Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANIMLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR
24. SEPTEMBER 1989
HAGFRÆÐI/^/ ab leyfa innflutning landbúnaöarvara eba
selja lambakjöt í lúxussiglingar um Karabíska hafib?
Manngildi ofar ærgildi
Síðasta grein
í ÞESSARI þáttaröð um landbúnað hef ég vikið nokkrum orðum að
landbúnaðarstefinunni erlendis og bent á hliðstæður við þá stefnu
sem hér hefúr verið rekin. Miklar umræður fara nú fram um land-
búnaðarmál erlendis ekki siður en hér á landi og hefur stjóril land-
búnaðarmála sætt gríðarlegri gagnrýni. Þetta er auðvitað að vonum
þar sem miklu fé er varið til að halda uppi offramleiðslu, sem legg-
ur sívaxandi byrðar á neytendur og hið opinbera. Astæða er til að
ætla að þessi kostnaður sé mun meiri hérlendis en víða eriendis.
Sú „rollurómantík" og tréhestasteftia sem hér hefúr verið ríkjandi
í landbúnaðarmálum getur því farið að skaða útflutningshagsmuni
okkar á næstu árum.
Iskýrslu sem samin var fyrir hag-
fræðinefnd EFTA og ber heitið
„The Cost of the Present Agricult-
ural Policies in the Industrial Co-
untries", er að fínna athyglisverðar
upplýsingar um
kostnað við land-
búnaðarstefnuna í
EFTA-löndum
árið 1985. Engar
upplýsingar eru
um ísland, frekar
en svo oft áður í
því alþjóðasam-
starfi sem við
þykjumst taka þátt í. Eigin útreikn-
ingar benda til að kostnaður ríkis-
sjóðs Islands vegna landbúnaðar
samsvaraði $ 214 á mann, sem er
fjórðungi lægra en í Noregi, en mun
meira en kostnaður hinna EFTA-
landanna. Hins vegar eru útgjöld
til landbúnaðarmála miklu hærra
hlutfall af ríkisútgjöldum hér á
landi, eða um 7% á árinu 1985, en
meðaltal EFTA-landanna var um
0,4%. Hér eru einungis tilfærð bein
útgjöld en ekki skattatap ríkjanna,
vegna lægri skattaálagningar á
tekjur og eignir af landbúnaði. Þar
er um að ræða feikna fjárhæðir,
en athuganir sem gerðar voru í
nokkrum löndum EB og tóku til
ársins 1980 sýna að „skattaútgjöld-
in“ eru 15-70% af útgjöldum til
landbúnaðarmála.
K ostnaður hins opinbera af land-
búnaðinum segir ekki nema tak-
markaða sögu um heildarkostnað-
inn. Neytandinn ber hér auðvitað
hluta kostnaðarins á þann hátt að
með einokunarstöðu bænda og úr-
vinnslustöðva er honum gert að
greiða mun hærra verð fyrir vör-
una. Kostnaður samfélagsins vegna
mengunar umhverfis af efnum, sem
notuð eru í landbúnaðarframleiðslu
erlendis, er hrikalegur. Ofbeit og
uppblástur er eitt alvarlegasta
vandamál sem við íslendingar
stöndum frammi fyrir, og nær úti-
lokað er að mæla þann kostnað á
stiku peningaeininga.
Stærsti kostnaður við landbúnað-
arstefnu iðnríkjanna er innflutn-.
ingsverndin. Á síðustu árum hafa
verið birtar fjölmargar greinar í
erlendum fræðitímaritum um
kostnað vegna innflutningsverndar
erlendis. í yfirlitsgrein er birt var
í desember sl. í Journal of Common
Market Studies kemur fram að
metinn kostnaður EB-ríkjanna er
að meðaltal um 1% af landsfram-
leiðslu. I grein í Stefni, blaði ungra
sjálfstæðismanna, veltir Markús
Möller, hagfræðingur, fyrir sér
hugsanlegum kostnaði af innflutn-
ingsvernd íslensk landbúnaðar. Nið-
urstaða Markúsar er að innflutn-
ingsverndin gæti kostað allt að 9
milljörðum króna á ári, sem er um
4% af landsframleiðslu, en þótt
sumar forsendur Markúsar kunni
að vera hæpnar er innlegg hans
þarft og sýnir að vert er að leggja
hér í „alvörurannsókn".
Frjáls verslun með landbúnaðar-
vörur og minnkun styrkja í þessari
atvinnugrein er eitt aðalumræðu-
efni í þeirri lotu GATT-viðræðna
sem nú fer fram í Ufuguay (GATT
er skammstöfun fyrir General
Agreement on Tariffs and Trade).
íslendingar skrifuðu undir bráða-
birgðasamkomúlag sl. vor en það
samkomulag höfum við þegar rofið
með auknum niðurgreiðslum.
Greinilegt er hvert stefnir í þessum
efnum, landbúnaðarstefna iðnríkj-
anna mun breytast á næstu árum
og hömlum lyft af verslun með þess-
ar vörur. Sú „rollurómantík" og
tréhestastefna sem hér hefur verið
ríkjandi í landbúnaðarmálum getur
því farið að skaða útflutningshags-
mupi okkar á næstu árum.
Árið 1970 urðu íslendingar aðilar
að EFTA. í þeim samningi fólst að
við skuldbundum okkur til að af-
létta verndartollum og innflutnings-
banni, sem takmarkað höfðu inn-
flutning iðnvarnings, gegn því að
fá tollfijálsan aðgang að mörkuðum
EFTA-landa og 1972 sömdu íslend-
ingar við EB um svipuð réttindi.
En íslenskur iðnaður óx í skjóli
hafta og stríða, sú einokunarstaða
sem greinin fékk þannig leiddi til
lélegra_ vörugæða og lágrar fram-
leiðni. íhaldsmenn í öllum flokkum
spáðu auðvitað hruni iðnaðar.
Reynslan af EFTA hefur í meginat-
riðum verið góð, íslenskur iðnaður
hefur staðið sig ágæta vel í sam-
keppni við innfluttar vörur, vöru-
vöndun og framleiðni hafa aukist.
Það er engin ástæða til annars en
að ætla að afnám innflutningsver
ndar landbúnaðar muni hafa sömu
áhrif og í íslenskum iðnaði. Auðvit-
að þarf að veita atvinnugreininni
alllangan aðlögunarfrest. Eins og
nú horfir er framleiðni í íslenskum
landbúnaði með því lægsta sem
þekkist í Evrópu, eins og fram kom
í athugun iðnaðarráðuneytis og Iðn-
tæknistofnunar, Framleiðniátak til
bættra lífskjara. Hluti þessarar að-
lögunar er að auka hagkvæmni með
því að heimila sölu fullvirðisréttar
og auka heimildir Framleiðnissjóðs
til að kaupa fullvirðisrétt af bænd-
um. í athyglisverðri skýrslu um
framtíðarhorfur í sauðfjárrækt, sem
tekin var saman af landbúnaðarsér-
fræðingum fyrir Framtíðarkönnun,
kemur fram munur á hagnaði af
meðalbúi og „kjörbúi", sem er
reiknað út frá reikningum afurða-
mestu búanna. Hagnaður af kjörbúi
er áætlaður 27% af tekjum en 3,8%
á meðalbúi, hér er þó reiknað með
sama breytilegum kostnaði í báðum
búum. Þessar tölur gefa þannig
vísbendingu um þá auknu hag-
kvæmni sem fijáls sala fullvirðis-
réttar getur fært bændum og neyt-
endum.
Á nýafstöðnu stéttarþingi bænda
kvað um margt við nýjan tón og
kom hann þó skýrar fram í viðtölum
við þingfulltrúa heldur en í ályktun
fundarins. Sú „tréhestastefna“, sem
ríkjandi hefur verið hjá forsvars-
mönnum landbúnaðarins, á til allrar
lukku ekki hljómgrunn hjá bænd-
um. Þeir skilja að núverandi land-
búnaðarstefna nær ekki einu sinni
þeim megintilgangi sínum að
tryggja þeim sambærileg laun/tekj-
ur og öðrum stéttum. Nú eru tvö
ár eftir af gildistíma búvörusamn-
ingsins. Það hefur reyndar ekki
þótt neitt sérstakt tiltökumál fyrir
stjórnvöld að brjóta með lagaboði
„óraunhæfa" kjarasamninga. Vinna
verður að því að leggja grunn að
nýrri landbúnaðarstefnu fram til
þess að þessi samningur gengur úr
gildi og forða nauðungarsamning-
um til aldamóta, eins og Stéttar-
sambandið boðar. Þetta er byggða-
mál, því hár framfærslukostnaður
í þessu landi er m.a. þegar farinn
að leiða til umtalsverðs og vaxandi
landflótta.
Hér hefur verið vikið að því með
hvaða hætti megi auka hagkvæmni
í landbúnaði. Steingrímur Her-
mannsson benti á aðra lausn á fundi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
fyrr í mánuðinum. Þar vitnaði hann
í einn huldumanna sinna, sem
treysti sér til „að selja allt lamba-
kjötið á lystisiglingaskipin á
Karabíska hafinu". Kraftaverka-
maður þessi úr hulduher Steingríms
hafði nefnilega fengið magakvilla á
slíkri siglingu! Um ferðaþjónustu
bænda sagði Steingrímur: „Af
hveiju ekki taka á móti þessu fólki
(þ.e. erlendum ferðamönnum sem
gista hjá bændum, innsk. höf.) á
Keflavíkurflugvelli með poka með
regngalla í og hlýjum nærfötum frá
Álafossi og ullarpeysu og þá er
veðrið allt í lagi.“ Steingrímur Her-
mannsson er forsætisráðherra ís-
lands.
ENGIN ÚTBORGUN
ENGIR VEXTIR
ÓKEYPIS VETRARGEYMSLA
JAFNAR MÁNAÐARGREIÐSLUR
Nú er leikur einn að eignast lúxustjaldvagninn frá Camp-let.
Láttu því slag standa þvf að eingöngu verða seldir örfáir vagnar á þessum kjörum.
Camp-let, — með áföstu fortjaldi og eldhúsi og á 13“ dekkjum,
sá besti fyrir íslenskar aðstæður.
Verð aðeins kr. 269.850,-
ír
Söngskólinn í Reykjavík
Söngnám
fyrir fólk á öllum aldri
3 mánaða kvöldnámskeið hefst 9. októbcr
Upplýsingar og innritun milli
15-17 í síma 27366 til 2. október