Morgunblaðið - 24.09.1989, Qupperneq 32
32 <3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR '24.!SBPTEMBÉR 19891
HÁSKÓLI ISLANDS
Endurmenntunarnefnd
BANDALAG HASKOLAMANNA
JAFNRÉTTISNEFND
KONURISTJORNUNARSTORFUM
Námskeió 30. september - 6. desember
ÞATTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað konum, bæði þeim er nú þegar gegna
stjórnunarstörfum og öðrum er áhuga hafa á stjórnun.
TILGANGUR:
Að auka hæfni þátttakenda sem stjórnendur og undirbúa
konur undir stjórnunarstörf með því að kenna þeim og kynna
vinnuaðferðir og hugmyndir á nokkrum lykilsviðum stjórnunar.
EFNI:
1. Konur og stjórnunarstörf. (
2. Stjórnun og innri starfshættir fyrirtækja og stofnana.
3. Stefnumótun, áætlanagerð, eftirlit og mat á árangri.
4. Starfsmannastjórnun.
5. Bætt vinnutækni. Tímastjórnun, fundir og fundartækni.
UMSJON:
Sigríður Jónsdóttir, deildarfélagsfræðing-
ur Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg-
ar, og Margrét S. Björnsdóttir, endur-
menntunarstjóri HÍ.
TÍMI OG VERÐ:
Laugardag 30. september, kl. 9.30-
15.00, og síðan til 6. desember, einn í
dag í viku, kl. 17.00-19.30.
Þátttökugjald kr. 16.500,-.
Skráning fer fram á skrifstofu endur-
menntunarnefndar í símum 694923,
694924 og 694925
FLUG
TÍMARIT UM n UGMÁL
Fæst á öllum helstu
blaðsölustöðum.
Póstsendum.
Hringið í síma 91 -39149
til kl. 22.00 og
fáið eintak sent.
Yhaílarijcf
Ætlar þú að koma með í hina árlegu
ævintýraferð Úrvals til Thailands í haust?
Lagt verður upp þann 28. október, flogið til Kaup-
mannahafnar og þaðan með SAS til Bangkok.
Fyrstu fjóra dagana er dvalið á einu glæsilegasta
hóteli í Bangkok.
í Bangkok verður farið í fjölda skoðunarferða, við
skoðum Gullna Búddann, Musteri morgunroðans,
Konungshöllina og fórum í dagsferð á fljótandi
markaðinn í Damnoen Saduak auk annarra staða.
Frá Bangkok verður síðan flogið til Chiang Mai í
Norður-Thailandi og á þeim slóðum er dvalið í
íjóra daga. Frá Chiang Mai er farið til Chiang Rai
og að „gullna þríhyrningnum“, auk þess sem við
heimsækjum frumstæða fjallaþjóðflokka. Norður-
Thailand er einkum þekkt fyrir listiðnað og frá-
bæra handverksmenn.
Að lokinni dvölinni í Norður-Thailandi er haldið
beint til Pattaya, en þar er dvalið á lúxushótelinu
Royal Cliff í 11 daga. Þaðan verður farið í fjölda
skoðunarferða, siglt út í kóraleyjar og legið í sól-
baði á einkaströnd hótelsins þess á milli. Fyrir þá
sem þess óska býður Pattaya upp á fjölbreytt
skemmtanalíf, fjölda matsölustaða auk fjölda af
hinum bráðnauðsynlegu klæðskerum, sem sjálfsagt
er að heimsækja.
Haldið verður heim 17. nóvember um Kaup-
mannahöfn til íslands.
Fararstjóri í þessari ævintýraferð Úrvals til Thai-
lands er eins og í fyrri ferðum Jóhannes Reykdal.
Sætafjöldi er takmarkaður til að tryggja góða þjón-
ustu við farþega okkar. Aðeins nokkur sæti laus.
MAMS
- fólk sem kann sitt fag!
FERÐASKRIFSTOFAN URVAL
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
IðSbK
fataskáparnir
^Aííí^eo,.
• Margar gerði? "
• Margir litir (hvítt, eik, fura)
9 Þýsk framleiðsla
Gæði og fagleg þekking!
AiFAÐORG V
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4 - SIMI 686755
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
eftir Jónu
Murgeirsdóttur
BAKÞANKAR
I spilavítmu
Vestur gaf og átti þarafleið-
andi fyrstu sögn. „Þér
hefði verið nær að vera kyrr
á Bermuda," sagði hún, „hér
er allt á hvínandi kúpunni
***^™*» og þar að auki
er ekkert ætl-
ast til að kona
ein geti bjargað
sér í þessu
þjóðfélagi, eitt
lauf.
Ég sat í
norður niður-
sokkin í spilin.
Þau lofuðu góðu, og sýndu
minnsta kosti fimmtán
punkta, eftir „standard am-
erican“ kerfinu. „Römm er sú
taug er rekka dregur, föður-
túna til,“ sagði ég, og „dobl.“
Austur, gamall og reyndur
briddsspilari lagði ekkert til
málanna nema einn tígul.
„Þú skalt ekkert taka
mark á þessu kreppukjaft-
æði,“ sagði suður geislandi
af sólarlandabrúnku og eðal-
steinum, „það er langbest að
búa á íslandi, einn spaði.“
Vestur ræskti sig og rýndi
í spilin. „Hvar heldurðu að
þetta endi. Dettur þér í hug
að þessi nýja stjórn breyti
einhverju? Eg held nú síður,
pass.“
„Svo virðist,” hélt ég áfram
í norðri með hugann allan
við spilamennskuna, „sem
okkur sem byggjum þetta
land hafi verið gefin stórkost-
leg spil en okkur sé um megn
að spila úr þeim, tvö hjörtu.“
„Væri ekki rétt að halda
sig við bridds,” sagði austur
sem nauðugur viljugur hafði
miskunnað sig yfir þrjár kerl-
ingar sem vantaði fjórða
mann. „Pass.“
„Það er nú staðreynd að
fólk hefur það hvergi betra
en hér“. Suður, sem á það til
að ýkja í sögnum, var í þann
veginn að gefa mér þýðingar-
mikla vísbendingu um spil
sín. „Erum við ekki best
menntuð, best hýst, best
klædd, svo ég tali nú ekki um
best greidd og máluð? Svo
eiga allir bíl og sumarbústað
eða minnsta kosti aðgang að.
Ég hlusta ekki á þennan grát-
kór, fjögur grönd.“
Ekkjan sem vermdi stól
vesturs var orðin brúnaþung
undir þessum lestri, en
hrökk við er hún heyrði sögn-
ina. „Hvað á þetta að þýða,
ertu að spyrja um ása?“
Ég leit á spilin. Það þarf
minnst þrjá ása til að vinna
hálfslemmu, nema makker
hafi eyðu og eftir öllum sólar-
merkjum að dæma var senni-
legt að hjá henni væru eyður
víða enn í spilunum. Fimm-
tán punktar, hjartaás inni-
falinn. Ég fór varlega. Sagði
eins og satt var að ég ætti
einn ás. Sögnin var semsagt
fimm tíglar.
Austur sagði pass og
horfði ringlaður á spilin í
hendi sér. „Sjö hjörtu," full-
yrti suður. „Fyrst maður er
að þessu á annað borð er eins
gott að gera það almenni-
lega.“ Ekkjan lyfti annarri
augabrúninni og sagði „dobl“.
Austur spilaði út spaðaási og
suður lagði spilin á borðið
með miklum tilþrifum.
Samningur upp á þrettán
slagi en ég átti fyrir níu.
Rúmlega þrjátiu af hundraði
fyrir neðan áætlun, doblað á
okurvöxtum. Suður brosti
sínu breiðasta og sagði:
„Þetta reddast."