Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 33 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI n TIL FÖSTUDAGS / \JT i/yywifl»*i U. JtW ' U 1 f Upplýs- ingadeildin enn við lýði Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 18. ágúst sl. birtir þú bréf frá Sigríði Jóns- dóttur, ellilífeyrisþega, þar sem hún spyr, hvort það sé búið að leggja upplýsingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins niður. Hún segist hafa komið tvisvar í stofn- unina í júlímánuði og hitt engan fyrir í upplýsingadeildinni. Ég gat glatt Sigríði með því, að það er ekki búið að leggja upplýsingadeildina niður, en mér þykir það mjög leitt, að hún skyldi ekki hitta neinn fyrir í deildinni. Nú standa yfir sumarfrí og ríkisstofnanir mega ekki ráða fólk til sumarafleysinga, nema í mjög litlum mæli, því að það þarf að spara. Svo var ég svo óheppin að veikjast í júlí, og var því frá vinnu í lengri tíma. Því var mjög fáliðað í upplýsingadeildinni. Nú vil ég biðja Sigríði að hafa samband við okkur. Hún er alltaf velkomin og við munum aðstoða hana eftir bestu getu. Með þökk fyrir birtinguna. Margrét H. Sigurðardóttir deildarstjóri Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þessir hringdu . . . Ósnyrtileg lóð Jóna hringdi: „Af hverju er ekki hreinsað í kringum Hallgrímskirkju? Viðar- plankar liggja eins og hráviði út um allt Iðnskólamegin en spýtur, tóm plastílát og steypukekkir að sunnanverðu. Það er meira að segja kofaskrífli fast upp við kirkjuvegg- inn. Ekki getur verið að þetta sé starfsvöllur barna. Það er engin afsökun að verið sé að gera við kirkjuna. Fjarlægja má allt óþarfa efni jafnóðum og ætti að gera það. Ekki er nóg að eiga stærstu kirkju á landinu og fallega innan dyra. Það þarf einnig að hugsa um snyrt- ingu utan húss, ekki sízt þar sem lóðin er ófrágengin.“ Gleraugu Nú hafa gullfiskarnir í Gullfiska- búðinni fengið félagsskap, því að þar fundust gleraugu á þriðjudag fyrir rúmri viku. Sá, sem saknar gleraugnanna, getur hringt í síma 11757. Ekkert eftirlit? Marbendill hringdi: „Það er undarlegt að heyra um þessar stóru byggingar eins og Þjóðleikhúsið og nú síðast Þjðð- minjasafnið og viðhaldið á þeim. Hefur virkilega ekkert eftirlit verið með þeim? Menn hefðu átt að geta séð fyrirfram að hveiju stefndi. Það hlýtur að vera einhver aðili, sem á að sjá um eftirlit með byggingum í öllu þessu ríkisbákni. Annars virð- ist óráðsían rosaleg í þessu sem öðru.“ Málverk Tvö málverk, sem Halldór heit- inn Pétursson listmálari málaði í vinnustofu sinni í Drápuhlíð 11, eru enn í vörzlu konu hans, Fjólu Sig- mundsdóttur. Annað er af rauð- birkinni eldri konu á peysufötum en hitt af stúdent með stúdents- húfu á höfði. Fjóla er nú flutt úr Drápuhlíð en hún hefur árangurs- laust reynt að hafa upp á þeim, sem þessi málverk eru af eða Iétu á sínum tíma mála þau. Þeir sem kynnu að vita um þá sem hér á einn eða annan veg eiga hlut að máli, eru beðnir um að hafa sam- band við Fjólu í síma 10288. Taska Taska úr gallaefni tapaðist á sunnudagsmorgun í bíl. Finnandi hafi samband við Lindu í síma 53835. Filmur Áteknar filmur og lyklar í litlum hvítum poka týndust í nágrenni við Víkingsvöllinn í Fossvogsdal fimmtudaginn 24. ágúst. Finnandi hafi samband við Trausta í síma 31339. Reiðhjól Reiðhjól af gerðinni Muddy Fox hvarf frá útibúi Búnaðarbankans í Hótel Sögu um Id. 13 á föstu- dag. Finnandi hafi samband við Jóhann í síma 612942. Seðlaveski Rauðbrúnt seðlaveski með dýr- mætum skilríkjum tapaðist fyrir utan skemmtistaðinn Broadway síðastliðið föstudagskvöld. Finnandi hafi samband við Ómar í síma 641154. Landakort Landakort, upprúlluð og í plast- hólki, töpuðust í nágrenni Hvols- vallar um miðjan júlí. Finnandi er beðinn um að hringja í síma 672923. Kanína Svört kanína með hvítan depil á enninu fannst í Sörlaskjóli s.l. föstudag. Upplýsingar fást í síma 10172. mjómplötur Poki með fjórutn hljómplötum tapaðist í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar s.l. föstudag. Finnandi hafi sam- band við Hrund í síma 53219. Gleraugu Karlmannsgleraugu með brúnni umgjörð týndust sunnudaginn 20. ágúst. Finnandi hringi í Kristin í síma 691210 á vinnutíma. íþróttaföt Plasttaska, sem innihélt m.a. tvo íþróttagalla, fannst í síðustu viku á áskriftardeild Stöðvar tvö. Upp- lýsingar í síma 673777. Víkverji skrifar Tæknin hefur í för með sér, að ýmis orð,. sem við notum í tengslum við hana eru tiltölulega fljót að úreldast. Þannig hefur ver- ið á það bent, að ekki sé við hæfi að tala um gervihnetti, þar sem tækin sem skotið er á loft séu flest ferköntuð og ílöng. Þar með virðist einnig orðið gervitungl vera búið að renna sitt skeið. Víkverji treyst- ir sér þó ekki til að benda á nein önnur betri orð um þessi tæki sem maðurinn keppist við að skjóta umhverfis jörðu, þar sem orðið geimfar hefur þá merkingu í hans huga, sem lýst er í Orðabók Menn- ingarsjóðs, það er „farartæki til að ferðast á um geiminn“. Víkvetji vaknaði til umhugsunar um þetta, þegar hann rakst á vangaveltur eins af ritstjórum bandaríska blaðsins The New York Times um þá athöfn að hringja í síma. Á ensku er sögnin to dial notuð, þegar menn hringja í síma og símnotandinn er kallaður dialer. Er hvort tveggja dregið af skífunni á símatækinu, sem menn snúa til að velja númer. Telur ritstjórinn, að á tímum takkasíma séu þessi orð, sem vísa til skífunnar, orðin úrelt, þótt þeim verði ekki breytt. xxx IOrðabók Menningarsjóðs er sögnin að hringja skýrð á þennan veg: láta klingja, hljóma. Þar er ekki skýrð merking þess að hringja í síma, sem er næsta undarlegt, en í stað þess að kenna notkun á síma við skífuna, sem snúið en, kennum við hana við hljóðið, sem kemur frá símanum. Raunar eru börn og ung- lingar farnir að nota sögnina að dingla um hljóm í klukkum eða dyrabjöllum, en Víkveiji hefur ekki heyrt hana notaða um hljóð frá síma. Símahljóðið hefur hins vegar breyst á undanförnum árum. í stað þess að hringja á hefðbundinn hátt gefa tækin frá sér mismunandi píp eða flaut. Sum hljóðin minna einna helst á neyðarflautur. Ástæðulaust er að ætla, að menn hætti að tala um að hringja í síma, þrátt fyrir þessi nýju hljóð, og segist ætla að pípa eða flauta í staðinn. Sögnin að hringja mun framvegis tákna það hljóð í hugum okkar, sem síminn gefur frá sér hveiju sinni. Merking hennar mun einfaldlega breytast á sama hátt og við köllum kassana, sem snúast umhverfis jörðina okkar hnetti eða tungl. xxx * Aþriðjudag í síðustu viku var orðið líter notað hér, þegar rætt var um mismunandi bensín- verð í ýmsum Evrópulöndum. Les- andi hringdi og sagði, að þetta orð væri einfaldlega ekki til í íslensku máli, heldur notuðu menn orðið lítri á því máli. Biðst Víkveiji afsökunar á að hafa fallið í þennan pytt. Lesandinn sagði, að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann vekti athygli ritglaðra manna á þessu. Hefði svo farið eftir ítrekaðar at- hugasemdir hans, að kunnur rithöf- undur hefði einfaldlega fórnað höndum og sagt: Ég verð þá bara framvegis að nota orðið pottur! Kannski Vikveiji velji einnig þann kost. nmmnn „ |>á- rnátt fccrtx. heirn. yfir JÓLin." TM Reg. U.S. Pat OH —all nghts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Hvernig er það: Kemst ekkert að hjá þér annað en föt og peningar? Mér líður hreinlega illa þegar ég sé eitthvað í búð- argluggunum sem og hef ekki efni á ... HÖGNI HREKKVtSI „ Pö VeeÐcil? AE> <5e-íSA RÁP Fy«ll? BÁEiNO/JI /VIAURO/M i' SKÓGARFEFD! "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.