Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 22
n 22 f-KJ JKi')} .0 ; *.j ir . í '| v jj;v if'dA f - ;h ri ■MOHGUNBLAÐIÐ ’MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 AKUREYRI Vill koma upp æfingavelli en vantar heppilegt land Skotveiðifélag Eyjafjarðar: Illmögulegl að fínna stað í bæjarlandinu, segir skipulagsstjóri SKOTEY, eða Skotveiðifélag Eyjaíjarðar, hefur í hyggju að koma sér upp skotvelli til æfinga og keppni í skotfimi og er þegar búið að panta tvo leirdúfúkastara frá Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að kostn- aður við völlinn fullbúinn nemi um 600 þúsundum. Það sem hins vegar strandar á er heppilegur staður fyrir slíkan völl og eru stjórn- armenn í Skotey ekki alls kostar ánægðir með seinagang í bæjar- kerfinu varðandi staðsetningu slíks vallar. Um nokkurt skeið hefur Skot- var eftir svæði undir skotvöllinn veiðifélag Eyjaijarðar haft aðstöðu til æfinga í landi Hesjuvalla ofan Akureyrar, en þar er um að ræða bráðabirgðaaðstöðu. í lok janúar sendi stjórn félagsins bréf til bæjar- stjórnar Akureyrar þar sem leitað og var erindið sent skipulagsstjóra til umijöllunar. Stjórnarmenn í Skotey sögðust hafa komið fram með fjölmargar tillögur um hvar staðsetja mætti vöilinn, en menn hefðu ekki getað Félagar i Skotveiðifélagi Eyjaflarðar vilja koma sér upp æfinga- velli og hafa pantað þar til gerð tæki frá Svíþjóð, en staðsetning vallarins vefst fyrir mönnum. Frá vinstri er Gísli Ólafsson, Ámi Hrólfúr Helgason, Ófeigur Örn Ófeigsson, Ásgrímur Ágústsson og Bjöm Stefánsson stjórnarmenn í Skotey. fellt sig við þau svæði. „Það er mjög mikilvægt að menn æfi sig áður en þeir halda til veiða, en það er eins og menn kunni ekki að meta gildi þjálfunar, ef miðað er við dræmar undirtektir við er- indi okkar,“ sagði Gísli Ólafsson formaður Skotveiðifélagsins. Land- svæði það sem félagið þyrfti undir völlinn er um hálfur hektari að stærð, en gert er ráð fyrir um 300 metra öryggissvæði umhverfis völl- inn. Hugmyndir stjórnarmanna í Skotey eru að planta tijám hring- inn í kringum völlinn og gera hann sem snyrtilegastan úr garði, m.a. að helluleggja stíga og fleira. Árni Ölafsson skipulagsstjóri sagði að vissulega hefði málið velkst lengi í bæjarkerfinu, en nið- urstaða athugana væri sú að ill- mögulegt væri að koma vellinum fyrir í bæjarlandinu. Þau svæði sem til greina kæmu væru ýmist of nálægt íbúðabyggð, útivistarsvæð- um eða friðlandi. „Málið er að nokkru leyti í þeirra höndum, ég vil gjarnan að þeir hafi frumkvæð- ið og leiti sjálfir fyrir sér með því að spjalla við bændur í nágrenninu og við munum að sjálfsögðu líka leggja okkar af mörkum, því ég skil vel nauðsyn þess að finna heppilegt svæði fyrir þessa íþrótta- grein,“ sagði Árni. Morgunblaðið/Rúnar Þór íbúðir fyrir aldraða við Víðilund voru afhentar í gær, á 127 ára afinæli Akureyrarbæjar. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar afhenti Erlingi Davíðssyni/lykla að íbúð sinni við stutta athöfii í gær. I * Ibúðir fyrir aldraða afhentar ÍBÚÐIR fyrir aldraða við Víðilund 24 voru formléga afhentar í gær, þriðjudag, á 127 ára afinæli Akureyrarbæjar. Hugmyndin að byggingunni fæddist skömmu eftir stofnun Félags aldraðra á Akur- eyri síðla árs 1982, en Erlingur Davíðsson tók fyrstu skóflustung- una að íbúðum fyrir aldraða 3. október 1987, á 5 ára afinæli Félags aldraðra. I húsinu eru alls 30 íbúðir á fimm hæðum. Á hverri hæð eru 6 íbúðir, tvær þriggja herbergja og fjórar tveggja herbergja. Sameiginlegt þvottahús er á hverri hæð. Sams- konar hús er í byggingu skammt sunnan við og verður innangengt í sameiginlegan þjónustukjarna sem byggður verður á milli íbúða- bygginganna tveggja. Verktaki að byggingunni er Híbýli hf., en undirverktakar Karl og Þórður hf., Rafmar hf., Hús- prýði sf. og Garðverk sf. Arkitekt- ar voru Bjami Reykjalín og Árni Ólafsson, en Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt sá um hönnun utandyra. Endanlegur kostnaður við bygg- ingu hússins liggur ekki fyi/ir, en í febrúar 1988 er tilboð Híbýlis hf. lá fyrir var kostnaður áætlaður 132 milljónir króna. Framreiknað til verðlags í dag miðað við bygging- arvísitölu er kostnaður rúmlega 177 milljónir króna. Við afhendinguna var gestum boðið að skoða húsið og spjalla við íbúana, sem luku miklu lofsorði á framkvæmdir og voru hinir ánægð- ustu í hinum nýju húsakynnum. / t Móðir okkar, MARTA PÉTURSDÓTTIR, lést á heimili dóttur sinnar í Saint Merry’s í Ástralíu þann 27. ágúst sl. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Börn hinnar látnu, Lillý Jóhannesdóttir Sigurðsson, Sævar Þorbjörn Jóhannesson. t Eiginmaður minn, DAIMÍEL ÞORKELSSON málarameistari, Stigahlíð 83, lést 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Martha Þorkelsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona min og móðir, LÁRA JÓNSDÓTTIR, Sunnuvegi 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 10.30. Guðlaugur Jónsson, Gísli Lárus Valsson. t Bróðir okkar, PÉTUR GUÐMUNDSSON frá Fáskrúðsfirði, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Ótto Guðmundsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Sigurður Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 16. júlí 1900 Dáinn 21. ágúst 1989 Afi minn, Sigurður Guðmunds- son, lést þann 21. ágúst sl. á Borg- arspítalanum. Þau hjónin Sigurður og Rannveig Runólfsdóttir tóku mömmu mína í fóstur og tengdist hún þeim sterkum böndum. Ég var nú ekki há í loftinu heldur þegar ég fór að sofa hjá ömmu og afa, sem varð til þess að ég flutti heim til þeirra og tóku þau mér opnum örmum. Þegar ég hugsa til baka til þess- ara ára sem þau tóku mig að sér fyllist ég þakklæti til þeirra fyrir alla þá ást og umhyggju sem þau gáfu mér. Með þessum fáu orðum langar mig til að minnast þeirra og þakka þeim fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig þessi vel gerðu hjón t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA ÞORBERGSDÓTTIR, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, lést í Landspítalanum mánudaginn 28. ágúst. Svava MagnúsdóttirTagliavia, Fabio Tagliavia, Kristján Magnússon, Guðbjört Ingólfsdóttir, Esther Magnúsdóttir, Halldór Einarsson, Sigríður 1. Magnúsdóttir, Þorsteinn Brynjúlfsson, Lilja Magnúsdóttir, Gunnar Steinn Pálsson, Jón Magnússon, Ingibjörg M. Viðarsdóttir, Magnús Magnússon, Helga H. Sigurðardóttir, Helgi Þór Magnússon - og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR BJARNASON, Bfesugróf 4, lést að kveldi 25. ágúst í Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30. Blóm vin- samlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Borgarspítalann. Guðrún Guðlaugsdóttir, Ólöf Bára Ingimundardóttir, Guðlaugur Ingimundarson, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Inga Ingimundardóttir, Þórarinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. sem voru full af mannkærleik og ást. Megi elsku afi minn hvíla í friði. Rannveig H. Harðardóttir í dag, miðvikudag 30. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju útför Sig- urðar Guðmundssonar fóstra míns. Hann var giftur Rannveigu Run- ólfsdóttur sem Iést 1. október 1968. Þau voru bæði ættuð úr Skaftafells- sýslu og eignuðust 2 syni, þá Ing- ólf og Ragnar, svo tóku þau mig í fóstur og langaði mig til að þakka þeim fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig. Einnig var dóttir mín hjá þeim í allmörg ár, allt þar til að Rannveig lést. Sigurður var mikill trúmaður og þau hjónin helguðu líf sitt trú- málum og boðskap Guðs. Sigurður hefur unnið mikið við ritstörf og gefið út kristilegt tíma- rit sem var honum mjög hjartfólgið. Fóstri minn var alla tíð mjög heilsuhraustur og hafði yndi af ferðalögum. Þegar hann varð 89 ára þann 16. júlí sl. kom hann heim til mín og ekki grunaði mig þá að þetta yrðu okkar síðustu samveru- stundir, þarna sem hann sat og talaði um fólk og ferðalög. Megi guð blessa minningu elsku fóstra míns. Selma Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.