Morgunblaðið - 24.09.1989, Síða 12
MORGUNBLAJMÐ SUNJÍUBAGUR, 24. SEPXGtÆBER J989
!0
og ég vissi að ég gæti ekki hugsað
mér að fara aftur á hárgreiðslustof-
una. Ég ákvað því að reyna að freista
gæfunnar frekar í kvikmyndaheimin-
um þó að ég gerði mér svo sem ekki
miklar vonir um góðan árangur."
Krókódílamaðurinn
smávaxni
Það þarf vart að taka það fram
að samkeppnin úti í hinum stóra kvik-
myndaheimi er hörð. Þegar auglýstar
eru lausar stöður við gerð mynda
sækja hundruðir fólks um en aðeins
örfáir útvaldir hljóta hnossið. Er
Fríða fékk vinnu við gerð myndarinn-
ar Diity Dancing má segja að ísinn
hafi verið brotinn því upp frá því
hefur hún haft í nógu að snúast og
unnið að gerð hverrar myndarinnar
af annarri. Hún er hógvær þegar hún
er innt eftir skýringunni á velgengni
sinni í starfi og segist aðeins hafa
verið heppin.
Kvikmyndina Crocodile Dundee
kannast margir við en hún hiaut góða
dóma og mikla aðsókn. Það var Fríða
sem hafði hendur í hári krókódíla-
mannsins. „Ég var ein af fjölmörgum
sem sóttu um að annast hárgreiðsl-
una í Crocodile Dundee og gerði mér
því ekki miklar vonir,“ segir Fríða.
„Það reynir á taugarnar að bíða í sal
fultum af umsækjendum sem allir eim
hæfir og öllum er jafn mikið í mun
að fá starfið. Maður þarf að vera
fuilur af sjálfstrausti og ímynda sér
að maður sér bestur. Með þannig
hugarfari sótti ég um sem aðstoðar-
manneskja í Crocodile Dundee. Og
ég fékk starfið mér til mikillar undr-
unar.“
eftir Bergijótu Friðriksdóttur/
myndir: Erlendir Ijósmyndarar
TVÍTUG AÐ ALDRI fór hún til New York
og hugðist freista gæfunnar. Þá óraði hana
ekki fyrir því að hún ætti síðar eftir að
fara höndum um hár stórra stjarna í
bandarískum kvikmyndaiðnaði — frægs
fólks sem flestir kannast aðeins við af
breiðtjaldinu. Fríða Aradóttir heíur unnið
við gerð þekktra bandarískra kvikmynda
og meðal þeirra sem hún hefur starfað með
í gegnum árin eru John Huston, Meryl
Streep, Jack Nicholson og Isabella
Rosselini.
ríða hefur nú verið búsett fjölda ára í
New York og er sjaldséður gestur hér
heima. Þar sem ekki var von á henni til
íslands á næstunni var ekki annað að
gera en slá á þráðinn til hennar til Los
Angeles þar sem upptökur á nýrri kvik-
mynd standa yfir.
Heillaðist af New York
„Það stóð nú aldrei til að flytjast búferlum vest-
ur um haf en það æxlaðist þó þannig", segir Fríða
þegar hún er beðin um að skýra frá því hvernig
leið hennar lá til Bandaríkjanna. „Þegar ég var
tvítug fór ég um sumar í heimsókn til skyldfólks
míns í New York. Er skemmst frá því að segja að
borgin heillaði mig upp úr skónum. Ég hafði nýlok-
ið hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum og þegar mér
bauðst vinna á stofu í New York ákvað ég að slá
til og dvelja einhvem tíma úti. Hárgreiðslustofan
sem ég vann á var á Madison Avenue og þangað
vandi efnafólk komur sínar. Ég útvegaði mér íbúð
á Manhattan og eignaðist fljótlega góða vini. Og
þar sem ég var hæstánægð í vinnunni og hrifin
af New York fór það svo að ég ílengdist úti.“
Þótt hún hafi verið ung að árum segist Fríða
aldrei hafa fundið til hræðslu eða einmanaleika að
búa einsömul í stórborginni. Og sjaldan gerði heim-
þráin vart við sig. Fríða starfaði í tíu ár á hár-
greiðslustofunni á Madison Avenue og vegnaði vel.
Fyrir fimm árum urðu svo þáttaskil í lífí hennar
er henni bauðst að taka þátt í gerð kvikmyndarinn-
ar Dirty Dancing. „Ég kynntist aust-
urrískri konu Marlise Valant að nafni
sem hafði unnið við hárgreiðslu í fjöl-
mörgum kvikmyndum og getið sér
gott orð. Hún var þá að leita eftir
aðstoðarmanneskju menntaðri i Evr-
ópu, til að vinna með sér við gerð
myndarinnar Dirty Dancing. Marlise
bauð mér starfið og það þarf auðvit-
að ekki að orðlengja það að ég þáði
boðið, spennt en jafnframt kvíðin
yfir því sem færi í hönd. Ég flaug
stuttu síðar til Virgíníu þar sem tök-
ur fóru fram og þar með hófst nýtt
og spennandi tímabíl sem einkenndist
af stöðugum ferðalögum og lífi í
ferðatöskum“.
Fríða ásamt Val Kilmer sem lék í Top Gun og Joanne Walley sem lék í Scnndal. Myndin var tekin
yfír, en hún er framleidd af Siguijóni Sighvatssyni. Efri myndin er af Fríðu með Jennifer Gray
Dirty Dancing.
er upptökur á Kill me again stóðu
sem fór með eitt aðahlutverkið í
í slagtogi við
Patric Swayze
Upptökur á myndinni höfðu aðeins
staðið yfir í tvær vikur þegar Marlise
Valant varð skyndilega alvarlega veik
og varð að hætta vinnu. Þá var Fríðu
fyrirvaralaust fengið starf hennar í
hendur þ.e. að hafa yfirstjórn með
allri hárgreiðslu í myndinni. „Upptök-
ur stóðu yfir í sjö vikur. Þetta var
stöðug vinna og ofboðslegt púl. Það
hafði aldrei hvarflað að mér hversu
erfitt það væri að vinna við kvik-
myndir. Upptökur fara fram á öllum
mögulegum tímum sólarhrings svo
svefn verður mjög óreglulegur. Ofan
á það bætist að þeir sem sjá um förð-
un og hárgreiðslu þurfa alltaf að
mæta með þeim fyrstu til vinnu svo
að allir leikarar séu tilbúnir þegar
upptökur hefjast.
Þannig er algengt að vinnudagur-
inn hjá mér hefjist klukkan hálffimm
á morgnana og standi fram á kvöld.
Þá er ég kannski búin að vera með
greiðuna á lofti í tolf til sextán tíma.
Þó má þó enginn halda að vinna við
kvikmyndir sé ekkert nema púl og
erfiði. Starfið er afskaplega spenn-
andi og gefur mjög mikið. Og það
er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu
að sjá afrakstur vinnu sinnar á breið-
tjaldinu. Þegar ég starfaði á hár-
greiðslustofunni var vinnu minni lok-
ið um leið og viðskiptavinurinn gekk
út. I kvikmyndum er ég aftur á móti
að skapa eitthvað eilíft."
— Hvernig kom stjarna myndar-
innar, Patric Swayze, þér fyrir sjónir?
„Hann var mjög viðkunnanlegur
og lítt upptekinn af sjálfum sér. Mér
fannst þægilegt að vinna með honum
að öllu leyti, Patric er mjög fagmann-
legur.og alltaf stundvís sem er óal-
gengj, með leikara." Fríða talar um
að hann hafi verið skemmtilegur
tíminn sem upptökur á Dirty Dancing
stóðu yfir. „Það var að sjálfsögðu
mikið dansað þessar sjö vikur og stöð-
ugt leikin hressileg tónlist. Og það
var gaman af vinna með öllu því
unga og spræka fólki sem kom fram
í myndinni. Þó ég hafi verið nýgræð-
ingur í kvikmyndavinnu fór allt vel
Ásamt Anthony Edwards sem lék
meðal annars í myndunum Top
Gun og Mr. North.
Kvikmyndin var tekin upp í Ástr-
alíu og New York og tók vinnan alls
tíu vikur. Hún segir vinnudagana oft
hafa verið langa ogstranga.„En það
var óskaplega gaman af að vinna að
þessari mynd. „Krókódílamaðurinn",
Paul Hogan er alveg bráðfyndinn í
raunveruleikanum og hann sá alltaf
um að koma mönnum í gott skap.
Mér leist nú ekkert á hann fyrst þeg-
ar að ég hitti hann, hann er þveng-
mjór og smávaxinn og ég gat ekki
ímyndað mér að hann kæmi vel út á
breiðtjaldi. Ég var þó ekki lengi að
komast á aðra skoðun, um leið og
hann byijaði að leika sannfærðist ég
um ágæti þans. En Paul er ekki ein-
göngu fyndinn og hæfileikaríkur
heldur er framúrskarandi þægilegt
að vinna með honum.“
Síðustu ævidagar
Johns Hustons
Þegar vinnunni við gerð Crocodile
Dundee lauk tók Fríða þátt í gerð