förnum mánuðum verið losað þannig um
í ýmsum sovéskum lýðveldum, og ber þá
Eystrasaltsríkin hæst, að með ólíkindum
er. Hvenær og hvort þróunin nær því stigi
í Sovétríkjunum sem hún hefur náð í Pól-
landi er ómögulegt að segja. Breytingarn-
ar verða svo örar þegar þær svo loksins
hefjast að menn mega hafa sig alla við
að fylgjast með þeim. Öllum er mikið
kappsmál að komast sem fyrst frá hinu
óttalega alræði.
í bók sinni The Harvest of Sorrow lýsir
Robert Conquest hve Vesturlandabúar áttu
erfitt með að átta sig á því sem var að
gerast í Sovétríkjunum á árunum þegar
bændur voru kúgaðir og hungursneyð
gekk yfir. Að vísu ferðuðust vestrænir
blaðamenn um þessi svæði og margir
þeirra sögðu frá því sem fyrir augu bar
og þeim hryllingi sem þeir sáu á heiðarleg-
an hátt en sovésk stjórnvöld neituðu stað-
fastlega að viðurkenna að nokkuð hefði
farið úrskeiðis og allur almenningur vissi
ekki hveiju hann átti að trúa. Nú er enn
spurningin sú hvort við fylgjumst nægilega
vel með því sem er að gerast fyrir austan
tjald og skiljum það með þeim hætti sem
vera ber. Um það skal ekkert fullyrt. Eitt
er víst að í þessum löndum leggja menn
áherslu á önnur atriði en við Vestur-
landabúar. Baráttan fyrir lífsviðurværi er
harðari en hjá okkur. Um leið og hinn nýi
pólski forsætisráðherra óskar eftir vest-
rænni aðstoð setur hann kristna trú og
hugsjónir ofar öðru og hefur hvað eftir
annað sagt, að hann sæki styrk í trú sína
og óbifandi ættjarðarást og hann sagði:
„Vissir atburðir í sögu Póllands sýna að
Pólveijar geta fundið nýjar lausnir, óvenju-
legar lausnir, lausnir sem marka nýja
braut, sem sýna að við erum einhvers
megnugir."
Tadeusz Mazowiecki sem nú reynir að
mynda stjórn í Póllandi starfar í hreinni
andstöðu við marxismann og þær úreltu
kenningar sem af honum eru leiddar. Allir
fijálshuga menn hljóta að óska honum
góðs gengis við sögulegt verkefni sitt.
„Þarna er sem
sagt allt annað
uppi á teningnum
heldur en hér þar
sem leitað er allra
ráðatilþessað
draga úr fram-
leiðslu bænda.
Spurningin er
hins vegar hvort
undirrót vandans
sé ekki svipuð hér
og þar, sem sé
alltof mikil opin-
ber íhlutun. Við
ættum ekki að
vera jafn hrædd
og raun ber vitni
við að minnka
hina opinberu for-
sja.“
\i u