Morgunblaðið - 24.09.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 24.09.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ BUNNUbAGUR 24. SEPTEMBER 1989 C 31 Bush setur í lax í Þverá. Varaforsetinn býr sig undir veiðina, umkringdur íslenskum og bandarískum ör- yggisvörðum. Barbara Bush hef- ur komið sér mak- indalega fyrir og snýr baki í myndavélina. SÍMTALID... ER VIÐ ÁSTHILDIC. ÞÓRÐARDÓTTUR FORMANN GARÐASKOÐ UNARNEFNDAR Á ÍSAFIRÐI Einn skussi nægir 94-3351 Halló — Góðan daginn, er Ásthildur við? Bíddu augnablik. Jú, halló. — Góðan daginn, Kristín Maija Baldursdóttir heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu. Góðan daginn. — Segðu mér, var ekki einhver fegurðarbarningur á ísafirði um daginn? Fegurðarbarningur? — Já, áttuð þið ekki í vand- ræðum með að velja fegurstu götuna? Já, þú meinar það! Eins og kom nú fram í þessari greinargerð hjá okkur þá er á flestum stöðum einn og einn skussi sem er ekk- ert búinn að gera. Við völdum enga götu því við vildum þrýsta á fólk þannig að það hugsaði betur um umhverfi sitt, stæði ekki í vegi fyrir því að gata þess væri valin. Því eins og garðurinn á að vera heild af húsinu, þá er gatan heild af umhverfinu." — Hvaða götur eru þá fegurst- ar á Isafirði? Engjavegurinn er nú orðinn nokk- uð þokkalegur og einnig em nokkrar götur inn í Holta- hverfi sem eru að verða ansi falleg- ar, en þó er alltaf einn sem ekki ger- ir neitt! Nei, við völdum enga götu og við höfum oft rætt um það að það er eins og fólk skorti metnað í þessu sambandi. — I frétt sem kom í Morgun- blaðinu um þetta mál nefnduð þið einnig að opinberum byggingum væri illa við haldið? Það er með það eins og annað, sumstaðar er ekkert gert fyrir lóðir og hús, en hins vegar bent- um við á nókkur mjög jákvæð dæmi. Úti á landi er mikið um bústaði í eigu hins opinbera og það virðast ekki gilda neinar regl- ur eða vera inní þeirra samningi að húsi og lóð sé haldið við. Manni finnst það skrýtið því nú ætti hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi. — Jú, manni finnst það nú. En það sem vakti einnig athygli mína í þessari frétt var það, að þegar þið greinduð frá nöfnum hjóna sem hlotið höfðu viðurkenn- ingu fyrir garða sína, þá tilgrein- duð þið störf karlanna en ekki kvennanna? Vinna þær ekkert á ísafirði? Ha? Nei, það hefur blaðamað- urinn sett inn í, því hjá okkur stóðu einungis nöfn hjónanna,' starfsheiti þeirra voru ekki til- greind. Nei, ef við konurnar hefðum skrifað þetta þá hefðum við auð- vitað nefnt starfs- heiti þeirra beggja. Þetta er nú alveg dæmi- gert! — Það er þá ekkert atvinnu- leysi meðal kvenna fyrir vestan? Ne'i, síður en svo! Þetta hefur verið einhver klaufaskapur. Jæja, en ég þakka þér fyrir spjallið Ásthildur. Jú, þakka þér sömuleiðis. Ásthildur C. Þórðardóttir. Sælubros færist yfir marga þegar þeir minnast kvenskónna með hælunum mjóu og háu. Tilfinningar annarra eru blendnari. Sumir minnast þessa fótabúnaðar með hryllingi. Skaðræðisgripir Fréttaljós úr Morgunblaðinu föstudaginn 3. júlí 1964 er upplýsandi um ákveðna ókosti „títupijónshælanna": „Eins og kúnnugt er, eru oddmjóir kvenskó- hælar hinir mestu skaðræðisgripir á gólf og gólfdúka. Vegna þess, hve örmjóir þeir eru í oddinn, leggst allur þungi líkamans á lítinn blett. Til dæmis um skemmdirnar, sem hælarnir geta valdið, má geta þess að reiknað hefur verið út, að stúlk- ur geti valdið skemmdum fyrir 750.000 krónur i einum sal á einum vetri. Hér er átt við fyrirhugaðan samkomusal í hinu nýja húsi Kenn- araskóla íslands. Frá gólfinu mun eiga að ganga þannig að lagðar verða vinylplötur ofan á korklag. Fái stúlkurnar í kennaraskólanum að mæta þar í spariskónum sínum, eyðileggja þær skv. útreikningi fyr- ir þijá ijórðu úr milljón á einum vetri, þ.e.a.s. ef tízkan breytist þá ekki.“ Reiknað eftir vísitölum fram- færslukostnaðar telst svo til, að um hafi verið að tefla um 3,7 millj- ónir króna á núvirði. Þetta er ótrú- legar tölur, — jafnvel þótt þær séu byggðar á gögnum Hagstofunnar og Morgunblaðinu. En fyrirspurnir Morgunblaðsmanns staðfesta þó að hælarnir hafi verið verulegt vandamál. Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt þessi skótíska hefði verið tíguleg á fallegu kvenfólki hefði ekki hjá því farið að parket-gólfin hefðu hlotið slæma útreið á sjöunda áratugnum. — Og hvað var til ráða? „Það var mikið um þetta talað á sínum tíma MORGUNBLAÐIÐ Skóhælornir skemma fyrir 750 þús. kr. ú úri FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍD Tíguleg tíska Títuprjónshæl- arnir umdeildu en niðurstaðan var að við gátum ekkert gert annað en endurnýjað gólfefni og parket þess mun oftar. Gólfin entust varla meir en þijú til fjögur ár. Eftir að hælarnir breikk- uðu, tvö til þrefaldaðist líftími dansgólfanna." — Var ekki hægt að biðja dömurnar um að sína tillit- semi, t.d. nota plasttappa líka þeim sem eru settir undir stálstóla? „Það hefði aldrei gengið; þú getur samið við stólanna en ekki kvenfólkið." Konráð tjáði Morgunblaðsmanni að veitingamenn hefðu glaðst mjög þegar hælarnir fóru að breikka á nýjan leik. Sjálfur kvaðst hann fylgast með skótískunní með nokkrum ugg; hælamir væru farn- ir að mjókka allhrikalega. Fallegir en hættulegir. Óviss framtíð Eru hælarnir að mjókka? Óform- leg samtöl Morgunblaðsins við kunnáttufólk á þessu sviði leiða mikla óvissu í ljós; eiginlega er allt í tísku. — En þó hefur orðið vart við að hælarnir séu að hækka og mjókka á spariskónum. Síðastliðinn vetur komust hælarnir upp í níu sentimetra. Ein afgreiðslustúlka í skóbúð lét þó í ljós efasemdir um að „raunverulegir títupijónshælar" komi á næstunni. „Þær eru ekki hrifnar af þeim; þær eru sjálfar komnar með parket heima hjá sér.“ En það íylgdu fleiri ókostir títu- pijónshælunum. Það var nokkur vandi að ganga í skóm af þessari gerð, — Einkanlega ef viðkomandi kvenpersóna var íklædd „flösku- Morgunblaðið/Þorkell hálspilsi". Sérstaklega gat gangan orðin torsótt undir annarlegum áfengisáhrifum á samkomustöðum. Ýmsir viðmælendur Morgunblaðs- ins sem stunduðu dans- og sam- komuhús á þessum árum kannast við að það hafi hent kvenfólkið að misstíga sig í þessum fótabúnaði og þær stundum troðið dansherrun- um um tær. — í bókstaflegri merk- ingu. Hefðu af þessu hlotist umtals- verð sár og eymsli. Einn viðmæl- andi Morgunblaðsins kvaðst jafnvel hafa heyrt getið um tilvik þar sem hæll stakkst í gegnum ristina á herranum. — En geta má þess að lokum að geta að titupijónsskórnir nýtust einnig kvenfólkinu til annars brúks en göngu. Þess eru dæmi að vígaglaðar valkyijur hafi leyst af sér skóna og notað sem barefli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.