Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1989
C 7
-------------------------!------------------------------------—
MATUR OC DRYKKUR/Hvetja er
best ab baba á hvolfi?
PURRIÐ
YKKURUPP
ettir Jóhönnu
Sveinsdóttur
Púrrur (öðru nafni blaðlaukur)
fylla flokk þess grænmetis sem
fæst hér allan ársins hring; og það
sem nieira er um vert: þær eru á
viðráðanlegu verði og að öðru
jöfhu ferskar (eitthvað annað en
kartöflurnar). í Frakklandi þar
sem þær njóta mikilla vinsælda
eru þær stundum nefndar „aspas
fátæka mannsins" þar sem aspas
er dýr og ekki á allra færi, auk
þess sem púrrur geta stundum
hlaupið í hans skarð. Til forna var
talið að púrrur mýktu röddina og
segir sagan að Neró, hinn ill-
ræmdi Rómarkeisari, hafi neytt
þeirra reglulega í því skyni.
Blaðlaukur er víða ræktaður og
sums staðar vex villt afbrigði
hans, t.d. í Miðjarðarhafslöndunum.
I Bretlandi er hann mjög vinsæll og
mörgum er það beinlínis stöðutákn
að geta ræktað
sem lengstan og
digrastan blað-
lauk. í Banda-
ríkjunum er hann
heldur lítið rækt-
aður, þrátt fyrir
vinsældir köldu
súpunnar Vichys-
soise. í Frakklandi,
á Spáni og Ítalíu er mikið ræktað
af blaðlauksafbrigði sem er ólíkt
þekkilegra en ensku lurkarnir,
minna, og mýkra undir tönn.
Hérlendis hefur blaðlaukur tölu-
vert verið ræktaður í gróðurhúsum,
ekki þó vegna þess að þessi laukur
sé sérlega viðkvæmur: Hann er þvert
á móti mjög harðger, en hægvaxta
og þarf til muna lengri og hlýrri
vaxtartíma en hér er til að geta
skilað þeim vexti og þroska sem
framleiðendur gera kröfur til.
Mikilvægt er að þvo blaðlaukinn
vel áður en hann er matreiddur, inn-
an jafnt sem utan, því mold getur
leynst inni á milli þéttra blaðanna.
Byrjið á því að skera af honum ræ-
furnar og ofan af grænu blöðunum.
Þvoið hann síðan undir rennandi
vatni og haldið honum á hvolfi allan
tímann (þ.e. látið grænu blöðin vísa
niður). Gott er síðan að láta laukana
síðan standa öfuga ofan í vatnsfötu
þar til þeir eru matreiddir (í a.m.k.
hálftíma). Fyrst má ennfremur skera
djúpan „kross“ niður í gegnum
grænu blöðin, þ.e. tvo skurði sem
krossast, til að auðvelda úthreinsun.
— Trassið ekki þvottinn, því heldur
er óyndislegt að bíta í sjóðandi heita
púrru, molduga mjög að innan.
Af blaðlauk er ljósi hlutinn notað-
ur til matar, en gjarnan má nota
grænu blöðin til að bragðbæta kjöt-
og fisksoð. Falleg blaðlauksblöð má
og saxa í salat. Laukurinn er ríkur
af kalsíum, járni og fosfór; auk þess
er mikið af steinefnum í blöðunum
svo sjálfsagt er að reyna að nota þau.
Púrrur má svo nota í hina marg
víslegustu rétti: súpur, salöt, heita
ofnrétti, sem fyllingu í pæa, pönnu-
kökur eða frauð. Þau krydd sem
helst fara vel við púrrur eru líkast
til múskat, timjan og svipaðar krydd-
jurtir, jafnvel karrý, að ógleymdu
salti og pipar. Hér koma nokkrar
uppskriftir sem ættu að geta púrrað
ykkur upp.
Púrrur í rjóma
Úrvals meðlæti, t.d. með glóðuðu
kjöti eða fiski.
Handa fjórum.
50 g smjör
4 púrrur
1—2 dl íjómi
salt og pipar
graslaukur
Bræðið smjörið á pönnu við miðl-
ungshita og léttsteikið þunnt sneidd-
ar púrrurnar upp úr því. Um leið
og þær byija að taka lit er íjómanum
hellt yfir og kryddað með salti og
pipar. Látið suðuna koma upp á
ijómanum, stráið söxuðum graslauk
yfir og rétturinn er til.
Vichyssoise
Þetta er margrómuð súpa með
púrrur og kartöflur sem meginuppi-
stöðu. Hún er borðuð köld og rétt
áður en hún er borin fram er þeytt-
um íjóma blandað saman við hana,
sem gerir hana afar létta og lokk-
andi. Nafnið er franskt, kennt við
héraðið Vichy, en þó álíta margir
að súpan sé bandarísk að uppruna.
Uppskrift handa ijórum.
300 g púrrur
1 laukur
2 msk. smjör
2 stórar kaitöflur
salt, pipar
3 'U dl grænmetis- eða
kjúklingasoð
2 ii di mjólk
2 'k di rjómi
nokkrir dropar tabasco
1 'U dl tjómi til að þeyta
graslaukur
1. Fjarlægið grænu blöðin af
hreinsuðum púrrunum, en sneiðið
Ijósa hlutann. Saxið laukinn. Létt-
steikið hvort tveggja í smjörinu án
þess að það brúnist.
2. Afhýðið kartöflurnar og skerið
í litla bita og setjið út í, saltið og
hellið soðinu í pottinn. Sjóðið við
vægan hita í rúman hálftíma.
3. Pressið þá súpuna í gegnum
sigti (eða setjið hana í blandara).
Hitið hana aftur í pottinum og hellið
mjólk og íjóma saman við. Bragð-
bætið með nokkrum dropum af tab-
asco. Síið súpuna og kælið.
4. Stífþeytið fl\ dl af ijóma og
hrærið saman við súpuna rétt áður
en hún er borin fram og stráið smátt
söxuðum graslauk yfir. — Ef þið
ætlið að bera súpuna fram sem for-
rétt að viðhafnarmálsverði, er við
hæfi að bera hana fram í glerskálum
og leggja íshröngl í botn hverrar
skálar.
Vichyssoise má krydda á annan
veg; í stað tabascosósunnar má
krydda með múskati og ögn af
karrýi; þriðji möguleikinn er timjan.
Púrrupæi
Mörgum virðist vaxa í augum að
hnoða deig í pæa og fletja það þunnt
út, en það er firra þar sem það er
bæði auðvelt og tiltölulega fljótlegt.
Það tekur t.d. röskan hálftíma að
gera þennan pæa kláran í ofninn,
en til að auðveldara sé að fletja út
deigið er gott að láta það stánda í
ísskáp í 1-2 tíma.
Pæinn nægir sem aðalréttur
handa sex, ásamt t.d. hrásalati með
jógúrtsósu.
Deigið:
4 dl (225 g) hveiti
ögn af salti
1 dl (100 g) smjör
u.þ.b. 'h dl kalt vatn
Fyllingin:
1 kg púrrur
salt og pipar
2 msk smjör
1 msk hveiti
2 dl mjólk
1 dl ijómi
2 dl (100 g) rifinn ostur
múskat
1. Fyrst erþað skelin. Sigtið hvei-
tið niður í stóra skál og gerið dæld
í miðjuna. Saltið og setjið smjörið
saman við, í litlum bitum. Myljið það
TILBOÐ OSKAST
í Ford Bronco U-15 XLT 4x4 árgerð ’87 (ekinn 10 þús. mílur), Chevrolet
Cavalier Type-10 árgerð ’85 (ekinn 13 þús. mílur), Mercedes Benz
2628S/32 árgerð ’82 (tjónabifreið), ásamt öðrum bifreiðum er verða sýnd-
ar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 26. september kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Sala varnarliðseigna.
Ljóðspeglar
frá Náms-
gagnastofnun
HJÁ Námsgagnastofnun er
komin út bókin Ljóðspeglar.
Bókin er ætluð nemendum í
7.-9. bekk grunnskóla og er
framhald Ljóðspora sem komu
á sl. ári. Utgáfúnni verður
væntanlega lokið með þriðju
og síðustu bókinni Ljóðsprot-
um, handa 1.-3. bekk seint á
næsta ári. I kynningu útgef-
anda segir:
A
ILjóðspeglum eru á þriðja
hundrað ljóð eftir 132 ljóð-
skáld frá þessari öld og þeirri
síðustu. Að uppbyggingu er bókin
svipuð Ljóðsporum. Bókinni er
skipt í átta kafla og hveijum
kafla í mismarga þætti Við röðun
ljóða innan hvers þáttar eru það
einkum efni, bragfræði eða
myndmál sem ráða því hvernig
ljóðin raðast saman. Hver þáttur
hefst á verkefni eða tillögum að
viðfangsefnum. Aftast í bókinni
er kafli um bragfræði auk kafla
með orðskýringum. ítarlegar höf-
unda- og ljóðaskrár eru einnig
aftast í bókinni."
Bókina prýðir frjöldi ljósmynda.
Hún er alls 208 bls., filmuunnin
í Repró, prentuð í Umbúðamið-
stöðinni hf. og bundin í Félags-
bókbandinu — Bókfelli hf.
saman við hveitið með fingurgómun-
um. Hnoðið hæfilegt vatn upp í þar
til deigið er slétt og mjúkt viðkomu.
2. Skerið grænu blöðin af vand-
lega hreinsuðum púrrunum ogsneið-
ið Ijósu hlutana í u.þ.b. 3 sm þykka
bita. Sjóðið þá í léttsöltuðu vatni i
5 mín,, látið dijúpa vel af þeim og
geymið soðið í súpu eða sósu.
3. Fletjið deigið út í kringlótta 3
mm þykka köku og komið fyrir í
hringformi, 25 sm íþvermál. Stingið
nokkrum sinnum í botninn með
gaffli, svo deigið bólgni ekki út.
Bakið skelina við-200°C í 15 mín.
4. Bræðið smjörið í potti og létt-
steikið púrruna við vægan hita. Setj-
ið 1 msk af hveiti saman við og
hrærið í 2 mín. Hitið á meðan mjólk
og ijóma í öðrum potti og hellið svo
yfir púrrurnar. Látið malla í 2-3
mín. og hrærið stöðugt í á meðan.
Blandið þáh hlutum ostsins saman
við og kryddið með salti, pipar og
múskati.
5. Komið fyllinguniii fyrir í pæa-
skelinni og stráið yfir því sem eftir
er af ostinum. Minnkið hitann niður
í 180°C og bakið í 30-40 mín. Pæ-
inn er ljúffengari heitur en kaldur.
Lausnin
fyrir
lagerinn
LÉTTIR OG LIPRIR
BV-LYFTARAR
RAFMAGNSLYRARAR
Margargerðir
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
HANDTJAKKAR
Cfe
Eigum ávallt fyrirliggjandi
hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna með 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
HANDLYFTARAR
Lyftigeta: 800 kg.
Lyftihæð: 80 cm.
Hentugt hjálpartæki
við allskonarstörf.
Sparíð bakið,
stillið vinnuhæðina.
BÍLDSHÖFDA 16SiMI672444 TSLEFAX672680