Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sparnaður — hluta- bréf — eigið fé fyrir tækja Island er eina OECD-ríkið sem ekki býr að hagvexti í ár. Staðan í atvinnu- og efna- hagsbúskap þjóðarinnar er bág- borin. Lægra hlutfall íslendinga á vinnualdri hefur verk að vinna en dæmi eru um í tvo áratugi. Atvinnutekjur heimila og ein- staklinga hafa dregizt saman. Kaupmáttur hefur rýrnað, jafn- vel umfram rýrnun þjóðartekna. Viðvarandi hallarekstur fyr- irtækja hefur etið upp eigið fé þéirra, aukið á skuldir þeirra og hækkað fjármagnskostnað þeirra. Allt of lítið eigið fé í atvinnurekstri er höfuðorsök hins háa fjármagnskostnaðar hjá fyrirtækjunum. Mikill halla- rekstur ríkisins, samfara vax- andi ásókn þess bæði á erlendan og innlendan lánsfjármarkað, ýtir undir en dregur ekki úr háu vaxtastigi hér á landi. Sama má segja um verðlagsþróunina. í stað 13-14% verðlagshækkana í ár er nú spáð 23% verðbólgu. 26% virðisaukaskattur segir að sjálfsögðu til sín í verðþróun vöru og þjónustu á komandi ári. Ríkisútgjöld ársins stefna í 29% af vergri landsframleiðslu, sem er nýtt útgjaldamet, og við- skiptahallinn við umheiminn verður trúlega um 9 milljarðar eða um 3% af landsframleiðslu. Erlendar langtímaskuldir stefna í 53% af landsframleiðslu í árs- lok 1990 og greiðslubyrði þeirra í 20% af áætluðum útflutnings- tekjum. Afleiðingar hérlendrar efna- hagsþróunar hafa ekki látið á Sér standa. Hrina gjaldþrota hefur riðið yfir þjóðarbúskapinn með tilheyrandi afleiðingum. Atvinnutryggingarsjóður, Hlutafjársjóður, Byggðastofnun og pólitískar millifærzlur og miðstýring margs konar hafa ekki megnað að stöðva þessa þróun. Þvert á móti. Pólitísk afskipti af atvinnulífinu, af því tagi sem núverandi ríkisstjórn hefur gripið til, hafa fremur verið hemill en hvati að endur- hæfingu og aðlögun þess að þeirri fijálsræðisþróun sem átt hefur sér stað og fyrirsjáanleg er í V-Evrópu. Mikilvægt er að þróa atvinnu- og efnahagslíf okkar að þessari framvindu og búa fyrirtækjum og atvinnugreinum viðunandi rekstrarskilyrði, svo þau verði samkeppnisfær út á við. Vegvís- ar að því marki eru ýmsir, m.a. á sviði skatta- og gengismála. Einn mikilvægasti þátturinn er máske sá að efla innlendan sparnað, ekki sízt peninga- sparnað, og laða hann til þátt- töku í atvinnulífinu, m.a. með kaupum á hlutabréfum, og styrkja á þann veg eiginfjár- stöðu íslenzkra fyrirtækja. Friðrik Sophusson (S-Rv) mælti síðastliðinn þriðjudag fyr- ir tveimur frumvörpum, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild Alþingis standa að og þjóna þessum tilgangi. Ann- að frumvarpið kveður á um það, að heimild einstaklinga til frádráttar frá tekjum vegna hlutabréfakaupa verði stórauk- in og frádrátturinn færanlegur milli skattára. Hitt frumvarpið felur í sér tvöföldun á skatt- frelsismörkum arðs af hluta- bréfum — sem og skattfrelsi söluhagnaðar af slíkum bréfum eftir þriggja ára eignarhalds- tíma. Tilgangurinn er í stuttu máli sá að tryggja betur en nú er gert réttlátan arð af þessari æskilegu sparnaðarleið, stuðla að hliðstæðum hlutabréfavið- skiptum hér og annars staðar og styrkja eiginfjárstöðu íslenzkra fyrirtækja. Hlutafé er skuld fyrirtækis við eigendur sína. Þessvegna er nauðsynlegt að þeir njóti eðlilegrar ávöxtunar af þessum sparnaði sem öðrum. Hlutabréf þurfa að verða áhugaverð sem almennur fjárfestingarkostur. Og það eru þau víðast hvar í þróuðum ríkjum. Friðrik Soph- usson sagði m.a. í framsögu sinni: „Markmiðið með auknum hlutabréfaviðskiptum er í fyrsta lagi að auka eiginfjármyndun fyrirtækja og láta eigið fé koma í stað lánsfjár.I öðru lagi er það mikilvægt tæki til þess að dreifa efnahagslegu valdi í hendur sem flestra. í þriðja lagi yrðu hlut- hafar fleiri og slíkt skapar al- mennari og betri skilning á at- vinnurekstri. I fjórða lagi yrði gengisskráning á markaðsverði bréfanna mikið aðhald fyrir stjórnendur. I fimmta lagi yrðu hlutabréf nýr sparnaðarkostur, ykju heildarsparnað. Sums stað- ar er talið að hlutabréf séu fjórð- ungur af heildarsparnaði. í sjötta lagi er virkur hlutabréfa- markaður ein af forsendum einkavæðingar. í sjöunda lagi myndu fijáls hlutabréfaviðskipti ýta undir sameiningu fyrir- tækja, stækka rekstrareiningar og gera þær samkeppnishæf- ari.“ Það er ekki yerið að leggja Fæðingarheimilið niður Frávísunarkröfiir Hafskipsmáls í Hæstarétti: Yeijendur harðorð- ir um meint mistök í fiaunrannsókninni MUNNLEGUM málflutningi um frávísunarkröfur verjenda fímm sak- borninga í Hafskipsmálinulauk í gær og var málið dómtekið. Þrír veijendanna, Jón Magnússon, Jónas A. Aðalsteinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, byggja kröfur sínar á gallaðri frumrannsókn og van- hæf! fyrrum rannsóknarlögreglustjóra. Tveir veijendur, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Skúli Pálsson, byggja aðeins á gallaðri rannsókn. Jónas Aðalsteinsson hrl, veijandi Páls Braga Kristjónssonar, sagði í ræðu sinni að hann hefði taíið frum- rannsóknina nægilega vandaða til að ákvörðun um að ákæra ekki yrði tekin. Hins vegar hefði útgáfa ákærunnar og efni hennar komið á óvart. Hann sagði að það slys hefði orðið í upphafí rannsóknarinnar að grunsemdatilkynning skiptaráð- enda hefði verið tekin sem fullkom- in rannsókn að hætti opinberra mála. Rannsóknin hefði strax farið í þann farveg sem málið hefði ekki komist úr til þessa. Ekki hefði ver- ið hvikað upphaflegri braut sama hvaða upplýsingar hefðu verið boðnar fram. Rannsóknarmenn hefðu haft oftrú á grunsemda- skýrslunni og ekki kynnt sér rann- sóknarefnið sem skyldi. Hefði það hins vegar verið gert hefði komið í ljós önnur mynd af málinu en þau brotabrot af heildarmynd sem fyrir lægi. Hann sagði að veigamiklir kaflar ákærunnar snerust um áætl- anir sem ekki hefðu staðist og sagði að embætti ríkissaksóknara þyrfti ekki að kvíða verkefnaskorti ef stefnan væri sú að ákæra stjórnend- ur í atvinnulífinu vegna áætlana sem brygðust. Skúli Pálsson hrl, veijandi Þórðar H. Hilmarssonar, sagði meðal ann- ars að rannsóknin bæri vott um skilningsleysi rannsóknarmanna á eðli þess rekstrar sem Hafskip hefði staðið í. Yfirborð hlutanna hefði verið gárað en enginn áhugi sýndur á því hvað á bak við byggi. Þá sagði hann niðurstöðu sakadóms um frá- vísunarkröfurnar óskiljanlega væri tekið mið af forsendum dómsins. Ekki eigi að taka mál til efnismeð- ferðar nema frumrannsókn og ákæra gefi svo glögga mynd af máli að ekkert skorti þar á. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, veq'andi Helga Magnússonar, sagð- ist telja að hefði viðhlítandi frum- rannsókn farið farm hefðu þeir kaflar ákærunnar sem varða efna- hag Hafskips aldrei litið ljós en þeir væru undirstaða allrar ákær- unnar. Hann sagði að í raun hefði endurskoðendurnir sem sérstakur saksóknari hefði fengið til að kanna efnahag Hafskips aðeins gefið álit á skýrslu sem kollega þeirra vann að beiðni skiptaréttar. Þrátt fyrir að niðurstöður þeirra væru fullar af hvers kyns fyrirvörum og var- nöglum hefðu niðurstöðutölurnar verið teknar hráar upp og ákæran byggð á þeim. Lögmaðurinn kvaðst draga í efa að endurskoðendurnir hefðu vitað að niðurstöður þeirra yrðu notaðar á þennan veg. Þá sagði Jón Steinar Gunnlaugsson að brengluð mynd rannsóknarinnar af veruleikanum stafaði meðal annars af því að þau atriði sem leitt hefðu getað til sýknu hefðu ekki verið rannsökuð eins og skylt væri sam- kvæmt lögum. Hann sagði að í þessu fælist afturhvarf til ákæru- réttarfars. Kæmi málið til efnismeð- ferðar eins og það væri úr garði gert þyrftu vanreifuðum ákærum og krefjast sýknu en þess ætti ekki að þurfa því í íslensku réttarfari ættu menn rétt á að vera lausir undan handahófskenndum ákær- um. Þá sagði lögmaðurinn að rann- sóknin hefði að stærstum hluta ver- ið unnin undir stjórn manns sem úrskurðaður hefði verið vanhæfur til að fara með ákæruvald í málinu. Sömu reglur giltu um rannsóknar- lögreglustjóra og þar væri um form- reglur að ræða sem ekki væri hægt að komast framhjá með því að meta rannsóknina til að sjá hvort vanhæfi hefði haft áhrif á rann- soknina eins og sérstakur saksókn- ari héldi fram. Loks sagði Jón Stein- ar Gunnlaugsson að eins og málið væri komið fyrir dómstóla væri það prófsteinn á íslenskt dómskerfi. Sjónarmið eins og þau, að taka yrði málið til efnismeðferðar þrátt fyrir galla þar sem frávísun gæfi til kynna að kerfið réði ekki við svo veigamikil mál, væru óhæfa. Aður en málið var tekið í dóm svaraði Páll Arnór Pálsson hrl, full- trúi sérstaks saksóknara ræðum veijendanna og gagnrýni þeirra. Meðalk annars sagði hann að alltaf hefði verið ljóst að vegna þess hve málið væri umfangsmikið kallaði það á viðamikla og tímafreka dóms- meðferð þar sem ýmis atriði yrðu könnuð og skýrð frekar. Sjonarmið um að hlutleysi dóms væri stefnt í hættu ættu ekki við enda væri dómsrannsóknin fyrir opnum tjöld- um og þar ættu ákærðu og tals- menn þeirra aðild og hefðu áhrif. eftir Katrínu Fjeldsted Malefni Fæðingarheimilis Reykjavíkur hafa verið á döfinni að undanförnu, ekki síst eftir að borg- arráð samþykkti þann 7. nóvember síðastliðinn að helja samningavið- ræður við 11 lækna í einkarekstri um að leigja þeim 1. og 2. hæð hússins. Mér þykir rétt sem borgar- ráðsmanni að gera grein fyrir af- stöðu minni og á hveiju ég byggi hana. Húsnæði og aðbúnaður á Fæðingarheimilinu Fæðingarheimilið hefur verið í núverandi húsnæði með aðstöðu fyrir fæðandi konur og rúm fyrir 10 sængurkonur á 3. hæð hússins síðan 1986, en var áður með 15 rúm á 2. hæð. Astæða fyrir fækkun rúma þá úr 15 í 10 kom til vegna óska starfsfólks. Þá hafði um nokkurt árabil dregið mjög úr aðsókn kvenna að heimilinu. A sama tíma voru uppi raddir um það meðal almenn- ings að öryggi fæðandi kvenna og barna þeirra væri þar ekki nægi- legt, þar sem á skorti í mannafla, sérstaklega sérfræðiaðstoð, og tækjabúnaði. Því leituðu konur á þeim tíma í æ ríkara mæli á Fæðing- ardeild Landspítalans. Vegna lélegr- ar nýtingar voru uppi kröfur um það frá ýmsum aðilum að leggja skyldi Fæðingarheimilið niður því að taprekstur var verulegur. Ákvörðun um slíkt kom þó ekki til greina af hálfu borgaryfirvalda. Hvað sem hæft var í þessu hefur orðið mikil breyting á starfi Fæðing- arheimilisins hvað þessi atriði varð- ar. Samstarfi hefur verið komið á við Landspítalann og tæki fengin. Tagrekstur er þó enn. Á Fæðingarheimilinu fæddust um 12% reykvískra barna árið 1988 eða rúmlega 300, þrátt fyrir að lokað hafi verið vegna sumarleyfa í 6 vik- ur. Sú lokun jók á álagið á Fæðing- ardeild Landspítalans sem hönnuð vartil að sinna 1.700-2.500 fæðing- um á ári en hefur oft þurft að taka á móti meiri fjölda. Fækkun barnsfæðinga Fækkun barnsfæðinga hefur ver- ið áhyggjuefni stjórnvalda um ára- bil, þótt aðeins hafi rofað til að undanförnu. Æ fámennari árgangar kvenna á barnseignaraldri eru stað- reynd, sem horfast verður í augu við. Þótt stjórnvöld reyni nú að hvetja til barneigna, til dæmis með því að lengja fæðingarorlof í áföng- um, er það reynsla flestra annarra þjóða, að aðgerðir stjórnvalda hafa lítil áhrif á fijósemi þegnanna. Fólk ákveður slíkt nefnilega sjálft. Germaine Greer, ástralski rithöf- undurinn, lýsir þessu afar vel í bók sinni „Sex and Destiny", sem út kom árið 1984. Meðallegudagafj öldi Eitt vekur athygli, þegar borin er saman starfsemi þeirra tveggja stofnana í Reykjavík, þar sem konur fæða. Meðallegudagafjöldi á Fæð- ingardeild Landspítalans mun vera um 5 dagar, þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða, en á Fæðing- arheimilinu 7-8 dagar. Ljóst er, að með því að fækka legudögum á Fæðingarheimilinu má taka á móti fleiri fæðandi konum þar en nú er gert. Vegna lítillar aðsóknar um Katrín Fjeldsted „Mér sýnist að leiga á 1. og 2. hæð hússins góða við Þorfinnsgötu hrófli ekkert við núver- andi starfsemi Fæðing- arheimilisins og sé skynsamleg ráðstöfun ábyrgra borgaryfir- valda á húsi í eigu Reykvíkinga.“ árabil og daggjaldakerfis var til- hneiging í þá átt að hafa legudaga fleiri fremur en færri, en einnig til að tryggja velferð kvennanna. Sumar þurfa lengri sængurlegu Auðvitað þurfa margar konur á því að halda vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir eða vegna veikinda að vera lengur á fæðingarstofnun en almennt gerist. Hins vegar ber á það að líta, að í vaxandi mæli vilja konur, sem fætt hafa eðlilega og eignast heilbrigð börn, komast sem fyrst af stofnun og heim tii sinnar fjölskyldu og í sitt eigið umhverfi. Einnig heyrast þær raddir, að æski- legt sé að konan komi sem fyrst heim með nýfætt barn sitt til þess að stuðla að tengslamyndun þess við aðra í fjölskyldunni. Ýmsar kon- ur vildu meira að segja helst fá að fæða heima, en það hefur lítt staðið konum til boða hér. Sýkingarhætta er talin vera mun meiri bæði fyrir móður og barn inni á stórri stofnun en í heimahúsum vegna illvígra sýkla sem þar geta leynst. Reyndar mun þetta síðastnefnda ekki vera vandamál á fæðingarstofnunum hér á landi svo neinu nemi. Onnur lönd Um hinn vestræna heim er það að verða óþekkt að meðallegudaga- fjöldi á fæðingarstofnun sé 7-8 dag- ar. Sums staðar eru 48 klukku- stundir valkostur, sem konum stendur til boða, t.d. í Bretlandi, og vitjar þá Ijósmóðir þeirra heim dag- lega fyrst á eftir. Á spítala í Svíþjóð er í gangi tilraun þar sem konur fá að fara heim samdægurs. Ekki veit ég til þess að heilsu mæðra pg barna sé með því stefnt í hættu. í Banda- ríkjunum er það dýrt tryggingakerfi sem veldur því að konur velja frem- ur að fara heim en að eyða offjár í umframdaga á spítala. Þótt aðstæður geti verið mismun- andi milli landa er þó ljóst að víðast hvar í kringum okkur hefur legu- dögum sængurkvenna fækkað veru- lega og að faglegar ástæður eiga mestan þátt í því. Samþykkt borgarráðs 7. nóvember Með samþykkt sinni á dögunum var borgarráð alls ekki að hrófla við rekstri Fæðingarheimilisins, eins og hann hefur verið frá 1986. Starf- semi þess hefur ekki farið fram á 1. og 2. hæð hússins heldur hefur þar verið starfrækt skurðstofa á vegum Borgarspítalans, þar sem gerðar hafa verið minni háttar skurðaðgerðir. Þó má segja að út- leiga á 1. og 2. hæð geti dregið úr stækkunarmöguleikum fyrir núver- andi starfsemi heimilisins. Ekki er hægt að spá fyrir um það hver að- sókn geti orðið á næstu árum en tvennt er það sem aukið gæti rými fyrir fæðandi konur á Fæðingar- heimilinu. Annað er fækkun legu- daga niður í það sem eðlilegt er talið annars staðar, en hitt að nýta 4. hæð hússins fyrir Fæðingar- heimilið, svo að meira rými sé fyrir sængurkonur og fæðandi konur á 3. hæðinni. Á ég þar við að ýmis aðstaða fyrir starfsfólk flytjist á fjórðu hæðina, ritarar og skjalasafn verði þar, svo og setustofa, fundar- herbergi og aðstaða fyrir feður. Fjórðu hæðina mætti alla innrétta til að mæta þörfum heimilisins fyrir aukið rými. Niðurstaða Mér sýnist að leiga á 1. og 2. hæð hússins góða við Þorfiiinsgötu hrófli ekkert við núverandi starfsemi Fæð- ingarheimilisins og sé skynsamleg ráðstöfun ábyrgra borgaryfirvalda á húsi í eigu Reykvíkinga. Fæðing- arheimilið á allt gott skilið og von- andi ber það gæfu til að eiga um ókomna framtíð völ á úrvals starfs- mönnum eins og hingað til. Sam- starfi við Landspítalann ber að fagna. Ég er sannfærð um að full þörf sé og verði fyrir Fæðingar- heimilið og það bjóði upp á prýðileg- an valkost fyrir verðandi mæður og börn þeirra. Þau eiga það skilið. Höfundur er læknir og borgnrráðsmaður. Tuttugii og sex hafa far- ist í umferðinni á þessu ári NÚ ÞEGAR nóvember er hálfnaður og svartasta skammdegið er framundan hafa tuttugu og sex manns látið lífið í umferðinni hér á landi. Á síðasta ári fórust 29 í umferðinni, en mörg ár þar á undan voru banaslys í umferðinni að meðaltali 24 á ári. Af þeim 26, sem látist hafa i ár, hafa tveir beðið bana í umferðinni í Reykjavík, sem er óvenju lág tala. I fjölmennum nágrannabæjum Reykjavíkur, þ.e. Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, hefur einn látist. Utan höfuð- borgarsvæðisins hafa hins vegar 23 látist, en til samanburðar má nefna að allt árið í fyrra létust 16 í dreifbýlinu. Það virðist því sem banaslysum í þéttbýli fari fækkandi, en þeim fjölgi hins vegar á lands- byggðinni. Þá vekur sérstaka athygli, að það sem af er árinu hefur enginn gangandi vegfarandi látið lífið. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau banaslys, sem orðið hafa á árinu. Kona lést og sjö slösuðust Fyrsta banaslys þessa árs varð um hálffjögurleytið á nýársdag. Þá varð árekstur þriggja bifreiða á Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Ein bifreiðanna var á ieið til Reykjavík- ur, en hinar tvær komu úr gagn- stæðri átt. Hált var og krapi á veg- inum. Við áreksturinn lést 78 ára gömul kona og sjö voru fluttir á slysadeild. Hjón létust Hjón á sjötugsaldri létust þegar bifreið þeirra fór út af veginum í Hvalfirði þann 15. janúar. Slysið var rakið til mikillar hálku og rann bifreið hjónanna út af veginum undir Fossárhlíð og steyptist 30-40 metra niður í fjöru. Tvær systur létust . Tvær systur, 23 og 26 ára, lét- ust af völdum áverka sem þær hlutu í umferðarslysi þann 15. apríl. Syst- urnar voru farþegar í bifreið, sem valt í Norðurárdal í Borgarfirði. Banaslys á Bláfjallavegi Tólf ára gamall drengur lést þeg- ar jeppi valt á Bláfjallavegi þann 1. maí. Jeppanum var ekið upp á snjóruðninga við veginn, þegar önn- ur bifreið kom á móti. Jeppinn valt, fyrst til vinstri á hina bifreiðina og síðan til baka og hafnaði á hægri hlið. Drengurinn, sem var farþegi í framsæti, varð undir jeppanum þegar hann valt og lést hann sam- stundis. Aftanákeyrsla í Kópavogi Rúmlega tvítugur maður Iést þegar mótorhjól, sem hann ók, skall aftan á kyrrstæðri bifreið á mótum Kringlumýrarbrautar og Hafnar- fjarðarvegar þann 4. maí. Líkleg skýring á slysinu var talin sú, að sólin, sem var lágt á lofti, hefði blindað manninn. Banaslys við Stapa 27 ára maður lést þann 10. maí þegar bifreið, sem hann ók, fór út af Reykjanesbraut við Stapa og valt. Farþegi í bílnum slasaðist mik- ið og var í fyrstu talinn í lífshættu. Lést eftir árekstur Fyrra banaslysið á árinu í Reykjavík varð aðfaranótt 27. maí. Átján ára stúlka lést af völdum áverka sem hún hlaut í árekstri tveggja bifreiða á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Auk stúlkunnar slösuðust þrír aðr- ir, þar af einn alvarlega. Dráttarvélarslys Bóndi í Mývatnssveit lést þann 10. júní þegar hann varð undir dráttarvél. Talið var að bóndinn, sem var 75 ára, hafi verið að opna hlið á veginum þegar vélin rann yfir hann. Hann lést samstundis. Bifhjólaslys Annað banaslys varð þann 10. júní, þegar 22 ára maður lést í bif- hjólaslysi vestan við Rangá við Hellu. Bifhjólið, sem maðurinn ók, fór út af veginum og var maðurinn látinn þegar læknir kom að. 19 ára stúlka lést 19 ára stúlka lést þann 15. júní eftir harðan árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á mótum Lauga- vegar og Vitastígs í Reykjavík. Stúlkan var ökumaður fólksbifreið- arinnar, en 16 ára vinkona hennar, farþegi í framsæti, slasaðist mikið. Stórslys á hálendinu Mannskæðasta umferðarslys á árinu varð sunnudagskvöldið 9. júlí þegar kona og þrjár telpur létust er bifreið, sem þær voru í, hvolfdi í Bergvatnskvísl, austur af Hofs- jökli. Konan var 26 ára gömul, dótt- ir hennar 5 ára gömul og hinar telpurnar tvær voru systur, 6 og 8 ára gamlar. Þær voru í jeppaferð ásamt nánustu fjölskyldu sinni. Mikið vatnsveður hafði verið á há- lendinu og leysingar og Berg- vatnskvísl því vatnsmikil. Eins árs barn lést Hörmulegt slys varð á Egilsstöð- um þann 1. ágúst, þegar ekið var yfir 15 mánaða gamla telpu. Slysið varð þegar bifreið var bakkað út úr innkeyrsiu við hús. Piltur lést og 6 slösuðust Sautján ára piltur lést og sex slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar tvær bifreiðar skullu saman á blindhæð í Langadal, á móts við bæinn Ártún, þann 4. ágúst. Engin hemlaför voru á veginum og virðast ökumenn því ekki hafa komið auga hvor á annan. Lögreglan taldi að önnur bifreiðin hefði verið á röngum vegarhelmingi. Ung kona lést Ung kona, 33 ára, lést þegar bifreið sem hún ók fór út af Hafna- vegi á Reykjanesi þann 11. septem- ber. Þegar bíllinn fór út af veginum valt hann tvær veltur. Konan Iést á sjúkrahúsi nóttina eftir slysið. Kona lést í bílveltu Kona á fertugsaldri beið bana þann 10. október þegar jeppi, sem hún ók, valt á veginum milli Mý- vatns og Húsavíkur. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð. Ung dóttir konunnar, sem var með henni í bílnum, slapp lítið meidd. Karl og kona létust 63 ára karl og 47 ára kona biðu bana aðfaranótt 16. október þegar bíll þeirra rann út af veginum og valt út í Ljósavatn í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hálka var og snjómugga þegar slysið varð. 18 ára stúlka beið bana Átján ára stúlka beið bana laug- ardaginn 21. október, þegar bifreið sem hún ók lenti út af veginum í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Talið er að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum, sem rann til á veginum, lenti á vegaskilti og fór tvær til þijár veltur utan vegar. Tveir far- þegar, sem voru í bílnum, sluppu með minniháttar meiðsli. Ungur maður lést Rúmlega þrítugur maður lést þann 31. október, þegar bifreið sem hann ók fór út af Olafsfjarðarvegi skammt utan við Dalvík. Aflíðandi beygja er á veginum þar sem slysið varð og er talið að þar hafi ökumað- ur misst vald á bifreiðinni. Bílvelta við Patreksíjörð Ungur maður, 21 árs, lést þegar bifreið valt við Patreksfjörð þann 7. nóvember. Tveir menn á líkum aldri voru einnig í bílnum og slösuð- ust þeir nokkuð. Vegurinn var auð- ur og hálkulaus. Jeppi valt út í sjó Maður um fertugt lést þegar jeppabifreið hans fór út af veginum á Arnarnesi við Skutulsfjörð að morgni 12. nóvember. Mikil hálka var á veginum og missti maðurinn stjórn á jeppanum, með þeim afleið- ingum að bifreiðin fór út af veginum og valt út í sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.