Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989 Aldarminning: Guðlaug Sigurðar- dóttír, Seljalandsseli Athygli mín var fyrir skömmu vakin á því að nú í dag, 16. nóvem- ber, eru 100 ár liðin frá fæðingu frænku minnar, Guðlaugar Sigurð- ardóttur í Seljalandsseli undir Eyjaijöllum og minningar liðinna daga vöknuðu hjá mér til lífs ein af annarri. Faðir minn leit á Laugu frænku líkt og systur og það var alltaf hátíð í húsi þegar hún kvaddi dyra með léttan hlátur, spaug á vörum og æskusögur frá Varmahlíð og Steinum undir Eyja- fjöllum. Guðlaug fæddist í Varmahlíð árið 1889, dóttir ömmubróður míns, Sigurðar Tómassonar, og Halldóru Pálsdóttur frá Hellnahóli. Þá hafði ætt Sigurðar búið full 100 ár í Varmahlíð. Ættfaðirinn Jón Vigfússon lögréttumaður var einn þeirra sem „komu austan úr eldi“ 1783 og mágur hans, sr. Páll Sig- urðsson í Holti, veitti honum ábúð á kirkjujörðinni Varmahlíð. Móðir Sigurðar í Varmahlíð var Sigríður dóttir Einars Högnasonar stúdents í Ytri-Skógum og Ragnhildar Sig- urðardóttur frá Stóru-Heiði í Mýr- dal, en afi hennar var eldpresturinn sr. Jón Steingrímsson. Þessum fróðleik tók maður á móti þegar frændfólkið hittist. Halldóra móðir Guðlaugar var dóttir Páls Ólafssonar, bróður Eiríks á Brúnum. Ætt hans var rakin til Önnu og Hjalta á Stóru- Borg og Crumbecks hins skoska sem bjó á Lambafelli undir Eyja- fjöllum laust fyrir 1600 og kenndi Eyfellingum að nota jurtir til lækn- <s inga og litunar framar en áður hafði verið. Móðir Halldóru var Sigríður Jónsdóttir, Bi-ynjólfssonar prests í Meðallandsþingum (d. 1863). Kona Jóns var Evlalía Er- lendsdóttir, skáldkona Meðallend- inga. Leiðir Sigurðar í Varmahlíð og Halldóru lágu skamma stund sam- an. Sigurður giftist 1892 Þóru Torfadóttur, ekkju Einars bróður síns, og var sonur þeirra sóma- bóndinn víðkunni Einar í Varmahlíð. Halldóra fluttist að Steinum til Símonar Símonarsonar og Guðrúnar Ólafsdóttur föður- systur sinnar. Þar ólst Guðlaug upp í fjölbýli við góðan bæjarbrag. Börn Halldóru og Valda Jónssonar í Steinum voru Kristín húsfreyja í Vestmannaeyjum og Páll verkstjóri í Hafnarfirði. Stutt er gatan milli Varmahlíðar og Steina og þar undi Guðlaug löngum í leikjum og söngvum með frændsystkinum sínum Önnu, Sigríði og Torfa, börnum Þóru af fyrra hjónabandi, Einari bróður sínum og Tómasi föður mínum, sem kom kornabarn í fóstur að Varmahlíð 1886. Mörg skemmtileg rninni frá þeim árum voru löngum rifjuð upp er fundum föður míns og Guðlaugar bar saman. Árið 1912 kom ungur Mýrdæl- ingur í vinnumennsku til Magnúsar Tómassonar og Elínar Bárðardótt- ur í Steinum, Helgi Jónasson frá Skammadal, f. 27. apríl 1894. Hjá þeim var atkvæðaheimili, mann- kvæmt, gestrisið og með mikilli starfsönn og reglu, góður skóli ungum mönnum og vöskum. Helgi var sonur Jónasar Þorsteinssonar í Skammadal og konu hans, Ólafar Einarsdóttur frá Steig, Runólfs- sonar skálds í Skagnesi, af ætt sr. Högna prestaföður. Jónas dó 1904. Helgi fór þá í fóstur til Sigurðar Sigurðssonar í Skammadal og konu hans, Guðbjargar Lafrans- dóttur. Ólöf giftist aftur 1913 Guðmundi Bjarnasyni í Kerling- ardal. Eftir hana liggur góð ljóða- bók og margur minnist hennar enn fyrir starf hennar í Hvítasunnu- söfnuðinum. Helgi var næstu ár vinnumaður í Steinum en fór_á vetrarvertíð til Vestmannaeyja. í Steinum tengd- ust þau Helgi og Guðlaug þeim tryggðaböndum sem entust um áratugi. Þau giftust 16. júlí 1915. Magnús og Elín héldu brúðkaupið. Var boðið til Ijölmenni og brúð- guminn spilaði fyrir dansi langt fram eftir nóttu. Næsta ár, 1916—17, dvöldu þau Guðlaug og Helgi hjá Ólöfu og Guðmundi í Kerlingardal. Árið 1917 lá leiðin aftur undir Eyjafjöll, fyrst í hús- mennsku til Jónasar Sigurðssonar í Hlíð en 1919 var jörðin Beija- neskot undir Eyjafjöllum tekin til ábúðar í eitt ár. Árið 1920 fluttu þau hjón að Helgusöndum undir Vestur-Eyjafjöllum og áttu þar 15 ára dvöl. Leigumáli þar eftir 7 jarð- arhundruð að fornu mati var 5 ijórðungar af smjöri, 2 ær loðnar og lembdar og tveir gemsar, í sam- ræmi við leiguliðakjör á þeim tíma. Húsakynni voru bágborin. Á bað- stofunni var lélegt þakjám, á fram- bænum aðeins raftur og torf og vatn hripaði þar niður í rigningum. Þurfti þá að taka til hendi við að ausa upp lón í bæjardyrum.. Eld- hús var fornfálegt með kekkjahlóð- um. Nóg starf beið ungu hjónanna við að færa bæjarhús í betra horf og við að sjá mönnum og málleys- ingjum vel borgið. Helgusandar áttu enga góða kosti til brunns að bera, hvorki slægjur né hagbeit, hlunnindin ein voru lítilfjörlegt leiguliðagagn á íjöru. Helga brá við slægjurnar sem hann hafði vanist í Steinum og Beijaneskoti. Hann sagðist hafa borið niður á 8 stöðum er hann hóf slátt 1920 og fannst helst hvergi slægt, landið upp til hópa beijur og þýfi. Fyrsta sumarið fékk hann af heimataki 13 hesta sem áttu að heita taða, kúahey fékkst með því einu að rekja sig í slætti eftir stararkeldum og halda heyinu sér í hirðingu. Þau hjón færðu frá 16 ám um sumarið, 8 struku frá kvíum og nýttust svo ekki til mjólk- ur sumarlangt. Fært var frá næstu ár, allt til 1931. Sauðafeitin var drýgst í leignasmjörið. Þessu lík var búskaparsaga margra frum- býlinga á þeim árum. Með einstök- um dugnaði þeirra hjóna og barna þeirra þokaðist þó lífið fram á veg og hjónin ungu voru alltaf veit- andi, aldrei þiggjandi. Húsbóndinn sótti vinnu út fyrir heimili, á vertíð til Vestmannaeyja eða í sjóróðra frá söndum. í vinnu við fyrirhleðsl- ur Markarfljóts varð hann fyrir slysi, brotnaði illa á fæti og beið þess aldrei að fullu bætur. Árið 1935 festu þau Helgi og Guðlaug kaup á jörðinni Selja- landsseli við brottför Magnúsar Knúts Sigurðssonar og Sigrúnar Þorsteinsdóttur til Reykjavíkur. Þetta var þá notalegt býli og í höndum Helga og fjölskyldu hans varð það að vel hýstu höfuðbóli með víðum túnvöllum. Um búfénað var vel hirt en mest yndi hafði Helgi þó af sauðfénu og kom sér upp fögrum, afurðagóðum fjár- stofni. Mest yndi hans í elli var að koma í fjárhúsin og líta yfir lagðprúða hjörðina. Árið 1965 fengu þau hjón bú- skap í hendur Helga dóttursyni sínum og Sigurði Sigurþórssyni, sem ungur hafði komið til dvalar á heimili þeirra. Dóttir þeirra hjóna, Guðbjörg, annaðist þau og heimilið af mikilli umhyggju um langt árabil. Um Guðlaugu og Helga á ég margar góðar minningar. Alltaf var jafngott að hitta þau, heima og heiman. Hlý gestrisni mætti mönnum á Helgusöndum og í Seljalandsseli, hreinskiptin og hug- góð. í önn dagsins voru þau frem- ur alvörumenn en aldrei hitti ég svo Guðlaugu frænku að mér fynd- ist ekki lífsgleði hennar bregða birtu til allra átta og gaman var að taka með henni lagið. í huga mínum óma enn hendingarnar úr ljóði Steingríms Thorsteinsson er við sungum eitt sinn saman í ferða- lagi: „Um bernsku mína hugsa ég hljóður og hennar bjarta sælureit.“ Þær áttu svo vel við sameiginlega reynslu uppvaxtarára undir Eyja- fjöllum. Fáir tóku Guðlaugu og Helga fram í miskunnsemi við umkomu- laust og bágstatt fólk, enda bæði bænrækin og trúrækin. Helgi var dulvitur en dró mjög í dul. Þó sagði hann mér frá einum atburði sem tvímælalaust forðaði honum frá slysi eða dauða. Þau hjón náðu háum aldri og gátu í elli sinni litið ánægð yfir farinn veg er þau skiluðu fögru býli í æskuhendur. Guðlaug andað- ist 8. október 1980, Helgi 4. jan- úar 1987. Börn þeirra eru: Ólafur Jónas húsvörður á Akranesi, Halld- óra Guðrún fyrr húsfreyja á Seljal- andi, Sigríður Þóra starfsstúlka á Landakotsspítala, Guðbjörg Jónína húsfreyja í Hvammi undir Eyja- fjöllum og Sigurður Guðberg verk- stjóri í Þorlákshöfn. Barnabörn þeirra hjóna, sem ólust upp í Selja- landsseli, eru: Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, Guðlaugur Friðþjófsson verkstjóri í Hvolsvelli, Knútur Sæberg Halldórsson bif- reiðarstjóri í Reykjavík, Guðlaug Hulda Kragh húsfreyja í Keflavík og Kyistín Kragh húsfreyja í Reykjavik. Helgi eignaðist einn son fyrir hjónaband, Elimar bónda í Hvammi í Holtum. Guðlaug og Helgi auðguðu líf samferðamanna sinna, unnu hörð- um höndum langa ævi og síst til þess „að alheimta daglaun að kvöldum“. Þeim er nú send kveðja og þökk inn á eilífðarland trúrra þjóna. • Þórður Tómasson, Skógum © Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahiíd 17, Sími 687333. Útför EINARS BALDVINS BESSASONAR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Fyrir hönd bræðra, Ólafia Bessadóttir Foged. t Móðir okkar, GUNNRÚN J. ÁSGEIRSDÓTTIR frá ísafirði, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. nóvember. Jarðar- förin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, YNGVA KRISTINS JÓNSSONAR, Borgarholti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 sama dag. Þórunn Guðjónsdóttir, Sigri'ður Kristinsdóttir Dittli, Oskar Dittli, Jón R. Kristinsson, Kristrún R. Benediktsdóttir, Sigurður Árni Kristinsson, Guðjón Kristinsson, Elke Osterkamp, Vilbergur Kristinsson, Jóhanna Gunnarsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, t MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Keldulandi 17, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30. Kveðjuathöfn fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. nóvem- ber kl. 13.30. Sigurbjörg Guðnadóttir Maar, Hjörleifur Guðnason, Þórir Guðnason Danfel Guðnason. Sigurður Guðnason, Guðni Ó. Guðnason. t Útför systur okkar, SIGURLAUGAR E. GUNNLAUGSDÓTTUR, áður til heimilis á Austurgötu 25, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Árni Gunnlaugsson, Stefán Gunnlaugsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS V. GUÐBRANDSSON, frá Bolungarvik verður jarðsunginn frá Aðventistakirkjunni, Ingólfsstræti 19, föstu- daginn 17. nóvember kl. 13.30. Hörður Magnússon, Hjördis Elinórsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Vincent P. Cerisano, Grétar J. Magnússon, Gréta Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAF A. VALDIMARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurbjört Gústafsdóttir, Emil Guðmundsson, Reynir S. Gústafsson, Elísabet Árnadóttir, Svala Gústafsdóttir, Jan Erik Lensvik, Helga Gústafsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi okkar, séra FINNBOGI KRISTJÁNSSON fyrrverandi sóknarprestur í Hvammsprestakalli íLaxárdal, Skagafirði, er látinn. Útför hans verður gerð frá Hvammskirkju laugardaginn 18. nóv- ember kl. 14.00. Jakobfna G. Finnbogadóttir, Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.