Morgunblaðið - 27.08.1989, Blaðsíða 30
-30
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
>
a
X)
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
Hjónabandið
treystir sambandið
BRÚÐHJÓN vikunnar eru þau Halldóra Gyða Matthíasdóttir og
Óli Hallgrímsson. Þau giftu sig í Garðakirkju hjá séra Braga
Friðrikssyni en hann fermdi þau reyndar bæði.
Halldóra og Óli kynntust í
matvöruversluninni Garða-
kaup fyrir fjórum árum. „Ég er
á samningi þar því ég ætla að
verða kjötiðnaðarmaður," sagði
Óli „en hún var að vinna á kassa
á meðan hún beið eftir að kom-
ast inn í Menntaskólann við
Hamrahlíð." Þau ljúka bæði
námi nú um áramótin. Halldóra
og Óli trúlofuðu sig á gamlárs-
kvöld 1987. „En við höfum lengi
verið ákvéðin í að gifta okkur.
Trúlofun er svo mikið tískufyrir-
brigði. Henni fylgir ekki sama
skuldbindingin og hjónabandinu.
Fólk gengur í hjónaband þegar
það er ákveðið í að búa saman
Þau giftu sig
Ásdís Einarsdóttir og Ólafur
Valgeir Einarsson, Reykjavík
Berglind Johansen og Pétur
Albert Haraldsson, Reykjavík
Dagbjört Lína Kristjáns-
dóttir og Halldór Kristinn
Halldórsson, Kópavogi
Hjördís Friðfinnsdóttir og
Jón Rúnar Oddgeirsson,
Reylq'avík
Kristín Sigurðardóttir og
Úlfar Guðmundsson,
Reykjavík
Þeim brúðhjónum sem vilja
láta sín getið í þessum dálki
er bent á að hafa samband við
Morgunblaðið, Fólk í fréttum.
og það á að endast ævilangt,"
sagði Halldóra Gyða. „Já, hjóna-
band treystir sambandið og því
fylgir meira öryggi,“ bætti Óli
við.
„Til þess að hjónabandið sé
gott er nauðsynlegt að hjónin
geti talað saman. Það er mjög
mikilvægt. Helst á maður aldrei
að fara að sofa fyrr en búið er
að jafna ágreining og sættast,“
sagði Halldóra.
Óli og Halldóra bjuggu saman
í nokkurn tíma fyrir brúðkaupið
því þau vildu kynnast hvort öðru
vel áður en af giftingunni yrði.
Þau vildu prófa hvernig þeim
gengi að sjá um sig sjálf. Þau
sögðu að í sambúð reyndi fyrst
á hversu traust sambandið væri.
Á heimilinu er nokkuð jöfn
verkaskipting þótt hann eldi
nokkuð oftar en hún. „Mér finnst
ekki nema sanngjarnt að allir í
fjölskyldunni hjálpist að við að
ganga frá eftir matinn, þá eiga
allir jafn langt frí. Fjölskyldan
getur þá verið saman um kvöldið
eða bara horft á fréttirnar,“
sagði Halldóra.
Halldóra og Óli fluttu inn í
eigin íbúð á brúðkaupsdaginn.
„Það var skemmtilegra en nokk-
ur brúðkaupsferð," sagði hún.
„Það var yndisleg tilfinning að
vakna upp í sínu eigin rúmi og
fara fram í sitt eigið eldhús."
Þau hafa fengið sér köttinn
Sambó en ætla að bíða með barn-
eignir eitthvað enn. „Ég vil hafa
efni á að vera lengur heima eft-
ir fæðingu barns en þessa sex
mánuði sem maður fær fæðing-
arorlof. Flest börn sofa svo mik-
ið fyrstu mánuðina og ég vil
geta verið hjá barninu mínu þeg-
ar það fer að vaka meira og vita
af mömmu sinni hjá sér,“ sagði
Halldóra.
Nú leggið þið bæði áherslu á
mikilvægi hjónabandsins. En
hvernig var brúðkaupsdagurinn
ykkar?
„Hann vár yndislegur. Gift-
ingin var í Garðakirkju klukkan
íjögur og á eftir var móttaka
fyrir gesti í Hafnarborg. Allt
gekk að óskum og það var ekki
einu sinni hægt að kvarta yfir
veðrinu. Fjölskyldan fór svo sam-
an út að borða um kvöldið á
Hótel Holti. Við fórum til ljós-
myndara en við létum líka vin
okkar taka myndir af okkur niðri
í bæ. Það setti svo punktinn yfir
i-ið að flytja hingað inn um
kvöldið. Við eigum ekkert nema
góðar minningar frá þessum
degi.“
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
Halldóra og Óli létu taka af sér
myndir utan dyra enda var fall-
egt veður á brúðkaupsdegi
þeirra.
JUNIOR CHAMBER
Heimsforseti
í heimsókn
HEIMSFORSETI Junior Chamb-
ers, Isfahani Sameen frá Sri
Lanka, kom nýlega í aðra heim-
sókn sína hingað til lands. En
hvemig samtök eru það sem
venjulega eru nefhd JC?
JC hreyfingin
eru alþjóðleg
þjálfunarsamtök
fyrir fólk á aldrin-
um 18-40 ára,“
segir Sameen.
„Við þjálfum fólk
í stjómunarstöður
með námskeiðum
í ræðumennsku, Isfahani Sajncen
framsögn Og fund- heimsforseti JC.
arstjórn. Auk þess leiðbeinum við
fólki við skipulagningu tíma og
verkefna. Margir JC félagar hafa
komýst í háttsettar stjórnunarstöð-
ur. Ég hef orðið var við að fólk
haldi að JC séu góðgerðarsamtök í
líkingu við Lions. Það er ekki rétt
nema að því leyti að við leggjum
metnað okkar í að þjálfa góða leið-
toga.“
Sameen leggur áherslu á að allir
hafi þörf fyrir þá þjálfun sem JC
veitir. „Þegar ég gekk í JC árið
1973 átti ég í erfiðleikum með að
standa upp og kynna mig. Þjálfunin
hjá JC hefur hjálpað mér við að
komast yfir þessa örðugleika og
eiga eðlileg samskipti við fólk.“
Síðan Sameen tók við emætti
hefur hann heimsótt 39 lönd.
Hann var spurður að því hvernig
honum litist á starfið á íslandi.
„Ef miðað er við höfðatölu er JC
hreyfingin á íslandi afar Qölmenn.
Hér er greinilega mikið að gerast,"
segir Sameen. „En við verðum að
hafa í huga að alltaf má gera bet-
ur. Hreyfinguna þarf að kynna fyr-
ir ungu fólki sem kynni að nýta sér
þjálfun hennar." Félagar í JC á ís-
landi eru 600 og starfa í 23 deildum
víðsvegar um landið.
YMISLEGT
m
Auglýsing frá grunn-
skólum Kópavogs
Grunnskólarnir í Kópavogi verða settir með
kennarfundum í skólunum föstudaginn 1.
september nk. kl. 09.00. Næstu dagar verða
notaðirtil undirbúnings kennslustarfs. Nem-
endur komi í skólana miðvikudaginn 6. sept-
ember.
1. bekkur, börn fædd 1982 kl. 13.00.
2. bekkur, börn fædd 1981 kl. 14.00.
3. bekkur, börn fædd 1980 kl. 13.00.
4. bekkur, börn fædd 1979 kl. 11.00.
5. bekkur, börn fædd 1978 kl. 10.00.
6. bekkur, börn fædd 1977 kl. 09.00.
7. bekkur, börn fædd 1976 kl. 09.00.
8. bekkur, börn fædd 1975 kl. 10.00.
9. bekkur, börn fædd 1974 kl. 11.00.
Athugið, nemendur Þingholtsskóla komi í
skólann sem hér segir:
7. bekkur, börn fædd 1976 kl. 10.30.
8. bekkur, börn fædd 1975 kl. 10.00.
9. bekkur, börn fædd 1974 kl. 10.00.
Nemendur, sem flutt hafa á milli skólahverfa
í sumar, eru beðnir um að láta skrá sig í
skólana sem fyrst.
Forskólabörn fædd 1983 (6 ára) og foreldrar
þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis 6.-8.
september. Skólaganga forskólabarna hefst
11. september.
Skólafulltrúi.
LANDSPITALINN
Starfsþjálfun
í byrjun október nk. hefst starfsþjálfun fyrir
nýráðna hjúkrunarfræðinga á nokkrum
bráðadeildum Landspítalans. Námskeiðið
mun standa í 12 vikur og vera alls um 50
kennslustundir. Fyrirlestrarnir miðast fyrst
og fremst við störf á Landspítalanum og
byggja ofan á grunnþekkingu, m.a. verður
komið inn á eftirtalda efnisþætti:
1. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga á bráðadeild-
um, vinnutilhögun.
2. Hvernig meta hjúkrunarfræðingar ástand
sjúklinga á kerfisbundinn hátt?
3. Endurlífgun.
4. Mat á sársauka - verkjalyfjaþörf.
5. Sálgæsla - stuðningur við sjúklinga, að-
standendur og starfsfólk.
Hjúkrunarleiðbeinendur starfa á hverri
sjúkradeild og hafa fengið námskeið í leið-
sögn. Þeir munu skipuleggja aðlögun og
verklega leiðsögn á deildunum.
Umsjón með námskeiðinu hefur Lovísa Bald-
ursdóttir, lektor og hjúkrunarframkvæmda-
stjóri.
Reykjavík 27. ágúst 1989.
RÍKISSPÍTALAR
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
Skólinn verður settur í hátíðasal Sjómanna-
skólans föstudaginn 1. september kl. 14.00.
Nemendur 1. stigs verða lesnir í bekki.
Stöðupróf nemenda á 1. stigi í íslensku,
stærðfræði, ensku og dönsku verða 4., 5.
og 6. september.
Sömu daga verður hjálparkennsla fyrir þá
nemendur, sem eiga ólokið prófum í íslensku
og siglingareglum vegna verkfalls sl. vor.
Prófum verður lokið 7. september.
Kennsla 1. stigs skv. stundatöflu hefst sama
dag.
Nemendur 2. og 3. stigs, sem hafa lokið
öllum prófum, mæti föstudag 8. september
kl. 09.00.
Mjög mikilvægt er að allir mæti þann dag,
vegna niðuröðunar í bekki og námskeið í Slysa-
varnaskóla, sem hefjast 11. september.
Skólastjóri.
ÞJÓNUSTA
Málmsmíði - strax
Tökum að okkur að smíða og lagfæra hluti
úr ryðfríu stáli og járni.
- Skjót viðbrögð -
- Vönduð vinnubrögð -
Traust - verksmiðja hf.,
Knarrarvogi 4, Reykjavík,
sími 91-673870.
I i i \