Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989
TEMMA BELLI
GALLERÍBORG
TEMMA Bell opnar sýningu á
verkum sínum í Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9, fimmtudag-
inn 16. nóvember kl. 17.
Temma Bell er fædd í New
York árið 1945. Hún er dóttir
hjónanna Leeland Bell og Louisu
Matthíasdóttur sem eru íslend-
ingum að góðu kunn. Eigin-
maður Temmu er Ingimundur
Kjarval, sonarsonur Jóhannesar
S. Kjarval. Temma Bell nam við
Boston University, Indiana Uni-
versity og lauk BFA-prófi frá
Philadelphia College of Art. Eft-
ir námslok bjó hún í Reykjavík
og New York.
Þetta er áttunda einkasýning
Temmu. Síðast sýndi hún í Bow-
ery Gallery, N.Y.C. árið 1988.
Árið 1980 sýndi Temma í List-
munahúsinu í Reykjavík. Hún
hefur einnig tekið þátt í fjölda
samsýninga m.a. í Haller Gall-
ery, Washington Depot, Ct.
„Group show“ árið 1984. Árið
1985 „Mother Daughter Show“
Southem Allegheny Museum of
Art. Landscape Show, Borg-
enicht Gallery, N.Y.C. 1988 og
síðast 1989 í College of William
and Mary, Williamsburg „Draw-
ing Show“.
Temma Bell
Verk eftir Temmu Bell eru
m.a. í eigu Canton Art Institude,
Chemical Bank, Holland Bank
og í einkasöfnum.
Á sýningu Temmu nú i Gall-
erí Borg eru olíumyndir, smáar
og stórar aðallega frá ís-
landi.
Sýningin er opin frá kl. 10-18
virka daga og frá kl. 14-18 um
helgar. Henni lýkur þriðjudaginn
28. nóvember.
Ein mynda Temmu Bell.
Morgunblaðið/Júlíus
Malarflutningabíll ekur fram hjá TF-RLR þar sem vélin bíður á útskoti á Krísuvíkurvegi skammt sunn-
an Hafnarfjarðar skömmu eftir nauðlendinguna.
Flugrél nauðlenti
á Krísuvíkurvegi
Engin umferð um
veginn þá stundina
EINS hreyfils flugvél úr Reykja-
vík var nauðlent á Krísuvíkur-
vegi í Kapelluhrauni, skammt
sunnan Hafharflarðar, síðdegis
í gær. Vélin er óskemmd og
tveir menn sem í henni voru
sluppu ómeiddir. Töluverð um-
ferð er um Krísuvíkurveg, þar
aka meðal annars um stórir
malarflutningabílar, en engir
bílar voru nálægir þegar vélin
lenti.
og vel, olían er þá ekki upp á borð-
um í næstu kjarasamningum fiski-
manna, ekki höfum við sjómenn
neitt við þá skoðun Kristjáns Ragn-
arssonar, formanns LÍÚ, að athuga.
Hins vegar má benda á, og það
er aðalatriðið, að þessi búnaður til
brennslu á svartolíu er til staðar í
skipum. Hér er hægt að byija að
spara strax og það án þess að fara
út í fjárfestingar."
Garðar Sigurðsson flugmaður til hægri og Gunnar Skarphéðinsson
farþegi við vélina.
inn fljúga yfir Krísuvík. Þegar
flugvélin var komin suður fyrir
Hafnaríjörð drapst á hreyfli henn-
ar og tilkynnti flugmaðurinn það
til flugumferðarstjóra klukkan
16.15.
Garðar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði fyrst reynt
að koma hreyflinum aftur í gang
en ekki tekist og síðan farið að
svipast um eftir lendingarstað.
Hann sagðist hafa verið í 1.000
feta hæð og haft sæmilegan tíma.
Hann hefði í fyrstu tekið stefnuna
á kvartmílubrautina, sem er í Kap-
elluhrauni skammt sunnan við ál-
verið í Straumsvík, með það í huga
að lenda þar en síðan snúið við og
lent á Krisuvíkurveginum í suður.
Hann sagði að engin umferð hefði
verið á veginum þá stundina og
lendingin tekist veí. Bundið slitlag
er á veginum. Klukkan var 16.21
þegar flugmaðurinn tilkynnti að
hann væri lentur.
Eftir lendingu færðu Garðar og
Gunnar flugvélina á útskot á veg-
inum og síðar komu starfsmenn
Merkingar á Fermitex
1 samræmi við reglur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að banna sölu
á Fermitex-vítissóda, enda séu allar merkingar á umbúðum efnisins
í samræmi við reglur.
Fermitex er notað til að losa
stíflur úr rörum. Eins og skýrt var
frá í Morgunblaðinu á þriðjudag
brenndist kona i andliti þegar efnið,
sem komst í snertingu við heitt
vatn, gaus upp.
Tryggvi Þórðarson, heilbrigðis-
fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, segir að ekki sé
ástæða til að banna sölu efnisins.
Merkingar á umbúðum í verslunum
innflytjandans hafi verið kannaðar
og þær uppfylli settar reglur. Notk-
un sé skýrð, tekið fram að um eitur
sé að ræða og hvað skuli gera ef
slys verður.
rannsóknadeildar Loftferðaeftir-
litsins á vettvang.
Ómar Ragnarsson fréttamaður
flaug vélinni til Reykjavíkur í gær-
kvöldi og gekk sú ferð áfallalaust.
Frjálslynd-
ir hægri í
mál vegna út-
gáfiistyrkja
ÞINGFLOKKUR Fijálslynda
hægri flokksins hefúr ákveðið
að höfða mál til að fá ráðstöfun-
arrétt á fjárveitingum þessa árs
til „styrkja til blaðaútgáfii“ og
„til útgáfiimála skv. ákvörðun
þingflokka". Þingflokkarnir
skiptu þessum flárveitingum á
milli sín áður en tveir þingmenn
Borgaraflokksins sögðu sig úr
honum í byrjun apríl og stofii-
uðu Frjálslynda hægri flokkinn.
Umræddar fjárveitingar eru
samtals 72 milljónir kr. Ingi Bjöm
Albertsson annar þingmaður
Fijálslynda hægri sagði að flokk-
urinn hefði gert kröfu um að fá
þann hluta styrkjanna sem deilt
var á milli þingflokkanna í hlut-
falli við þingmannafjölda. Sá hluti
styrkjanna er rúmar 685 þúsund
krónur á hvern þingmann. Ingi
Björn sagði að búið væri að fela
lögfræðingi að annast málsóknina
en ekki væri ákveðið hvemig að
henni yrði staðið. Taldi hann eðli-
legast að fara í mál við Borgara-
flokkinn þar sem sá flokkur hefði
fengið þessa peninga greidda en
neitaði að skila þeim.
Flugvélin, sem er fjögurra sæta,
er af gerðinni Cessna Skyhawk og
ber einkennisstafina TF-RLR.
Flugmaður var Garðar Sigurðsson
úr Grindavík en hann er einn af
eigendum vélarinnar og með hon-
um var Gunnar Skarphéðinsson
úr Hafnarfirði. Vélin fór frá
Reykjavíkurflugvelli klukkan
16.09 í gær og hugðist flugmaður-
__ *
Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSI:
OKan er ekki uppá borð
um í næstu samningum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi firá Guðjóni A. Krist-
jánssyni, formanni Farmanna- og
fiskimannasambands Islands:
„Vegna þess sem haft er eftir
Kristjáni Ragnarssyni, formanni
LÍÚ, í Morgunblaðinu 12. nóvember
síðastliðinn og öðmm fjölmiðlum
að undanförnu, vil ég taka fram
eftirfarandi:
Þar sem skilja mátti á orðum
Kristjáns að ég væri að fara með
staðlausa stafi og að eftir Iitlum
spamaði væri að slægjast, þegar
ég segi að spara megi 200-300
milljónir króna með því að nota
svartolíu á togurum, er rétt að eftir-
farandi sé á hreinu.
Verð á gasolíu í dag er 13,60
lítrinn eða 16.385 kr. tonnið. Svart-
olía kostar í dag 9.980 kr. tonnið.
Svartolía er ca. 37% ódýrari en
gasolía.
Togarinn sem ég er á, Páll Páls-
son ÍS 102, eyðir ca. 4.500 lítrum
á sólarhring. Miðað við 270 úthalds-
daga er áætluð olíunotkun
1.215.000 lítrar sem kosta á núver-
andi gasolíuverði 16,5 millj. kr. á
ársgrundvelli. Ef notuð er, eins og
gert hefur verið, svartolía sparast
ca. 6,1 millj. kr. Ég veit einnig, að
20 af rúmlega 100 togumm brenna
svartolíu og em búnir að gera það
með góðum árangri í mörg ár. Það
ætti að vera mjög auðskilið mál,
að útgerðarmenn þessara togara
væm ekki að brenna svartolíu, ef
þeir teldu sig ekki hafa hag af því.
En af því að ég vissi að raddir eins
og Kristjáns Ragnarssonar kæmu
fram, hafði ég, áður en ég setti
fram mína staðhæfingu, samband
við útgerðir skipa sem brenna svart-
olíu og fékk staðfestingu á því að
engir sérstakir erfiðleikar væm
samfara notkun svartolíunnar. Vilji
er það eina sem þarf.
Ég endurtek því það sem ég sagði
á þingi FFSÍ. Þessu hefur ekki ver-
ið sinnt af útgerðarmönnum, á
sama tíma er talað um taprekstur
og að of mikið fari í launakostnað
til sjómanna.
Það er leitt, þegar menn hafa
ekki lengur tíma til þess að spara
peninga, nema í kjarasamningum
við sjómenn, þá kemur olíukostnað-
ur útgerðar alltaf inn í umræður.
Kristján segir að olíunotkun komi
kjarasamningum ekkert við, gott