Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 23
e8ei aa:
Minning':
Björn Finnbogason
Gerðum í Garði
Gamall maður deyr. Langri og
starfsamri ævi er lokið. Minningar
vakna og rifjast upp.
Fyrstu minningar mínar um
Björn Finnbogason tengjast sól og
vindi. Það er svalt og bjart og það
er verið að breiða á stakkstæðinu.
Karlar og kerlingar og unglingar
eru í ani við að breiða fiskinn. Björn
stjórnar verkinu og það gengur
fljúgandi vel. Ég er ekki hár í loft-
inu og er upp með mér að fá að
vera með.
Síðan fannst mér alltaf vera svalt
og bjart í kringum þennan mann.
Líklega hef ég verið á sjöunda
árinu þegar ég gerði þá uppgötvun
að Björn væri þriggja tröppu mað-
ur. Stigann upp á efri hæðina í
húsinu í Gerðum hafði afi minn
smíðað. Hann var nokkuð brattur
og á honum var beygja. Venjulegir
menn tóku eina tröppu í skrefi.
Þeir sem voru að flýta sér tóku
tvær. Björn tók alltaf þijár.
Björn var meðalmaður á hæð,
sterklega vaxinn, hvatlegur og vel
á sig kominn og bar sig vel. Hann
var toginleitur, brúnamikill og
dökkhærður og gránaði snemma.
Hann var skjótur til allra verka og
mikilvirkur hvort heldur um var að
ræða skrifstofustörf eða erfiðis-
vinnu.
Björn var léttur í máli og lá hátt
rómur. „Sæll, þú,“ var það ávarp
sem hann heilsaði með jafnan. Hann
átti það til að vera ertinn en ekki
meinstríðinn að ástæðulausu. Hann
var bindindismaður á áfengi og tób-
ak alla ævi en ekki man ég til að
hann prédikaði þann boðskap fyrir
öðrum. Hann var ekki forræðis-
hyggjumaður.
Sumum fannst Björn vera hijúfur
á ytra borði, en í raun var hann
tilfinningaríkur maður, jafnvel
feiminn.
Veturinn 1947-48 var ég til
heimilis hjá þeim hjónum, Auði
frænku minni og Birni. Það er mér
minnisstæður tími. Húsið í Gerðum,
verslunin og heimili þeirra var sann-
kölluð félagsmiðstöð í plássinu.
Þangað lágu allar leiðir.
í búðinni var erill allan daginn
og á kvöldin líka. Venjulegur lokun-
artími þekktist . ekki. Verslunar-
reksturinn átti að heita aðalstarf
hjá Birni en var bara eitt af mörg-
um. Hann stundaði búskap, hann
verkaði fisk og oddvitastörfin voru
geysilega umfangsmikil, ekki síst á
þessum tíma þegar skömmtunar-
kerfið var upp á sitt besta. Mér
fannst hann vinna ekki minna en
þriggja manna starf. Samt hafði
hann alltaf tíma til að tala við fólk.
Mér fannst einkennilegt hvað
þessi þrekmikli maður, sem geislaði
af lífsorku og gekk að hveiju verki
með sannkölluðum fítonskrafti,
hlífði sér ekki og fór sér aldrei
hægt, hvað hann þurfti lítið að
borða og lítið að sofa. Hann var
ævinlega kominn á fætur og búinn
að mjólka beljuna ekki síðar eú um
sjöleytið á morgnana og aldrei vissi
ég til að hann færi að sofa fyrr en
löngu eftir miðnætti. Og hann borð-
aði álíka mikið og spörfugl, fannst
mér.
Á kvöldin komu alltaf einhveijir
gestir. Það hefði verið skrýtið ef
enginn hefði komið eitthvert kvöld-
ið. Ég man eftir Sveinbirni í Kothús-
um, Þórði í Gerðahúsinu, Jóhannesi
á Gauksstöðum, Halldóri í Vörum,
séra Eiríki og fleiri höfðingsmönn-
um. Hreppsnefndarfundir voru allt-
af haldnir í stofunni í Gerðum og
drukkið kaffi.
Stundum var spilað brids. Amma
mín kom þá kannske upp og ég
man eftir Gísla Sighvatssyni, sem
mér fannst allra manna virðulegast-
ur í framgöngu og reykti gjarnan
stóran vindil. Stundum vantaði
fjórða mann og ég, stráklingurinn,
fékk að vera með.
Líf og yndi Björns Finnbogasonar
var að tala við menn, helst um
pólitík. Hann var Sjálfstæðismaður
af hugsjón og óumdeildur foringi
Sjálfstæðisflokksins sem oddviti
hreppsnefndar og forsvarsmaður
byggðarlagsins á flestum sviðum
áratugum saman, sannkallaður
Próf. Reidar Djupe-
dal - Minning
Þær fréttir hafa borist úr Nor-
egi að Reidar Djupedal prófessor
í háskólanum í Þrándheimi hafi
andast 29. júlí eftir langa van-
heilsu. Hann varð sextíu og átta
ára gamall. Árin 1951—5 var hann
lektor í norsku við Hafnarháskóla
og háskólann í Árósum. Það var
Jón prófessor Helgason sem hafði
ráðið því að Reidar var valinn úr
hópi umsækjenda og víst er að
hann iðraðist þess_ ekki. Reidar
kynntist ungum íslendingum í
Höfn og lagði ávallt síðan rækt
við þau kynni og varð vel að sér
í íslenskri tungu, enda ætlaðist
hann til að íslendingar töluðu við
sig á íslensku. Hann var áhuga-
maður um íslenska málrækt og
kom nokkrum sinnum hingað með
hóp nemenda sinna.
Það sópaði að Reidar Djupedal
hvar sem hann lét til sn taka, hugs-
unin skýr og tungutakið lipurt á
hljómmikilli nýnorsku, sem átti
rætur í átthögum hans í Selju í
Norðfirði. Útvarpserindi hans um
norskt málfar þóttu frábær, enda
Til greinahöfunda
Aldrei hefur meira aðsent efni
borizt Morgunblaðinu en nú og
því eru það eindregin tilmæli rit-
stjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að
þeir stytti mál sitt mjög. Æski-
legt er, að greinar verði að jafn-
aði ekki lengri en 2-3 blöð að
stærð A4 í aðra hveija línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar
telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á bitt-
ingu.
Minningar- og
afmælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það
eindregin tilmæli ritstjóra Moi'g-
unblaðsins til þeirra, sem rita
minningar- og afmælisgreinar í
blaðið, að reynt verði að forðast
endurtekningar eins og kostur
er, þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama einstakl-
ing. Þá verða aðeins leyfðar
stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð
inni í textanum. Almennt verður
ekki birtur lengri texti en sem
svarar einni blaðsíðu eða fimm
dálkum í blaðinu ásamt mynd
um hvern einstakling. Ef meira
mál berst verður það látið bíða
næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morg-
unblaðið sé beðið um að birta
ræður, sem haldnar eru á fund-
um, ráðstefnum eða öðrum
mannamótum. Morgunblaðið
mun ekki geta orðið við slíkum
óskum nema í undantekningart-
ilvikum.
Ritstj.
var honum einkar vel lagið að leið-
beina öðrum. Hin mikla þriggja
binda útgáfa hans á ritverkum
þeim sem Ivar Aasen lét eftir sig,
telst með höfuðritum norsk-dan-
skrar menningarsögu á 19. öld, en
meðal alls almennings munu kunn-
ari ritgerðii' hans um norsku skáld-
in Aasen, Vinje, Blix, Garborg, Tor
Jonsson og Jan-Magnus Bruheim
(nýlátinn), sem prentaðar eru með
ljóðasöfnum þeirra. Þar kemur
fram traustur bókmenntasmekkur
yljaður mannúð og nærfærinn
skilningur lífs og ljóðs.
Norðfjörður er næst fyrir sunn-
an Stað á vesturströnd Noregs; er
þess víða getið í fornsögum að sigl-
ing þótti hættuleg suður um Stað
á haustdegi. Þar skammt frá er
Dragseið þar sem Ólafur Tryggva-
son boðaði fjölmenni trú á öðru
ári ríkis síns að sögn Sæmundar
fróða. Selja er lítil byggð og
skammt undan landi liggur ey með
sama nafni; var þar frægt klaustur
að fornu og biskupssetur; þar eru
nú miklar rústir. Seljumanna-
messa, 8. júlí, er andlátsdagur
helgra manna sem trúað var að
hefðu látið lifið í helli uppi í bjargi
fyrir ofan klaustrið. Reidar
Djupedal lagði rækt við mál og
þjóðhætti byggðarinnar og sögu
klaustursins; skrifaði bók og marg-
ar ritgerðir um það efni.
Reidar Djupedal sinnti tungu og
menningu Færeyinga um langt
árabil og átti oft erindi þangað,
m.a. sem prófdómari við Fróðskap-
arsetur (háskóla Færeyinga).
íslendingum reyndist Reidar
Djupedal haukur í horni hvar sem
leiðir hans og þeirra lágu saman.
Kom það skýrt í ljós árin sem hann
var kennari við háskólann í Björg-
vin (1962—9). Mátti heita að hann
væri bjargvættur og hjálpárhelja í
stóru og smáu þeirra íslendinga
sem þangað komu sem lektorar í
íslensku.
Reidar Djupedal var í þeim stóra
hópi norskra stúdenta sem Þjóð-
veijar tóku höndum á hernámsár-
unum -og fluttu í fangabúðir á
meginlandinu. Þeir sem áttu aftur-
kvæmt úr þeirri vist að styijöldinni
lokinni, munu fáir hafa beðið henn-
ar fyllilega bætur. Reidar vildi fátt
um það efni tala. Hann var að
eðlisfari glaður maður og félags-
sveitarhöl'ðingi.
Hugsjónir Björns Finnbogasonar
voru manngildi, heiðarleiki og að
vinna að hverju máli og hveiju
starfi af öllum krafti. Ekkert hálf-
kák. Samt var hann umburðarlynd-
ur.
Hann dáði Ólaf Thors. Það var
hans maðut'. Allir aðrir stóðu í
skugga hans.
Þrátt fyrir að Björn hafi haft
mjög eindregnar pólitískar skoðanir
gat hann metið kosti pólitískra and-
stæðinga, jafnvel þeirra sem önd-
verðastir voru í stefnumálum, ef
þeir að hans dómi höfðu þá persónu-
legu eiginleika sem hann kunni að
meta. I þeim hópi voru t.d. Einar
Olgeirsson og Geir Gunnarsson.
Einhveiju sinni vorum við Björn
að tala um ónefndan pólitískan
lúsablesa, sem við vorum sammála
um að ætti ekki erindi á þeim vett-
vangi. Þá sagði Björn: „I pólitík
þýðir ekkert að ljúga að fólki.“
Þetta varð mér minnisstætt.
Björn talaði við alla og var ótrú-
lega skarpskyggn á skoðánir
manna. Hann vissi ævinlega fyrir-
fram úrslit hreppsnefndarkosninga
í Garðinum nánast upp á atkvæði
og um alþingiskosningar þuiíti
hann ekki á neinum skoðanakönn-
unum að halda. Hann þekkti fólk,
bæði sína hjörð og þá sem fylgdu
öðrum flokkum.
Ekki er hægt að minnast Björns
Finnbogasonar. án þess að nefna
eiginkonu hans, Auði Tryggvadótt-
ur, sem lifir mann sinn. Þau voru
o
að möfgu léýti áfaf ólík lijön, en'
þau voru samhent í alveg óvenju-
legri gestrisni og greiðvikni á öllum
sviðum og ekki hafði Björn á móti
einstakri gjafmildi konu sinnar alla
tíð. Hann var enginn nurlari.
Aldrei fæ ég fullþakkað né laun-
að það örlæti, þá umhyggju og þá
hjartahlýju sem ég hef notið á því
heimili frá því ég fyrst man eftir
mér. Svo mun um fleiri.
Síðustu árin voru Birni erfið.
Slíkum athafna- og atorkumanni
var það ekki auðvelt að þola líkam-
lega fötlun. Þó var það mikill léttir
að fyrir frábæra umönnun konu
hans gat hann verið heima allt fram
til síðustu daga.
Ekki spillti fyrir að dóttirin Björg
býr í næsta húsi og sonurinn Finn-
bogi ekki alls fjarri. Myndarlegur
hópur barnabarna kom nær daglega
í heimsókn og stytti honum stundir.
Ég held að ekki sé hallað á neinn
af aðstandendum þótt ég nefni hér
sérstaklega umönnun dóttursonar
Björns og nafna, Björns Vilhelms-
sonar, sem aðstoðaði afa sinn af
óvenjulegri nærgætni í veikindum
hans.
Björn Finnbogason var sannur
maður. Hann var trúr hugsjónum
sínum sem voru í samræmi við forn-
ar dyggðir og hann vann að þeim
af alefli alla tíð. Eftir hann liggur
mikið og giftudijúgt ævistarf og
hann eignaðist stóran hóp gervi-
legra og dugmikilla afkomenda.
Slíks manns er gott að minnast.
Tryggvi Sigurbjarnarson
lyndur, hreinskilinn og hégóma-
laus. Slíks drengs er gott að minn-
ast.
Bjarni Einarsson
Blómastofa
fiiöfinm
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
t
Faðir minn,
STEINBJÖRN JÓNSSON
frá Syðri-Völlum,
Lækjarseli 7,
lést í Landspítalanum 21. september.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Anna Steinbjörnsdóttir.
t
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR JÓHANNESSON,
Drápuhlfð 4,
lést á Elliheimilinu Grund 22. september.
Haukur Gunnarsson, UnaSvane,
Guðrún Hauksdóttir, Eirikur Hauksson
og Nfels Svani Hauksson.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafii-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrii-vara. Þannig verður grein, sem birtast á í iniðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.