Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 6

Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 * -'l UPPLYSINGAR: SIMSVARI Athugasemd frá Bifreiðastjórafélaginu Frama eftir IngólfM. Ingólfsson í Morgunblaðið 28. nóvember sl. skrifar Bjarni Sigtryggsson gi'ein þar sem honum þykir hlýða að senda leigubílstjórum kaldar kveðj- ur í máli sem mér sýnist hann lítið hafa kynnt sér, nema þá af sögu- sögnum eða röngum upplýsingum. Bjarni telur í grein sinni að leigubílstjórar og forsvarsmenn þeirra misskilji eðli þjónustunnar, einkum og sér í lagi vegna þess að þijár stærstu bifreiðastöðvarnar hafi ekki viljað taka þátt í útboði Flugleiða á akstri „forgangsfar- þega“ þeirra sem ferðast á Saga Class. Bjarni Sigtryggsson segir að Frami hafi komið í veg fyrir að stöðvarnar byðu í aksturinn. Þetta Kirkjudagur Grensássóknar Næstkomandi sunnudagur er Kirkjudagur Grensássóknar. Þá v.erður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, þar serrf kór Hvassaleitisskóla kemur í heimsókn. Söngvar eru léttir og1 formið fijálslegt. Hátíðarmessa dagsins verður kl. 2. Þar prédikar sr. Halldór S. Grönd- al og sr. Gylfi Jónsson þjónar fyrir altari. Einsöng syngur Matthildur Matthíasdóttir. Eftir messu verður kirkjukaffi í Grensási kynnt kirkju- gestum og öllum boðnar veitingar. Um kvöldið verður aðventusam- koma kl. 20.30. Þar flytur dr. Hjalti Hugason ræðu, Kristján Þ. Stephen- sen leikur á óbó, Sigurður Björnsson syngur einsöng og organistinn okkar Ami Arinbjarnarson leikur á orgelið. Samkomunni lýkur með helgistund og almennum söng. Sóknarnefiidin „Fullyrðingar um að Frami hafí komið í veg fyrir samkomulag eru út í hött og er þeim fullyrðingum vísað til sinna foðurhúsa.“ er ekki rétt. Aftur á móti voru tvö atriði sem urðu til þess að stöðvarn- ar töldu sér það ekki fært. En þau eru: 1. Kröfur þær sem Flugleiðir gerðu í útboðinu voru þess eðlis að engin ein stöð taldi sig geta borið ábyrgð á að geta staðið við slíkt ef um einhvern umtalsverðan akst- ur væri að ræða. Þess vegna buðu stöðvarnar upp á sameiginlegar við- ræður til að finna lausn á málinu. Það hafa Flugleiðamenn ekki þegið og eru það leigubílstjórum von- brigði. 2. Bifreiðastöðvarnar eru ekki samningsaðili um kaup og kjör bílstjóranna, þar sem þær hvorki eiga né reka bílanna, heldur leigja aðstöðu. Það er skoðun stjórnar Frama að eðlilegt sé að veita afslátt ef um aukningu á vinnu er að ræða. Þess vegna var boðið upp á að haldinn yrði fundur aðila og reynt að kom- ast að samkomulagi. Af þessu má sjá að fullyrðingar um að Frami hafi komið í veg fyrir samkomulag eru út í hött og er þeim fullyrðingum vísað til sinna föðurhúsa. Það er aftur ekki gott mál ef þessir aðilar, Flugleiðir og leigubílstjórar, sem átt hafa gott samstarf gegnum árin, það ég best veit, vinna ekki saman að eðlilegri þróun og þjónustu við flugfarþega sem aðra. Höfundur er formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Neskirkja: Ljósamessa á aðventu EINS OG venjan hefur verið á síðastiiðnum árum er mikið um að vera á fyrsta sunnudegi í að- ventu sem nú er 3. desember. Barnasamkoma er kl. 11 árdegis en klukkan 2 annast fermingar- börnin væntanlegu ljósamessu með ritningarlestri við kertaljós, flytja ávarp og lesa sögu á milli þess sem sungnir verða gamal- kunnir sálmar, sem ætlast er til að allir kirkjugestir taki undir. Að lokinni guðsþjónustu selja ungmennin í æskulýðsfélaginu kaffiveitingar til Ijáröflunar fyrir starfsemi sína. Klukkan 5 síðdegis hefst svo aðventustundin. Prófessor Guð- mundur Magnússon formaður sókn- arnefndar flytur ávarp. Kór Mela- skóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra flytur hugleið- ingu. Fríða Kristinsdóttir og Heiða Fríkirkjan Sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, eru liðin 90 ár frá fyrstu guðsþjónustu Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík í Goodtemplarahúsinu. Þessa verður minnst sérstaklega við guðsþjón- ustur sunnudagsins. Klukkan 11.00 verður barna- guðsþjónusta. I guðsþjónustunni eru sungnir barnasálmar, farið í hreyfijeiki, biblíuorð dagsins út- skýrt' í máli og myndum og beðnar bænir. Að guðsþjónustunni lokinni verður ungum sem öldnum kirkju- gestum boðin hressing í tilefni dagsins. Klukkan 14.00 verður almenn hátíðarguðsþjónusta. Þar mun not- aður fyrsta sinni nýr hátíðahökull, gjöf frá kvenfélagi safnaðarins. Dögg Jónsdóttir leika á þverflautur og Sigrún. Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Þá mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Reynis Jónas- sonar organista. Frank M. Halldórsson. í Reykjavík Hökullinn er hannaður og gerður af listamanninum Hólmfríði Árna- dóttur, kennara við Kennarahá- skóla Islands en henni til aðstoðar við sauma var Laufey Kristjáns- dóttir. Við gerð hökulsins hefur verið leitað samræmis við altaris- áklæði kirkjunnar. í guðsþjónustunni mun Hjálmtýr Hjálmtýsson syngja einsöng. Áð guðsþjónustunni lokinni verður kirkjugestum boðið til samsætis í tilefni tímamótanna. Þar munu fé- lagar úr kór kirkjunnar sjá um söngdagskrá við undit'leik organist- ans Paveí Smid, auk annars. Til guðsþjónustunnar þennan dag eru allir velkomnir sem endranær. Sr. Cecil Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.