Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
Minning:
Margrét Magnús
dóttir, Akureyri
Fædd 14. september 1899
Dáin 27. september 1989
Guðný Margrét Magnúsdóttir
fæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðs-
ijörð 14. september 1899. Foreldrar
hennar voru Magnús Guðmundsson
og María Sigurðardóttir. Hún var
elst sex aisystkina og tveggja hálf-
systkina. Hún missti föður sinn ung
að árum og flutti þá til ömmu
sinnar. Árið 1926 giftist hún eftir-
ljfandi eiginmanni sínum Ingólfi
Árnasyni frá Auðbrekku. Stofnuðu
þau heimili á Akureyri og eignuð-
ust átta börn, Svan, Árna, Sigríði,
Agnesi, Hrafnhildi, Hrefnu, Láru
og Ingu.
Amma mín var góð og mikilhæf
kona, ég á ótal góðar minningar
um hana. Amma vildi að fólk gæti
lifað sanngjörnu lífi. Hún barðist
fyrir jafnrétti og bættum lífskjörum
verkafólks. Hún var mikilvirk og
eftirsótt til vinnu.
Fegurð náttúrunnar hafði snert
listataug hennar og safnaði hún
steinum og skeljum til að hafa hjá
sér og skreyta með öskjur og fleira.
Alþýðulistakona var hún og gaman
var að vita til þess að er hún göm-
ul og þreytt kona búandi á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri var dúkur
sem hún hafði heklað valinn sem
gjöf til okkar fyrsta kvenforseta. Ó
já, amma hefur lifað tímana tvenna.
Hún var einn af perludropum
heimsins. Ég kynntist henni barn
að aldri og naut lífsreynsluhlýju
þessarar konu. Ég sá hana eldast
og verða gamla og bar hún það
með dugnaði. Ég er þakklátur fyrir
þann stuðning sem hún veitti mér
og þá ást og umhyggju sem hún
gaf mér. Það var gott að dvelja hjá
afa og ömmu. Afa mínum sendi ég
djúpa samúðarkveðju. Guð blessi
ömmu mína. Blessuð sé minning
hennar.
Ingólfur Björn Sigurðsson
Eftir stutta sjúkralegu er Mar-
grét Magnúsdóttir, tengdamóðir
mín, látin á Dvalarheimilinu Hlín á
Akureyri. Margrét heitin hefur sett
ríkulegt mark á samtíð sína þótt
sjaldan hafi verið haft hátt um til-
veru hennar í fjölmiðlum. Ekki er
það síst tillag hennar til heimsins
að hún hefur lagt hónum til 8 börn
og 65 aðra afkomendur. En saga
Margrétar er um ýmislegt merkileg
og ætla ég að minnast hennar með
þessum orðum.
Góður spölur er í tíma og rúmi
frá því að Margrét fæddist fyrir
rúmum níutíu áum að Hafnarnesi
í Fáskrúðsfirði og fram að láti henn-
ar eftir nærri sjötíu ára búsetu á
Akureyri og nágrenni.
Þegar Margrét Magnúsdóttir
fæddist árið 1899 sem fyrsta barn
foreldra sinnar var Hafnames í
Fáskrúðsfirði blómlegur staður á
mælikvarða þess tíma. Afi hennar,
Guðmundur Einarsson, hafnsögu-
maður frá Gvendarnesi og kona
hans Þuríður Einarsdóttir frá
Sævarenda höfðu fyrst manna sest
að á þessum vindblásna stað við
mynni Fáskrúðsfjarðar um miðbik
19. aldarinnar. Þar voru fengsæl
fiskimið skammt undan landi og var
það grundvöllur tilveru íbúanna í
rúma öld. Guðmundur og Þuríður
voru kynsæl, eignuðust 15 börn.
Þótt nærri helmingur þeirra létist
fyrir manndómsár varð úr barna-
hópnum fjölmenn byggð í Hafnar-
nesi, 107 manns þegar mest var
kringum aldamótin. Ibúamir vom
nærri allir venslaðir, flestir náskyld-
ir. En breyttir þjóðfélagshættir og
veiðitækni urðu til þess að byggðin
varð þar tiltölulega skammæ, 120
ár. Síðustu tuttugu árin hafa ekki
verið íbúar þar þó að enn standi
þar nokkrar byggingar. Flestir íbú-
arnir fluttu smám saman til nær-
liggjandi staða á Austurlandi, en
aðrir urðu til að manna aðrar
byggðir, t.d. á Suðurnesjum. Sem
dæmi má nefna, að dtjúgur hluti
íbúanna í Sandgerði eiga uppruna
sinn í Hafnarnesi og eru náskyldir
Margréti heitinni.
Foreldrar Margrétar voru Magn-
ús Guðmundsson Einarssonar hafn-
sögumanns, sem fyrr var getið og
María Sigurðardóttir frá Djúpavogi
Friðrikssonar Lynge. Á tólf ámm
eignuðust þau Magnús og María
sex börn. Þau misstu tvo drengi,
en systurnar Johanna, Björg og
Sigurlaug náðu fullorðinsárum og
lifa allar Margréti. Fjölskyldan
tvístraðist árið 1912 þegar Magnús
lést. Hann hafði verið veill í maga,
fór til læknis í Reykjavík og var á
heimleið þegar hann lést á Eski-
firði. Þar var hann grafinn án þess
að fregnir bæmst til ekkjunnar fyrr
en allt var um garð gengið. Ekki
auðnaðist Maríu að halda saman
hópnum frekar en margri annarri
ekkjunni á þeim tíma, en var eftir
lát Magnúsar í vinnumennsku með
yngstu dótturina Sigurlaugu. Síðar
eignaðist María tvö börn, Þóru Sig-
urðardóttur Kjemp sem enn lifir og
Ragnar Steinsson, sem lést fyrir
u.þ.b. áratug. Margrét fór fyrst
eftir lát föður síns um tíma til
ömmu sinnar, Guðnýjar Hösk-
uldsdóttur, ljósmóður á Djúpavogi,
en varð fljótlega að fara að vinna
fyrir mat sínum, m.a. að Löndum
í Stöðvarfirði.
Þegar Margrét var farin að nálg-
ast tvítugt fór hún suður til Vífils-
staða til vinnu við berklahælið, þar
sem hún hóf síðan nám í hjúkrun.
En þótt dugnaður hafi verið nógur
brást heilsan. Margrét fékk tauga-
veiki við störf sín og varð að hverfa
frá námi. En þá hófst nýr þáttur í
lífi hennar. Hún fór í vist til Akur-
eyrar þar sem hún vann einnig við
hjúkrun á sjúkrahúsinu. Heilsan
mun fljótlega hafa komist í lag
nyrðra og lét sig ekki aftur fyrr en
Margrét var komin á áttræðisaldur,
jafnvel ekki þótt erfiðisvinna, vos-
búð og barneignir reyndu verulega
á hana á langri ævi.
Ferðin norður átti eftir að skipta
sköpum í lífi hennar þar sem hún
hitti þar mannsefni sitt. Það var
eftir að Kvenfélagið í Skriðuhreppi
í Hörgárdal réði hana til að hjúkra
sjúklingum í heimahúsum. Ungi
maðurinn sem Margrét hitti þar var
Ingólfur Árnason, yngsti sonur
bóndans á höfuðbólinu Auðbrekku,
Árna Jónatanssonar. Árni var upp-
runninn í Aðaldal, en móðir Ing-
ólfs, Guðrún Jonsdóttir, var fædd í
Böggvisstöðum í Svarfaðardal.
Þau Margrét og Ingólfur hófu
sambúð sína á Akureyri árið 1925,
þar sem þau hafa síðan átt heimili
sitt, lengst af í Hríseyjargötu á
Oddeyri. Þau eignðust átta börn,
sem öll eru á lífi, fjögur á Akur-
eyri og fjórar dætur syðra. Þau
eru: Svanur (f. 1925) starfsmaður
Hitaveitu Akureyrar, sem á Helgu
Guðmundsdóttur, akureyrska konu.
Árni (f. 1927) fyrrverandi skipstjóri
á Akureyri, sem er kvæntur Björgu
Siguijónsdóttur frá Skipalóni.
Sigríður (f. 1928) starfsmaður í
Fossvogsskóla er gift Sigurði Aðal-
steini Björnssyni málarameistara
úr Reykjavík. Agnes (f. 1930)
starfsmaður Hótels Loftleiða er gift
Hákoni Jónssyni bátsmanni frá
Höll í Haukadal í Dýrafirði. Hrafn-
hildur (f. 1932) leiðbeinandi við
Sólborg á Akureyri er gift Ólafi
Aðalbjörnssyni fyrrverandi skip-
stjóra frá Grenivík. Hrefna (f. 1935)
meðferðarfulltrúi í Garðabæ á
Kristján Sveinsson húsgagnasmíða-
meistara frá Sveinsstöðum á Fells-
strönd. Lára (f. 1939) sölufulltrúi
hjá Flugjeiðum í Reykjavík er gift
Páli Ásgeirssyni lækni úr
Reykjavík. Yngsta dóttirin er Inga
(f. 1943) bankagjaldkeri á Akureyri
sem er gift Vilhelm bifvélavirkja
Arthúrssyni frá Grenivík. Þessi átta
börn Margrétar og Ingólfs eiga
samtals 30 börn, en afkomendur í
annan lið eru orðnir 35.
Snemma í sambúð sini tóku hjón-
in í fóstur vegalausa telpu, Fan-
neyju Árnadóttur, sem dvaldi hjá
þeim frá sjö ára aldri og fram á
fullorðinsár. Þrátt fyrir ómegð, fá-
tækt og'húsakost, sem löngum var
bæði þröngur og frumstæður, þótti
þeim Margréti og Ingólfi ætíð sjálf-
sagt að skjóta skjólshúsi yfir þá sem
þurftu þess. Mörg börn fengu fóst-
ur um lengri eða skemmri tíma og
ættingjar, ekki síst Austfirðingar,
litu á húsið sem samastað sinn á
Akureyri. Auk þess gisti þar ijöldi
óskyldra. Alltaf mátti fjölga í rúm-
um eða gera flatsæng á gólfi. Sem
dæmi má nefna, að Margrét frétti
haust eitt í kreppunni um húsnæðis-
laus hjón með lítið barn. Á þeim
tíma voru sjö manns í heimili í tveim
herbergjum. Margrét var ekki lengi
að hugsa sig um, áður en hún lán-
aði hjónunum annað herbergið með-
an þau væm að finna sér annað
húsnæði. Það tókst ekki fyrr en
vorið eftir.
Þegar Margrét og Ingólfur hófu
sambúð sína árið 1925 var allsæmi-
legt árferði, en það átti fljótlega
eftir að versna í kreppunni þegar
kom fram á fjórða áratuginn. Ing-
ólfur stundaði lengst af almenna
verkamannavinnu á Akureyri og
drýgði afkomu heimilisins með bú-
skap, hélt bæði nokkrar kindur, kú
og hesta. Margrét hélt hænsni og
gæsir og stundaði garðrækt til
heimilisnota. Eftir lok heimssstyij-
aldarinnar fékk Ingólfur fasta vinnu
í Sláturhúsi KEA þar sem hann var
síðar verkstjóri um fjölda ára. Þrátt
fyrir alla ómegðina stundaði Mar-
grét löngum erfiðisvinnu í fiski og
við hreingerningar, hélt m.a. oft í
síld til, Hjalteyrar, Sigluíjarðar og
Raufarhafnar með einhveija dóttur-
ina. Á kreppuárunum reyndi það á
samstöðuna á mörgum heimilum,
að konunum reyndist gjarnan auð-
veldara að fá vinnu en mönnum
þeirra. Svo var um Margréti, sem
lagði þá og síðar fram ríkulegan
skerf til heimilisins.
Ætla mætti, að heimilisvafstur
og erfiðisvinna hefði getað nægt
Margréti til að fylla hversdaginn,
en svo var þó ekki. Hún lagði gjörva
hönd á margt annað. Er þar fyrst
að telja þátttöku hennar í verka-
lýðsmálum, sem hófst snemma. Er
ekki síst að minnast djarfrar og
einarðrar framgÖngu hennar í
Nóvuslagnum svonefnda þar sem
laust saman hafnarverkamönnum
og atvinnurekendum á Akureyri,
sem mun hafa verið einhver
hatrömmustu átök, sem orðið hafa
í verklýðsbaráttu hérlendis. Mar-
grét lenti í mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir verkakonur í Verka-
kvennafélaginu Einingu, sat löng-
um í stjórn, meðal annars í þijú ár
sem formaður og var fulltrúi á Al-
þýðusambandsþingum. Hún beitti
sér fyrir því af alefli að konur og
karlar í verklýðshreyfingunni sam-
einuðust í einu félagi. Það átak
leiddi til að Verkamannafélag Ak-
ureyrar og Eining sameinuðust og
bar hið nýja ókynskipta félag nafn
Einingar. Framlag Margrétar var
metið að verðleikum og naut hún
þess heiðurs að vera kjörin heiðurs-
félagi í Verkalýðsfélaginu Einingu
árið 1974. i.
Margrét var um árabil mjög virk
í starfi Kvennadeildar Slysavarna-
félagsins á Akureyri. Hún naut
ekki síst að vera með í starfsemi
söngkórsins auk þess sem hún tók
lengi þátt í róðrarkeppnum á Sjó-
mannadaginn. Hún sat í stjórn
Kvennadeildarinnar, en var auk
þess meðlimur í mæðrastyrksnefnd
og áfengisvarnarráði um árabil. Þá
nutu ýmsar bágstaddar fjölskyldur
óbilandi hollustu hennar við alla þá
sem lentu undir í lífsbaráttunni.
Stundum eru lítil samfélög talin ,
gróðrarstía fordóma og óbilgirni.
Það er án efa rétt á stundum, en
Margrét tengdamóðir mín var ætíð
hafin yfir slíkt þegar lítilmagninn
var annars vegar. Hins vegar sýndi
sig oft skaphiti og óhagganleg af-
staða þegar barátta stéttanna og
stjórnmál voru í brennidepli.
Auk alls þessa er langt frá því
að allt sé talið af áhugamálum
Margrétar. Listfengi hafði hún
einnig til að bera og dugnað við
að koma í framkvæmd því sem
hugur hennar stóð tii. Hún fram-
leiddi fagra hluti úr steinum, sem
hún safnaði víða á ferðalögum,
kassa, stjaka, lampa og ýmiss kon-
ar listmuni úr kuðungum og skelj--
um. Um tíma málaði hún einnig
olíumálverk, en hannyrðir urðu
hennar höfuðiðja á síðari hluta
ævinnar. Nefna má sem dæmi um
handbragð hennar, að dúkur eftir
hana var valinn sem gjöf handa frú
Vigdísi Finnbogadóttur forseta,
þegar hún heimsótti Dvalarheimilið
Hlíð árið 1975.
Það hefur verið mér dýrmæt
reynsla að fá að kynnast Margréti
Magnúsdóttur síðustu átján árin,
sem hún lifði og njóta þess að ger- ,
ast meðlimur í fjölskyldu hennar
og Ingólfs tengdaföður míns. í þess-
ari ijölskyldu mætist hreinlyndi og
eindrægni, sem greinilega áttu ekki
síst upphaf sitt í Margréti. Sú
óbrigðula samheldni og órofa
tryggð, sem ríkir í fjölskyldunni, á
fyrirmynd sína í sambúð Margrétar
og Ingólfs.
Sár harmur er kveðinn að okkur
öllum, en þó sérstaklega að Ingólfi.
Ég vona, að forsjónin veiti honum
styrk til að halda áfram vegferð
sinni enn um langan tíma þótt nú
hafi hann misst lífsförunaut sinn,
sem verið hefur honum stoð og
stytta í 64 ár. Að lokum þakka ég
Margréti fyrir allt gott, sem húnf
hefur gert fjölskyldu minni og mér
og bið henni blessunar í lok langs
og farsæls lífs.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BERGUR HAUKDAL ÓLAFSSON,
Heiðarbæ 11,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. nóvember
kl. 15.00.
Elísabet Lárusdóttir,
Ólafur Haukdal Bergsson, Guðbjörg Ingibergsdóttir,
Bergur Haukdal Ólafsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGMUNDÍNA PÉTURSDÓTTIR
frá Súgandafirði,
Mosabarði 11,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum að morgni 15. nóvember.
Hörður Vigfússon,
Magnús Einarsson,
Ævar Harðarson,
Elisabet Sonja Harðardóttir, Magnús Ólafsson,
Kristjana Harðardóttir, Björn Sigtryggsson,
Þórður Harðarson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Kristín Ása Harðardóttir, Finnbogi Þórir Jónsson,
Ástþór Harðarson, Sigurvina Falsdóttir,
börn og barnabörn.
Páll Ásgeirsson
t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL V. MAGNÚSSON garðyrkjuráðunautur, Reykjum, Ölfusi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 14. nóvember. Sigurlína Gunnlaugsdóttir, Hulda Axelsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Alfdfs Axelsdóttir, Martin Kennelly, Erla Dís Axelsdóttir, Pétur H. Hannesson, Ari Víðir Axelsson og barnabörn. •
t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS NJÁLSSONAR, Furulundi 1A, Akureyri. Þökkum læknum og hjúkrunarfólki á handlækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða hjúkrun og vináttu. Heiðdís Eysteinsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir, Björn Eiriksson, Heiðar Ingi Svansson, Birna Klara Björnsdóttir, Heiðdís Björnsdóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir. *