Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 23 Fyrsti ársfimdur ríkisspítalanna: Virðist refsað fyrir hag- ræðingu o g sparnað HAGRÆÐING og sparnaður að undanförnu hefur ekki orðið ríkissp- ítölunum til góðs. Yfir 300 milljónir króna vantar á fjárframlög af íjárlögum næsta árs til að unnt verði að halda óbreyttri starfsemi frá því sem verið hefur í ár. Fjárskortur sjúkrahúsanna var ræðu- mönnum á fyrsta ársfúndi ríkisspítalanna ofarlega í huga. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Sjóvarnargarðurinn, sem skemmdist í óveðri sl. vetur. Gert var við skemmdirnar í sumar. Ársfundur ríkisspítalanna haldinn fyrir skömmu í anddyri hinnar nýju K-byggingar Landspít- alans. Að loknum ávörpum nokk- urra framámanna spítalanna hlutu sjö starfsmenn viðurkenningar fyrir Miklar framkvæmdir á Flateyri: Iþróttahúsið nær fokhelt Flateyri. MIKLAR framkvæmdir hafa verið á vegum Flateyrarhrepps á liðnu sumri. Stærsta framkvæmdin var bygging íþróttahúss og er nú að mestu lokið að gera húsið fokhelt. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar sveitarstjóra, er áætlað að sá kostnaður sem var við þennan áfanga og það sem eftir er til áramóta verði um 14 milljónir og er hlutur ríkis- ins um 4 milljónir. Lionsmenn og verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri gáfu nuddpott til sundlaugarinnar sem var'mjög rausnarleg gjöf. leikskóla átti sveitarfélagið viðræður „I skipulagi sundlaugarinnar var gert ráð fyrir að pottur yrði hafður úti í garði en orkukostnaður hér er slíkur að ekki kom til greina að hann yrði undir berum himni,“ sagði Kristján. Því var arkitekt fenginn til að teikna viðbyggingu og er búið að steypa stöplana fyrir hana. Ekki er vitað hvenær þessari framkvæmd lýkur en Lionsmenn hafa unnið tölu- verða sjálfboðavinnu og gáfu þeir efni í húsið líka til þess að flýta fyr- ir verkinu. íþróttahúsið verður líka nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir Flateyr- inga og verður byggt stórt anddyri fyrir snyrtingu þegar húsið verður notað til annars en íþróttastarfsemi. Kristján sagði að hætt hefði verið við fyrirhugaða gatnagerð til þess að tækist að framkvæma þennan áfanga íþróttahússins. Flateyrarhreppur keypti nýja gröfu í sumar, einnig voru um 40 fermetrar byggðir við leikskólann. Teiknuð var viðbygging við húsnæði sem kvenfélagið Brynja byggði og rak þar róluvöll um margra ára bil. I framhaldi af þeirri hugmynd að gera þetta að framtíðarhúsnæði sem við kvenfélagið. Ákváðu félagskonur að þetta yrði eign sveitarfélagsins og sagði Kristján það veruiega rausn- arlegt af þeim. Næst verða byggðir tveir salir ásamt annarri aðstöðu og verður þá pláss fyrir 24 börn í tveimur deildum. Verður þá hægt að taka á móti 48 börnum með því að tvískipta deildum. Keyptur var nýr löndunarkrani við höfnina og unnið við Iokaáfanga á hafnarvog sem keypt var í fyrra. Heilmiklar endurnýjanir voru við öld- runarstofnunina og nú er að ljúka viðgerð á sjóvarnargarði sem skemmdist mikið í óveðri 11. febrú- ar. 1,8 milljónir voru ætlaðar í fram- kvæmdina og var sótt um viðbótaríj- árveitingu til íjárveitinganefndar sem var hafnað. Það var því aðeins til ijármagn til að gera við 200 metra af þeim 300 sem skemmdust. Unnið var fyrir rúmar 3 milljónir og íjár- magnaði Flateyrarhreppur mismun- inn tímabundið. „Okkur þykir hart að þurfa að íjár- magna þetta sjálfir því ríkið sér alfar- ið um slík verkefni. Við teljum þetta vera náttúruhamfarir, svona uppá- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 85,00 60,00 77,05 11,792 908.552 Þorskur(ósL) 52,00 52,00 52,00 0,319 16.562 Þorskur(smár) 26,00 26,00 26,00 0,096 2.496 Smáþorsk(ósl) 26,00 26,00 26,00 0,023 585 Ýsa 118,00 61,00 106,54 3,020 321.797 Ýsa(ósl.) 82,00 78,00 80,18 4,812 385.848 Ufsi 16,00 16,00 16,00 0,067 1.064 Steinbítur 52,00 48,00 48,76 0,637 31.041 Langa 29,00 29,00 29,00 0,010 290 Langa(ósl.) 29,00 29,00 29,00 0,033 957 Lúða 205,00 205,00 205,00 0,016 3.280 Kolaflök 130,00 130,00 130,00 0,030 3.900 Keila 23,00 23,00 23)00 1,491 34.301 Keila(ósL) 23,00 23,00 23,00 0,013 288 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,006 110 Samtals 76,48 22,374 1.711.247 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. •FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 80,00 53,00 71,82 8,643 620.714 Ýsa 94,00 30,00 79,42 11,486 912.209 Karfi 37,50 34,00 35,67 125,023 4.459.173 Ufsi 47,00 42,00 44,91 51,684 2.320.952 Hlýri+steinb. 47,00 47,00 47,00 1,345 63.215 Langa+blál. 45,00 37,00 42,22 2,568 108.415 Lúða(stór) 305,00 200,00 244,48 0,230 56.230 Lúða(smá) 370,00 210,00 263,83 0,411 108.435 Keila 12,00 12,00 12,00 0,139 1.668 Hrogn 25,00 25,00 25,00 0,020 500 Samtals 42,85 202,313 8.669.035 Selt var meðal annars úr Margréti EA og Hegranesi SK. í dag verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 89,00 25,00 80,26 19,790 1.588.390 Ýsa 97,00 65,00 86,00 6,000 516.000 Steinbítur 35,00 35,00 35,00 0,025 875 Langa 40,00 36,00 39,08 0,650 25.400 Lúða 135,00 70,Ó0 96,68 0,134 12.955 Skarkoli 15,00, 15,00 15,00 0,006 90 Keila 14,00 10,00 10,36 0,880 9.120 Samtals 78,04 27,655 2.158.100 Selt var m.a. úr Víkingi III. ÍS, Víði KE, Búrfelli KE og Happa- sæli KE. I dag verða m.a. seldir 150 kassar af karfa úr Gnúpi GK og óákveðið magn af blönduðum afla úr dagróðrabátum. koma eins og varð hér í vetur, og héldum því að þetta yrði auðfengið en það gekk því miður ekki,“ sagði Kristján. Kristján var spurður hvernig Flat- eyrarhreppur stæði að vígi eftir svo mikið framkvæmdaár. „Þetta er traust sveitarfélag, ijárhagur þess er í góðu lagi, að vísu eru lausaíjár- stöðuerfiðleikar og kemur auðvitað fram hér eins og annars staðar, þeg- ar erfiðleikar eru í fiskvinnslu og sjávarútvegi. Hér er trygg atvinna allt árið um kring, hér hefur ekki verið greiddur einn dagur í atvinnu- leysisbætur síðan 1984 og telst gott miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, þannig að við stöndum bara vel að vígi. Aðalvandamál okkar er að við erum of fá. Okkur vantar fleira fólk til að flytja til okkar,“ sagði Kristján að lokum. - Magnea farsæl störf. Þá var boðið í skoðun- arferðir um ýmsar deildir spítalans og snæddur hádegisverður í and- dyri K-byggingarinnar svonefndu. „Stjórnmálamenn segja stundum að stofnanir sem sýna árangur eigi að fá að njóta hans. Reyndin er því miður oftast önnur og ijárlagatil- lögur sem nú liggja fyrir eru engin undantekning," sagði Davíð Gunn- arsson, forstjóri ríkisspítalanna meðal annars í ræðu sinni. „Það er jafnvel svo að hagræðing og sparnaður í eitt ár getur þýtt lægri framlög á því næsta...Þið verðið að fyrirgefa forstjóranum að hann stendur hér og veltir því fyrir sér hvort ekki hefði verið réttara að fara að eins og sannur kaupsýslu- maður og reka ríksispítalanna 15% umfram fjárlög í eitt ár, eins og dæmin sýna að gerst hefur hjá sum- um opinberum stofnunum, og geta þar með lokið við K-bygginguna.“ Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður ríkisspítalanna, sagði að spítölunum virtist refsað fyrir mikið aðhald. Um 460 milljón- ir þyrfti að meðaltali ár hvert til þess að ríkisspítalarnir gætu þróast á eðlilegan hátt. Yfir 300 milljónir vantaði til að halda mætti óbreyttri starfsemi frá því í ár. Guðmundur ræddi helstu framkvæmdir á vegum ríkisspítalanna. Hann sagði að sam- kvæmt grófri athugun mætti spara milli 800 og 1200 milljónir árlega með sameiningu spítala. Þá kom fram í ræðu hans að launakostnað- ur væri um 67% af rekstri ríkisspít- alanna. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra lýsti ánægju sinni með að ársfundur ríkisspítalanna væri nú haldinn í fyrsta sinn. Hann ræddi um rnikil gæði íslenskrar heilbrigð- isþjónustu og sagði að auðvitað ætti að halda áfram á þeirri braut að allar aðgerðir verði hægt að framkvæma hér á landi. Hluta hjartaaðgerða er nú unnt að fram- kvæma hér en Guðmundur G. Þór- arinsson sagði að ódýrara væri að flytja allar aðgerðirnar heim. Árni Björnsson, formaður lækna- ráðs Landspítalans, talaði síðastur og rakti sögu handlækninga á spítalanum. í ræðu hans kom með- al annars fram að aðgerðir á spíta- lanum hefðu verið 4590 talsins í fyrra. Sjúkrarúm hefðu verið 45 árið 1930 og væru nú 126. Á sama tíma hefði fjöldi aðgerða tífaldast. Árni kvaðst eiga erfitt með að trúa því að afmælisgjöf ráðamanna til Landspítalans á komandi ári yrði til þess að draga þyrfti úr þjónustu sem veitt hefði verið á spítalanum frá upphafi. Starfsmennirnir sem viðurkenn- ingu hlutu voru Alfreð Árnason, vísindamaður í blóðbanka, Baldur Skarphéðinsson, umsjónarmaður á Kleppsspítala í ijölmörg ár, María Bjarnadóttir, starfskona í eldhúsi frá 1946, Snorri Páll Snorrason, prófessor í lyflækningum sem starf- að hefur á Landspítalanum frá 1957, Vigdís Magnúsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, Þorbjörg Andrésdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og Þórhildur Salómonsdóttir, starfskona í þvottahúsi frá 1947. Stórstúka íslands: Kannað hvort áfengi o g tóbak eigi heima í framfærsluvísitölu STORSTUKA Islands gekkst fyr- ir opnum fundi í Reykjavík fyrir skömmu um stöðu Reglunnar og bindindismála á Islandi í dag og náinni framtíð. Fundarsljórar voru Hörður Pálsson og séra Björn Jónsson. Fundarmenn skiptu sér í fjóra hópa og höfðu eftirfarandi framsögn fyrir þeim: Valdór Bóasson, Elísabet Jens- dóttir, Elfa Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Haukur Árnason. í fréttatilkynningu frá Stórstúk- unni segir, að fram hafi komið í máli margra ótti við gífurlega aukna áfengisneyslu á þessu ári eða Tónleikum frestað TÓNLEIKUM bresku rokkhljóm- sveitarinnar House of Love sem halda átti í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld hefúr verið frestað um ótilgreindan tíma. Breska hljómsveitin House of Love, sem leika átti á tónleikum með íslensku hljómsveitunum Bless og Risaðeðlunni í hátíðarsal MH í kvöld, hefur verið frestað um ótil- greindan tíma vegna slysfara. Trommuleikari hljómsveitarinnar skarst það illa á hendi að hann verður frá tónlistariðkun næstu vik- ur. Falla tónleikarnir því niður af þeim sökum. Fyrirhugað er að hljómsveitin komi til íslands í febrúar næstkom- andi, en nánar verður tilkynnt um það síðar. um 36% samfara litlum sem engum fjárveitingum hins opinbera til áfengisvarna og bindindisstarfs. Einnig segir í fréttatilkynningunni: „Stórstúka íslands hefur kynnt menntamálaráðherra tillögu um bindindisfræðslu í grunnskólanum fyrir 8, 9 og 10 ára böm en engin svör hafa enn borist. Uppeldisstarf með börnum og unglingum á grundvelli bindindis og heilbrigði er nauðsyn. Það verð- ur að tengjast skólastarfi svo að falli árekstrarlaust að fræðslu og uppeldi skólanna.“ Eftirfarandi ályktun um stefnu í áfengismálum var samþykkt. „Brýna þarf fyrir valdhöfum landsins hver nauðsyn er á virku bindindisstarfi og gildi þess fyrir heilbrigði almennt og efnahag. Sérstök stjórn verði sett yfir ÁTVR og hætt verði að kaupa einkasöluvörur með milligöngu umboðsmanna. Engin nauðsyn er að áfengisframleiðendur hafi hér á landi menn á launum til þess að auka drykkjuskap í landinu. Gagnvart veitingastöðum skal meta friðhelgi heimila og rétt þeirra svo að hávaði og óþrifnaður nái ekki að spilla heimilisfriði. Kannað verði til þrautar hvort launþegasamtök telji ástæðu til að verð tóbaks og áfengis hafi áhrif á framfærsluvísitölu. Þakka skal dómsmálaráðherra nýja reglugerð um vínveitingaleyfi og opnunartíma vínsölustaða. Eindregið var stutt það sem þar kemur fram að opnun- artími bjórstofa verði styttri en venjulegra dans- og skemmtistaða. Hagstofunni verði falið að taka saman í félagi við áfengisvarnaráð og gefa út skýrslu með tölfræðileg- um upplýsingum um áfengismál. Ríkið, sveitarfélög og aðrar opin- berar stofnanir veiti ekki áfengi.“ Hjálparsveit skáta í Garða- bæ 20 ára HJÁLPARSVEIT skáta í Garðabæ á tuttugu ára starfsaf- mæli þann 20. nóvember nk. Mun sveitin af því tilefni standa fyrir kynningu á starfsemi sinni í hús- næði hjálparsveitarinnar við Bæjarbraut, sunnudaginn 19. nóvember frá klukkan 13-17. Þar gefst almenningi kostur á að kynnast búnaði, farartækjum og starfi sveitarinnar. Starfandi félagar eru nú yfir sextíu auk nýliðahóps. Fyrsti for- maður sveitarinnar og stofnandi var Einar Guðmundsson en núverandi formaður er Eyj ólfur V. V altýsson. Rey kj avíkur br éf: Leiðrétting I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 12. nóvember sl., sem að megin- efni Ijallaði um ráðstefnu Lífs og lands, var m.a. vitnað til erindis dr. Ingu Þórsdóttur, næringarfræð- ings. I bréfinu misritaðist föðurnafn hennar; þar stóð Þórisdóttir en átti að vera Þórsdóttir. Velvirðingar er beðið á þessum mistökum sem leið- réttast hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.