Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 9
MOIÍGUNl^m.D C 9 \jÓGmÆX)\/Kvótakefi og búmark í almannaþágu? Atvinnufrelsi MANNRÉTTINDIN og stjórnarskráin fá nokkurt rúm í síðasta hefti Tímarits Lögfræðinga (2. hefti 1989). Þar er að fínna tvær greinar sem eru helgaðar því viðfangseftii. Onnur er eftir Ragnar Aðalsteins- son, hæstaréttarlögmann, og nefinist hún Mannréttindaspjall en hin er eftir Tryggva Gunnarsson, aðstoðarmann umboðsmanns Alþingis, sem nefhist Sljórnarskráin og stjórnun fiskveiða og búvörufram- leiðslu. Ispjalli sínu rekur Ragnar m.a. að hugmyndir manna um mann- réttindi hafi í gegnum tíðina breyst nokkuð. Sé nú svo komið að tala megi um fjórar kynslóðir mannrétt- inda. Fyrsta kyn- slóðin séu hin pólitísku og borg- aralegu réttindi, svo sem tjáningar- frelsi, félagafrelsi,' atvinnufrelsi, frið- helgi eignaréttar- ins o.s.frv. Megin- einkenni fyrstu eftir Ddvíó Þór Björgvinsson harla ósennilegt að á það yrði fall- ist fyrir dómstólum að umræddar reglur færu í bága við fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði. Þá bendir hann m.a. á eftirfarandi atriði sem menn verða að hafa í huga við mat á því hvort reglurnar bijóti í bága við ákvæði stjórnarskrár. (1) Hinar almennu forsendur sem búa að baki umræddum reglum, s.s. þörfina á að takmarka sókn í fiskistofna og draga úr búvöruframleiðslu. (2) Aðgerðirnar eru að formi til tíma- bundnar. (3) Reynt er að valda sem minnstri röskun fyrir þá sem starf- andi voru fyrir í þessum greinum og þeim úthlutað kvóta eða bú- marki í samræmi við það sem þeir höfðu áður gert. (4) Skiptingin milli aðila er byggð á almennum reikni- reglum. Eftir þessa upptalningu kemst hann að þeirri niðurstöðu að telja verði “næsta víst að almennt yrði núverandi stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu ekki talin fara í bága við 67. og 69.gr. stjórnar- skrárinnar." í ljósi þess að fslenskir dómstólar hafa farið varlega í að meta gerðir löggjafans andstæðar stjórnarskrá er ekki ástæða til að draga þessa niðurstöðu í efa, m.a. vegna þess, eins og Tryggvi bendir á, að dóm- stólar hafa látið löggjafanum það eftir að meta hvað samræmist al- mannaheill eða er í almannaþágu samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Engu að síður er það ómaksins vert að reyna að átta sig á því hvernig reglur um stjórnun fiskveiða og búvörufram- leiðslu falla að þeirri mynd sem dregin var upp af mannréttindum hér að framan. Samkvæmt þeirri mynd má segja sem svo að skerðing hinna svokölluðu borgaralegu rétt- inda sé aðeins réttlætanleg til að tryggja mönnum önnur réttindi, ef ekki mikilvægari þá a.m.k. jafn mikilvæg. Skattlagning er þannig réttlætt með því að hún sé nauðsyn- leg til að unnt sé að byggja skóla, sjúkrahús og annað sem er til þess fallið að efla félagslegt réttlæti og almenna velferð, m.ö.o til að tryggja félagsleg og menningarleg réttindi sem Ragnar nefnir svo. Spurningin er þá sú hvort þær skorður sem reglur um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu séu af því taginu. Reglur sem takmarka sókn í fiskistofnana eiga sér svo augljós rök að um þær er líklega -d—h óþai-fi áð deila, enda stendur og fellur íslenskt efnahaglíf með þeim og þar með efnahagsleg velferð landsmanna. Þegar þessu sleppir er óljóst hvort reglur þessar færi þegnunum almennt þau réttindi eða gæði að réttlætt geti þá skerðingu sem þær fela í sér. Þær virðast fyrst og fremst mótast af því að tryggja hagsmuni einstakra aðila innan þessara atvinnugreina og þar með að nokkru einstakra byggðar- laga, annars vegar gagnvart þeim sem utan atvinnugreinanna standa með því að hefta aðgang að þeim og hins vegar gagnvart öðrum inn- an sömu greinar, með því að tryggja “réttláta" skiptingu þeirra gæða sem um er íjallað milli þeirra inn- byrðis. Þegar betur er að gáð er Ijóst að þau atriði sem Tryggvi tel- ur að hafa verði í huga við mat á því hvort títtnefndar reglur fari gegn stjórnarskrá lúta fyrst og fremst að þeim reglum sem fyalla um skiptinguna milli viðkomandi aðila, en ekki að þeim skorðum sem frelsi annarra til að hasla sér völl á þessum vettvangi eru settar. For- vitnilegt hefði verið að fá frekari umræðu um hið síðarnefnda, eink- um í ljósi þess að slíkar takmarkan- ir að tiltekinni atvinnugrein eiga sér ekki hliðstæður í íslenskum rétti, nema ef vera skyldi í reglum um leigubifreiðaakstur. kynslóðar mannréttinda séu þau að áherslan sé lögð á afskiptaleysi ríkisvaldsins af málefnum þegn- anna. Önnur kynslóð mannréttinda leggi hins vegar áherslu á efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Megineinkenni annarrar kynslóðar er það að skylda er lögð á herðar ríkisvaldinu að tryggja mönnum lágmarks efnalega, fé- lagslega og menningarlega velferð. Þá nefnir Ragnar tvær yngstu kyn- slóðir mannréttinda, þ.e. réttinn til þróunar annars vegar og réttinn til friðar hins vegar. Um þetta síðast- nefnda verður ekki frekar rætt hér. Til að tryggja aðra kynslóð mann- réttinda hefur verið talið heimilt að löggjafinn gengi nokkuð á þau pólitísku og borgaralegu réttindi sem fyrst var getið. Stjórnmálaþró- un á vesturlöndum á þessari öld hefur að töluverðu leyti einkennst af aukinni áherslu á rétt þegnanna til lágmarks efnalegrar velferðar og félagslegs réttlætis. Hefur lög- gjafinn gengið æ lengra á réttindi borgaranna í þessu skyni. Mest áberandi er skattheimta til að standa undir útgjöldum ríkisins til samneyslunnar og önnur höft á frið- helgi eignaréttarins og bönd sem lögð eru á atvinnufrelsi manna, t.d. kröfur um menntun til tiltekinna starfa o.s.frv. Þetta er réttlætt með nauðsyn þess að tryggja borgurun- um önnur réttindi sem talin eru a.m.k. jafn mikilvæg. Það er ein- mitt þetta síðarnefnda sem tengir fyrrnefndar greinar í Tímariti Lög- fræðinga saman. í spjalli sínu veltir Tryggvi Gunn- arsson fyrir sér hvort reglur um stjórnun fiskveiða og búvörufram- leiðslu feli í sér brot á þeim ákvæð- um íslensku stjórnarskrárinnar sem mæla fyrir um atvinnufrelsi (69.gr.) og friðhelgi eignaréttarins (67.gr.), enda verður tæplega um það deilt að umræddar reglur setja atvinnu- frelsi manna verulegar skorður og leggja viss höft á eignir þeirra. Samkvæmt tilvitnuðum stjórnar- skrárákvæðum verða umrædd rétt- indi ekki skert nema almannaheill kreiji og þá aðeins með lögum. Af því leiðir að spurningin um það hvort reglur um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu séu andstæð- ar stjórnarskrá er tvíþætt. í fyrsta lagi spyija menn hvort fullnægt sé því skilyrði að almannaheill krefji og í öðru lagi hvort iöggjafinn hafi falið ráðherrum of mikið vald til að setja reglur um þetta. Síðari spurningunni svarar Tryggvi á þann hátt að vart sé gerlegt fyrir löggjafann að setja nákvæmar regl- ur um þessi mál. Er þá væntanlega byggt á því að reglurnar séu óhjá- kvæmilega mjög flóknar og smíði þeirra krefjist mikillar sérþekking- ar. Fyrri spurningunni svarar hann hins vegar ekki beint, en bendir á að í ljósi fyrri dómsúrlausna sé ' ' e tíjjSMIep betrieiiaMf1 I Vestur-Þýskalandi hefur verið leitt í Ijós, að Mitsubishi Colt/Lancer hafa meira rekstraröryggi en aðrir bílar í sama stærðarflokki. í könnun, sem hinn virti félagsskapur ADAC (Félag bifreiöaeigenda í V-Þýskalandi) lét gera árin 1986-1988 á 10.000 bifreiðum af öllum tegundum og geröum, kom fram aö í flokki smærri fólksbíla reyndust Mitsubishi Colt/Lancer hafa lægsta bilanatíðni. Athuganir náðu yfir fyrstu þrjú ár þeirra bifreiöa, sem valdar voru í könnunina, og dómsorö hinna þekktu neytendasamtaka aö henni lokinni voru : „Engar bilanir, sem orð er á gerandi." Talsveröur munur reyndist vera á Mitsubishi Colt/Lancer og þeirri bifreiöategund, sem næst var aö bilanatíðni og var sá munur svipaöur fyrir öll þrjú árin, sem könnunin tók til. Þetta er í sjötta sinn, sem áöurnefnd samtök setja Mitsubishi bifreiöir í efsta sæti á lista sinn yfir rekstraröryggi bifreiða. Sumir eru einfaldlega betri en aðrir. MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI LRNCER MITSUBISHI COLT LRNCER HEKLA.HF 1 Laugavegi 170-174 Sími 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.