Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 15
MÖKGUNBLAÐíð MIÐViKUDAGUÉ 30. ÁGÖSU 1089 ■ 1*5 Þóranna Helga- dóttir — Minning Fædd 6. september 1899 Dáin 21. ágúst 1989 Hún Þóranna tengdámóðir mín er dáin og átti ekki eftir nema rúman hálfan mánuð í nírætt. Hún var fædd í Skarði í Þykkvabæ,6. september 1899. Foreldrar hennar voru Helgi Magnússon frá Skarði og Þórunn Runólfsdóttir komin af Vatnsleysu- strönd en þau eignuðust tvær aðrar dætur. Önnur dó barnung en Frið- björg, gift Agli Friðrikssyni bjó í Skarði ásamt Agli til elliára. Einnig ólst upp hjá Þórunni og Helga, Guð- laug Guðmundsdóttir. Þóranna var hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt, missti föður sinn um fimmtugt en móðir hennar fylgdi henni alla tíð og lést hjá henni í hárri elli. Þóranna flutti um set árið 1924 er hún giftist eftirlifandi manni sínum Tyrfingi Einarssyni, bónda- syninum í Vestri-Tungu í Vestur- Landeyjum. í Tungu bjuggu þau snotru sveitabúi til ársins 1948, fluttu þá á Hvolsvöll þar sem Tyrf- ingur vann hjá Kaupfélagi Rang- æinga uns þau, árið 1953, fiuttust til Reykjavíkur, þar sem Tyrfingur vann hjá Mjólkursamsölunni uns ald- ur hefti för. Eins og sjá má hefur ýmislegt á daga Þórönnu drifið. Hún var af aldamótakynslóðinni, sem lifði tvær heimsstyqaldir, krepputíma, frosta- veturinn mikla, fátækt og sumir ör- birgð en um íeið ef til vill mestu uppgangstíma íslandssögunnar. Satt að segja hefur mig oft undrað að íslendingar skyldu standa af sér slíkar hörmungar sem yfir þá hafa dunið. Það á þó ekki við um Þórönnu og Tyrfing því þau voru alltaf vel bjargálna — og alltaf veitandi — enda samhent og hörkudugleg, þar sem Þóranna stóð sem klettur við hlið bónda síns og kunni því bara vel að vera kölluð konan hans. Er vel við hæfi að minnast orða sem lögð voru í munn Bergþóru konu Njáls þegar henni var boðið að ganga úr. brennunni á Bergþórshvoli: „Eg var ung gefin Njáli hef ég því heitið honum að eitt skyldi ganga yfír okk- ur bæði.“ Þóranna sóttist ekki eftir metorð- um, var ánægð með sinn hlut og vann af dyggð þau verk sem hún tók að sér og öll vel. Þóranna fann vel hvað að sér sneri og gat vel haldið sínum hlut án þess að særa aðra og æðraðist ekki þótt á móti blési. Hún leit með hlýju til liðinna daga, — kom glampi í augun er hún minntist æsk- unnar í föðurgarði jafnvel þótt henni á unglingsárum hafi verið falið með- al annars að fara með heybandslest úr Safamýri yfir Djúpós og baggar flytu af hestunum í álunum. Hún leit með gleði til áranna í Tungu, þar sem þau Tyrfingur byggðu sér snoturt hús árið 1930 enda þótt róa þyrfti bátkænu og sundleggja klár- ana yfir Hólsá til að komast þangað og bærinn yrði iðulega umflotinn vatni vegna flóða í Þverá. Ekki lét hún sig heldur muna um að snara böggum af klökkum þegar einhver stelpan hennar, þá e.t.v. ekki meira en átta ára, kom af engjum með heybandslestina. Hún minntist dag- anna í Hvolsvelli þegar sveitungar og vinir litu inn til hennar og þáðu góðgjörðir. Sama má segja um dvöl- ina í Reykjavík þar sem hún fékk m.a. heimsóknir barnabarnanna sinna og hafði yndi af. Heldur þyngdist brúnin þegar talið barst að uppvaxtarárum mömmu hennar, en sem dæmi um hvað lagt var á fólk hér áður fyrr þá fékk hún — Þórunn — m.a. það verkefni, þá barn að aldri, að hlaupa af Suður- nesjum til Hafnarfjarðar til að sækja meðul. Þetta mátti hún gera berfætt að vetri til. Þóranna og Tyrfingur eignuðust þrjár dætur en þær eru í aidursröð: Helga f. 30. september 1925, gift Kristjóni Hafliðasyni. Þau búa í Þykkvabæ og eiga fimm börn og níu barnabörn. Anna f. 28. nóvember 1928, gift undirrituðum. Þau búa í Reykjavík og eiga fimm börn og fjórtán barnabörn. Hannesína f. 6. maí 1930, gift Andrési Eggertssyni. Þau búa í Keflavík og eiga fimm börn og ellefu bamabörn. Afkomendur Þórönnu og Tyrfings eru því orðnir hálft hundrað og vel það og leit hún þá með stolti og þakkaði Almættinu. Ef ég sem þetta skrifa mætti mæla til kærrar tengdamóður minnar mundi ég líklega helst vilja þakka henni að ekki skyldi frá henni hijóta eitt einasta hnjóðsyrði til mín, brostfeldugs tengdasonarins, öli árin og ærið væri hennar afrek í lífinu þó ekki væri annað talið en að hafa alið fegurstu konu heims. Ég veit svo sem að hér ber mér að biðja Guð vorn fyrir Þórönnu en þarf þess ekki því ég veit hvar hún er. Ingólfur Björgvinsson Margt er það og margt er það sem minningamar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur (Davíð Stefánsson) I dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Þórönnu Helgadóttur, sem lést á Droplaugarstöðum 21. ágúst sl. Þó erfitt sé að sætta sig við að fá ekki að sjá ömmu aftur í þessu lífi, þá vitum við að nú líður henni vel. Við eigum margar góðar. minn- ingar um ömmu, bæði frá Langó, Hólastekk og Droplaugarstöðum. Sem börn vorum við mikið hjá ömmu og afa á Langholtsvegi. Þaðan eigum við ljúfar minningar. Alltaf var okkur tekið opnum örmum og einhveiju góðgæti stungið upp í litla munna. Við minnumst ömmu pijónandi sokka og vettlinga um leið og hún kenndi okkur vísur og bænir sem hún kunni ógrynnin öll af. ' Hún var okkur ástrík og um- hyggjusöm amma allt fram á síðasta dag, hún var einlæg, traust, hress í bragði og trúrækin og treysti guði umfram allt. Alltaf hafa amma og afi verið fast- ur punktur í lífi okkar. Við erum stolt af foreldrum okkar hve vel þau hafa annast ömmu og afa alla tíð. Við þökkum starfsfólki Droplaugar- staða fyrir góða umönnun því við vitum hve ömmu leið þar vel. Að lokum biðjum við góðan Guð að styrkja afa í sorg sinni. Með þess- um orðum kveðjum við elskulegu ömmu okkar og þökkum henni sam- fylgdina. Guð blessi þig þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er og vertu um eilífð ætíð sæll Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Þrúður, Þóranna, Kristín, Ásgerður og Björgvin Gæöi oö eoding Miele heimilistækjanna eru í rauninni stórkostleg veröiækkun ,1,' iii ^ .SUNDABORG 1 S. 688588-688589 JOHANN ÚLAFSSON 4 CO. HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.