Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 40
SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Fiskveiðasj óður: Þrjú tilboð í Pat- rek og fiystihúsið ÞRJÚ tilboð bárust í Hraðfrystiiiús Patreksijarðar og togskipið Pat- rek, sem Fiskveiðasjóður auglýsti til sölu. Frestur til að skila tilboð- um rann út síðdegis í gær, en Fiskveiðasjóður veitir ekki upplýsing- ar um tilboðin fyrr en stjórn sjóðsins hefur íjallað um þau. Fiskveiðasjóður keypti Hrað- frystihúsið á 95 milljónir króna á nauðungaruppboði þann 25. sept- ember sl, en sjóðurinn átti 110 milljóna króna kröfur í húsið. Aður hafði sjóðurinn keypt togskipið Pat- rek, sem var í eigu Odda hf., á 146 milljónir króna, en kröfur sjóðsins Stykkishólmur: Innbrota- faraldur upplýstur LÖGREGLAN í Stykkishólmi hefur upplýst um innbrotafarald- ur, sem þar hefur verið undanfar- inn hálfan annan mánuð. Þar var að verki einn og sami unglingur- inn og braust inn á 12 stöðum auk nokkurra báta. Að sögn lögreglu var málið erfitt viðureignar, þar sem þjófurinn skildi lítil ummerki eftir sig. Hann stal einkum tóbaki og öðru smá- legu, auk þess sem hann stal skot- færum sem hann sagðist við yfir- heyrslur hafa ætlað að nota í sprengjur. Lögregla segir hann hafa farið á milli þessara staða, gengjð hreint til verks og tekið sitt lítið af hveiju í hverjum stað. Hann gekk tiltölulega vel um, skemmdi ekki annað en það sem hann þurfti til að bijóta sér leið inn á þann stað sem hann vildi komast á. Þessi „góða“ umgengni olli því einmitt, að sögn lögreglu, að erfitt var að rekja slóðina. Afbrotamaðurinn hef- ur ekki áður komið við sögu lög- reglu. í því tilfelli námu 164 milljónum. Sjóðurinn greiddi því samtals 241 milljón fyrir eignirnar tvær, en kröf- ur sjóðsins námu samtals 274 millj- ónum. Svavar Armannsson, aðstoðar- forstjóri Fiskveiðasjóðs, sagði að honum hefðu borist þijú umslög með tilboðum í frystihúsið og skip- ið. „Eg get ekki gefið upp hveijir gerðu tilboðin eða hvernig þau voru fyrr en stjórn Fiskveiðasjóðs hefur séð þau,“ sagði hann. „Stjórnar- fundur hefur ekki verið ákveðinn enn.“ Að sögn Svavars voru tvö um- slaganna merkt „hraðfrystihús og fiskiskip", í samræmi við auglýs- ingu Fiskveiðasjóðs, sem gerði ráð fyrir að eignirnar yrðu seldar sam- an. Eitt umslag var hins vegar merkt „Patrekur". Samkvæmt aug- lýsingunni áskilur Fiskveiðasjóður sér rétt til að hafna tilboðunum. Morgunblaðið/Þorkell Unglingar gegn ofbeldi á lokasprettinum ATAKIÐ Unglingar gegn ofbeldi er nú á lokasprett- inum. I gær söfnuðust unglingar saman í Hugmynda- smiðju í Glym í Breiðholti, þar sem lokið var vinnslu verkefna og var meðfylgjandi mynd tekin þegar einn hópurinn kynnti verkefni sitt. í dag verður menning- arvaka í Glym, þar sem haldin verður yfirlitssýning á verkum unglinga og skemmtidagskrá sem hefst klukkan 16. Lokadansleikur verður síðan í Glym í kvöld þar sem hljómsveitin Ný Dönsk leikur fyrir dansi. Dansleikurinn er fyrir alla unglinga 13 ára og eldri og verða rútuferðir frá félagsmiðstöðvum til og frá dansleiknum. Samstarfshópur nítján aðila um leitar- og björgunarmál Fyrst og ft*emst lögð áhersla á eflingu þyrluflotans SAMSTARFSHOPUR 19 félaga og landssamtaka hefúr verið stofnaður í þeim tilgangi að beita sér fyrir samræmdu átaki í leit- ar- og björgunarmálum lands- manna, þar sem fyrst og fremst verði lögð áhersla á eflingu þyrluflotans, en einnig verði unn- Hafrannsóknastofiiuii: Hámarksafli úthafsrækju verði 20 þús. tonn 1990 Hafrannsóknastofiiun leggur til að ekki verði veidd meira en 20 þúsund tonn af úthafsrækju á næsta ári, sem er sama magn og stofnunin lagði til að veiða mætti í ár. Leyft var hins vegar að veiða 23 þúsund tonn af úthafsrækju í ár en búist er við að aflinn verði um 18.300 tonn. I skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar um ástand úthafsrækjustofna árið 1989 og aflahorfur árið 1990 segir meðal annars að þrátt fyrir of mikla sókn árin 1987 og 1988 og minnkandi afla á sóknareiningu undanfarið sé gert ráð fyrir nokkr- um bata í úthafsrækjustofnunum á næsta ári vegna betri nýliðunar og minni sóknar á sum mið árið 1989. Veidd voru 30 þúsund tonn af út- hafsrækju árið 1986, tæp 35 þús- und tonn árið 1987 og um 26 þús- und tonn árið 1988. Frá slysstað í gærkveldi. Morgunblaoið/Juhus Kona fannst látin í Hafnarfj ar ðar höfii UNG kona af erlendum uppruna fannst látin í Ilafnarfjarðar- höfn á ellefta tímanum í gærkveldi. Oljóst er með hvaða hætti slysið bar að höndum, en Rannsóknarlögregla ríkisins hefur rannsókn málsins með höndum. Tveir íslenskir sjómenn sem voru að fara til sjós urðu varir við konuna á floti í höfninni og gerðu lögreglu aðvart. Tilkynn- ingin barst til lögreglunnar klukkan 22.10. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði þeim tekist að ná konunni á þurrt, en lífgun- artilraunir báru ekki árangur. Ekki var um miðnættið í gær- kveldi búið að bera kennsl á kon- una, en vitað að hún var gest- komandi um borð í grænlenskum togara, sem liggur við landfestar í höfninni, um sex leytið í gær. Ekki var ljóst um málsatvik að öðru leyti. ið að því að skipulag leitar- og björgunarmála verði með hlið- sjón af alþjóðasamþykkt þar um. Ennfremur verður unnið að lög- leiðingu staðsetningarbauja fyrir skip og báta. Staðsetningarbauj- ur fljóta upp þegar skip ferst og hefja merkjasendingar sem hægt er að miða út frá skipum og flug- vélum. „Það er fyrsta markmið samtak- anna að hafist verði handa um- stækkun þyrluflotans. Þau telja það óviðunandi að ekki sé önnur þyrla á móti TF-SIF, þar sem hún verði óhjákvæmilega eitthvað frá vegna viðhalds," segir Haraldur Henrys- son forseti Slysavarnafélagsins og formaður framkvæmdanefndar samstarfshópsins. Þyrlan er orðin fjögurra ára og eru fyrirsjáanlegar vaxandi frátafir. Haraldur segir að starfshópar verði settir á fót til þess að vinna að úttektum á ýmsum hliðum þyrlu- kaupa. Ennfremur mun samstarfs- hópurinn snúa sér til Alþingis og ríkisstjórnar með erindi þess efnis að stjórnvöld marki stefnu í þeim efnum. Haraldur segir að hugað hafi verið að söfnunarátaki meðal þjóð- arinnar til þyrlukaupa, en engin ákvörðun verið tekin enn. „Hins vegar safnar Nemendafélag Stýri- mannaskólans í Reykjavík fé í sinn þyrlukaupasjóð." TF-SIF er í viðgerð þar sem ann- ar hreyfill hennar bilaði og skammt er þar til taka þarf hinn hreyfilinn til skoðunar, sem verður bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Harald- ur segir að æskilegt sé að fá stóra þyrlu, en verið er að kanna hvort hægt sé að fá samskonar þyrlu og TF-SIF í fyrstu lotu, þar sem af- greiðslutími stórra þyrlna er allt að tvö ár. Stór þyt'la sem getur tekið heila skipshöfn á stærri skipum mun kosta nálægt 500 milljónum króna ný, minni þyrla eins og TF- SIF kostar um 250 milljónir. Þau félög og samtök sem standa að samstarfshópnum eru Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands, Sjómannasamband íslands, Slysavarnafélag íslands, Nemenda- félag Stýrimannaskólans, Lands- samband íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra kaupskipaút- gerða, Sjómannablaðið Víkingur, Landssamband smábátaeigenda, fjögur kvenfélög sjómannafélaga: Aldan, Bylgjan, Hrönn og Keðjan, Landssamband hjálparsveita skáta, Landssamband flugbjörgunar- sveita, Fiskifélag íslands, Land- helgisgæslan, Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar, Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Siglingamálastofnun. Verðlagsstofti- un ætlar sér að kæra Islenska útvarpsfélagið VERÐLAGSSTOFNUN hyggst kæra íslenska útvarpsfélagið til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna spurningaleiks á Bylgj- unni, og fjöldi fyrirtækja tók þátt í. Samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofnun er talið að leikur- inn stangist á við verðlagslög. For- ráðamönnum Islenska útvarpsfé- lagsins var sent bréf vegna þessa fyrir skömmu, en í svarbréfi til Verðlagsstofnunar féllust þeir ekki á að spurningaleikurinn bryti í bága við verðlagslög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.