Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTÍR llTTfUfsíM i . ■ MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1989 35 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðið/Júlíus Guðmundur Hreiðarsson horfir hér á eftir knettinum fara framhjá Antony Karli, KA, og Unnsteini Kárasyni, Víkingi, og að lokum sjálfu markinu. KA-menn fundu meístarataktinn KristinnJens Sigurþórsson skrifar KA-MENN eru greinilega búnir að finna íslandsmeistaratakt- inn, og í gærkveldi dönsuðu þeir eftir honum þegar þeir einfaldlega burstuðu Víkinga 5:1. Á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, gerðu þeir út um leik- inn með þremur glæsilegum mörkum, og undir lok síðari hálfleiks er þeim var farið að leiðast þófið, innsigluðu þeir sigurinn með tveimur snagg- aralegum mörkum. Víkings- vörnin var hins vegar eins og sneið af svissneskum osti í þessum leik; flöt og götótt, og Guðmundur Hreiðarsson í markinu bætti ekki úr skák. Greinilegt var frá upphafi að KA-menn ætluðu sér ailt ann- að en skiptan hlut í þessum leik. Þeir voru fljótari á boltann, sóttu meira, og spiluðu ágæta knattspyrnu. Þeir skoruðu fyrsta markið á 18. mínútu eftir vægast sagt ótrúlegan klaufaskap Guðmundar Hreiðarssonar í markinu, og er ótrúlegt að minnast þess að þarna er varalandsliðsmarkvörðurinn á ferðinni. KA-menn létu ekki þar við sitja, þvi þremur mínútum síðar átti Þor- valdur Örlygsson stórglæsilegt skot fyrir utan vítateig, sem hvein í net- inu. Annað slíkt mark kom svo á 27. mínútu þegar Bjarni Jónsson iék sama leikinn, og knötturinn hafnaði toóm FOLK ■ GLASGOW Rangers var í gær skikkað til að greiða Everton 1,53 milljónir punda fyrir miðvörðinn Trevor Steven. Liðin gátu ekki komið sér saman um sanngjarnt verð fyrir kappann og því fór málið fyrir dóm. Þetta er met þar sem þessi dórristóll hefur aldrei sett upp svo hátt verð fyrir einn leikmann. ■ MEISTARAMÓT öldunga í fijálsum íþróttum fer fram um helg- ina í Laugardalnum. Keppni hefst kl. 13.30 á laugardaginn og kl. 16 á sunnudaginn. Keppt verður í landskeppnisgreinum í flokki kvenna (eldri en 30 ára) og flokki karla (eldri en 35). í bláhorninu. í báðum tilvikum var Víkingsvörnin alveg gríðarlega seinvirk, og gerði ekkert annað en að bjóða norðanmenn velkomna í bæinn. Hugsunarvilla Víkinga Þar með voru úrslitin ráðin og KA-menn gáfu örlítið eftir á miðj- unni til að kítta í vörnina. Víkingar voru því meira með boltann; reyndu að sækja upp kantana og gefa háar sendingar fyrir, en heimskulegri áætlun var ekki hægt að hugsa sér, þar sem KA-vörnin saman- stendur m.a. af Erlingi Kristjáns- syni og Steingrími Birgissyni, en þeir eru um það bil höfðinu hærri en sóknarmenn Víkings. Þeir stóðu því í ströngu við að skalla þessar fyrirgjafir í burtu, og stóðu sig með prýði. Það kom samt ekki í veg fyrir að Bimi Bjartmars tækist að minnka muninn á 76. mínútu með skalla af stuttu færi, en það var þá bara til að setja KA-liðið aftur í gang til að bæta við tveimur mörk- um. I fyrra skiptið átti Jón Grétar Jónsson stórgóðan sprett upp að endamörkum; gaf á Árna sem skor- aði hjá Guðmundi, sem las leikinn vægast sagt einkennilega. Þremur mínútum fyrir leikslok skallaði Jón Grétar svo í stöng og inn. KA-menn voru vei að þessum sigri komnir; vörnin var mjög sterk, miðjan virk, og hinir fljótu sóknar- menn þeirra geta verið stórhættu- legir. Nú eru einungis þijár umferðir eftir, og þá mæta KA-menn Val og Fylki á heimavelli, og leika svo gegn ÍBK í Keflavík í síðustu um- ferðinni. Það þarf því ekki mikla heppni til þess að liðinu takist að krækja sér í íslandsmeistaratitil og flytja hann með sér norður yfir heiðar í fyrsta sinn. KNATTSPYRNA Valsmenn skipta inná TITILLAUST sumar hjá Vals- mönnum er staðreynd. Það varð öllum Ijóst eftir leik þeirra gegn Fylki á mánu- dagskvöldið, og í Ijósi þess var Hörður Helgason, þjálfari þeirra, leystur frá störfum. í hans stað hefur Guðmundur Þorbjörnsson verið ráðinn, en hann hefur aldrei áður þjálfað meistaraflokk karla í knatt- spyrnu. Það er aldrei einum manni að kenna þegar illa gengur, en stundum þarf að taka leiðinlegar ákvarðanir, og stjóm knatt- spymudeildar Vals ákvað að rétt væri að fá nýjan þjálfara á þess- ari stundu," sagði Eggert Magn- ússon, formaður knattspyrnu- deildar Vals, þegar hann var innt- ur eftir ástæðum þess að Hörður var rekinn. Eggert vildi sem fæst orð hafa um þetta mál, en þegar hann var spurður hvort almenn óánægja hefði verið meðal leikmanna, sagði hann að þegar illa gengi, skapaðist vitaskuld spenna á milli leikmanna og þjálfara. Guðmundur Þorbjömsson, ný- ráðinn þjálfari Vals, vildi ekkert segja um hugsanlegar breytingar á Valsliðinu undir sinni stjórn, þær yrðu bara að koma í ljós í fyrsta leik. „Það er rétt að ég hef ekki áður þjálfað meistaraflokk karla, en þegar ég var beðinn um að Herði Helgasyni hefur verið skipt útaf... ...og inná kemur Guðmundur Þor- bjömsson. taka verkefnið að mér, gat ég ekki skorast undan, þótt auðvitað sé ekki auðvelt að taka við liðinu á þessari stundu,“ sagði Guð- mundur að lokum. Víkingur—KA Víkingsvöllur í Stjörnugróf, íslandsmótið 1. deild, þriðjudaginn 29. ágúst 1989. Mark Víkings: Björn Bjartmarz, 76. mín. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson, 18. mín., Þorvaldur Örlygsson, 21. mín., Bjami Jóns- son, 27. mín, Ámi Hermannsson, 78. mín. og Jón Grétar Jónsson, 87. mín. Gul spjöld: Atli Einarsson, Víkingi. Jón Kristjánsson, Þorvaldur Örlygsson, Bjami Jónsson, KA. Dómari: Friðjón Eðvarðsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Hallsteinn Amarson, Ámundi Sigmundsson, Atli Helgason, Gunnar Gylfason (Bjöm Einarsson 39. mín.), Goran Micic, Atli Einarsson, Andri Marteinsson, Trausti Ómarsson (Bjöm Bjartmarz 70. mín), Öm Torfason, Unn- steinn Kárason. Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur Kristjánsson, Antony Karl Gregory (Árni Hermanns- son, 40. mín.), Ormarr Örlygsson, Jón Grétar Jónsson, Jón Kristjánsson, Þorvaldur Örl- ygsson, Steingrímur Birgisson, Gauti Laxdal, Bjami Jónsson, Halldór Halldórsson (Halld- ór Kristinsson 87. mín.). Steingrímur Birgisson, KA. Erlingur Kristjánsson, Orm- arr Örlygsson, Haukur Braga- son, Jón Grétar Jónsson, Árni Hermannsson og Bjarni Jóns- son, KA. 1.DEILD KA 15 7 6 2 24: 13 27 FH 14 7 5 2 20: 11 26 FRAM 15 8 2 5 19: 13 26 KR 14 6 5 3 22: 17 23 ÍA 15 7 2 6 15: 16 23 VALUR 15 6 3 6 16: 14 21 VÍKINGUR 15 4 5 6 22: 24 17 ÞÓR 15 3 6 6 16: 23 15 FYLKIR 15 4 1 10 15: 28 13 ÍBK 15 2 5 8 15: 25 11 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Ásta og Guðrún markadrottningar Asta Benediktsdóttir úr ÍA og Guðrún Sæmundsdóttir eru markahæstar í 1. deild kvenna. Þær skoruðu báðar í gær, í síðustu leikj- unum í 1. deild kvenna. Ásta gerði fjögur mörk og Guðrún tvö og þær OLYMPIULEIKAR em markahæstar með 12 mörk hvor. Ásta gerði fjögur mörk er ÍA vann stórsigur á Stjömunni, 7:0 og Guðrún gerði tvö mörk fyrir Val sem sigraði Þór, 5:2. Helena Ólafs- Sameinast grannarnir? Borgaryfirvöld í Vestur-Berlín hafa mikinn hug á því að sækja um að fá að halda Olympíuleikana 2004, ásamt grönnum sínum í Aust- ur-Berlín. Skipuð hefur verið nefnd til að kanna málið en Austur-Þjóð- verjar hafa ekki sýnt því mikinn áhuga. Walter Momper, borgar- stjóri í Vestur-Berlín, sagðist vona að yfirvöld austan megin myndu skipta um skoðun enda hefði margt breyst þar á skömmum tíma. Þá er reiknað með því að Kínverjar sæki um næstu Ólympíuleika á undan, árið 2000. Leikarnir yrðu haldnir í Peking og búist er við að Kínverjar leggi fram umsókn sina á næsta ári. dóttir úr.KA kemur næst en hún hefur gert níu mörk. Einn leikur til viðbótar var í gær, KA og UBK gerðu jafntefli, 2:2. Ikvöld 15. umferð 1. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu lýkur í kvöld. Þá mætast KR og FH á KR-velli og hefst leikurinn kl. 19. Þá á að gera þriðju tilraun til að klára leik Einherja og ÍBV í 2. deild. Leiknum hefur tvívegis verið frestað en hann hefur verið settur á í kvöld kl. 19 á Vopnafirði. 1. DEILD KVENNA ÍA—Stjarnan...................7:0 Ásta Benediktsdóttir 4, Halldóra Gylfadótt- ir, Vanda Sigurgeirsdóttir. KA-UBK........................2:2 Valgerður Jónsdóttir 2 — Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Sigríður Tryggvadóttir. Þór—Valur.....................2:5 EUen Óskarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir — Guðrún Sæmundsdóttir 2, Kristín Arnþórs- dóttir, Ragnheiður Vfkingsdóttir, Biyndís Valsdóttir. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 12 10 2 0 43: 6 32 ÍA 12 8 2 2 34: 7 26 KR 12 7 3 2 28: 8 24 BREIÐABLIK 12 5 2 5 17: 23 17 KA 12 1 4 7 12: 32 7 ÞÓRA. 12 1 3 8 11: 40 6 STJARNAN 12 1 2 9 10: 39 5 ENGLAND 1. deild: Charlton—Chelsea.................3:0 Williams 2, Mortimer. Southampton—Aston Villa..........2:1 Cockerill, Case — Platt. Wimbledon—Millwall...............2:2 Fairweather, Cork — Anthrobus, Cascarino. 1.DEILD Atli ur leik J\ tli Eðvaldsson spilar ekki #%meira með Valsliðinu í sumar vegna meiðsla í baki. Hann er nú staddur í Vestur- Þýskalandi S meðferð vegna þeirra, og síðan liggur leiðin að líkindum til Tyrklands, þar sem hann mun leika með liði frá Ankara. Atli jék með í fyrstu 8 leikjum Vals í íslandsmótinu og skoraði tvö mörk. Þegar.hann meiddist voru Valsmenn á toppnum með 16 stig, en síðan hefur þeim gengið heldur brösulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.