Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 13
MORÖÚNÉÖÆHÍÐ' SONNtJÐAíGM-'Sír SEPTEMRER I980
G &
sjónvarpsmyndarinnar The Mayflow-
er Madam með Candice Bergen í
aðalhlutverki. Næsta kvikmynd sem
Fríða vann við hét Mr. Noiih en leik-
stjórn var í höndum Dannys Hust-
ons, sonar hins þekkta leikstjóra
Johns Hustons sem reyndar fram-
leiddi myndina. Og ekki voru-leikar-
arnir í myndinni af verri endanum.
Angelica Huston, dóttir Johns Hust-
ons, fór með aðalhlutverk ásamt
Laureen Bacall, Robert Mitchum og
Anthony Edwards sem lék stórt hlut-
verk í kvikmyndinni Top Gun.
„Það var stórkostlegt að vinna með
Huston-fjölskyldunni, þau eru öll
snillingar hver á sinn hátt. Angelica
Huston er óvenjulega áhrifamikil
kona. Hún er mjög yfirveguð og virð-
ist kannski fráhrindandi fyrst en er
í raun afskaplega hlýleg. Ekki var
hægt að segja sömu sögu um Lauren
Bacall, en hún er óstjórnlega frek og
ráðrík og upptekin af sjálfri sér. Laur-
en er reyndar eini leikarinn sem ég
hef unnið með sem mér hefur ekki
verið að skapi. Leikstjórinn Danny
Huston var aðeins 25 ára gamall og
að feta sín fyrstu spor á kvikmynda-
ferlinum. Var honum mikill styrkur
í því að hafa föður sinn sér til halds
og trausts. En John var orðinn mjög
veikur og lést á meðan á upptökum
stóð. Var það mikið reiðarslag fyrir
alla, mest þó að sjálfsögðu fyrir
Danny og Angelicu. Hún brotnaði
algjörlega saman og varð að taka sér
sem hún er að leika hveiju sinni að
það er næstum óhugnanlegt. í Iron-
weed leikur hún sem kunnugt er
drykkfellda ógæfukonu, óhtjálega á
að líta. Það var sama þó að vinnudeg-
inum væri lokið og hún komin úr
lörfunum þá var eins og hún gæti
ekki aftur orðið hún sjálf. Hún talaði
áfram eins og persónan í myndinni
og hegðaði sér í mörgu eins og hún.
Við vorum hætt að líta á hana sem
leikkonuna Meryl Streep og sáum
aðeins konuna úr kvikmyndinni.
Þannig var hún mest allan tíman sem
upptökur stóðu yfir. Stundum kom
þó hennar rétta persóna í ljós og hún
heillaði mig í alla staði. Meryl er ein
af alúðlegustu manneskjum sem ég
hef hitt, hún er hlýleg í framkomu
og algjörlega laus við ofmetnað. Hún
gaf sér til dæmis alltaf t'íma til að
koma og heilsa upp á mig þó að ég
sæi ekki um hennar gervi.“
Ekki er annað hægt en spyija Fríðu
um kynni hennar af aðalkarlleikurun-
um í Ironweed, Jack Nicholson og
Tom Waits. „Jaek Nicholson er ótrú-
legur grallari", segir hún. „Hann er
bráðfyndinn en finnur svolítið til þess
hve hann er þekktur. Tom Waits er
aftur á móti mjög látlaus. Hann er
alltaf yfirvegaður og mér fannst hann
sérlega viðkunnanlegur." Aðspurð
um vinnuna við Ironweed segir Fríða
að þar hafi hún verið að gera allt
aðra hluti en hún hafi gert áður.
„Fram að þeirri mynd hafði öll mín
Unnið að gerð myndarinnar Wild at Heart sem framleidd er af Sigur-
jóni Sighvatssyni. Fríða er hér að greiða leikkonunni Laura Dern sem
margir þekkja úr myndinni Blue Velvet.
frí frá upptökum. Að viku liðinni kom
hún þó aftur til starfa og sagði að
pabbi sinn hefði viljað að þau héldu
upptökum myndarinnar áfram.“
Meryl Streep einstök
Kvikmyndin Ironweed er mörgum
í fersku minni en hún var sýnd í
kvikmyndahúsum borgarinnar síðast-
liðinn vetur. í þeirri mynd kom Fríða
enn einu sinni við sögu. „Það var
stórkostleg upplifun að vinna með
Meryl Streep og Jack Nioholson eftir
að hafa dáðst að þeim á breiðtjaldinu
í fjölda mörg ár“, segir hún. „Reynd-
ar ferðast þau alltaf bæði með sitt
eigið hárgeiðslufólk og því veittist
mér ekki sá heiður að fara höndum
um hár þeirra! En ég kynntist þeim
engu að síður nokkuð og það var
ólýsanlega áhrifamikið að horfa á þau
leika.
Ég heillaðist mjög af Meryl Stre-
ep,hún lifir sig svo inn í persónuna
vinna miðast að því að bæta útlit
fólks. í þessari mynd var þessu öfugt
farið, aðalpersónurnar voru diykkju-
sjúklingar og ógæfufólk og urðu leik-
ararnir að líta út í samræmi við það.
Því gekk allt út. á það að láta hárið
líta sem skítugast út og það er kúnst
út af fyrir sig þó það kunni að hljóma
ótrúlega!"
Isabella Rosselini
með giilt hár
Fríða er sem fýrr segir búsett í
New York en er um þessar mundir
stödd í Los Angeles þar sem upptök-
ur á enn einni myndinni standa yfir.
Myndin sú heitir Wild at Hcart og
leikstjóri sem jafnframt samdi hand-
ritið er David Lynch. Sá hinn sami
og leikstýrði myndunum Fílamaður-
inn og Blue Velvet en hann samdi
einnig handritið að þeirri síðarnefndu.
Þess má geta að Siguijón Sighvats-
5
son er annar tveggja framleiðenda
myndarinnar.
„ Wild at Heart er ástarsaga og
með eitt af aðalhlutverkum fer Isa-
bella Rosselini sem David Lynch hef-
ur miklar mætur á,“ segir Fríða.
„Enda er hún einstök — falleg og
hlý. Og laus við allt yfirlæti. Aðrir
þekktir leikarar í myndinni eru Will-
em Dafoe og Nicholas Cage.“ Fríða
segir David Lynch vera einn af
áhugaverðustu ungu leikstjórunum í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
„ Wild at Heart er mjög sérstök enda
fer David aldrei troðnar slóðir þegar
kvikmyndir eru annars vegar. Per-
sónurnar í myndinni eru langt frá
því að vera hefðbundnar og því er
ég að fást við all óvenjulega hluti
þessa dagana. Flestir leikaranna eru
með skringilegan háralit og greiðslu,
Isabella Rosselini er t.d. með skærg-
ult hár og breiðar samvaxnar auga-
brúnir í þokkabót!" Að þeim orðum
sögðum fær Fríða bakþanka og fer
að efast um að það sé rétt að vera
að segja frá þessu í blaðinu. „Fólk
gæti haldið að myndin sé eitthvert
rugl. Það er hún auðvitað alls ekki,
aðeins óvenjuleg og mjög áhuga-
verð.“
Stundum þreytt
á þeytingnum
— Hefurðu ekki bærilegar tekjur
af því að vinna með öllum þessum
stórlöxum?
„Jú, ég hef haft alveg prýðislaun
hingað til enda alltaf haft nóg að
gera. En einhvern veginn vill það
verða svo að mér fínnst ég aldrei
hafa of mikið handa á milli. í fyrsta
lagi er óhemju dýrt að búa í New
York, húsaleiga er hrikalega há og
verðlag á öilu öðru í samræmi við
það. Svo hef ég óskaplega gaman
af því að hafa fallegt í kringum mig
þannig að ég eyði töluvert miklu í
húsmuni og fatnað. En ég er ekki
að kvarta, öðru nær. Ég hef nóg fyr-
ir mig og skortir auðvitað ekkert,
Það væri bara allt í lagi að eiga
stundum einhveija peninga af-
lögu. Svona til að geyma til betri
tíma.“
— Þreytist þú aldrei á því að
vera á stöðugum þeytingi lands-
homa á milli?
„Auðvitað getur orðið
óskapega þreytandi að halda í
lengri tíma til á hótejherbergjum
á ókunnum stöðum. Ég var til dæm-
is fjóra mánuði í Albany á meðan
upptökur á Ironweed stóður yfir.
Undir það síðasta var ég orðin ansi
þreytt og langaði að komast heim til
mín. Ekki þar fyrir að maðurinn
minn, Jeff Balsmayer, sé mikið
heima, hann starfar sem kvikmynda-
leikstjóri og ferðast því jafn mikið
og ég. Þó kvikmyndavinnan geti
stundum verið þreytandi þá er hún
samt ótrúlega fjölbreytileg, maður
er alltaf að kynnast nýju fólki og
nýjum stöðum og það er ómetanlegt."
Fríða segist vera orðin dálítið
þreytt á New York og geti vel hugs-
að sér að flytjast til Los Angeles.
„New York hefur breyst mjög mikið
síðustu ár, hún er orðin miklu skítugri
en hún var og einhvern veginn ekki
lengur eins heillandi og þegar ég
fluttist þangað fyrst. Þegar upptök-
um á Wild at Heurt lýkur fer ég aft-
ur til New York og þá ætlum við
Jeff að setjast niður í rólegheitum
og gera það upp við okkur hvort að
við viljum flytja til Los Angeles. í
rauninni mælir allt með því, borgin
er yndisleg og vinnunnar vegna erum
við bæði miklu betur staðsett þar en
í New York.“
Eyði elliárunum á íslandi
Fríða segist ekki vera á leiðinni
heim til íslands, í það minnsta ekki
á næstunni. „Eg er mikill íslendingur
í mér og stolt af þjóðérni mínu en
engu að síður ætla ég búa áfram hér
úti. Starfið.er mér mikils virði og ég
er búin að byggja upp svo góð sam-
bönd við fólk í kvikmyndaiðnaðinum
að það væri fásinna að varpa því öllu
frá sér. Aftur á móti gæti ég vel
hugsað mér að verða mér úti um
sumarhús heima og hver veit
nema ég flytjist þangað aftur
þegar aldurinn fer að færast yfir
mig. Ætli það sé hægt að fínna
sér betri stað en ísland til að eyða
elliárunum á.“
hafði veg og vanda
af hárgreidsliinni í
kvikmyndunum Dirty
Dancing, Crocodile
Dundee og Ironweed
FRIÐA
ARADOTTR