Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGUST 1989
Veðrið var eins og best varð á
kosið og engu líkara en menn
væru komnir á sólarströnd er-
lendis.
KONUNGAR
era líka menn. Þeir þurfa sitt frí eins og
aðrir. Karl Gústaf II Svíakonungur er mik-
ill áhugamaður um sportveiðar og fer ár-
lega á elgjaveiðar í heimalandi sínu. Þetta árið ákvað hann að breyta til
og halda til íslands á hreindýraveiðar. Kom konungur í þeim erindagjörð-
um til landsins í vikunni ásamt föruneyti sínu. Áður en hann hélt austur
á land á veiðar laugaði hann sig í Bláa lóninu og kynnti sér skemmtana-
lífið í Reykjavík. Hljótt var um konunginn sem var hér í einkaerindum
og margir sem urðu á vegi hans í Reykjavík virtust ekki átta sig á því
að þar færi Svíakonungur sjálfur.
i,-A .... VOSm______
Karl Gústaf II Svíakonungur laugaði sig í Bláa lóninu drykklanga stund.
Konungurinn bar lof á Bláa lónið og sama gerðu fylgdarmenn hans.
eftir Bergljótu Friðriksdóttur myndir Björn Blöndal
Konungur kom til landsins á fimmtu-
dag. Ekki með einkaþotu eins og
búast hefði mátt við heldur með áætlun-
arflugi Flugleiða frá Stokkhólmi. Með
konungi í för voru nokkrir veiðifélagar
hans auk öryggisvarða og aðstoðar-
manna. Á flugvellinum tók Sveinn
Björnsson frá utanríkisráðuneytinu auk
fulltrúa frá sænska sendiráðinu á móti
erlendu gestunum. Er inn í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar var komið hélt hópur-
inn rakleiðis inn í heldrimannaherbergið
og dvaldi þar nokkurn tíma. Vel virtist
liggja á mannskapnum því af og til
heyrðust mikil hlátrasköll úr herberginu.
Fyllsta öryggis var gætt og áhersla lögð
á að koma konungs vekti sem minnsta
eftirtekt. Eftir viðdvöl á flugvellinum
var konungi og fylgdarliði ekið í smár-
útu áleiðis til Reykjavíkur og tveir óein-
kennisklæddir lögreglumenn fylgdu á
eftir á ómerktri Volvo-bifreið.
Hópurinn hélt þó ekki rakleiðis til
höfuðborgarinnar heldur lagði
Iykkju á leið sína og stoppaði við Bláa
lónið. Veðrið var eins og best varð á
kosið, sól skein í heiði og logn. Konung-
ur og fylgdarlið voru ekki að tvínóna
við hlutina, tóku fram baðfatnað og
skelltu sér allir út í vatnið. Virtust þeir
kunna vel að meta hveravatnið og syntu
þangað sem það er heitast. Einn fylgdar-
manna tók myndavél með sér út í vat-
nið og myndaði hópinn í bak og fyrir.
Fjöldinn allur af fólki lá við vatnið og
sólaði sig enda hafði varla viðrað betur
á suðvesturhorninu í allt sumar. Aðeins
örfáir virtust átta sig á hinni konung-
legu heimsókn í Bláa lónið. Það fór
meira að segja framhjá hópi af sænskum
ferðamönnum að konungurinn sjálfur
væri í vatninu.
Eftir nokkra viðdvöl í Bláa lóninu
bjuggu erlendu gestirnir sig til
brottfarar. Allir lofuðu þeir baðferðina
og Svíakonungur sjálfur sem kom
síðastur lét í ljós ánægju sína með góð-
látlegu „bra“. Að því loknu var hópnum
ekið í bæinn. Um kvöldið snæddu kon-
ungur og fylgdarlið kvöldverð á veit-
ingastaðnum Við Tjörnina. Og til að fá
öriitla nasasjón af næturlífi Islendinga
kom hópurinn við í Operukjallaranum.
Þar var sama upp á teningnum og í
Bláa lóninu. Fæstir veitingahúsages-
tanna virtust átta sig á því að þar væri
enginn annar en Svíakonungur á ferð
og fékk hann að sitja og spjalla við
samferðarfólk sitt óáreittur.
Ef til vill var það ekki eingöngu
íslensk náttúrufegurð og hreindýra-
veiðar sem löðuðu Karl Gústaf að
landinu heldur einnig sú staðreynd að
hér gefst honum kostur á meira næði
og hvíld en í heimalandi sínu. í Svíþjóð
gæti hann í það minnsta tæplega brugð-
ið sér á frídegi í sund eða á veitingahús
án þess að uppi yrði fótur og fit. Á ís-
landi virðast kóngar fá að vera menn.