Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
39
KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN
Danir sjálfum sér verstir
Rúmenar unnu þá 3:1 og fara
í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár
„VIÐ vorum í hægagangi og héldum ekki haus eftir að
hafa náð forystunni í byrjun. Mínir menn fögnuðu of
snemma," sagði Sepp Piontek, þjálfari Dana, eftir 3:1
ósigur gegn Rúmenum í gærdag. Rúmenar tryggðu sér
þar með sæti í úrslitakeppninni ífyrsta sinn síðan 1970,
en bjartsýnustu Danir og stuðningsmenn þeirra héldu í
vonina næstu sjö tíma. Hún hvarf sem dögg fyrir sólu,
er 2:1 sigur Vestur-Þjóðverja gegn Wales var í höfn.
Dönum nægði jafntefli til að
komast til Ítalíu og byijunin
lofaði góðu; Flemming Povlsen
skoraði af stuttu færi á 6. mínútu,
en það var Michael Laudrup, sem
átti allan heiður að markinu. Hann
fékk boltann við vítateiginn, stakk
sér á milli tveggja varnarmanna, lék
á þann þriðja og sendi nákvæmt
framhjá þeim fjórða, sem reyndi að
stöðva framheijann. Umræddír
Danir fengu ágæt marktækifæri á
næstu mínútum, en síðan tóku
heimamenn öll völd og sköpuðu sér
nokkur færi áður en Balint jafnaði
um miðjan hálfleikinn. Vörn Dana
var stöð, leikmennimir voru illa á
verði og það var ekki gegn gangi
leiksins, er Sabau náði forystunni
fyrir Rúmena fyrir hlé.
Heimamenn héldu uppteknum
hætti eftir hvíldina, voru ákveðnari
og umfram allt mun sneggri. Rúm-
enar fengu upplagt færi í byijun
seinni hálfleiks, en Danir björguðu
á línu og skömmu síðar varði Lung,
markvörður og fyrirliði Rúmena,
glæsilega — einn á móti einum.
Eftir að Balint gerði sitt annað
mark og þriðja mark Rúmena ját-
uðu Danir sig endanlega sigraða
og það breytti engu, þó þeir væru
11 gegn 10 í tæplega hálftíma, en
Hagi var vikið af velli skömmu eft-
ir markið — fékk gult spjald
snemma í leiknum.
Danir hafa leikið mjög vel í
keppninni, en þeir voru sjálfum sér
verstir að þessu sinni — þegar mest
lá við. Sú ráðstöfun að kalla á Sör-
en Lerby gekk ekki upp. Þeir æt-
luðu að halda fengnum hlut, en
sókn hefur til þessa verið þeirra
besta vörn. Þeir voru einfaldlega á
hælunum.
Rúmenía: Lung, Petrescu, Andone, Iovan,
Rotariu, Popescu, Lacatus (Mateut, vm. á
78.), Sabau, Balint (Ungureanu, vm. á 86.),
Hagi, Lupux.
Danmörk: Peter Schmeichel, John Sivebæk ,
(Lars Elstrup, vm. á 73.), Kent Nielsen, Lars
Olsen, Ivan Nielsen, Jan Bartram, Sören
Lerby, John Jensen, Flemming Povlsen, Mic-
hael Laudrup, Brian Laudrup.
Polstermeð
þrennu
Það verða Sovétríkin og Aust-
urríki sem fara áfram ú 3. riðli.
ísland lék einmitt í þessum riðli,
hlýtur mönnum enn að vera í fersku
minni hve íslendingar voru óheppn-
ir að sigra ekki Austurríkismenn í
Laugardalnum.
Toni Polster skoraði öll mörk
Austurríkismanna í 3:0 sigrinum á
Austur-Þjóðveijum í gær í Vín.
A-Þjóðveijar áttu sér ekki viðreisn-
ar von eftir að hafa fengið á sig
tvö mörk á fyrstu 23 mínútunum.
Polster skoraði strax á 2. mínútu
með þrumuskoti yst úr vítateignum
og bætti öðru marki við á 23. mín.
úr vítaspyrnu. Þrennu sína full-
komnaði svo framheijinn á 61. mín.
Austur-Þjóðveijar fengu víta-
spyrnu eftir klukkustundar leik, en
Klaus Lindenberger í marki Aust-
urríkis gerði sér lítið fyrir og varði
spyrnu Rico Steinmann. „Eg hef
skoðað á myndböndum hvernig
Austur-Þjóðveijar framkvæma
Farseðlartil
HMáítalíu 1990
rÖ
SKOTLAND
r
w/l ENGLAND
V aaW
HOLLAND
imnH
Tonl Polster skoraði
þrennu gegn Austur-Þýska-
landi í Vín.
URUGUAY ARGENTINA
SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN
Löndin sem eru skráð í svartan grunn eru örugg með farseðil til Ítalíu 1990. Enn
er óljóst hvaða lið skipa þijú síðustu sætin í úrslitakeppninni — en besta möguleika
eiga Kamerún, Egyptaland og Trinidad.
vítaspyrnur og vissi að Steinmann
skýtur yfirleitt alltaf í vinstra eftir
gabbhreyfingu til hægri. Ég fór því
bara á þann stað sem ég var viss
um að knötturinn kæmi,“ sagði
markvörðurinn á eftir.
Austurríki: Klaus Lindenberger, Christian
Keglevits, Robert Pecl, Anton Pfeffer, Emst
Aigner, Manfred Zsak, Andreas Ogris (Andre-
as Herzog vm. á 75. mín. - hann fór svo útaf
fyrir Pfeifenberger á 79. mín.), Manfred Linz-
maier, Toni Polster, Alfred Hörtnagl, Peter
Artner.
Austur-Þýskaland: Dirk Heyne, Roland Kre-
er, Dirk Stahmann, Matthias Lindner, Matthi-
as Döschner (Thomas Doll vm. á 42. mín.),
Matthias Sammer (Uwe Eeidemann vm. á 73.
mín.), Jörg Stiibner, Rico Steinmann, Ulf
Kirsten, Detlef Schoessler, Andreas Thom.
Öruggursigur
Sovétmanna
Oleg Protasov var í aðalhlutverk-
inu í Simferopol. Hann skoraði
bæði mörk Sovétmanna í 2:0 sigri
á Tyrkjum. Fyrra markið kom á
68. mín. og hið síðara á 79. mín.
Leikurinn þótti nokkuð harður, en
sigur Sovétmanna var mjög örugg-
ur. Markvörður Tyrkja, Engin Ip-
ekoglu, bjargaði liði sínu frá stærra
tapi með frábærri frammistöðu —
varði mjög vel frá Protasov og Ser-
gei Míkhaílítsjenko.
Besta færi Tyrkja kom er Ridvan
Dilmen átti glæsilegt skot úr auka-
spyrnu, en Rínat Dassajev í sovéska
markinu varði glæsilega.
Sovétrikin: Rínat Dasajev, Oleg Luzhny,
Vagíz Khídíatúlín, Andrej Zigmantovítsj,
Sergej Gorlukovitsj, Ivan Jaremtsjuk, Sergej
Míkhaílítsjenko, Gennady Lítovtsjenko, Alex-
ander Zavarov, Oleg Protasov, Igor Dobro-
volsklj.
Tyrkland: Engin Ipekoglu, Recep Cetin,
Semih Yuvakuran, Kemal Serdar, Gokhan
Keskin, Riza Calimbay, Hakan Tecimer (Tanju
Colak vm. á 77. min.), Ridvan Dilmen, Mu-
stafa Yucedag (Metin Tekin vm. á 46. mín.),
Oguz Cetin, Feyyaz Ucer.
John Aldridge skoraði tvívegis. Jack Charlton landsliðsþjálfari íra.
John Aldridge kom
írum í lokakeppni
HM í fyrsta sinn
JOHN Aldridge skoraði tvívegis
fyrir íra er liðið sigraði Möltu,
2:0, í sjötta riðli og tryggði lið-
inu sæti í lokakeppni HM í
fyrsta sinn.
Aldridge, sem leikur nú með
spænska liðinu Real Sociedad,
hafði aðeins gert eitt mark i 26
landsleikjum, en hann hefur aftur
á móti verið iðinn við kolann hjá
Real Sociedad að undanförnu og
gert sex mörk í átta leikjum.
Aldridge, sem er 31 árs, skoraði
fyrra markið í á 30. mínútu með
skalla eftir hornspyrnu frá Ray
Hougthon sem var besti leikmaður
íra. Síðara markið gerði Aldridge
úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálf-
leik eftir að brotið hafði verið á
Andy Townsend.
Spánveijar, sem þegar höfðu
tryggt sér sigur í 6. riðli, sýndu
mikla yfirburði gegn Ungveijum og
unnu 4:0 í Sevilla þar sem þeir
hafa aldrei tapað landsleik. Nýlið-
arnir í liði Spánveija, Juanito Rodr-
iguez og Femando Gomez, skoruðu
sitt markið hvor og þeir Emilio
Butragueno og Manolo Sanchez sáu
um hin tvö.
URSLIT
HM í knattspyrnu
1. RIÐILL
Grikkland—Búlgaría..................1K)
Nikos Nioplias (49.).Áhorfendur. 1,000
Rúmeía—Danmörk.....................3:1
Gavrila Balint (25. og 60.), Ioan Sabau (38.)
- Flemming Povlsen (6.)
Áliorfcndur. 23.000
Lokastaðan
Rúmenía...............6 3 2 1 10:5 10
Danmörk...............6 4 11 15:6 7
Grikkland.............6 1 2 3 3:15 4
Búlgaria...............6 113 6:8 ' 3
■ Rúmenía fer til Ítalíu.
2. RKHLL
Pólland—Albanía.......................2:1
Tarasiewicz (45.), Ziober (84.) - Kushta (63.)
Lokastaðan
Sviþjóð................6 4 2 0 9:3 10
England................6 3 3 0 10:0 9
Pólland................6 2 1 3 4: 8 5
Albanía................6 0 0 6 3:15 0
■Svíþjóð og England fara til Ítalíu.
3. RIÐILL
Sovétríkin—Tyrkland..._______________2:0
Protasov (68. og 79.). Áhorfenduri 30.000.
Austurríki—A-Þýskaland...............3K)
Toni Polster (2., 23. vítasp. og 61.). .
Áhorfendur: 65.000.
Lokastaðan
Sovétríkin.............8 4 3 1 11:4-11
Austurríki.............8 3 3 2 9:9 9
Tyrkland...............8 3 1 4 12:10 7
A-Þýskaland............8 3 1 4 9:13 7
ísland.................8 1 4 3 6:11 6
■Sovétríkin og Austurríki fara til Ítalíu.
4. RIÐILL
Vestur-Þýskaland—Wales..............2:1
Rudi Völler (27.), Thomas Haessler (48.) -
Malcolm Allen (11.).
Áhorfcndun 60.000.
Holland—Finnland....................3K)
John Bosman (57.), Erwin Koeman (62.),
Ronald Koeman (69. vítasp.).
Áhorfendur: 49.500.
Lokastaðan
Holland................6 4 2 0 8:2 10
V-Þýskaland............6 3 3 0 13:3 9
Finnland...............6 114 4:16 3
Wajes....................6 0 2 4 4:8 2
■Holland og Vestur-Þýskaland fara ti! ftalíu.
5. RIÐILL
Skotland—Noregur....................1:1
Ally McCoist (44.) - Erland Johnsen (90.).
Áhorfendur: 63.000.
Staðan
Júgóslavía.............8 6 2 0 16:6 14
Skotland...............8 4 2 2 12:12 10
Frakkland..............7 2 3 2 8:7 7
Noregur................8 2 2 4 10:9 6
Kýpur..................7 0 1 6 6:18 1
■Júgóslavía og Skotiand fara til ftaliu.
Leikur Frakklands og Kýpur fer fram á
laugardag.
6. RIÐILL:
Spánn — Ungverjaland...............4K)
Manolo Sanchez (7.), Emilio Butragueno (24.),
Juanito Rodriguez (40), Gomez (63.).
íriand—Maíta. ...................2K)
John Aldridge (31. og 68. vítasp.).
Áhorfendur: 25.000.
Lokastaðna
Spánn 8 6 1 1 20: 3 13
írland 8 5 2 1 10: 2 12
Ungveijaland .8 2 4 2 8:12 8
Norður—írland 8 2 1 5 6:12 5
Malta 8 0 2 6 3:18 2
ISpánn og írland fara til Ítalíu
7.RIÐILL
_..0K)
Portúgal—Tékkóslóvakía
Sviss—Luxemborg___________________.2:1
Christophe Bonvin (54.), Kubilay Turkyilmaz
(62.) - Theo Malget (14.). Áhorfendun 2.500.
Lokastaðan
Belgá...................8 4 4 0 15:5 12
Tékkóslóvakía...........8 5 2 1 13:3 12
Portúgal................8 4 2 2 11:8 10
Sviss...................8 2 1 5 10:14 5
Luxemborg...............8 0 1 7 3:22 1
■Belgía og Tékkóslóvakía fara til Ílalíu.
Einnig er
greint f rá
HM-keppninni
á bls. 37