Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
31
NÁMSKEIÐ RAUÐA KROSSINS
Kunnátta í skyndihjálp
getur bjargað mannslífum
í FRÉTTUNUM hefur verið greint frá því hvernig mannslífum
var bjargað í sumar vegna þess að á slysstað voru menn sem
lært höfðu skyndihjálp.
Rauði Kross íslands hefur hald-
ið fjölmörg skyndihjálp-
arnámskeið í gegnum tíðina og.
eitt slíkt stendur yfir núna á veg-
um Reykjavíkurdeildar RKÍ. Það
námskeið sækja um 14 manns en
kennari er Guðlaugur Leósson.
Hvað er kennt á svona nám-
skeiði?
„Það er byijað á áð ræða um
aðkomu að slysum. Meðal annars
er kennd endurlífgun, blásturs-
meðferð og hjartahnoð. Nemend-
urnir fá að reyna það sjálfir á
fullkomnum dúkkum, en við þær
eru tengd mælitæki sem sýna
hvort rétt er farið að. Á þetta
námskeið kom hjúkrunarfræðing-
Hefiir alltaf langað
að læra skyndihjálp
SVANA Steinsdóttir lyfjafræði-
nemi er ein þeirra sem er á
skyndihjálparnámskeiðinu hjá
Rauða Kross íslands.
Hvers vegna sækir þú þetta
námskeið?
A
Eg hef ætlað að fara á svona
námskeið í mörg ár. Skyndi-
hjálp er nokkuð sem allir ættu að
kunna. Ég hafði frétt af slysum nú
í sumar þar sem mannslífum var
bjargað vegna kunnáttu viðstaddra
í endurlífgun. Svo þegar ég sá aug:
lýsinguna frá Reykjavíkurdeild RKI
ákvað ég að drífa mig. Hér á nám-
skeiðinu lærir maður svo margt og
fær að prófa sjálfur blástursaðferð
og hjartahnoð á dúkkum en það er
mjög mikilvægt að fá æfingu í
þessu. Það er gott að vera viðbúinn
ef eitthvað kemur upp á.“
Morgunblaðið/Ami Sæberg.
Svana Steinsdóttir æfir hjarta-
hnoð.
UTSALA - UTSAIA
Mikil verðlækkun
GLUGGINN,
Laugavegi40
Einstök íbúð til leigu
Til leigu er nú þegar ný 140 fm íbúð í nýja mið-
bænum. íbúðin er sérstaklega vönduð og vel búin
tækjum og verður húsaleiga með hliðsjón af því. Eign-
inni fylgir óvenjulega mikil sameign. íbúðin hentar
sérstaklega vel barnlausum hjónum. íbúðin leigist til
eins árs í senn.
Upplýsingar veittar á skrifstofu minni virka daga, einn-
ig sunnudaga, milli kl. 14.00 og 16.00.
Tryggvi Agnarsson
Héraðsdómslögmaður
Garðastræti 38, 101 Reykjavík, sími 28505
ur, Hérdís Storgaard sem er deild-
arstjóri á slysadeild Borgarspítal-
ans og hún flutti fyrirlestur um
fyrirbyggjandi aðgerðir og ýmis
hagnýt atriði í sambandi við slys
bæði í heimahúsum og annars
staðar.
Á námskeiðinu er líka ijallað
um umbúnað á sárum, beinbrot
og lost, brunaslys og ofkælingu.
Við skiptum þessu niður í þætti
og höfum verklegar æfingar sem
tengjast hveijum fyrir sig.“
Eru svona námskeið haldin
oft?
„Þau era haldin u.þ.b. á tveggja
mánaða fresti og stundum oftar.
Þetta námskeið tók sex kvöld en
á þriðjudaginn hefst 5 kvölda nám-
skeið. Hingað kemur fólk á öllum
aldri, frá fimmtán ára upp í átt-
rætt. Nemendur í fjölbrautaskóla
geta fengið þetta námskeið metið
sem einn punkt og einstaka menn
hækka jafnvel um launaflokk eftir
að hafa verið hér. Það geta allir
þurft á þessari þekkingu að halda
og því viljum við auðvitað fá sem
flesta. Það hefur oft sýnt sig að
leikmenn geta bjargað mannslíf-
um ef þeir hafa lært skyndihjálp.
Þegar slys ber að höndum er
tíminn dýrmætur og fyrsta hjálpin
mikilvæg. En auðvitað eru slysa-
varnir bestar.“
Hvemig fer kennslan fram?
„Verklegar æfingar era stór
þáttur í kennslunni. Við sýnum
'líka kvikmyndir og reynum að
EITTHVAÐ FYRIR ALLA
VEKTUMEÐ!
Það er aldrei of seint að byrja á því að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar.
Komdu og vertu meö.
Njóttu hressandi hreyfingar í góðum félagsskap.
Reynt verður að skipta þátttakendum í hópa eftir getu þannig aö allir eigi kost á líkamsrækt
við sitt hæfi. Boðið verður upp á fjölbreytta og líflega líkamsrækt sem engan svíkur.
Kennarar eru: Ólafur Gíslason og Lovísa Einarsdóttir iþróttakennarar.
TÍMATAFLA
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00,18:00 og 19:00
Lögð áhersla á leikfimi, þol-þrek-teyjur, slökun/heitur pottur.
Laugardaga kl. 10:00 og 11:00
Heilsubótarganga og skokk, aukatimi i iþróttasal fyrir alla.
SUND OG HEITIR POTTAR
Öllum þátttakendum stendur til boða að fá sér sundsprett og hafa það notalegt í heitu
pottunum eltir hvern íþróttatíma i íþróttasal.
Fyrsta námskeiö hefst miðvikud. 6. sept. Innritun á skrifstofu Stjörnunnar
mánud. 4. sept. og þriðjud. 5 sept. í síma 651940 frá kl. 9:00-16:00.
Verð kr. 2.200,- á mán.
ÍÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
STJORN
STJÖRNUNNAR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðlaugur Leósson.
gera námið skemmtilegt þótt
vissulega séum við að fjalla um
leiðinlega hluti eins og slys. Þetta
er góður félagsskapur og það má
benda á þann möguleika að hóp-
ar, t.d. vinir eða vinnufélagar taki
sig saman og fari á skyndihjálp-
arnámskeið. I fyrra var sett á stofn
sérstök fræðslumiðstöð Rauða
Krossins og þar er boðið upp á
ýmis önnur námskeið eins og barn-
fóstranámskeið og kennslu í
umönnun aldraðra svo og mjög
vinsælt námskeið fyrir verðandi
foreldra.
Sumum líður illa þegar þeir
hugsa um slys og skyndihjálp. En
það er slæmt að vera hræddur ef
eitthvað kemur fyrir. Fræðsla og
þjálfun í blástursmeðferð, hjarta-
hnoði og þrýstiaðferð, sem er not-
uð til að ná aðskotahlut úr hálsi,
getur verið skemmtileg og slík
kunnátta getur bjargað mannslíf-
um.“
■ARDBÆINGAR !i
Um reynslu-
heim kvenna
og söng
Við tókum okkur til um
daginn, tveir félagar sem
vinnum saman á útvarpsstöð
hérna í bænum og fórum á&
gramsa í gömlum dægurlaga-
textum. Þetta
var vitaskuld
gert i tómum
hálfkæringi og
þótti sumum
reyndar nóg
um uppskrúfað
alvöruleysið
sem einkenndi
þessa umfjöll-
umræða okkar
og við höfðum
eftir Sigurð G.
Tómasson
un. Öll var
félaga eins
best lært til í skóla til grein-
ingar á alvarlegum kveð-
skap. En, og það er dálítið
stórt þetta en, auðvitað var
þetta í hálfkæringi og því
ýmsu sleppt sem þar til heyr-
ir og auk þess var ekki laust
við að höfundar textanna
gyldu þess nokkuð að hafa
samið dægurtexta sem
skyndilega voru dregnir fram
í dagsljósið, lesnir og síðan
ræddir í tengslum við bók-
menntaleg hugtök eins og
myndmál, líkingar, persónu-
sköpun, stöðu höfundar og
mál og stíl. Höfundarnir hafa -
áreiðanlega aldrei gert ráð
fyrir því að textar þeirra yrðu
teknir til þess háttar krufn-
ingar, heldur einungis
sungnir og þá greinir hlu-
standinn ekki ævinlega orða-
skil. Sumum hefur líka áreið-
anlega þótt gæta mennta-
hroka í umfjöllun okkar fé-
laganna um textana og eins
og í tóninum væri hæðnislegt
yfirlæti. Ekki skal þrætt fyrir
það. En þetta er orðinn lang-
ur inngangur að litlu máli.
Tveir textanna sem við fjöl-
luðum um, ekki ýkja gamlir,
reyndar frá því um það leyti
sem fyrstu frækorn rauð^
sokkahreyfingarinnar voru
að spíra, voru nefnilega um
konur og reynslu þeirra. Lög-
in voru sungin af konum. Við
félagarnir þóttumst hafa
himin höndum tekið og létum
eins og við værum að fjalla
um reynsluheim kvenna.
Kvæðin. eða textarnir, voru
afskaplega lítt tengdir því
sem konur vorra daga kalla
„reynsluheim kvenna“. Þetta
gaf okkur tækifæri til afar
víðtækra túlkana og um-
ræðna. Það kom svo fram,
rétt eins og hver önnur auka-
geta í spjallinu, að þessir
textar, þótt sungnir væru af
konum væru að vísu báðir
eftir karlmann. Það er ekkf
víst að allir hafi tekið eftir
þeirri neðanmálsgrein.
Kannski hafa dægurlagatext-
ar sem konur syngja um kon-
ur breyst og eru sjálfsagt ekki
núorðið skrifaðir af hagorð-
um körlum. En það er ekki
víst að annað sé svo breytt
síðan Kristín Ólafsdóttir
söng „Ég mun aldrei framar
elska neinn“, texta Ómans
Ragnarssonar. Stundum sér
maður konur skrifa í blöð um
hve illa sé farið með karl-
menn og gagnrýna þær kon-
ur sem láta til sín taka í jafn-
réttisbaráttunni. í þeim söng
er textinn sjálfsagt frá eigin
brjósti, en það eru áreiðan-
lega karlmenn sem hafa sa-
mið nóturnar.