Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 20
4í&—h- 'MORGUNBtAfíÍÐ MÉwiMWGað^W^ðiBBðlMMM^ m lÆIKIAST/Hvað getur leikstjórinn gert? Meira leikstjóratal Eins og fram kom í svörum leik- stjóra í umræðu um það starf í leikhúsi hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði eru leikstjórar eins mismun- andi og þeir era margir. Staða þeirra og starf fer mikið eftir því hvor, þeir sjálfir hafi valið sér verk til uppsetningar, eða hvort þeir hafi verið valdir til þess að setja upp verk, sem aðrir, leik- hússtjómir eða leikhópur hafa valið. í báðum tilvikum kemst leikstjóri þó ekki hjá því að vera miðill leikar- anna og höfundar leikritsins, sem leikaramir eiga að flytja. Leikstjór- inn þarf því að geta skilgreint ætlun eftir Hlín Agnarsdóttur höfundar. Þar lendir hann strax í vandræðum, einfaldlega vegna þess að hann þarf ekkert endilega að sjá nákvæmlega það sama út úr höf- undarverkinu og höfundurinn sjálf- ur. Ég geri þó ráð fyrir að flestir leikstjórar reyni að vera höfundum og texta þeirra trúir, jafnvel þótt þeim hætti til að lesa eitthvað út úr verkunum, sem höfundurinn hafði ef til vill aldrei hugsað. Stund- um getur lesning og túlkun leik- stjóra og leikhóps varpað alveg nýju ljósi á viðtekinn skilning manna á tilteknum persónum eða atriðum. Þetta á sérstaklega við um sígild verk með langa sýningarhefð að baki. Þar með er ekki sagt að skilningur leikstjórans sé réttari, eða réttastur — það er enginn einn skilningur til þegar leiklist er ann- ars vegar. Nýleg dæmi úr íslensku leikhúsi þar sem lesning og túlkun leikrits var tilefni mikilla umræðna og blaðaskrifa bæði um textann sjálfan og sýninguna var uppsetn- ing Leikfélags Reykjavíkur og Kjartans Ragnarssonar á Hamlet eftir Shakespeare. Þegar leiksýning veldur umtali og blaðaskrifum sannar það okkur að leikhúsið er þó a.m.k. ekki dautt úr öllum æð- um. Annað dæmi um ijörlegar umræður í kringum leiksýningu var þegar Lér konungur í leikstjórn Bretans Hovhannes Pilikian var sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1977. Hovuannes þessi þótti fara djarfar og nýjar leiðir í túlkun sinni og tókst ekki aðeins að hrista ærlega upp í fræðimönnum, þýðendum og Hamlet í uppfærslu Kjartans Ragnarssonar umræðu. nýjar leiðirvekja DfASS /Lifir enn ígömlumglcedum? Ellington og atlt hans lið EINS og ég gat um í síðasta sunnudagsblaði upphófst Norðursjávar- djasshátíðin 1989 á leik hljómsveitar Duke Ellingtons, sem sonurinn Mercer hefur stýrt eftir dauða hertogans 1974. Það var hörkukraftur og sveifla í bandinu og í bland við gömlu Ellington-klassíkina voru nýrri og óþekktari verk. Aheyrendur kunnu vel að meta soninn og eftir tónleika þyrptust þeir kringum hann til áð fá áritanir á gamlar bækur þar sem þeir feðgar brostu sínu breiðasta. Ég var líka með blað til Mercers og hann bað mig að bíða meðan hann áritaði. Þegar því var lokið bauð hann mér í búningsherbergi hljómsveitarinnar og spurði um leið: „Hvernig fannst þér nýi bassaleikarinn minn?“ „Rosasvíngari", svaraði ég. „Rétt“, sagði Mercer og brosti breitt, greinilega ánægður með piltinn. Eg spurði ekki um nafn hans því ég hélt það stæði í prógramminu en þegar ég fletti því upp seinna og las: Tarik Ibn Shan Jenkins, var mér ljóst að rauðbirkni hvítinginn, kornungi sem sló bassann var ný- græðingur tilkom- inn eftir að pró- grammið fór í prentun. Von að hljómsveitarstjór- inn væri glaður — bassi er kjölfesta. Blaðið sem ég færði Mercer var Mannlíf með við- tali sem ég tók við hann og frá- bærri mynd af okkur og Paul syni hans er meistaraljósmyndarinn Per Bak Jensen tók í Montmartre. Merc- er kallaði á alla hljómsveitina til að horfa á myndina. „Þetta kalla ég ljósmynd," sagði hann og hló. Það vora fleiri Ellingtonistar í Haag. Clark Terry var með hljóm- sveit sína Spacemen og var öll efnis- skráin Ellingtonísk og meðal hljóð- færaleikara gamlir Ellington-félagar eins og Norris Turney, Britt Wood- man og bassaleikarinn Jimmy Woode og ekki sá ég betur en pían- isti bandsins væri annar gamall Ell- ington-bassaleikari, Aaron Bell. Ekki var eins mikill kraftur í Clark og mönnum hans og liði Mercers, en Norris Turney fór oft á kostum í Hodgeskum stíl sínum. Tvær aðrar gamalsveitir voru á hátíðinni: Charles Mingus Super- band og kvintett trommarans Chico Hamiltons frá 1956 endurvakinn. Aður en ég heyrði í Mingusarsveit- inni fór ég í einn af minni sölunum þar sem tríó píanistans Johns Hicks var að leika: Reggie Johnson á plötu- bassa og Billy Hart á trommur. Reyndist þetta vera rýþmasveit Mingusbandsins. Billy Hart fór á kostum þarna í Esehersalnum og hef ég sjaldan heyrt annað eins bursta- spil. Hver ásláttur úthugsaður og féll inní heildina og gæddi hana nýjú lífi án þess að skyggja á. Og um sveifluna hjá Billy Hart þarf enginn að spyrja. Þeir stóðu sig vel í rýþmanum í Súpersveitinni piltarn- ir en þar þurfti ekki hina fíngerðu hnitmiðun burstanna eins og í tríó- inu. Allt var á útopnu og einleikar- arnir slógust um athyglina; ekki síst saxistamir George Adams, John Handy og Nick Brignola og trompet- leikararnir Lew Soloff og Jack Walr- ath, sem nú er óhemju vinsæll og gefur út skífur hjá Blue Note. Goggi Adams er okkur íslenskum góðkunn- ur og hefur í tvígang leikið hérlend- is með kvartett sínum og píanistans Dons Pullens. Lék hánn dálítið á félaga sína er hann fór að leita í tösku sinni og dró þaðan upp ljós- myndavél og myndaði áheyrendur af sviðinu. Annars þurfti Goggi ekk- ert á slíkum loddarabrögðum að halda. Sólóar hans vora hver öðrum betri og hápunktur tónleikanna ásamt barytonblæstri Nics Brignola, fyrsta styrkþega Berklee-tónlistar- skólans. Hann hefur verið að blása í þrjátíu ár en hlotið alltof litla eftir- tekt manna. Jimmy Knepper blés í básúnu og stjórnaði sveitinni af þeirri röggsemi sem hann er þekktur fyrir. Hann hefurgert vei-kum Ming- usar góð skil síðan meistarinn lést og ekki erft það þó Mingus slægi úr honum nokkrar tennur hér á árum áður. Hann blés líka básúnudúett með Bob Broodmayer á festivalinu, góð tvenna þar! Island stendur enn Ijóslifandi fyrir hugskotsjónum Billys Harts frá því hann heimsótti okkur fyrir ellefu árum með Niels-Hennings og Philips Catherine, enda skrautleg jeppaferð okkar félaga er ég var að reyna að eftir Vemhorð Linnet Morgunblaðið/Ama Rúnarsdóttir Mercer Ellington - „Þetta kalla ég ljósmynd ...“ lækna timburmenn mína og Philips með maltextra frá djassölgerðinni — sá nýi dökki þaðan hefði dugað bet- ur. Billy drakk ekki áfengi og hafði nýhætt kaffidrykkju er hann kom hingað og var farinn að drekka te í staðinn en skildi ekkert í af hverju hann ætti jafnerfitt með svefn og áður. Papa djass gat hjálpað uppá sakirnar er hann komst að raun um að teið var svolgrað í lítravís á kvöld- in og benti trommaranum á að koffínmagnið sem hann innbyrti væri hið sama og áður. Chico Hamilton hafði með sér Buddy Collette á sax og flautu, Fred Katz á selló, John Pisano á gítar og Carson Smith á bassa. Sjálfur þandi hann húðirnar. Oft er endurreisn sem þessi hin hæpnasta fyrirtæki en hjá Chico gekk tónlistin upp, enda ekki bara verið að spila gömlu lögin í gamla stílnum. Katz hefur aldrei spilað betur á sellóið og Chico hefur ekki staðnað þó á stundum hafí framúrstefnutilraunir hans ver- ið hæpnar. En kannski þess vegna var þetta ekki neitt draugaband heldur var tónlistin framsækin með báðar fætur í fortíðinni og það á nú vel við undirritaðan. Að sjálfsögðu muna flestir Chico best úr Gerry Mulligan-kvartettnum með Chet Baker, en hljómsveitir hans með þeim er voru þarna með honum svo og Eric Dolphy og Charlie Lloyd eru enn þekktar. Þess má geta að trommari Rolling Stones, Charlie Watts, sagaði hálsinn af banjóinu sínu og negldi á það fætur eftir að hafa heyrt í Chico Hamil- ton, þá ga* ’<ann trommað í stíl við meistarann. A sunnudag n kemur: Konur, píanistar og a.mað fólk. KVIKMYNDIR/Z/<z&fÆ endurkomu Marlon Brandos ádur en hún hófst? Kom, sá ogfórífiíssi Stórstjömur eru alltaf með þessar miklu yfirlýsingar. Ég ætla aldrei aftur að leikstýra kvikmynd (Ingmar Bergman). Ég ætla aldrei aftur að . leika Bond (Sean Connery). Ég ætla aldrei aftur að leika Súperman (Christ- opher Reeves). Ég ætla aldrei aftur að leika neitt (Marlon Brando). Þetta er prímadonnuhjal því fæstar standa stjömumar við stóra orðin (nema því miður ætlar Bergman að halda þetta út) og nú síðast bárast þær fréttir úr kvikmyndaheiminum að Marlon Brando, með alla sína yfir- vikt frá eyjunni sólríku í Kyrrahafinu og goðsögulegu fortíð, væri kominn á fulla ferð aftur eftir mörg náðug ár utan sviðsljóssins og farinn að leika í bíómyndum. En áður en nokkur gat sagt svo mikið sem „Viva Zapata!" var endur- komunni lokið. Þessi einn mesti kvik- myndaleikari aldarinnar sagði enn og aftur: Ég ætla aldrei aftur að leika í bíómyndum. Að vísu er þetta farið að hljóma eins og brandari en Brandaro er orðinn roskinn maður (65 ára) og nú er enn meiri ástæða til að ætla að hann standi við orð sín. Hvað var það sem rak hann útí bíómyndirnar aftur? Og hvað var það sem rak hann heim? Því er vandsvar- að þegar Brando á í hlut. Hann er eins duttlungafullur og veðráttan á suðvesturhorninu. Allur ferill þessa frábæra leikara er markaður þijósku og óbilgirni og geðþóttaákvörðunum. Hann hefur alla tíð farið sínar eigin leiðir líkt og hann hafi aldrei kippt sér útúr Stanley Kowalsky-hlutverk- inu eða þurrkað af sér uppreisnar- gjarna, þvérmóðskufulla ásjónu bítkynslóðarinnar. Seinna, eftir ger- samlega misheppnaðan sjöunda ára- tug eigin leiðsagnar, varð hann ókrýndur Guðfaðir leikaranna. Og þegar hann vildi gat hann hneykslað heiminn með miðaldra kynorku í Síðasta tangó í París og Heimsendir nú speglaðist í skallanum á honum (F. F. Coppola réð ekkert við það þegar Brando heimtaði að fá að krúnuraka sig fyrir hlutverk Kurtz). Hann gat líka lotið svo lágt að leika Súperpabba í Súperdellu og síðasta myndin hans, Formúlan frá 1981, Marlon Brando; „Ég vildi að ferli mínum hefði ekki lokið á lé- legri mynd.“ var vægast sagt léleg endalok stór- brotins leikara. En án hans hefðu stjörnur frá A1 Pacino til Sean Penn aldrei orðíð annað en þjónar. Eftir 1981 kom hlé. Heil kynslóð þekkir hann ekki nema af Fólki í fréttum, sem akfeitan skugga á illa prentaðri mynd aftast í blaði. Hann keypti eyju í Kyrrahafinu og kaus að safna kílóum í stað heiðurs- merkja. Sannleikurinn er sá að hann var löngu orðinn afhuga kvikmynd- um en lét sig hafa að leika í einni enn ef nægir peningar voru í boði. Eða hugsjónir. • Aðskilnaðarstefnan í Suður- Afríku varð um síðir til að lokka hann aftur í kvikmyndirnar. Hann féllst á að leika lögfræðing, sem er gegn aðskilnaðarstefnunni, í rnynd- inni „A Dry White Season“ og í leið- inni tók hann að sér hlutverk í mafíu- gamanmynd, „The Freshman" þar sem hann lék í kómískri útgáfu af Guðföðurnum, ef marka má fréttir að utan, á móti unglingamyndaleik- aranum Matthew Broderick. En þær lögðust misjafnlega í meistarann þessar tvær myndir. Hann naut sín greinilega vel í S-Afríkumyndinni því kvikmyndaliðið stóð á fætur og klappaði fyrir leik hans. En mafíu- grínið var rugl að hans viti. Ilann sagði í blaðaviðtali: „Ég vildi að ferli mínum hefði ekki lokið á lélegri mynd.“ Það er aldrei að vita hvað hefur farið í taugarnar á Brando. Það þarf ekki að hafa verið merkilegt. En að minnsta kosti lítur út fyrir að hann sé aftur hættur kvikmyndaleik. Hann skilur þó eftir sig tvær myndir. Þeirra er bcðið með. mikilli eftii’væntingu. eftir Arnald Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.