Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 Viðræður um stærri stjórn: Borgara- flokkur vill Morgunblaðið/Emilía Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags ísiands, þakkar Ólafíu Jónsdóttur hina höfðinglegu gjöf. Gaf 7,6 milljónir til skógræktar „ÞETTA er ekki mikið og ég vil gefa ykkur miklu meira,“ sagði Ólafía Jónsdóttir, um leið og hún afhenti Skógræktarfélagi Is- lands 7,6 milljónir króna að gjöf. Er þetta ein stærsta gjöf sem einstaklingur hefíir lagt til skógræktar hér á landi. „Ég treysti ykkur fullkomlega eftir að hafa fylgst með staj*fi ykkar í gegnum árin,“ sagði Ól- afía. Hjónin Ólafía og Guðmundur Þorsteinsson, gullsmiður, sem lést í sumar, höfðu tekið þá ákvörðun að leggja starfi Skógræktarfé- lagsins lið og styrkja með þessu móti. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, veitti gjöfinni viðtöku og sagði hana lýsa miklu trausti til félagsins og velvild í þess garð. „Gjöf þeirra hjóna sýnir umhyggju þeirra fyrir landinu og vilja til að bæta gróður- far landsins með skógrækt. Mikill undirbúningur stendur nú yfir vegna átaksins um landgræðslu- skóga í tilefni 60 ára afmæli fé- lagsins á næsta ári. Gjöfin er því mikil hvatning og gefur tilefni til að líta björtum augum fram á við,“ sagði Hulda. lengn tíma Borgaraflokkurinn hefúr enn ekki svarað tilboði ríkisstjórnar- innar um að flokkurinn gangi inn í stjórnarsamstarfíð. For- menn stjórnarflokkanna fúnd- uðu í gær með þingflokki Borg- araflokksins og sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra að fúndinum loknum að hann hefði verið gagnlegur. Borgaraflokksmenn vilja hins vegar ennþá lengri tíma til að svara tilboðinu. Steingrímur sagðist hafa skilið það svo, er hann lagði fram tillög- ur sínar til borgaraflokksmanna, að þeir myndu jafnvel segja af eða á í dag, miðvikudag. „Ég hef lagt á það áherzlu að þetta verði af- greitt sem allra, allra fyrst,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist líta svo á að borgaraflokksmenn hefðu tekið til- lögum stjómarinnar sem sam- starfsgrundvelli. Tilboð stjómarinnar gerir ráð fyrir að Borgaraflokkur fái tvo ráðherra. Annar verði dómsmála- ráðherra, hinn án ráðuneytis til að byija með en fái síðar umhverfis- málaráðuneytið, sem á að stofna. Fram að því fari hann með sam- starfsmál Nofðurlanda og mótun atvinnustefnu. Sjálfstæðismenn samþykkja efiiahagstillögur: Seðlabanki jafiii skamm- tímasveiflur á genginu Bankinn haldi ekki háu gengi, orsaki það skuldasöftiun íslandsbanki: Sérsviðum skipt milli yfirmanna Á bankaráðsfúndi íslands- banka í gærmorgun var ákveðin ráðning Qögurra framkvæmda- s^jóra og verkaskipting banka- stjóra og framkvæmdasljóra bankans. Valur Valsson. verður formaður bankastjómar eins og áður var ákveðið. Tryggvi Pálsson banka- stjóri verður yfir sviði alþjóðavið- skipta og markaðsmála og Bjöm Bjömsson bankastjóri yfir rekstr- ar- og tæknimálum. Allir þeir, sem ákveðið var að bjóða framkvæmdastjórastöðu, hafa nú verið ráðnir. Guðmundur Hauksson verður framkvæmda- stjóri yfir fyrirtækjalánum og lög- fræðimálum, Kristján Oddsson yfir afgreiðslum og fræðslumál- um, Jóhannes Siggeirsson á sviði þjónustu og gæðastjórnar og Ragnar Önundarson yfir fjármál- um og verðbréfaviðskiptum. TILLÖGUR Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um róttækar aðgerðir í efhahags- málum, voru samþykktar á þing- flokksfúndi sjálfstæðismanna í gær og var samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins lítil andstaða við þær í þingflokknum. í yfirlýs- ingu fúndarins um ftjálslynda og víðsýna umbótastefhu í atvinnu- málum segir að með tillögum þessum hafí Sjálfstæðisflokkur- inn í stjórnarandstöðu tekið for- ystu í íslenzkum stjórnmálum. Rikisstjórnin sé ófær um að leiða þjóðina út úr erfiðleikunum. Þingflokkurinn ítrekar fyrri yfír- lýsingar um vantraust á stjórnina og kröfú um að gengið verði til kosninga þegar I stað. Tillögur sjálfstæðismanna eru í meginatriðum þær, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. í tillög- um um gengismál og gjaldeyris- verzlun er gert ráð fyrir að verð á erlendum gjaldeyri verði fyrst og fremst ákveðið af þeim, sem eiga viðskipti með hann. „Seðlabanki íslands annist skráningn á grunn- gengi krónunnar en verð á erlend- um gjaldeyri getur hækkað eða lækkað innan tiltekinna marka frá því. Meginhlutverk bankans verði því að jafna skammtímasveiflur. Seðlabankanum verði óheimilt að halda niðri verði á erlendum gjald- eyri ef það eykur skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis og skal breyta grunngengi ef fyrirsjáanleg er þynging á skuldabyrði. Með þessari mikilvægu stefnubreytingu er horf- ið af braut skuldasöfnunar erlendis og útflutningsatvinnuvegum sköp- uð skilyrði til að standa á eigin fótum og leggja sitt af mörkum til velferðar landsmanna," segir í yfír- lýsingu fundarins. Þar er jafnframt lagt til að við- skiptabankar og sparisjóðir fái full- ar heimildir til að verzla með erlend- an gjaldeyri, taka erlend lán og takast á hendur skuldbindingar við erlenda aðila í samrærhi við eðlileg viðskiptaleg sjónarmið. Bankarnir ákveði sjálfir verð á erlendum gjald- eyri í viðskiptum sínum innan tiltek- inna frávika frá grunngengi því, sem Seðlabankinn markar. í tillögum um fjárlagagerð er lagt til að einstök ráðuneyti og stofnanir geri tillögur um útgjöld innan tekjuramma; með öðrum orð- um að ekki verði framkvæmt annað en það sem peningar eru til fyrir. Sett verði fram raunhæf áætlun um aðhaid í ríkisbúskapnum þannig að útgjöld rúmist innan tekjurammans án skattahækkana. Morgunblaðið/Júlíus Þrír ungir menn voru handteknir eftir að hafa hleypt af skotum í húsi við Sogaveg í gærmorgun. Á myndinni sjást lögreglumenn færa einn hinna handteknu um borð í lögreglubifreið. Skothríð í húsi við Sogaveg: Tvö 600 tonna eldisker brustu Laxinn lá spriklandi á þurru landi TVÖ 600 tonna ker fúll af eldislaxi brustu í eldisstöð Árlax hf. á Kópa- skeri í gærmorgun. Mikill gnýr buldi um nágrennið þegar vatnið úr kerunum myndaði flóðbylgju sem steyptist fram og þegar látunum linnti lá spriklandi fiskur eins og hráviði hundruð metra frá kerunum. Töluvert af vatni og hluti fisksins rann í læk skammt frá eldisstöðinni og þaðan út í sjó. Þrír menn handteknir og hald lagt á skotvopn LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð að húsi við Sogaveg i gærmorg- un, eftir að vegfarandi hafði tilkynnt að hleypt hefði verið af skotum þar og rúður í kjallaraglugga brotnað. Lögreglan fékk tilkynninguna úr húsinu og var hann handtekinn. klukkan 9.27. Skömmu síðar var átta manna lið komið á staðinn, en skothríðin var þá afstaðin. Lög- reglumennimir gættu fyllsta örygg- is, klæddust skotheldum vestum og lokuðu götunni fyrir umferð. Eftir nokkra stund kom ungur maður út Þá fór lögreglan inn í húsið og handtók þar tvo aðra unga menn. Lagt var hald á tvo riffla og þijár haglabyssur, en mennirnir voru óvopnaðir þegar lögreglan kom inn í húsið. Hleypt hafði verið af vopn- unum í herbergi í kjallara hússins og einnig er talið að mennimir hafí skotið út um gluggann, en rúður í honum voru brotnar. Engan hafði þó sakað, en nokkrar skemmdir urðu á herberginu. Lögreglan tók mennina þijá, sem voru um og yfir tvítugt, í sína vörslu, en talið er að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis. Málið hefur verið sent Rannsóknarlögreglu ríkisins til meðferðar. Hann segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði starfs- maður verið að vinnu við kerin en menn biðu í kaffistofu eftir bíl sem flytja átti seiði til Seyðisfjarðar. Einn starfsmaður var þó í vinnuskúr að sækja fóður sem vantaði og munaði fáeinum augnablikum að hann hefði verið kominn að kerunum. Allt tiltækt fólk var kvatt til, sumt úr öðrum störfum, að blóðga fiskinn sem spriklaði á þurru á víð og dreif. Blóðguðum fiskinum var komið fyrir í nokkrum 5-600 lítra fiskikerum og í gærkvöldi og í nótt unnu menn að því í fiskverkuninni Útnesi að gera að fiskinum. Guðmundur Björnsson stöðvar- stjóri var á káfí í aðgerðinni þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég veit ekki nákvæm- lega hvað gerðist, ég sá þetta ekki heldur heyrði bara drunurnar. Annað kerið er bókstaflega í rúst og það gæti verið að það hefði gefíð sig og vatnið úr þvi síðan sópað botninum undan hinu og þar með hafi pokinn í því sprungið undan þunganum," sagði Guðmundur. Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað mikið hefði verið af fiski í kerunum. „Það var talsvert, hluti af því í sláturstærð; fískur frá 200 grömmum upp í 2 14 kíló úr þremur hópum.^stór hluti var settur í kerin um miðjan október í fyrra.“ Hann vildi ekki tjá sig um hve mikið tjón hefði orðið, taldi þó ljóst að það mældist í milljónum. Guðmundur kvaðst eiga von á að tækist að selja innanlands allan fisk- inn sem náðst hefði að blóðga. „Það er enn á viðræðustigi en ég á von á að það finnist kaupendur sem vilja hitareykjaþennan físk,“ sagði hann. Árlax hf. hefur starfað í um það bil fimm ár. Stærstu eigendur eru Eimskipafélagið og SÍS auk margra einstaklinga fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.