Morgunblaðið - 24.09.1989, Side 24

Morgunblaðið - 24.09.1989, Side 24
24: O Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Skuggar sálarlífsins Opinberlega er ekki fjallað mikið um skugga sálarlífsins og þá neikvæðu eiginleika sem búa innra með okkur. Umræða er reyndar einhver en lítið er gert af því að reyna að skoða rætur neikvæðninn- ar og upplýsa einhveijar hlið- ar hennar. íeigin brjósti Að mínu mati má skoða nei- kvæðni frá nokkrum sjónar- hólum og þá meðal annars með tilliti til umhverfisþátta. í sumum tilvikum býr nei- kvæðnin fyrst og fremst í eig- in bijósti en er yfirfærð á umhverfið og í öðrum tilvikum má í raun og veru rekja hana til umhverfis okkar, þó það sé mín skoðun að bakvið flest vandamál mannlegs samfé- lags sé mannlegur vanþroski. Yfirfœrsla Það hvernig við yfirfærum okkar eigin neikvæðni á um- hverfið má t.d. sjá í hegðun Öfgafullra trúmanna. Þetta er áberandi í sögum af munkum fyrri tíma sem sáu djöfulinn í umhverfinu, t.d. í formi fag- urra kvenna og sáu sig fyrir vikið knúna til að fordæma marga góða konuna. Innra óþol Margt af því sem við afneitum í eigin bijósti þolum við ekki í fari annarra. Maður sem blessar hreinlífi og afneitar kynlífi, en finnur samt fyrir þrá og iöngun, á það á hættu að þola ekki eðlilegt ástaiíf annarra. Pyrir slíka menn verður ástríðumikil kona að hóru og þeir sem leika sér og eru léttir í lund óguðlegir og illa innrættir. Margs konar sakiaust athæfi verður illt, af því að viðkomandi býr til illsku í umhverfmu og notar eigin bælingu sem efnivið. Þekkingarleysi Það er ekki ætlun mín að dæma alla illsku heimsins út- frá fyrrgreindu. Við búum ekki sjálf til allt hið illa á þennan hátt. Það er rétt að sumir sjá glæpi í sakleysi en aðrir fremja raunveruleg fólskuverk. Orsök þess að til eru glæpir tel ég að m.a. megi rekja til erfiðra um- hverfisaðstæðna og til van- þekkingar á eigin kröftum, til þess að fólk skilur ekki og ræður ekki við þá orku sem það býr yfir. Umhverfi Af hveiju lætur ungur og efni- legur maður sem elst upp í fátækrahverfi New York- borgar leiðast út í glæpi? Ein ástæða er sú að hann ber enga virðingu fyrir lögum sem einungis hygla þeim ríku og önnur einfaldlega sú að hon: um bjóðast engin tækifæri. í síðara tilvikinu safnast fyrir orka, reiði, vonbrigði og van- máttarkennd sem hleðst upp innra með og að lokum brest- ur stíflan. Sálfrœöi Eg tel að ef við viljum ráðast gegn því illa í heiminum verð- um við að einbeita okkur að tveimur atriðum, okkur sjálf- um og umhverfinu. í fyrsta lagi ættum við að líta í eigin barm og takast á við það sem þar er, en ekki setja eigin illsku á umhverfið. Samfara þessu getum við reynt að bæta umhverfi okkar og hjálpa þeim sem eiga við erfið- leika að stríða. Við getum t.d. reynt að skilja orsök illskunn- ar, það að afbrot manna eiga oft rætur að rekja til sjúk- dóma sem má rekja til van- þekkingar. I stað þess að dæma getum við hjálpað, ekki síst með því að stuðla að auk- inhi þekkingu á sálfræðileg- um málefnum. MQiRGUNBiiAÐIBi MYNPASÖGUR suNNupÁgiM-tfffflffWPSStótfg GARPUR S\Z/*r?TVÆhjGaVfZN/IR. þlNAIg /yiuNo /tL Dns-i j/g'/sj e/uee e JiEie/tfiLEQUAi &Afe&/>GA ■' GRETTIR BRENDA STARR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK Herra, ég hélt að þú hefðir sagt að Það ér rétt, Magga, ég held ég sjái við ættum að hitta leiðsögumann. hann núna. Heyrðu, komdu hingað! Ert þú leiðsögumaður okkar? Hver heldurðu að ég sé, James Bond? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út laufáttu gegn sex tíglum suðurs. Suður hafði opnað á sterku grandi og norður yfirfært í tígul. Vestur ♦ D3 V D65 ♦ 962 ♦ 87543 Slemman er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Jafnvel þótt trompdrottningin skili sér fyrir- hafnarlaust, eru 11 slagir há- markið með bestu vörn. En reyndur sagnhafi reiknar ekki alltaf með bestu vörn. Hann sér vissa möguleika á kastþröng í hálitunum takist honum að ein- angra hjartavaldið með spaða- lengdinni. Hann tekur tígulkóng og fer inn á borð á tromp. Spil- ar svo hjarta á níuna heima. Vestur drepur á drottninguna, og er svo „heppinn" að eiga tromp til að spila. Og nú er allt klárt. Laufslag- irnir eru teknir og spaði tromp- aður. Síðan er trompi spilað í botn og austur þvingast í spaða og hjarta. Kannski er ekki hægt að ætl- ast til að vestur bijóti upp sam- ganginn fyrir þvingunina með því að spila hjarta til baka. Vill- an liggur frekar hjá austri. Út- spilið segir- honum að sagnhafi eigi ÁKD í laufi. Hann horfir á 6 tígulslagi í borðinu og spaðaás- inn. Sagnhafi á örugglega hjartaásinn, og ef hann er líka með drottninguna fær hann 12 siagi með svíningu. Því getur aldrei kostað neitt að stinga upp kóng eða gosa og taka völdin af makker. Norður ♦ Á7 ¥10432 ♦ Á108754 ♦ 2 Austur ♦ KG842 V KG8 ♦ D ♦ G1096 Suður ♦ 10965 ▼ Á97 ♦ KG3 ♦ ÁKD Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Tel-Aviv í ísrael í vor kom þessi staða upp i skák stórmeistarans Glenns Fle- ars (2.500), Englandi og Mikh- ails Gurevichs (2.590), Sovétríkj- unum, sem hafði svart og átti leik. 24. — Re3! og hvítur gafst upp, því hann tapar drottningunni eða verður mát á g2. Gurevich sigraði með gífurlegum yfirburðum á mótinu, hlaut ÍÖA v. af 11 mögu- iegum. Næstur varð v-þýski stór- meistarinn Ilickl með T/z v. Þessi stórsigur Gurevichs varð til þess að hann stökk alla leið upp í sjö- unda sætið á alþjóðlega stigalist- anum 1. júlí með 2.640 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.