Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 262. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti: Sameining þýsku ríkj- anna er ekki á dagskrá Ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn tóku sér stöðu við Berlínarmúrinn gegnt Brandenburgarhliðinu í gær til þess að vera við öllu búnir ef þar verður rofið skarð í múrinn, en orðrómur í þá veru var á kreiki í gær í Berlín. Var þar um að litast eins og í kvikmyndaveri. A-þýskir smáflokkar vilja minnka völd kommúnista með sljórnarskrárbreytingu Austur-Berlín, Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétforseti lýsti yfir því í ræðu í gær að sameining þýsku ríkjanna tveggja væri ekki á dagskránni. Frjálslynd- ir demókratar í Austur-Þýskalandi hyggjast leggja til á austur-þýska þinginu að fyrstu grein stjórnarskrár landsins, sem er um forystu- hlutverk kommúnistaflokksins, verði sleppt. Demókratar hafa, ásamt hinum smáflokkunum þremur, verið strengjabrúður kommúnistaflokks- ins á þinginu í íjörutíu ár. Þeir hafa átt í stjórnarmyndunarviðræð- um við nýkjörinn forsætisráðherra landsins, Hans Modrow, og krefjast fleiri ráðuneyta en þeirra tveggja sem þeim hafa staðið til boða. Aust- ur-þýska fréttastofan ADN skýrði frá því að demókratar vildu að þing- ið ræddi tillöguna um stjórnarskrár- Sovétríkin; Perestrojku gefinn eins árs frestur Moskvu. lieuter. EINN nánasti aðstoðarmaður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét- forseta sagði í gær að um- bótaáætlun hans yrði að skila árangri innan árs, annars kæmi hún að engum notum. Sovéskir kolanámamenn í borginni Vorkuta í Norður- Síberíu hyggjast ekki hlíta úrskurði hæstaréttar landsins og binda endi á verkfall sem staðið hefúr frá 26. október. Yfirvöld óttast nú mjög að aftur brjótist út víðtæk verk- fóll. Talsmenn námamannanna, sem eru 26.000, héldu frétta- mannafund í Moskvu í gær og sögðu að stjórnvöld hefðu svikið loforð sem gefin voru í sumar er kolavinnsla stöðvaðist um mestallt landið vegna verkfalla. Leoníd Abalkín aðstoðarfor- sætisráðherra sagði aðspurður á fréttamannafundi að verkfallið í Vorkuta ylli Sovétstjórinni mun meiri áhyggjum en astand mála í Austur-Berlín. Á ráð- stefnu hagfræðinga í Moskvu sagði hann að efnahagur lands- ins væri kominn á brún hengi- flugsins; umbótastefnan yrði að sýna árangur innan árs, annars yrði hún til einskis. Allt stjórnmálaráð kommúni- staflokks Litháens hefur verið kallað tii fundar með stjórn- málaráði sovéska kommúnista- flokksins í Moskvu í dag. Þetta hefur ekki gerst áður í sögu lit- háenska flokksins og er líklegt að ræddar verði hugmyndir Lit- háanna um að slíta flokksleg tengsl við sovéska móðurflokk- inn á sérstakri ráðstefnu í næsta mánuði. breytinguna á morgun. Þeir vilja einnig að þingið skipi sérstaka nefnd til að undirbúa þjóðarat- kvæðagreiðslu um breytingar á kosningalöggjöfinni til að hægt verði að efna til kosninga á næsta ári. Mikhaíl Gorbatsjov hrósaði í fyrrakvöld umbótum í Austur- Þýskalandi og sagði opnun landa- mæranna til vesturs þátt í umbóta- hreyfingu í Austur-Evrópu. í ræðu sem hann flutti í Moskvu í gær sagði hann að tilvist tveggja þýskra ríkja væri bein afleiðing seinni heimsstyijaidarinnar. „Þessi stað- reynd er viðurkennd og ætti áfram að vera grundvallarforsenda. Spurningin um sameiningu þessara tveggja ríkja er alls ekki á dag- skrá. Tal um sameiningu myndi merkja afskipti af málefnum Vest- ur-Þýskalands og Þýska alþýðulýð- veldisins". Reuter Walesa biður um Marshall- aðstoð fyrir Austur-Evrópu Washington. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verka- lýðsfélaganna í Póll- andi, ávarpaði sameig- inlegan fúnd beggja deilda Bandaríkjaþings í gær og hvatti þá til þess að efnt yrði til nýrrar Marshall-aðstoð- ar, nú fyrir ríki Austur- Evrópu. Það væri besta leiðin til að festa lýð- ræðislegar umbætur í Póllandi og öðrum Aust- antjaldsríkjum í sessi. í þingræðunni vísaði Walesa til 11 milljarða dollara íjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Evrópuríki eftir stríð er kennd var við Georg Marshall, þáverandi ut- anríkisráðherra landsins. Hann minntist þess að Jósef Stalín, einræðis- herra í Sovétríkjunum, hefði bannað Pólveijum að þiggja Marshall-aðstoð er þeir reyndu að reisa land sitt úr rústum stríðsins. „Hin stórtæka bandaríska aðstoð tryggði fijálsræði og frið í ríkjum Vestur-Evrópu. Og einmitt nú hefur Austúr-Evrópa þörf fyrir aðstoð af þessu tagi, fjárfestingu í í Póllandi eftir íjögurra áratuga stjórnarfar kommúnista. Þjóðin yrði þó að sýna þolinmæði og færa fórn- ir. Þörfnuðust Pólveijar aðstoðar Vesturlanda við að koma á fijálsum markaðsbúskap. Hann sagði efna- hagsvanda Pólveija ekki einangrað vandamál. „Öll Austantjaldsríkin eru gjaldþrota. Hvar sem það hefur ver- ið reynt hefur hagkerfi kommúnism- ans engum árangri skilað.“ Walesa er annar óbreytti útlend- ingurinn sem ávarpar sameiginlegan fund beggja deilda Bandaríkjaþings frá því Lafayette markgreifi frá Frakklandi gerði það fyrstur manna árið 1824. Þegar hann gekk í þing- salinn risu þingmenn úr sætum kvað við dyndjandi lófatak þingmanna sem linnti ekki fyrr en eftir ijórar mínútur. Var Walesa greinilega snortinn af móttökunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld 738 milljóna dollara efnahagsaðstoð við Ungveija og Pólveija, eða 300 milljónum doll- ara hærri upphæð en George Bush forseti hafði farið fram á. Reuter Lech Walesa flytur ávarp sitt á sögulegum fundi í Bandaríkjaþingi í gær. Að baki honum standa (f.v.) Dan Quayle, varafor- seti Bandaríkjanna, og Thomas Foley, for- seti ftdltrúadeildarinnar. frelsi, lýðræði og friði, fjárfestingu í þágu framtíðarinnar," sagði Wal- esa. Walesa sagðist vona að „gagnger umskipti" ættu eftir að eiga sér stað Stærstu bankar Dan- merkur sameinast Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Tveir stærstu bankar í Danmörku, Handelsbanken og Den Danske Bank, munu sameinast 1. janúar nk. Nýi bankinn verður stærsta (jármálastofnun landsins og í 30. sæti í Evrópu. Alls starfa um 12.000 manns lijá bönkunum báðum og útibú eru um 500. Nafnið á nýja bankanum verður Den Danske Bank en hann mun nota merki Handelsbanken. Eigið fé verður 19 milljarðar danskra króna (um 165 milljarðar ísl.kr.J. Gera forráðamenn sér vonir um að geta fækkað mannafla um 10% án þess að þurfa að grípa til verulegra uppsagna, þ.e. eðlileg fækkun í starfsliðinu verður látin duga. Sam- ið verður sérstaklega við stéttarfé- lög um þær uppsagnir sem ekki verður komist hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.