Morgunblaðið - 24.09.1989, Side 21

Morgunblaðið - 24.09.1989, Side 21
morgijn^laðÍð SEPTEMBER 1989 [<?/ o:, öðrum áhugamönnum um leikhús, heldur vakti hann upp eldmóð í leik- urum sínum, sem tóku þátt í um- ræðunni af miklum krafti. í öðrum tilvikum getur svokölluð „djörf“ og „nýstárleg" túlkun borið sjálft verkið ofurliði eða flatt það út þannig að raunverulegt innihald þess glatist. Mikilvægast er að dirfskan og hið nýstárlega bæti ein- hveiju við skilning áhorfandans, dýpki merkingu verksins fyrir hon- um, lýsi upp áður óþekktar viddir. Ef líf kviknar við fyrsta lestur leikstjóra á leikrit, þá á hann fyrir höndum spennandi könnunarleið- angur, sem lýkur ekki fyrr en eftir frumsýningu þess eða jafnvel löngu seinna. Stór hluti þessa leiðangurs er undirbúningurinn, innblásturinn, sem helgast af alls konar hugmynd- um um útfærsluleiðir. Þær hug- myndir bera í sér heildarsýn leik- stjórans í verkinu. Hann þarf að sjá möguleika þess í leikrýminu, hvern- ig merking orðanna getur hugsan- lega holdgast á sviðinu með leikur- um, leikmynd og búningum, lýsingu og leikhljóðum. Ef honum finnst gaman að vinna, þá leitar hann uppi efni og heimildir í máli og myndum, tali og tónum til að styrkja hugsýn verksins. Það kemur síðan í ljós á æfinga- tímanum hvort tekst að framkalla þessa hugsýn. Þar fer hin eiginlega vinna fram, þar heldur samtalið áfram, samtalið se'm byijaði í undir- búningsvinnu teikstjóra og annarra aðstandenda sýningarinnar. Eitt það mikilvægasta í starfi leikstjórans er tungumálið, leik- stjóri verður að kunna að tala, því starf hans felst að meira eða minna leyti í því að tala við samstarfsfólk sitt, aðallega leikarana. í þessu stöðuga samtali leikstjóra og leik- ara þarf leikstjóri helst að geta sett hugmyndir sínar skýrt og greinilega fram í orðum og hugtök- um. En jafnframt verður hann stöð- ugt að gæta sín á að tala ekki svo mikið að hann kaffæri leikara sína í orðum. Leikstjóri verður að kunna að stilla útskýringum sínum í hóf, segja ekki of mikið, veita leikaran- um svigrúm til að koma með sínar eigin uppgötvanir og lausnir. Yfirleitt finnst leikstjórum ógur- lega gaman að tala og þeir geta talað endalaust um hugmyndir sínar, starfið, leikhúsið. Á meðan þeir vinna að uppsetningu kemst ekkert annað að, vinnan fylgir þeim heim og lifir áfram í hugsun þeirra hvort heldur þeir vaka eða sofa. íþróttofélag kvenna Leikfimin hefst hjá félaginu fimmtudaginn 28. september. Kennt verður í Austurbæjaskóla. Kennari verður Drífa Jónsdótir. Innritun daglega í símum 666 736 og 14087. Stjórn I.K. Útsýnishús ú Öskjuhlíð Hitaveita Reykjavíkur auglýsir eftir aðilum, sem vilja koma til álita sem leigutakar að rekstri útsýn- ishússins á Öskjuhlíð. Upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Hitaveit- unnar, Grensásvegi 1. Umsóknum skal skilað til hitaveitustjóra eigi síðar en 6. október nk. Hitaveita Reykjavíkur. SNYRTIVÖRUR fylgja tískunni VETRARLITIRNIR, KOAANIR Kynningar: 25/9 Akureyri - Vörusalan 25/9 Akureyri - Snyrtistofan Eva 26/9 Siglufjörður - Apótek 27/9 Ólafsfjörður - Apótek 27/9 Dalvík - Apótek 28/9 Húsavík - Apótek 29/9 Sauðárkrókur - Apótek Slökkvum sparifjárbáliö Opinn fundur um skattlagningu vaxtatekna almennings Fundurinn er haldinn sunnudaginn 24. september 1989 í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00. DAGSKRÁ Kl. 14.00 Setning fundarins Othar Örn Petersen, hrl., varaformaður Samtaka spari- fjáreigenda Kl. 14.15 Þrjú stutt framsöguerindi Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi Guðríður Ólafsdóttir, Félag eldri borgara Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra Kl. 14.40 Hver er stefna stærstu stjórnmálaflokkanna varðandi skattlagningu vaxtatekna almennings? Hringborðsumræður og spurningar úr sal undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þátttakendur: Alþýðubandalag: Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðuflokkur: Jón Sæmundur Sigurjónsson Framsóknarflokkur: Steingrímur Hermannsson Kvennalisti: Þórhildur Þorleifsdóttir Sjálfstæðisflokkur: Þorsteinn Pálsson Kl. 16.00 Almennar umræður (eins og tími leyfir). Fundarstjóri: Kristján Gunnarsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík Sparifjáreigendur og aðrir áhugamenn um sparnað eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað er raunverulega að gerast í skattamálunum o.fl. Samtök sparifjáreigenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.