Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 29
MORGUN.BLAÐIÐ MIÐ.VIKUDAGUR .30. ÁGÚST 1989
29
S JON V ARPSST J ARNA
Paddinglon bangsi
á sjúkrahúsi
Þau börn sem hafa fylgst með kom til landsins tii að kynnast
Sumarglugganum í sjónvarp- íslenskum börnum. Hann er yfirleitt
inu þekkja Paddington bangsa sem í för með Helgu Möller söngkonu
Krakkar í hjólastólum hlusta á sögur Paddingtons.
Morgunblaðið/RAX
Paddington bangsi heilsaði upp
á börn sem voru rúmfost á Barna-
spítala Hringsins.
og saman hafa þau m.a. farið á
skíði og í dansskóla. En Paddington
veiktist í sumar, hann fékk botn-
langabólgu og þurfti að fara á
sjúkrahús. Um dvöl hans þar voru
gerðir tveir þættir sem sýndir voru
í sjónvarpinu. Paddington er nú
kominn á stjá og heimsótti börnin
á Barnaspítala Hringsins í síðustu
viku. Þá færði hann spítalanum að
gjöf tvær myndbandspólur með
þáttunum um dvöl sína á sjúkrahús-
inu. Krakkar sem leggjast inn á
spítaia í fyrsta sinn geta nú fengið
að sjá og heyra söguna af því þeg-
ar Paddington þurfti að fara á
spítala.
Cybill Shepherd slær sér nú
upp með 35 ára gömlum lög-
fræðingi.
ASTIR
Cybill
Shepherd á
lausum kili
Ljóshærða leikkonan Cybill
Shepherd, sem kunn er fyrir
leik sinn í þáttunum „Moonligh-
ting“, er nú skilin við eiginmann
sinn, Bruce Oppenheimer. Þau
eiga saman eina dóttur en eiga
eftir að útkljá hvernig forræðis-
málum verði háttað. Cybill er nú
á lausum kili en þó sást nýlega
til hennar í Englandi með ungan
lögfræðing upp á arminn. Þau
voru að fylgjast með pólókeppni
þar sem Karl Bretaprins og liðs-
menn hans kepptu við lið frá
Bandaríkjunum. Cybill og lög-
fræðingurinn sem heitir Frank
Smith voru í fimm daga fríi í
Englandi. Hann er frá Boston en
hún býr í Kaliforníu. Þau reyna
samt að hittast eins oft og þau
geta og kunnugir segja áð Cybill
sé ánægð með nýja vininn.
VERZLUNARSKOLI ISLANDS
ÖLDUNGADEILD
Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla
íslandsferfram dagana 31. ágúst
og 4.-6. september kl. 09.00-18.30.
Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar:
Auglýsingasálfræði
Bókfærsla
Bókmenntir
Danska
Efna- og eðlisfræði
Enska
Farseðlaútgáfa
Ferðaþjónusta
Franska
íslenska
Markaðsfræði
Reksturshagfræði
Ritvinnsla
Saga
Stjórnun
Stærðfræði
Tölvubókhald
Tölvufræði
Vélritun
Verslunarréttur
Þýska
Áföngum ofangreindra nárinsgreina er hægt að
safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig:
Próf af bókhaldsbraut
Próf af ferðamálabraut
Próf af skrifstofubraut
Verslunarpróf
Stúdentspróf
\
Blomberg
Kæli- og
frystiskápar.
6 gerðir
Hagstætt verð.
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR.
Einar Farestveit&Co.hf.
BOROARTÚNI28, SÍM116996.
Laið 4 stoppar vlA dyraar
0DEXION
MAXI-plastskúffur
varðveita smáhluti
Margar stœrðir
og litir
fyrirliggjandi.
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: SÖIvhólsgötu 13
Sími (91)20680
1 TÍZKAN
Laugavegi 71 II hæó Sími 10770
REPRÓ