Morgunblaðið - 24.09.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 24.09.1989, Síða 2
8 a . 0PCJ HaswaT'm hudaciumu? aIismiidhom 2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDÁGUR 24. SÉPTEMBÉR '1989 vörum eldri nema, hlæja dátt þegar þeir fara með gamanmál, þó svo hann skilji ekki kímnina sem að baki býr, og svo sakar ekki að hann komi nokkrum tímum of snemma í skólann svo hann geti virt fyrir sér eldri nema og lærifeður við leik og störf. Kvennaskólinn hefur einnig gefið út sérstakar reglur varðandi busa, en aðrir skólar látið munnieg fyrir- mæli nægja. Auðmýkt „Við reynum að umbera þessi grey,“ sögðu eldri nemendur í fram- haldsskólum borgarinnar í samtali við Morgunblaðið. Þó gætti nokk- urrar þreytu í röddinni. Sögðust þau vart geta liðið hávaðasama busa, þeim bæri að sýna hlédrægni og auðmýkt. „Ef þau bera ekki virðingu fyrir okkur, þá læra þau það strax fyrstu vikuna. Þau verða að skilja að við erum yfir þau hafin, eldri, reyndari og þroskaðri," sagði Sigurður Vil- eftir Kristínu Morju Baldursdóttur UPPBURÐALITLIR OG ekk- ert nema augun standa þessir eymingjar þétt upp að veggnum og gæta þess að vera ekki í vegi fyrir full- | vaxta nemum sem raka sig tvisvar í viku og hafa auk þess þann skynsemisþroska sem businn áttar sig ekki á. Eftir andvökunætur og áhyggjur af útliti, klæðaburði og málfari eru þeir loks komnir«skóla þar sem nem- endur þylja Hómerskviður af látleysi og lærifeður anda að sér frönsku og frá sér latínu. Og þótt kvíðinn sé tilhlökkun og stolti blandinn þá verður þeim strax Ijóst að þeir eru ekkert, kunna ekkert, geta ekkert — þeir eru bara busar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Inýrri bók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, íslensk orð- sifjabók, segir að orðið busi sé stytting úr latínu af orðinu „novibus" sem mun vera rang- lega myndað þágufall fleirtölu af orðinu „novius" sem þýðir „nýr“. En „busia“ þýðir svo neðsti bekkur í lærða skóla. í orða- bók Menningarsjóðs er merking orðsins: Lítill (feitlaginn) drengur, skólapiltur í neðsta bekk, klaufí, byijandi. Byrjendur í framhaldsskólum eru teknir inn í samfélag eldri nemenda eftir kúnstarinnar reglum og hefur svo lengi tíðkast. Hefur hver skóli sinn háttinn á en yfírleitt eru menn- „busaðir" eða „tolleraðir" en fyrir þá athöfn hafa þeir verið undirbún- ir með ýmsu móti. Eftir vígsluna er síðan haldinn mikill dansleikur þar sem allir sættast og kyssast einhver býsn. Á árunum þegar menn voru yfír- komnir af heimsþjáriingu var toller- að í Latínuskólanum gamla og seg- ir Indriði Einarsson, skólapilturinn sem samdi „Nýársnóttina" svo frá í bók sinni „Séð og lifað“: „Ég byijaði í l.bekk haustið 1866 og var „tolleraður" löglega, skap- lega og slysalaust.„Tolleringin“ var í því falin, að 4 - 8 eldri piltarnir tóku nýsveinana, sem alltaf voru kallaðir „busar" og álitnir vera hálf- gerð kvikindi í menntastofnuninni, og fleygðu þeim upp undir loftið í anddyri skólans, tóku á móti þeim aftur og þeyttu þeim upp aftur, hvað eftir annað, oftast 9 sinnum." Segir Indriði að eftir þetta hafi nýgræðingurinn verið tekinn upp í hersveitina ódauðlegu. Busareglur Siðurinn hefur fylgt mennta- stofnuninni við Lækjargötuna og eru menn enn tolleraðir með ópum og andköfum. En þrautagöngu busanna er ekki lokið þótt tolleringin sé afstaðin, því auðvitað er busi alltaf busi þar til fyrsta vetrinum er lokið. í MR eru gefnar út sérstakar reglur til handa busum þar sem viðeigandi framkoma er brýnd fyrir þeim. Busi á t.d. alltaf að hafa bók til reiðu sem hann færirgaumgæfílega í öll þau spakmæli sem falla af VÍGSLAN Var nú businn þrifinn og spúlaður af mikilli nostursemi. Morgunblaðið/Einar Falur helmsson í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sjálfur sagðist hann vel muna eftir því þegar hann var busi. Hefði hann þá gætt þess vandlega að vera ekki fyrir eldri nemendum en reynt að aðstoða þá á allan hátt, bera töskur þeirra og þess háttar. Sú aðstoð hefði þó ekki náð til eldri námsmeyja „því busi tekur aldrei upp fyrir sig.“ En mestar áhyggjur hafði Sigurður af því að það sæist á honum að hann væri busi. „Van- hæfni mín í allri framkomu bar þess vitni að ég væri busi. í stað þess að spyija t.d. eldri nema hvar stofan mín væri, þá leitaði ég gengdarlaust að henni og kom of seint í tíma af þeim sökum.“ í nokkrum framhaldsskólum tíðkast það að menn geti keypt sér busa fyrir um það bil 20 krónur, og eru þeir þá einkum notaðir til að reima skó eldri nemans, bera töskur og bækur, og bóna bíla. Kvölbusanna Busarnir sjálfi.r bera kvöl sína í hljóði enda komist að raun um að gáfuleg „komment“ frá þeirra munni falla ekki í góðan jarðveg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.