Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 27 Elísabet Sveins- dóttir - Minning Fædd 8. september 1926 Dáin 20. ágúst 1989 Að leika upp æskunnar ævintýr með áranna reynslu sem var svo dýr, er lífið í édáins-líki. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósabraut og heiminn að himnaríki. Ég lyfti þér, blikandi lífsins veig. Ljósblómin gríp ég af himinsins sveig og legg mér um heita hvarma. Einn straumur, sem líður, ein stund, sem þver. Streymandi mannhaf, sem kemur og fer, ég hverf þér í opna arma. (E. Ben.) Eiginmaður og börn Mig langar að minnast mömmu minnar með nokkrum orðum. Mamma var og er alveg sérstök í mínum huga og okkar allra systkin- anna. Hún reyndi að njóta hverrar gleðistundar sem gafst til hinstu stundar. Við vorum hjá henni þrjár systur og pabbi á föstudgskvöldið að spjalla og jafnvel þá var stutt í spaugið hjá henni, en frá gríni var stutt í ástúðina sem henni fylgdi og áttum við með henni alveg sér- staka stund þetta kvöld. Það birti ekki aftur að degi hjá henni mömmu okkar, næsta dag var hún með litla meðvitund og um hádegi á sunnu- dag var hún daín. Þá var þetta stríð á enda. Þó þessir mánuðir hafi ver- ið sárir þá sá maður svo margt, sem maður hafði ekki velt fyrir sér áð- ur. Aldrei fyrr hafði ég séð eins mikinn kærleika eins og var miHi foreldra minna í orðsins fyilstu merkingu, hann pabbi bar hana mömmu á höndum sér og hlýjan sem hann veitti henni í allri að- hlynningu heima, en þar vildi mamma vera, á sínu heimili, í hús- inu sínu, sem hún batt svo mikla toygg'ð við. En fyrst og fremst vegna kærleika var þetta mögulegt vegna kærleika og ástar er svo margt hægt sem annars er óhugs- andi. Elsa með öllum tímanum sem hún gat látið í té, en milli hennar og mömmu höfðu myndast alveg sérstakar tilfinningar, eins vegna þeirra faglegu þekkingar sem Fríða og Sonja hafa var þetta mögulegt. Við hinar systurnar og Lára reynd- um að gera okkar besta, eins allar vinkonurnar og Hulda systir hennar sem voru svo duglegar að heim- sækja hana og gleðja. Mér hlotnað- ist sú gæfa í sumar meðan Elsa var erlendis að aðstoða pabba við að annast mömmu. Sá tími er ein af perlunum í minningunni. Mamma hafði mikla ánægju af að fara til útlanda, en aldrei gleymdi hún stóra hópnum sínum heima. Alltaf sendi hún öllum kort frá fal- legum stöðum sem hún kom á og gleymdi ekki að kaupa eitthvað handa okkur, ekki bara börnunum heldur líka tengdabörnum, barna- börnum og vinunum sem henni voru • svo kærir. Heima í Goðatúni en svona sögð- um við systkinin þó við værum flutt að heiman fyrir fjöldamörgum árum voru allir alltaf velkomnir. Fyrir utan það að foreldrar mínir hafi alið upp níu börn hafa þau líka tek- ið stóran þátt í uppeldi barnabarna sinna. Hún mamma reyndist okkur systkinunum alveg ómetanleg stoð þegar erfiðleikar hafa steðjað að og það var líka alltaf gott að Ieita til hennar með ýmsan vanda sem maður var ekki viss um hvernig ætti að greiða úr. Sá sem kynntist mömmu kynntist gleði og ástúð það vantaði mikið í þann fagnað þar sem hana vantaði, hennar skarð verður ekki fyllt. Þeir sem hafa átt eða eiga eins yndislega mömmu og við systkinin höfum átt hafa allir Iært að elska. 1 huga okkar allra er djúpt skarð. Þessi orð eru til hennar í hennar minningu. Elísabet Sveinsdóttir er látin. Harmur hjörtun skar, þegar við skólasystur hennar úr Sjúkraliða- skóla Islands, árgangur 1974-1975, fréttum að hún væri farin úr okkar hópi. Minning Elísabetar mun lifa í hjörtum okkar allra sem kynntumst henni. Við þekktum hana sem stór- brotna konu. Mikil reisn var yfir henni og fegurð hafði hún til að bera í ríkum mæli. Bros hennar bjart, augu hennar geisluðu af lífsgleði og innri fegurð, þeirri feg- urð sem gaf hveijum þeim sem umgengust hana aukinn styrk í ríkum mæli. Hjúkrunarstarfinu sinnti hún af mikilli alúð og innlifun. Hún gaf sjúklingum mikið af sjálfri sér, með sinni hjartahlýju og alúð. Allt varð bjartara hjá þeim sem fengu að- hlynningu frá hennar hendi. Hún var sköpuð til að bera birtu og yl inn í hvers manns hjarta. Hjúkrun var hennar líf og sál. Mikil virðing var borin fyrir henni, bæði af sjúklingum og starfsliði. Hún bar sjúkdóm sinn sem hetja, og lét ekki deigan síga fyrr en yfir lauk. Við skólasystur hennar vottum eiginmanni hennar, börnum, ætt- ingjum og vinum djúpa samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sii. Við þökkum elsku Elísabetu öll liðnu árin. Hún lifir í minningu okkar um ókomin ár, Guð blessi minningu hennar. F. h. skólasystra, Guðrún Hansdóttir. Hún Elísabet vinkona okkar er dáin. Okkur, sem þótti svo vænt um hana og dáðumst af kjarki henn- ar í gegnum hennar erfiðu veikindi skiljum ekki ennþá að hún sé farin frá okkur. Hún virtist svo hress þegar við heimsóttum hana, kvart- aði aldrei yfir þjáningunum, þó viss- um við hve helsjúk hún var. Hvílík hetja! Hún var alltaf jafn falleg og sama gamla reisnin yfir henni þar sem hún lá í fallega rúminu sínu, og allt svo hvítt og bjart í kringum hana. Alltaf sama fallega brosið og glettnin þegar spurt var um kunn- ingjana. Að hafa átt hana að vini er okkur ómetanlegt, því tryggð hennar var slík. Hún var stórbrotinn persónuleiki sem gleymist aldrei þeim er henni kynntust. Elísabet var hamingjubarn í lífi sínu, hún eignaðist yndislegan mann sem hún dáði, og börn sem voru henni svo hjartfólgin. Kæra Elísabet. Við þökkum Elísabetu tryggð og vináttu. Hún er og verður okkur ógleymanleg. Við samgleðjumst henni að hafa fengið að dvelja á sínu fallega heim- ili í veikindunum og að fá að kveðja lífið’ í fallega rúminu sínu, með þau sem henni voru kærastir í kringum sig. Þökk sé þeim fyrir hvað þau reyndust Elísabetu vel þegar hún þúrfti þess mest með. Við vottum eiginmanni Elísabet- ar, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, og biðjum þeim blessunar guðs í þeirra miklu sorg. Hjördís og Sigurbjörg Við fráfall elskulegrar tengda- móður minnar langar mig til að minnast hennar með örfáum orðum. Sem oft vill vera við andlát ástvina er manni orða vant, við að tjá sínar tilfinningar og svo fer fyrir mér nú. Ung og óþroskuð og snauð af lífsreynslu tengdist ég þessari fjöl- skyldu fyrir um það bil áratug. Þessi stóra fjölskylda var samhent en börnin komin á þann aldur, að flest þeirra voru farin að heiman. Það var mér ómetanlegur styrkur hvað fjölskyldan tók mér vel. Þau hjónin, Elísabet og maður hennar Hallgrímur Guðmundsson, rafvirki, tóku mér sem dóttur sinni og ég varð ein af stelpunum þeirra. I þessari stuttu grein rek ég ekki hennar æviatriði né ijölskylduhagi, það gera væntanlega aðrir, til þess færari, en reyni að minnast hennar eins og hún kom mér fyrir sjónir þessi ár sem ég naut samvista við hana. Elísabet var óvenjulega sterk- ur persónuleiki, hispurslaus og fijálsleg í framkomu og bar ávallt með sér hressandi andblæ hvar sem hún fór. Þó var hún jafnframt hjartahlý kona, en öll hennar við- brögð eðlileg og óþvinguð. Fals átti hún ekki til en var ávallt hreinskiþt- in og sagði sína skoðun umbúða- laust við hvern sem var. Fyrir um það bil þremur árum kom í ljós það mein sem dró hana til dauða og var sjúkdómurinn þá kominn á það hátt stig að vonlaust var um að bæta. Þá sýndi Elísabet sem oft áður hversu sterk persóna hún var. Hún neitaði hefðbundinni meðferð krabbameinssjúklinga. Hafði séð í starfi sínu á sjúkrahús- um svo mikið af vanlíðan þeirra í slíkri meðferð. Hún ákvað að lifa lífi sínu sér og sínum til ánægju, þann stutta tíma sem heiisan leyfði, og var hin sama skörulega húsmóð- ir og hinri sterki miðdepill fjölskyld- unnar. Á þessu tímabili fór hún í . utanlandsferðir, til Svíþjóðar, Ameríku og ísraeis. Var undravert lífsþrek og kjarkur hennar þann tíma sem hún barðist við þennan sjúkdóm, og lengst af þeim tíma gat enginn séð að þar færi helsjúk manneskja. Um ævilok sín talaði hún af fullri hugarró og gekk frá sínum málum. Hallgrímur og öll fjölskyldan reyndu hvað þau gátu að létta henni þessa erfiðu baráttu við sjúkdóminn. Nú er hennar stríði lokið. Hún andaðist á heimili sínu eins og hún vildi en ekki á sjúkrahúsi. Svo und- arlegt sem það kann að vera, kom okkur ástvinum hennar fráfall hennar á óvart, þrátt fyrir að við vissum að hún ætti stutt eftir, þá vorum við einhvern veginn ekki til- búin að taka því er það gerðist. Ég bið Guð að styrkja eftirlifandi mann hennar og börn þeirra sem reyndust henni svo vel í hennar erfiðu veikindum, er leið að lokum hjá henni. Minningarnar um þessa elsku- legu konu fylgja okkur ævina út. Við andlát kærra ástvina verðum við sem eftir lifum oft sem hjálpar- vana börn, en getum aðeins beðið þeim Guðs blessunar á nýjum leið- um. Mig langar að endingu til að kveðja hana með þessu sálmaversi, sem mér hefir ávallt verið svo kært frá því ég var lítið barn. „0 Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína.“ Blessuð sé minning hennar. Lára Olafsdóttir + Elskulegursonurokkarog bróðir, HÖGNI HÁLFDÁNARSON verkfræðingur, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Hálfdán Hannesson, Inga Maria Hannesson, Helgi Hálfdánarson, Anna S. Wessman, Gunnar Hálfdánarson, Sigrid Hálfdánardóttir, Guðmundur Þ. Guðbrandsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SVEINN GÍSLASON, flugstjóri, sem lést 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju í Mýrdal laugardaginn 2. september kl. 15.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00 sama dag. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. María Luise Gíslason, Hildur Sveinsdóttir, Einar Sveinsson, Astrid Sveinsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Guðlaug Gfsladóttir. + Útför MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR byggingameistara, Helgamagrastræti 20, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. september nk. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa eða Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Þórlaug Vestmann, Þorvaldur Vestmann Magnússon, Bergljót Jónsdóttir, Már Vestmann Magnússon, Rannveig Þórhallsdóttir, Magnús Vestmann Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigursteinn Vestmann Magnússon, Elísabet Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÞÓRARINSDÓTTIR SCHIÖTH, Pósthússtræti 13, verður jarðsungin fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00 frá Dómkirkj- unni. Unnur Hjaltadóttir Schiöth, Karl Friðrik Schiöth, Svava Schiöth, Hjalti Schiöth, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Karl Otti Schiöth, Helga Halldórsdóttir, og Linda Hrönn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BREIÐFJÖRÐ ÞÓRARINSSON, skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. kl. 15.00 Lilja Kristdórsdóttir, ágúst Rósamunda B. Taylor, Már B. Gunnarsson, Indiana B. Gunnarsdóttir, Stefán B. Gunnarsson, Ólafur Þorri Gunnarsson, Róbert L. Taylor, Guðrún Einarsdóttir, Pétur Þór Kristinsson, Elsa T raustadóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofii blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Anna Lýdía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.