Morgunblaðið - 24.09.1989, Blaðsíða 10
ri 3
ro-e—
--tE-m-H
e8«r aaaMaT^aa ,r>s auoAa’JMMas aiaAjaviuoíioM
HÍOItGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER -1-989 --
hefur verið ráðinn á þrælakjörum
sem vinnumaður á bóndabæ þótt
hann sé ekkert unglamb lengur.
Hin ríka Kongstrupfjölskylda á
bóndabæinn en þar kynnist Pelle
kaldranalegri og miskunnarlausri
lífsbaráttu. „Sagan,“ segir Bille
August, „er um miklar væntingar
og vonbrigði, ást og hatur, gott
og illt, ótrúlega sigra og sársauka-
fulla ósigra." Og seinna segir
hann: „I byijun trúir Pelle á
möguleika allra sem hann hittir,
sama hver staða þeirra er. Hann
þráir lífið, framtíð og von og í því
tilliti er saga hans almenn
ogeilíf.„Pelle“ er saga um trúna
á manninn. Myndin er ekki félags-
leg úttekt á raunveruleikanum.
Fátækt og eymd eru efni sem
þegar hefur verið fjallað ágætlega
um í myndum. í „Pelle“ myndar
eymdin aðeins bakgrunninn. Fyrir
mig er mikilvægasti þáttur sög-
unnar hinar stóru, fallegu og
dramatísku lýsingar á mannfólk-
inu og hið spennandi tímabil sem
hún gerist á.“
Danir hafa tvisvar hreppt
óskarinn fyrir bestu erlendu
myndina á undanförnum árum
(Gestaboð Babettu verður bráðum
búin að vera í heilt ár í Regn-
boganum) en undraverður árang-
ur þeirra í kvikmyndagerð á
síðustu árum hefur vakið mikla
athygli og aðdáun. Ef þeir vilja
geta þeir sigrað heiminn. Minnir
það helst á þegar Ástralir komu
fram með sínar sögulegu, yfirlæt-
islausu en fagmannlegu og vel
leiknu myndir er fundu sér drama-
tískan efnivið í þjóðararfmum.
Þeir höfðu engilsaxneskuna sér
til hjálpar í heimsdreifingunni en
krafan um enskumælandi myndir
er sífellt að aukast. Raunar hættu
kanadískir fjármálamenn við að
leggja pening í „Pelle“, sem þeim
leist mjög vel á, þegar í ljós kom
að August og framleiðandinn Per
Holst voru harðir á því að hafa
mynd sína á norðurlandamáli.
„Hvorki Bille né ég,“ segir Holst,
„vildu að Martin Andersen Nexo
.yrði fluttur á ensku. Tungumálið
hreinlega varð að vera annað-
Ihvort danska eða sænska."
Og August vildi aldrei neinn
annan en Max von Sydow í hlut-
verk föðurins, Lasse. Þegar Holst
hafði samband við amerískan
umboðsmann Sydows komu eftir-
farandi kröfur fram: Allan upp-
tökutímann verður Max von
Sydow að dvelja á fimm stjörnu
hóteli. Limósína með einkabíl-
stjóra skal vera til taks allan sólar-
hringinn og franskt kampavín af
bestu gerð skal fylgja hverri
máltíð. Holst brá í brún en svo
kom í ljós að þetta var brandari
umboðsmannsins. Sydow ók
reyndar sínum eigin Fíat til og
frá upptökustað í gegnum sveita-
sælu Sjálands og svaf í sveitakofa
í nágrenninu. Frístundunum eyddi
hann gjarna með ellefu ára mót-
leikara sínum, Pelle Hvenegaard,
en milli þeirra myndaðist sérstakt
vináttusamband.
Rithöfundurinn Nexo fæddist
inní verkamannafjölskyldu í
Kaupmannahöfn árið 1869 en lést
í A-Þýskalandi árið 1954. Bækur
hans lýsa lífi og kjörum verkalýðs-
ins með hlýju og óbilandi trú á
dyggðir öreigans. Eftir byltinguna
í Rússlandi tók hann afstöðu með
Sovétríkjunum sem hann heim-
sótti oft og lofaði í ferðabók sinni
Mót dagrenningunni. Fyrsta bind-
ið af „Pelle“ um ferð hins alls-
lausa verkamanns úr fátækt í
sveitinni til iðnaðarmennsku í litl-
um smábæ til verkalýðsbaráttu í
borginni, kom út árið 1906 og
síðasta bindið fjórum árum
seinna. En eftir lok seinna
stríðsins hélt hann sögunni um
Pelle áfram í bókunum Morten
rauði og Týnda kynslóðin. Önnur
frægasta bók Nexo er Ditta
mannsbarn, sem komið hefur út
á íslensku.
Vinir í raun og
sann. Pelle
Hvenegaard og Max
von Sydow í mynd-
inni um Pelle sigur-
vegara.
AÐSIGRA
HEIMINN
PELLE SIGURVEGARISÝNIR AÐ DANIR
ERU HINIR SÖNNU SIGURVEGARAR í
KVIKMYNDAHEIMINUM
ingu og réttlæti um síðustu alda-
mót, á upphafsdögum iðnaðar- og
félagslegrar byltingar. August
var ekki eini kvikmyndaleikstjór-
inn sem sóst hafði eftir kvik-
myndaréttinum. Aðrir höfðu farið
bónleiðir til búðar í gegnum tíðina,
þ.m.t. Carl Th. Dreyer, Roman
Polanski og Bo Widerberg.
í aðfararorðum að verki Nexo
var eitt sinn skrifað: „Pelle sigur-
vegari skyldi vera skáldsaga um
öreigann, eða um manneskjuna
sjálfa, sem nakin, sneydd öllu
nema heilsu og matarlyst, mætir
til starfa í lífinu; um hina breiðu
götu verkamannsins á eilífri, hálf-
meðvitundarlausri ferð sinni í átt
að ljósinu.“ Orð þessi eru undir-
staðan undir hugsýn Augusts
varðandi myndina og hefur verið
það um árabil. Hann skrifaði sjálf-
ur handritið en kaus að gera það
aðeins uppúr fyrsta bindi verks-
ins, sem segir frá Pelle ungum.
Það er mjög í takt við feril hans
því bestu myndir Augusts, þær
sem nefndar voru hér í upphafi,
íj'alla um ungdóms- og þroskaár-
in. Heyrst hefur að hann sé tilbú-
inn með handrit uppúr öðru bindi.
„Pelle“ hefst um borð í gufu-
skipinu sem ber Pelle og föður
hans (Sydow) frá Svíþjóð til Dan-
merkur í von um 'betra líf. „Ef
þú vilt getur þú sigrað heiminn,“
segir faðir við son sinn. Faðirinn
Pelle kynnist harðri lífsbaráttu
verkalýðsins.
mörku. Hann er fyrst og fremst
góður sögumaður og i mörg ár
hafði hann langað til að kvik-
mynda frægustu sögu Nexo,
„Pelle erobreren", fjögurra binda
verk um hinn unga innflytjanda
Pelle og baráttu hans fyrir virð-
Kvikmyndir
Amaldur Indriöason
DANSKILEIKSTJÓRINN
Bille August heyrði það á
kvikmyndahátíðinni í
Moskvu árið 1983:
Rétturinn til að kvikmynda
bækur danska
rithöíundarins Martins
Andersens Nexo var
kominn aftur til
heimalandsins í hendur
Gyldendal-forlagsins úr
höndum aðstandenda Nexo
og yfirvalda í
A-Þýskalandi, þar sem
höíundurinn bjó og lést
árið 1954. Engum hafði
tekist hingað til að tryggja
sér kvikmyndarétt verka
Nexo en nú var lag. Þegar
August kom ft*á Moskvu fór
hánn þegar í það ásamt
framleiðandanum Per
Holst — þeir höfðu gert
saman „Zappa“ og „Tro,
háb og kærlighed“ og
fengið mikið lof fyrir, —
að útvega sér
kvikmyndaréttinn.
Fjórum árum seinna-
var„Pelle erobreren“
eða Pelle sigurvegari
frumsýnd. Hún fór sig-
urför um heiminn og
vann m.a. til óskarsverðlauna sem
besta erlenda myndin. Max von
Sydow, er fer með annað aðal-
hlutverkið í myndinni, var út-
nefndur til óskarsins fyrir bestan
leik í aðalhlutverki. Hún þykir
eitt besta ef ekki besta dæmið
um velheppnaða samvinnu norð-
urlandanna á sviði kvikmynda en
hún er gerð í samvinnu svía og
dana og hún er enn ein skraut-
fjöðurin í hatt danskra kvik-
myndagerðarmanna, sem eru hin-
ir raunverulegu sigurvegarar
dagsins. Hún er nú komin til ís-
lands og hefur verið frumsýnd í
Regnboganum. Gestur við frum-
sýningu var drengurinn sem fer
með titilhlutverkið, Pelle
Hvenegaard.
Bille August er einn af fremstu
kvikmyndagerðarmönnum í Dan-