Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Hinir vinsælu barnaskór frá portú- galska fyrirtækinu JIP komnir aftur Stærðir: 18-24. Litir: Hvítt, bleikt, rautt og dökkblátt. Henta vel fyrir íslenska barna- fætur, enda mælum við með þeim heilshugar Verðfrákr. 3.290,- Póstsendum samdægurs Domus Medica S. 18519 KRINGMN KWMeNM S. 689212 TOPpJI ---SEttR-UIN VELTUSUNDI 1 21212 TÓNA - LITGREINING og fatastílsnámskeið Veist þú í hvaða flokk þú raðast í Tóna-litgreiningu? Veist þú hvaða litir fara þér verst? Veist þú hverjir eru þínir sport-, viðskipta- og samkvæm- islitir? Veist þú hvaða litir hafa áhrif á útlit líkamsvaxtar? Veist þú hvemig á að farða þig út frá litgreiningu? Veist þú hvaða fatasnið henta þér best? Veist þú hvaða fylgihlutir fara þér vel, s.s. bindi, slæð- ur, veski, axlapúðar, skartgripir o.fl.? Veist þú að leyndarmálið að líta vel út hefur ekkert með hæð og þyngd að gera, heldur jafnvægið milli líkamsvaxtar, fatasniða og fatalita? Veist þú um hvað bókin„THE COLOUR AND STYLE FILE“ er? Fáðu upplýsingar hjá MÓDELSKÓLANUM JÖNU, Skeifunni 19, í síma 686410. MÓDELSKÓLINN hefur sérhæft sig í Tóna-litgreiningu og fatastílsnámskeiðum, sem hannað er af THE ACADEMY OF COLOUR AND STYLE INT. LTD. Einka-, hóp- og hjónatímar. Gjafakort. SIEMENS Glœsilegt myndbandstœki! Siemens FM 621 • Einfalt og þægilegt í notkun • Handhæg og fullkomin fjarstýring. • LangtímaupptÖkuminni f. 6 þætti. • Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s. Stillanleg hægmynd, endurtekning myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl. • Markleit og sérkóðaaðgerðir. • ítarlegur íslenskur leiðarvísir. Verð: 40.900,- kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Allt flutt inn 1994 Um Þjóðarbókhlöðu — Hæst framlag í ár eftir Sva var Gestsson Sem betur fer hafa stjórnmála- menn flestir talið sér skylt að sinna málefnum Þjóðarbókhlöðu. Þó hef- ur bygging hennar tekið sorglega langan tíma, en samt hefur mjak- ast hægt og bítandi. Þrennt skiptir mestu máli í pólitískri sögu þessar- ar byggingar. 1. Sú ákvörðun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens að taka byggingu hússins inn í málefna- samning sinn hjálpaði húsinu áleið- is á valdatíma þeirrar stjórnar. Þá var Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra og ég tel mér það til tekna að hafa fengið ákvæðið samþykkt í málefnasamning flokkanna sem að stjórninni stóðu. 2. Sú ákvörðun Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að lagður yrði á sérstakur eignaskattsauki til byggingar Þjóðarbókhlöðu. Á grundVelli sömu ákvæða voru sam- þykkt á síðasta þingi lög um fram- lengingu þess skatts til aldamóta og um leið að Þjóðarbókhlaðan skyldi vera forgangsverkefni við uppbyggingu menningarstofnana á komandi árum. Var ljóst að ef tekj- ur af eignaskattsaukanum rynnu svikalaust til byggingarinnar mætti ljúka henni á fjórum árum. 3. Ákvörðun núverandi ríkis- stjórnar um að ljúka byggingu Þjóð- arbókhlöðunnar á fjórum árum. Þegar meðferð fjárlaga hófst í ríkisstjórninni sl. sumar var gert ráð fyrir því í tillögum fjármála- ráðuneytis og menntamálaráðu- neytis að varið yrði til byggingar- innar 300 millj. kr. á næsta ári. Eftir að umræða um fjárlög hófst í ríkisstjórninni kom hins vegar fram að þjóðartekjur á næsta ári yrðu minni en gert hafði verið ráð fyrir. Miðað við árið 1987 hefur þjóðarbúið tapað 15.000 milljónum króna og slíkt áfall hlýtur að koma alls staðar við. Það á því ekki að koma neinum á óvart þó örðugt reynist við þessar aðstæður að halda áfram á fullri ferð með Þjóð- arbókhlöðuna. Engu að síður er niðurstaðan sú að framkvæmda- framlög til bókhlöðunnar munu á næsta ári hækka verulega frá því sem gert var ráð fyrir í íjárlögum Svavar Gestsson „En þrátt fyrir allt þetta blasir nú loksins við að Þjóðarbókhlaðan verður opnuð og að þar verður unnt að hefla fulla starfsemi fyrir 50 ára aftnæli lýðveldis- ins.“ þessa árs á sama tíma og önnur framkvæmdaframlög eru yfirleitt skorin niður. Það er því ljóst að haldið verður áfram með fram- kvæmdir af afli á næsta ári hvað sem öðru líður. Hefur gengið hægt — metár 1989 Fyrstu framlögin til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar voru á árunum 1969 til 1971. Á árunum fram til 1977 eru heildarframlög til bygg- ingarinnar svo sem ekki neitt. Það er ekki fyrr en 1978 að framlögin taka aðeins við sér en þau lækka síðan á árinu 1979. Þá hækka fram- lögin verulega eða úr 15,4 millj. kr. í núvirði upp í 70 millj. kr. og aftur hækka framlögin 1981 í 88 miilj. kr. Þá lækka framlögin verulega en hækka svo aftur 1983 o^ kom- ust þá hærra en nokkru sinni í byggingarsögu hússins allt til árs- ins 1989 en þá er varið til fram- kvæmda um 120 millj. kr. 1984 hrundu framlögin niður og á árinu 1985 sömuleiðis. Upphæðin hækk- aði svo nokkuð á árinu 1986 og tvöfaldaðist síðan 1987 sem er þriðja hæsta talan í langri bygging- arsögu hússins. Eins og áður segir eru framlögin í ár þau hæstu að raunvirði sem varið hefur verið til byggingar húss- ins á einu ári, eða 120 millj. kr, þar af eru 90 millj. kr. á íjáriögum en 30 milljónir voru samþykktar í sérstakri aukaijárveitingu. Á verð- lagi íjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1990 er sú tala því alls í raun um 130 millj. kr. Samkvæmt því ijár- lagafrumvarpi er gert ráð fyrir að veija 120 millj. kr. til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar á næsta ári. Það er því ljóst að ekki verður unnt að flytja inn 1992 en að þrátt fyrir samdráttinn á næsta ári verð- ur unnt að flytja alla starfsemi inn í Þjóðarbókhlöðuna — sem ætti kannski frekar að heita að lokum Þjóðbókasafnið? — vel í tæka tíð fyrir 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Því hefur verið haldið fram í blaðagrein að þeim ijármunum sem eignarskattsaukinn gefur hafi verið stolið í ríkissjóð. Það er rangt. Þjóð- arbókhlaðan á ijármunina jnni í ríkissjóði frá liðnum árum. í Ijár- lagafrumvarpi næsta árs er því hins vegar ekki til að dreifa að fjármun- um sé haldið inni í ríkissjóði. Þar er skilmerkiléga gerð grein fyrir því að tekjur af sérstökum eigna- skattsauka fara til þess að vinna í Þjóðarbókhlöðunni en þeim er líka varið til þess að gera við aðrar menningarbyggingar. Það er Þjóð- leikhús sem fær stærstu upphæðina eða 125 millj. kr. og síðan til undir- búnings framkvæmda við Þjóð- skjalasafn og Þjóðminjasafns. Þá er gert ráð fyrir því að byggingar- sjóður menningarframkvæmda sæti sömu skerðingu og allir aðrir sjóðir eða um 25%. Samkvæmt lögunum um sérstakan eignarskattsauka á að veija þessum skatti til fram- kvæmda við menningarhús en fyrst til þess að ljúka við Þjóðarbók- hlöðu. Það er hins vegar augljóslega hagstæðara fyrir sjóðinn að veija nú strax fé til Þjóðleikhússins frem- ur en að láta það grotna niður svo sem verið hefur um áratugaskeið. Ella hefðu viðgerðir orðið dýrari fyrir sjóðinn og um leið hefði lokun Þjóðleikhússins orðið lengri en nú eru horfur á að hún þurfi að vera. Hlutur Hagpdrættis Háskóla Islands í umræðum um Þjóðarbókhlöð- una að undanförnu er því haldið fram að það sé hneyksli ef ekki siðleysi eins og Sigurður Líndal hélt fram að verja happdrættisfé til Þjóðarbókhlöðu. Fyrir því eru rök í mínum huga að fjármunir Happ- drættis háskólans verði að ein- hveiju leyti og á einhveiju stigi notaðir til þess að auðvelda flutning háskólabókasafnsins í Þjóðarbók- hlöðuna. Það mál er nú til sérstakr- ar athugunar í nefnd sem ég skip- aði í síðasta mánuði og er nefndin undir forystu háskólarektors. Tvöföldun Fyrsta kostnaðaráætlunin um byggingu Þjóðarbókhlöðunnar nam um 800 millj. kr. Talið er að nú sé eftir að veija til byggingarinnar hærri upphæð en upphaflegri kostn- aðaráætlun nam! Hér hefur því margt breyst. Fyrst það að allt aðrar kröfur eru nú gerðar til bóka- safna en var fyrir 25 árum. Svo það að tafirnar á byggingunni hafa kostað verulega fjármuni. En þrátt fyrir allt þetta blasir nú við loksins að Þjóðarbókhlaðan verður opnuð og að þar verður unnt að hefja fulla starfsemi fyrir 50 ára afmæli lýð- veldisins. Höfiwdur er menntainákiráðhcrra og þingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjpvík. Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulega tilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00. • Snyrti-og förðunarfræðingur Laugavegi 27 ■ Sími 19660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.