Morgunblaðið - 24.09.1989, Page 29

Morgunblaðið - 24.09.1989, Page 29
oroí HaapfTía MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAfíídfitStöNBÐAOTÍ^KsEPTEMBÉR 1089 -c’ 2*£ Margrét Gunnarsdóttir Kristján Kristjánsson yfir karli. „Sú elsta er frá 1904 en elsta íslenska platan er frá 1907, með söng Péturs Á. Jónssonar.“ Að fjalla um þetta merka safn þarf meira pláss en hér gefst. Hlakkar til vetrarins Margrét Gunnarsdóttir verðut' næst á vegi mínum. Margrét er, auk þess að vera húsmóðir, skrif- stofustúlka á bæjarskrifstofunni. „Haustið ieggst alls ekki illa í mig,“ sagði Margrét mér er við tókum tal saman um þessa árstíð. „Og ég get sagt þér að ég hlakka til vetrarins, þá gefst tækifæri til að fara á skíði og það er holl og góð hreyfing að moka snjó, mér er sko síður en svo illa við snjóinn sem oftast fylgit' vetrum hér. Ég bjó um tíma á suð- austurhorni landsins og mér gramd- ist hvað veturnir voru snjólitlir. Þar bar öllu meira á rigningu með öllum þeim óþrifnaði sem henni fylgir.“ Ég spurði Margréti hvort hún tæki slátur á þessu haustk „Já, það geri ég,“ sagði hún, „ég tek 10 slátur fyrir okkur fjögur. Þetta er dýrind- is matur, búbót fyrir heimilin, og það tilheyrir haustinu að vasast í slátri,“ sagði Margrét Gunnars- dóttir. Einstaklingurinn mikið stærri Fyrir utan verslun JFE hitti ég Kristján Kristjánsson rafverktaka. Kristján flutti hingað á síðasta ári, einn þeirra sem kom til starfa vegna byggingar ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. Hann kom af suðvestur- horni landsins, en er fæddur og uppalinn Vestfirðingur. Hvernig leggst haustið og veturinn í hann? „Vel, í dag er bjart og milt haust- veður eftir undangenginn norðan garra. Ég ætla í göngur á helginni og smala í Sandsrétt á Ingjalds-' sandi, sem er stærsta réttin á Vest- fjörðum. í Sandsrétt ríkir alltaf mikil gleði og mannlífið á Ingjals- sandi tekur á sig sérstakan blæ á réttardaginn. Göngum og réttum sleppir maður ekki nema nauðugur. Þetta er haustverk sem t.d. borgar- börn fara að mestu leyti á mis við, mörg hver þekkja þetta bara af sögum. Það er, skal ég segja þér, einn af stóru kostunum við smærri samfélög hvað allar fjarlægðir milli heimila manna og vinnustaða eru litlar, menn skreppa heim í mat og jafnvel kaffi. í smærri samfélögum er einstaklingurinn mikið stærri eining í heildinni og öll samskipti eru persónulegri, sem kallað er, hvort sem það er til góðs eða ills.“ Gunnar Hallsson Raunverulegoir friður fínnst aðeins hið innra Til Velvakanda. A Eg hitti ferðamann um daginn sem hafði ferðast um heim all- an. Ilann útskýrði breytingar sem hafa orðið í Austurlöndum, það er að segja Indlandi, Thailandi, Indó- nesíu svo eitthvað sé nefnt síðustu 25 árin. Árið 1953 hitti hann varla neinn vestrænan ferðamann, en þeg- ar það gerðist notuðu þeir tækifærið, settust niður og spjölluðu saman um hvað væri framundan. Búddamusteri veittu ferðamönn- um húsnæði og mat fyrir áfram- haldandi för. Hæg en stöðug breyting á íbúðun- um varð vegna pólitískra áhrifa og ferðamannastraums frá Vesturlönd- um. Vegna hinna miklu efnahags- legu hugsjóna okkar og efnahags (samanborið við Austurlönd) láta íbúarnir ferðamenn ekki í friði vegna peninga sem þeir eru með. Jafnvel í dag sækja ferðamenn þangað til að leita andlegrar leiðsagnar frá Aust- urlöndum. Við höfum slíkan stað í Reykjavík fyrir þá sem eru að leita að innri friði. Margir lifa undir stöðugu álagi ‘ hins daglega lífs og geta ekki lengur slappað af, ekki einu sinni við góðar aðstæður. Vélrænar tilraunir til að róa tauga- - kerfið með líkamsæfingum eða nuddi veita aðeins tímabundna slökun. Það er til gamall inálsháttur sem segir að þögn sé gulls ígildi en hvern- ig á að finna þennan gullna fjársjóð inni'i kyrrðar? Ein góð leið er hugleiðsla. Með þeirri leið sem er bæði einföld og erfið getum við náð innri friði og kyrrð hugans. Við getum auðveld- lega náð fram hinum mörgu fjársjóð- um þagnarinnai'. Gleði og ást á lífinu, og sterkur vilji verður þín eign. í hugleiðslu lærum við að stjórna huga okkar og beina honum í eina átt. Öll okkar orka endurnýjast og öll ókyrrð farin. í þögn sjálfrar þekkingarinnar öðlumst við nýja orku og leyndir möguleikar birtast. Þessi reynsla getur orðið hluti af okkar daglega lífi. Raunverulegur friður er aðeins til hið innra. Því meira sem við tökum hinn innri frið því meira mun líf okkar breytast á öllum sviðum. Þá mun hið daglega stress ekki hafa áhrif á okkur lengur. Við erum fijáls. Manns eigin frið- ur breiðist allavega til annarra og heimilið og vinnan verða einnig fyrir áhrifum. í Frostaskjóli 69 er jóganunna frá Austurlöndum sem hefur fórnað lífi sínu til að kenna þessa heimspeki. Tugir kvenna hvaðanæva úr heim- inum hafa sótt kenningar hennar hér heim og hafa sumar þeirra jafnvel dvalið alveg á heimili hennar. Ég hef persónulega hlotið góða leiðsögn og er afar þakklátur fyrir það sem hún hefur gefið mér og ég vona að fleiri landsbúar geti nýtt sér leiðsögn hennar á meðan hún er til staðar. Már Goldingay Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Aftnæliskveðja: Þorvaldur Þorláks- son, Blönduósi Þorvaldur Þorláksson, Valdi í Vísi, var sjötugur sl. fimmtudag 21. september. Hann er afkomandi Einars Andr- éssonar í Bólu, sem orð fór af fyrir skáldskap og ijölkynngi. í ættinni eru margir hagleiksmenn á orð, tré og járn. Þorvaldur lærði vélvirkjun á ung- um aldri og hefur starfað við hana og allar járnsmíðar síðan. Hann byggði upp fyrirtækið Vísi ásamt bræðrum sínum, Pétri og Einari. Meðeigandi í aldarfjórðung var móðurbróðir þeirra, Bjarni Einars- son. Fyrstu árin var mest um við- gerðir á kerrum og aktygjum. Síðan rann upp vélaöldin. Fyrirtækið varð ijölbreyttara, viðgerðir og smíðar urðu margþættari og vörutegundir óteljandi í versluninni. Um dagana hefur Valdi mætt sínum erfiðleikum, sem leiða af ástvinamissi. Hann hefur mætt þeim með karlmennsku og kjarki og haldið áfram sinni ferð. Hann- er ekkert fyrir tilfinningasemi og stjakar frá sér viðkvæmni ef svo ber undir. Hitt grunar mig, að högg- inn hafi orðið þyngri í smiðjunni og vinnudagurinn lengri á þeim tímabilum. Annars hefur Valdi allt- af verið vinnusamur og helst ekki unnað sér hvíldar frá störfum, ekki fyrr en hann mátti til, heilsunnar vegna. Þorvaldur er svipmikill og á stundum brúnaþungur. Ókunnugir, börn og fullorðnir, fara varlega í samræður við hann fyrsta sprett- inn. En það sem vantar á í ávarps- mýkt vinnst fyllilega upp í skýrleik. Hann er hreinskilinn, hreinskiptur og raungóður. Ég þakka góð kynni í tvo áratugi og óska Þorvaldi og hans ágætu fjölskyldu alls hins Hjálmar Jónsson Grein þessi átti að birtast 21. þ.in. en misfórst. Sjaldan fleiri ferða- menn á Austfíörðum Sleinsholti, Borgarfirði eystra. ÞA fer nú að líða á sumarið og haustið að nálgast enda haustlitir farnir að sjást í hlíðum og lyngi og þótt þeir séu fallegir, þá fylg- ir þeim þó ávallt viss angurværð. Maður horfir dapur á lækkandi sól og ineð ugg á skuggana, sem lengjast með degi hverjum, því að flestir þekkja víst Vetrarkvíða Jóhannesar úr Kötlum, sem sagði:,, Iiaustsins djúpi harmur heyrist senn í mínum tónum.“ Eftirmæli okkar Austfirðinga eftir liðið sumar hljóta að verða nokkuð góð. Þótt sólskinsstundirnar hefðu mátt verða fleiri og sjaldan hafa jafiimargir ferðamenn lagt leið sína um Borgarfjörð og einmitt í sumar. Nú sjást ekki kindur í brekkum Borgarfjarðar þar sem öllu fé var lógað vegna riðu. En senn líður að því að aftur megi hefja hér ljárbúskap ef farið verður eft- ir fyi'irmælum um hreinsun húsa og umhverfis; niðurrif gamalla og byggingu nýrra. En mikið vantar á að slíkt hafi enn verið gert. Auk þess er hætt við að einhveijir bændur hætti búskap þar sem mikill kostnaður fylgir því að full- nægja settum öryggisreglum og kaupa nýjan fjárstofn enda er þeg- ar farið að bera á þvi að fjölskyld- ur taki sig upp og flytji í burtu og er slíkt ekki gott fyrir fámennt byggðarlag. Um fiskveiðar er það að segja að vel fiskaðist í vor og fram i miðjan júlí en veiði mjög treg frá veiðibanninu fyrstu dagana í ágúst. Enda fóru gæftir að gerast stopular er sumri tók að halla. Mestur var fiskurinn unninn i hraðfrystihúsi kaupfélagsins en líka hefur Fiskverkun Karls Sveinssonar tekið fisk í söltun. Nú er lokið hreindýraslátrun og voru 20 dýr felld en það var sá veiðikvóti sem Borgfirðingum var úthlutaður. i í haust fóru héðan skólastjóra- hjónin, Ólafur Arngrímsson og Torfhildui' Sigurðardóttir, eftir 6 ára veru hér og störf og fylgdu því nokkrar áhyggjur af því hvort aðrir fengjust i þeirra störf. En nú hefur ræst úr því; fengist hefur skólastjóri, Hrafnhildur Valgarðs- dóttir, sem auk þess er rithöfund- ur og hefur gefið út 5 bækur, 2 barnabækur, 2 unglingabækur og eitt smásagnasafn og fyrir bókina „Leðuijakkar og spariskór" var hún verðlaunuð. Maður hennar, Karl Vernharðsson sem einnig verður kennari hér, er myndlistar- maður og hefur haldið sýningar, bæði í Reykjavík og úti á landi. Má því segja að útlit hér sé sæmi- legt í fræðslumálum; skólastjóri barna- og unglingabókarithöfund- ur og kennari myndlistarmaður og svo Óðinn G. Óðinsson, sem kennir áfram en hann er sér- menntaður í tónmennt. Ætlað er að skóli hófst 20. september og eru nemendur um 30. - Sverrir Nú eigið þió dansgólfið. Samkvæmis-, gömlu og nýju dansarnir í kvöld fró kl. 21 -01. Frábær tónlist undir stjórn Sigurðar Björgvinssonar og Stefáns P. Nú mæta allir sem elska að dansa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.