Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 _ > Til Islands að kaupa nýsjálenskt lambakjöt? MAMMA fór til íslands í dag - okkur fínnst öllum lambakjöt svo gott. Þetta er yfirskrift stórrar Nefndin tekur ákvörðun um hver hlýtur verðlaunin þann 23. janúar næstkomandi í Helsinki í Finn- landi. Verðlaunaupphæðin er 150 þúsund danskar krónur, eða um það bil 1,3 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í febrúar. auglýsingar sem birtist nýlega í breska blaðinu Daily Express. Islenskir lesendur reka væntan- Af íslands hálfu sitja í dómnefnd- inni Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 1962. Þrír íslendingar hafa fram til þessa hlotið verðlaunin, Ólafur Jóhann Sigurðsson árið 1976, Snorri Hjartarson árið 1981 og Thor Vilhjálmsson árið 1988. lega upp stór augu, og ekki minnkar undrunin þegar aðeins neðar er tilkynnt að heilt læri af nýsjálensku lambi kosti aðeins 1,29 sterlingspund hvert enskt pund (454 grömm). Það- er þó ekki svo að breskir neytendur skreppi yfir hafið til ís- lands til að kaupa sér nýsjálenskt lambakjöt, heldur er auglýsingin frá breskri verslanakeðju sem heitir Iceland, og sérhæfir sig í að selja frystar matvörur. Aðalstöðvar Iceland eru í Wales, og að sögn Peters Weston, mark- aðsstjóra var fyrirtækið stofnað af tveimur framkvæmdamönnum á sjöunda áratugnum, og seldi þá aðallega frosið grænmeti. Fyrirtæk- ið óx hratt og fyrr á þessu ári yfir- tók það annað fyrirtæki sem seldi frosin matvæli. Nú rekur Iceland um 470 verslanir í Bretlandi. Starfsmenn eru um 10.000 og velt- an er um 700 milljónir punda. Weston sagðist ekki vita til þess að íslenskar matvörur væru á boð- stólum í búðum íslands. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990: Matthías og Svava fulltrúar Islands DÓMNEFND um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs tilkynnti í gær hvaða bækur yrðu lagðar fram til verðlaunanna 1990. Af ís- lands hálfu verða lagðar fram bækurnar Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur og ljóðabókin Dagur af degi eftir Matthías Johannessen. VEÐUR VEÐURHORFUR íDAG, 16. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Suðlæg átt á landinu, víðast gola eða kaldi. Súld eða rigning var við suðurströndina, en skúrir á annesjum vestan- lands. Þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. SPÁ: Hæg suðíæg átt, þurrt og bjart veður norðaustantil á landinu en súld, rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2—6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðlæg átt með snjó- eða slydduélj- um og hita rétt yfir frostmarki sunnanlands en þurrt og vægt frost nyrðra. HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi norðaustanátt og kólnandi veð- ur. Él norðanlands- og austan og líklega einnig við suðurströndina en að mestu þurrt vestanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y' Norðan, 4 vindstig: -\ Q° Hitastig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. y Él / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða * / * > Súld * / * Slydda / * / oo Mistur ■* # * 4 Skafrenningur * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavik 4 skýjað Bergen 6 léttskýjað Helsinki 0 skýjað Kaupmannah. 7 léttskýjað Narssarssuaq •f-1 snjókoma Nuuk 4-5 snjókoma Osló 8 hálfskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 17 aiskýjað Berlín 7 skýjað Chicago 7 súld Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 1 þokumóða Glasgow 9 skýjað Hamborg 10 léttskýjað Las Paimas 19 skýjað London 11 skýjað Los Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 7 þokumóða Madríd 15 þokumóða Malaga 18 alskýjað Mallorca 20 alskýjað Montreal 2 rigning New York 17 skúr á s. kl. Orfando 19 skýjað Parls 8 léttskýjað Róm 15 þokumóða Vín 6 skýjað Washington 16 alskýjað Winnipeg 415 ísnálar Mum’s gone to Icelandtoday- weall love lamh AWHOLELEG OF NEW ZEALAND LAMB! AMAZING VALUE ATJUS SAVE 50p The big choice in frazen food. Alþýðubandalag: Auglýsingin í Daily Express. Níundi landsfiuidur NÍUNDI landsfundur Alþýðu- bandalagsins hefst síðdegis í dag í Borgartúni 6 í Iteykjavík, en kjörorð fundarins er Nýr grund- völlur fyrir nýja tíma. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins setur lands- fundinn, og að því loknu flytja Svanfríður Jónasdóttir, Svavar Gestsson, Steingrímur J Sigfússon, Arthúr Mortens, Margrét Frímannsdóttir og Björn Grétar Sveinsson framsöguræður um framtíðarverkefni flokksins. Al- mennar stjórnmálaumræður hefjast svo í kvöld og halda áfram á morg- un ásamt nefndarstörfum og starfs- hópum. Á laugardag er hliðarráð- stefna um Evrópu í breyttum heimi og pallborðsumræður og kosning stjómar og framkvæmdastjórnar síðdegis. Fyrirspurn í Borgar- ráði vegna fram- kvæmda við Lágmúla Merkilegt að engar athugasemdir komu fram við úthlutun, segir Júlíus Hafstein ALFREÐ Þorsteinsson Framsóknarflokki, hefiir lagt fram fyrirspurn í borgarráði vegna byggingarframkvæmda við skrifetofu- og verslunar- húsnæði við Lágmúla 6 til 8. Spurt er hvort borgaryfirvöld ætli að beita sér fyrir afturköllun þessarar lóðaúthlutunar í ljósi þeirra upplýs- inga, sem liggi fyrir. Júlíus Hafstein, sem stendur að hluta byggingar- innar, vísar á bug ásökunum Alfreðs um lóðabrask. „Ég get að sjálf- sögðu ekkert gert við þvi þó að pólitískir andstæðingar mínir vilji skyggnast í þessa hluti eða aðra, hitt er athyglisvert að þeir gerðu ekki athugasemdir við þetta mál þegar úthlutun fór fram, það er merkilegt út af fyrir sig,“ segir Júlíus. í fyrirspurninni segir: „í frétt Mbl. 5. nóvember s.l. er skýrt frá því, að einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins sé aðili að stórbygg- ingu í Lágmúla 6-8, sem telst vera álitlegur byggingarstaður undir skrifstofu- o g verslunarhúsnæði, enda mjög miðsvæðis. Það sem vekur sérstaka athygli við áðurnefnda frétt Mbl. er sú stað- reynd, að borgarfulltrúinn, sem nefndur er, hefur fyrir alllöngu selt rekstur fyrirtækis síns og hefur þar af leiðandi ekki lengur þörf fyrir umrædda lóð. Borgarráð hefur markað mjög skýra stefnu í skyldum málum. M.a. var nýlega afturkölluð lóðarúthlutun fyrirtækis, sem ýsti yfir, að það hefði ekki þörf fyrir lóð, sem því hafði verið úthlutað, og hugðist framselja öðrum aðila. Með þessari ákvörðun sinni vildi borgarráð koma í veg fyrir lóða- brask, en það er á vitorði borgarfull- trúa, að lóðabrask með atvinnu- húsalóðir hefur aldrei verið meira en nú, sbr. þá staðreynd, að einung- is einn aðili af þeim fjölmörgu, sem fengið hafa úthlutun í austurhluta Skeifunnar, er með atvinnurekstur á eigin lóð. Hinar lóðirnar hafa geng- ið kaupum og sölum og milljóna- tugir runnið í vasa aðila fyrir það eitt að senda inn lóðaumsóknir óg fá úthlutun. Út yfir allan þjófabálk tekur, þeg- ar kjömir borgarfulltrúar taka þátt í slíkum leik, eins og reyndin sýnist vera með lóðina í Lágmúla. Forsenda fyrir upprunalegri lóðaúthlutun til fyrirtækis borgarfulltrúans er ósk um 700 fermetra húsnæði, sem þörf var talin á. í dag virðist umrætt fyrirtæki vera rekið í gegnum einn símsvara og án starfsfólks. Þörf fyr- ir jafnstóra lóð undir símsvara er því út í hött. Fyrir viðkomandi aðila er hér hins vegar um verslunarvam- ing að ræða, sem skiptir milljónum króna.“ Júlíus Hafstein kveðst hafa sótt um lóð ásamt mörgum öðmm fyrir meira en fimm ámm síðan og feng- ið úthlutað í ágúst 1985. „Við höfum unnið að því í rúm þijú ár að hefja þessar framkyæmdir með tei'kningr um frá teiknistofu Gunnars Hans- sonar.“ Júlíus kveðst hafa sótt um lóðina á þeim tíma sem hann var varaborg- arfulltrúi. „Síðan er ég kjörinn borg- arfulltrúi og tek að mér meiri störf en þrátt fyrir það held ég áfram rekstri mínum og er búinn að vera með hann í mjög góðum gangi þang- að til í byrjun þessa árs að ég sel stóran hluta af rekstrinum, en ekki fyrirtækið. Það hefur verið minni rekstur á þessu ári af skiljanlegum ástæðum, en þrátt fyrir það hef ég ekki ákveðið að hætta í viðskiptum og hef hugsað mér að halda þeim áfram. Ég er þarna að byggja yfir framtíðina og við gerum það sameig- inlega, í þessu tilviki, ég og Ólafur H. Jónsson hf., eða okkar fyrirtæki. Við höfum fengið byggingarmeist- ara og verktaka til að annast þessa hluti fyrir okkur.“ Júlíus sagði að það væri ekkert launungarmál, varðandi ásakanir um lóðabrask, að borgarritari hefði óskað eftir skýringum og þær kvaðst hann munu gefa. „Mér finnst ekkert athugavert við það i sjálfu sér, þó að beðið sé um skýringar að þessu leyti varðandi þessa framkvæmd, ég mun að sjálfsögðu gefa þær. Þess má geta að fyrirtækið átti aðrar eignir og hefur selt þær, meðal ann- ars vegna þessara framkvæmda, og við höfum að öllu leyti staðið eðli- Iega að þessu máli frá því að við fengum úthlutað og staðið við okkar skyldur gagnvart borgaryfirvöldum um alla þá þætti sem til er gert vegna framkvæmda." Júlíus var spurður hvort hann hefði áætlað hvenær hann flytti inn í húsið með fyrirtæki sitt. „I samn- ingum við verktaka er gert ráð fyrir að húsið verði fokhelt í mars, en þetta hús verður ekki tilbúið fyrr en um áramótin 1990/’91 svo að það er langt í land, en ég hef tryggt mér húsnæði fyrir fyrirtækið á með- an,“ sagði hann. En, telur Júlíus að ásakanir Alfreðs séu af pólitískum toga vegna þess hve stutt er til borg- arstjórnarkosninga? „Ég legg ein- dregið til að aðrir svari því, en ekki ég,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.