Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 36
SJOVAOrTALMENNAR FÉIAG FÓLKSINS jfím C £• ® tawului HVÍTLAUKS ^ PERLUR ;Meö haustkomunni MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Fyrsti olíufarmur- inn til Helguvíkur FYRSTA olíufarminum í hinni nýju olíuhöfn varnarliðsins í Helguvík verður skipað upp í dag. Það var bandaríska olíuflutningaskipið L.H. Gianella sem lagðist þar að bryggju í gærkvöldi. Um borð í skipinu eru 183.000 tunnur af flugvélaeldsneyti og 20.000 tunnur af bensíni. Þar sem höfnin í Helguvík hefur nú verið formlega tekin í notkun mun varnarliðið hætta að nota eldsneytistanka sína í Hval- firði og verður öllu eldsneyti liðsins héðan í frá skipað upp í Helguvík. Lokið er þremur áföngum af sjö við uppbyggingu aðstöðunnar í Vinnsla úr fiskúrgangi undirbúin UNDIRBUNINGSFELAG að stofnun lífefhaiðnaðarfyrirtækis var stofnað í gær. Ymsar stofii- anir í eigu ríkis og sveitarfélaga standa að félaginu auk samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrir- tækið mun vinna úr fiskúrgangi ensímblöndur fyrir matvælaiðn- að og síðar einnig pepptón- vörur sem notaðar yrðu sem örverufóður í ýmiss konar iðn- aði, til dæmis lyfjaiðnaði. Rann- sókna- og þróunarstarf vegna þessa verkefiiis hefúr staðið í 4 ár. Formaður undirbúningsfé- lagsins er Jón Bragi Bjarnason prófessor. Félagið hyggst á næstunni kanna hagkvæmni þess að stofna framleiðslufyrirtæki sem áætlað er að verði í Vestmannaeyjum en að sögn Jóns Braga standa vonir til að hliðstæð starfsemi hefjist síðar í öðrum verstöðvum. Tilraunavinnsla fer af stað í byijun september. „Við reynum að afla upplýsinga um markaðinn, eftirspumina, verð á afurðum og kostnaðarþætti við stofnun og rekstur fyrirtækisins,“ sagði Jón Bragi Bjarnason. Hann sagði að .einkum væri litið til utanlands- markaðar og eru aðstandendurnir í samstarfi við erlend fyrirtæki sem era þegar reiðubúnir að taka við ensímblöndu frá fyrirtækinu. Að félaginu standa Háskóli ís- lands, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, Iðntæknistofnun íslands, Þróunarfélag íslands, Vestmanna- eyjakaupstaður, Iðnþróunarsjóður Suðurlands, Síldarútvegsnefnd og Lýsi h/f. Helguvík og verið er að semja við verktaka um fjórða áfanga. Búið er að taka í notkun fjóra flugvéla- eldsneytisgeyma sem taka 15.000 rúmmetra hver um sig. Auk þess einn bensíngeymi sem tekur 4.000 rúmmetra. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar í Helguvík mun nema rúmum 14,5 milljörðum króna. Höfnin i Helguvík getur sinnt einu olíuflutningaskipi í senn, allt að 37.000 tonna stóru. í framtíð- inni er gert ráð fyrir að skipin legg- ist þar að til losunar tvisvar á ári. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafull- trúa varnarliðsins eru fullkomnar mengunarvarnir við höfnina. Grettnir guttar Morgunblaðið/RAX Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Getum ekki látið kvótamissi Patreksfirðinga afekiptalausan Hvíslað um erlent flármagn að baki skipakaupum, segir Steingrímur - lygi og uppspuni segir framkvæmdastj óri Stálskipa STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að stjórnvöld geti ekki látið það afskiptalaust að PatreksQörður missi togara sína og með þeim nánast allan kvótann í plássinu. „Þarna er heilt byggð- arlag í stórkostlegri hættu og það hlýtur að verða gripið til mjög róttækra aðgerða, ekki sízt ef rétt er, sem mjög er að minnsta kosti hvíslað um, að erlent fjármagn sé á bak við þessi miklu skipa- kaup. Þegar er nú orðið svo að 2.000 manna atvinna er flutt úr landi með siglingum, þá getur íslenzkt þjóðfélag ekki þolað það. Þetta er miklu dýpra og alvarlegra mál en varðar Patreksfjörð einan,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt vanda Patreksfirðinga í ríkis- stjórninni í gærmorgun. í dag munu fulltrúar Patreksfirðinga hitta forsætisráðherra. „Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu, hvað Patreksfirðingar fá,“ sagði forsætisráðherra aðspurður hvortþorpið fengi kvóta sinn aftur. Steingrímur sagðist telja að það, sem orðið hefði uppi á teningnum á Patreksfirði, yki vafalaust and- stöðuna gegn kvótakerfinu. Ef fijáls verzlun ætti að verða með kvóta þýddi það að mörg fátækari byggðarlög yrðu í eyði eftir ör- skamma stund. Ég er ekki á þvj að íslenzk byggð þoli það,“ sagði Aukning á búslóðaflutn- ingum frá Reykjavík í ár Búslóðaflutningar frá Reykjavík út á landsbyggðina hafa aukist í ár miðað við síðustu ár. Þróunin undanfarin ár hefúr verið sú að mun fleiri fluttu til Reykjavíkur frá landsbyggðinni en öfúgt. í ár hefur sú þróun snúist við. Skipaútgerð ríkisins sér um mik- inn hluta af þessum flutningum. Þórir Sveinsson framkvæmda- stjóri markaðs- og flutningasviðs þar segir að um þriðjungs aukn- ing hafi verið á flutningum frá borginni út á land í ár og samsvar- andi minnkun á flutningum frá landsbyggðinni til borgarinnar. Skipaútgerð ríkisins hefúr flutt um 4-500 búslóðjr frá Reykjavík út á land í ár. „Venjan hefur verið sú að mun fleiri hafa flutt til Reykjavíkur- svæðisins heldur en frá því á und- anfömum áram. Nú hefur sú þró- un snúist við,“ segir Þórir. „Mest af þessum búslóðum höfum við flutt til Ísaíjarðar, Akureyrar og Austfjarða. Frá sunnanverðum Vestijörðum höfum við hins vegar flutt fleiri búslóðir til Reykjavíkur en þangað frá Reykjavík. Það er augljóst að þessir flutningar end- urspegla að einhveiju leyti at- vinnuástand á landinu." Að sögn Þóris berast þeim nú 4-5 fyrirspurninir á dag frá fólki á höfuðborgarsvæðinu um bú- slóðaflutninga. Þórir segir að breytingin á þessum flutningum sé að hluta til sú að flutningar á búslóðum skólafóiks til Reykjavík- ur hafi minnkað en flutningar á búslóðum venjulegs launafólks út á landsbyggðina hafi aukist. Steingrímur. Aðspurður hvað ætti að koma í stað núverandi kvótakerfis minnti Steingrímur á að hann hefði í sjáv- arútvegsráðherratíð sinni lagt til að kvóti yrði bundinn við löndunar- svæði, en því hefðu hagsmunaaðil- ar hafnað. Stálskip hf. í Hafnarfirði keyptu Sigurey en Byggðastofnun keypti Þrym. Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa, segir að það sé uppspuni og lygi að erlent fjármagn sé að baki fyrirtækinu í skipakaupum þess. „Mér þætti gaman að vita hver er ugphafsmað- urinn að þeirri fregn. Ég ætla að kæra hann fyrir rógburð," sagði hún. „Þetta er sami söngurinn og var þegar við keyptum Ými frá Aberdeen árið 1978. Að ráðherrar og þingmenn skuli ætla að fara að leika þennan leik aftur finnst mér ekki ná nokkurri átt. Fólk nær því bara ekki að maður geti náð saman peningum til að borga hlutina." Guðrún sagði að Sigurey myndi leggja upp hjá Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Guðmundur Malmqvist, forstjóri Byggðastofnunar, segir Patreks- firðingum standa Þrymur til boða vilji þeir kaupa hann. Úlfar Thor- oddsen, sveitarsjóri Patrekshrepps, segist ekki eiga von á öðru en að reynt verði að kaupa Þrym-til Pat- reksfjarðar. Halldór Ásgrímsson sjávarút- _ vegsráðherra sagðist ekkert geta ’ sagt um það hvernig leyst yrði úr vanda .Patreksfirðinga. „Ég hef lagt á það áherzlu að það sé reynt að gæta þess að svona áföll gangi ekki yfir byggðarlög,“ sagði ráð- herra. „Á síðastliðnu hausti bað ég um samstarf Landsbankans, Byggðastofnunar og Fiskveiða- sjóðs í þeim málum, vegna þess að viðkomandi sjóðir hafa miklu meiri hagsmuna að gæta en þeirra sem lúta að einstökum skipum. Þeir eru með mikil útlán til fasteigna og annarra hluta í viðkomandi byggð- arlögum. Því miður líta sumir þess- ara aðila einangrað á málin, að minnsta kosti þar til alvaran kemur í ljós. Ég held að sumir þeirra eigi eftir að meta stöðuna betur.“ Sjá samtal við Halldór Ás- grímsson á bls. 4 og samtöl við Guðrúnu Lárusdóttur, Þorvald Garðar Krisljánsson og Karvel Pálmason á miðopnu. Á hjólastólum milli landshluta Fjórir félagar í Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra, ætla að aka á hjólastólum frá Akureyri til Reykjavíkur í byrjun september- mánaðar og njóta þeir aðstoðar Sniglauna á leiðinni. Tveir hjóla- stólar verða með í forinni, en að- eins einum verður ekið í einu. Áætlað er að aka í sextán tíma á dag. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar og einn ökuþórinn, sagði að þetta væri liður í kynning- arátaki fyrir viðamikla landssöfnun Sjálfsbjargar sem ætlunin er að standa fyrir föstudaginn 8. septem- ber. Sjálfsbjörg er um þessar mundir 30 ára. Lagt verður af stað frá Akur- eyri þann 3. september nk. Ráðgert er að koma til Reykjavíkur föstudag- inn 8. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.