Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 C 11 ^ Ljósm./Andrés Jónsson 18 íslendingar hafa starfað innan Mekane Yesus-kirkjunnar á undanförnum 35 árum. Hér eru nokkrir þeirra samankomnir. Frá vinstri: Jónas Þórisson og Ingibjörg Ingvarsdóttir, Skúli Svavarsson og Kjeilr- ún Langdal, Gisli Arnkelsson og Katrín Guðlaugsdóttir, Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjarts- dóttir, Kristín Guðleifsdóttir og sr. Felix Ólafsson. Þjóðkirkja heftir verið í Eþíópíu í 1.650 ár. Sérréttindi hennar voru afhumin og allar landareignir gerðar upptækar eftir byltingu komm- únista árið 1974. Hún hefúr haldið lífi þrátt fyrir margháttaða erfið- leika og tekið á sig þjóðlegan blæ. Hér ganga prestar hennar fyrir skrúðgöngu á hátíðisdegi. Norðmenn og íslendingar Norska lútherska kristniboðssam- bandið hóf 'starf sitt í Eþíópíu árið 1948. Samband íslenskra kristni- boðsfélaga hefur jafnan rekið sitt kristniboðsstarf í samstarfi við það. Það fékk leyfi til að starfa í suður- hluta landsins, fylkjunum Sídamó og Gamu Gofa. Mönnum varð það ljóst þegar í upphafi, að ekki yrði hjá því komist, að veita hjálp, bæði á sviði skólamála og heilsugæslu, enda hefur alltaf verið gengið út frá því sem grundvallarforsendu, að kristindómurinn sé boðskapur, sem miðar að heill mannsins, bæði til líkama og sálar. Sums staðar voru hvorki skólar né sjúkraþjónusta á stórum svæðum. Þegar eftir tvö ár var skólastarfið hafið. Yfirvöld báðu kristniboðana um að taka við rekstri eins af sjúkrahúsum ríkisins. Var orðið við þeirri bón. Síðan hefur starfið að þessum málum vaxið mik- ið (sjá yfirlit). Aðstaða manna úti á landsbyggðinni væri víða bágborin, ef þessarar þjónustu hefði ekki notið við. Á síðari árum hefur þróunar- og hjálparstarf aukist. Unnið hefur verið að verndun vatnsbóla, öflun hreins vatns, skógrækt, kennslu í betri búskaparháttum o.s.frv. Þetta miðar að betri heilsu og lífskjörum og er viðleitni til þess að draga úr hættu á hungursneyð. Á tímum hungurs hafa kristniboðarnir gegnt lykilhlutverki við dreifingu matvæla og nauðþurfta. Árið 1974 hrifsuðu kommúnistar völdin í landinu með byltingu. Það var strax ljóst, að þeir litu starf kirkna og kristniboða hornauga. Árin á eftir voru erfið. Kristniboðum, en sérstaklega inn- lendum starfsmönnum og safnaðar- meðlimum, var gert mjög erfitt fyr- ir. Margir urðu að sitja í fangelsum árum saman. Kirkjum var lokað og ofsóknir voru tiðar. Eignir kirkna og kristniboðsfélaga voru tekin eign- arnámi, stundum aðeins með sólar- hrings fyrirvara. Fólk var skyldað til að mæta á stjórnmálafundi á messutíma. Kristniboðarnir urðu að yfirgefa landið í nokkra mánuði af öryggisástæðum. Kristniboðar NLM og SÍK hafa orðið vitni að miklum trúarvakning- um, sem hafa breiðst út um alla S-Eþíópíu, stundum svo hratt, að oft hefur reynst erfitt að veita fólki uppfræðslu nógu fljótt. Þessar vakn- ingar hafa haldið áfram allt fram á þennan dag, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika. Hin síðari ár hefur hún fyrst og fremst verið á meðai æsk- unnar og embættismanna, sem ekki hafa skeytt um ofsóknir yfirvalda. Mekane Yesus-kirkjan Allt frá upphafí var markmið kristniboðsstarfsins að stofna sjálf- stæða innlenda kirkju. Árið 1958 var Mekane Yesus-kirkjan stofnuð sem ávöxtur af stafri sænskra, þýskra, amerískra, norskra og íslenskra kristniboða.. (Fullt nafn hennar er The Ethiopian Evangelical Church Mekane Yesus, skammstafað EEC- MY). Hún hefur dafnað og þrosk- ast. Nú er henni algjörlega stjómað af innlendum mönnum. Sumir þeirra hafa komið til Islands. Nú eru kristniboðar fyrst og fremst hjálpar- menn í þjónustu hinnar innlendu kirkju, undir hennar stjórn. Starfsskilyrði kirkjunnar hafa batnað mikið undanfarin misseri og víðast hvar hafa kirkjur verið opnað- Ljósm./Kjartan Jónsson Mekane Yesus-kirkjan vex hraðar en nokkur önnur í veröldinni og er óhrædd að fara ótroðnar slóðir. Hún hefúr ekki efni á að ráða presta til allra safnaða og leggur því mikla ábyrgð á herðar leik- mönnum. Leiðtogi suður- synóðunnar er kennari að mennt. Emb- ætti sem hans eru venjulega skipuð biskupum í öðrum löndum, sem gegna þeim til lífstíðar. Menn eru kosnir til fárra ára í senn í hans embætti. Það hefúr gefist vel í Eþíópíu. Frá hægri Guðlaugur Gunn- arsson, sem starfar í Konsó og Voito-dalnum, Salomon Haile, aðal- framkvæmdastjóri, Alemu Shetta, forseti og Faisha, starfsmaður Mekane Yesu-kirkjunnar. Myndin er tekin í aðalstöðvum suður-synóð- unnar. ar á ný í suðurhluta landsins. Hún nýtur síaukins trausts og virðingar, bæði almennings og ráðamanna, sem sést best á þvi, að forseta henn- ar var boðið að sitja á þingi landsins. Það er kraftaverk, að kristniboð- um skuii hafa verið leyft að starfa í Eþíópíu í þau 15 ár, sem liðin eru frá byltingu kommúnista, þegar það er haft í huga, að trúarbrögð eru að þeirra dómi tæki kúgaranna til að halda alþýðunni niðri og muni ganga til húðar af sjálfu sér í draumaríki kommúnista. Þetta sýnir hve starf þeirra hefur verið ómiss- andi. Það sýnir einnig, að líf kirkj- unnar verður ekki slökkt með of- beldi. Þessi kirkja fer á margan hátt ótroðnar slóðir. Leikmenn eru mjög virkir í starfi hennar og er trúað fyrir embættum, sem okkur er tamt að álíta, að einungis prestar geti unnið. Forseti suður-synóðunnar er t.d. kennari að mennt, en var valinn í þetta embætti vegna leiðtogahæfi- leika sinna. Hann er mjög góður leiðtogi. Kosið er til embættis for- seta til fárra ára í senn, ekki ævi- langt eins og t.d. biskups.- Vegna þess, hve prestar eru fáir, er einn . maður í hverri safnaðarstjórn kosinn til ákveðins tíma, til þess að sjá um að útdeila heilagri kvöldmáltíð, þeg- ar presturinn er ekki viðstaddur, svo að hægt sé að hafa sakramentið reglulega um hönd. Á þennan hátt hefur kirkjan brugðist við aðstæðum sínum. Hún hefur ekki efni á að ráða prest í hvern söfnuð, en nýtir þess í stað leikmenn, sjálfboðaliða. 800.000 manns eru taldir tilheyra Mekane Yesus-kirkjunni, þar af um 250.000 í suður-synóðunni, starfs- svæði Norðmanna og íslendinga. Engin kirkja vex hraðar í veröld- inrii. Ef til vill getur íslenska kirkjan dregið ýmsa lærdóma af þessari kirkju. íslendingar hafa lagt drjúgan skerf tii uppbyggingar þessarar kirkju. 18 manns hafa farið héðan, auk barna, til að leggja hönd á plóg- inn síðastliðin 35 ár. Þeir hafa starf- að víða í landinu, en þekktast er starfið í Konsó-héraði. Starf suður-synóðu Mekane Yeusus- kirkjunnar í Eþíópiu: Starfssvæði Norska lútherska kristniboðssambandsins og Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Yfirlit í tölum - 1988: Söfnuðir: 1.439 Óformiegt starf: 284 Fjöldi kristniboða: 100 Safnaðarforstöðumenn: 41 Prédikarar: 104 Sjálfboðaliðar: 1.256 Skirðir á árinu: 11.770 Meðlimir safnaða alls: 211.250 Sunnudagaskólar: 985 Kvennahópar: 1.048 Unglingahópar: 1.056 Biblíuskólar: 18 Grunnskólar: 15 Lestrarskólar: 476 Skólar fyrir aðstoðarfólk á sjúkrahús- um: 1 Iðnskólar: 1 Húsmæðraskólar: 1 Gistiheimili fyrir stúdenta: 6 Heimiii fyrir (munaðarlaus) börn: 1 Sjúkrastarf: Sjúkrahús: 1 (Kri’stniboðsfélagið rekur auk þess tvö sjúkrahús í eigu yfir- valda). Sjúkraskýli: 17 Sjúklingar á göngudeildum: 208.574 Innlagðir sjúkiingar: 4.237 Sprautusteypa eins og þessi er ný af nálinni og er í örri þróun. Sá árangur sem fengist hefur í Ólafs- firði er mjög góður og ekki mörg fyrirtæki í heiminum sem geta stát- að af sambærilegum árangri. Verkskil í ÓlafsQarðarmúla í dag er eftir að sprengja um 700 metra af jarðgöngunum. Vinna við jarðgangagerðina hefur gengið mjög vel, sprengdir hafa verið al!t að 100 metrar á viku en þá hefur verið unnið allan sólárhringinn. Með öllum frágangi svo sem klæðningu á göngum, frágangi jarðvegslagna og malbikun má gera ráð fyrir 40 metrum á viku sem meðalafköstum á heildarverktíman- um. Samkvæmt útboðsgögnum var gerð ráð fyrir að skila verkinu í mars 1991. Nú gerir Krafttak ráð fyrir að skila verkinu í október 1990 eða um 6 mánuðum fyrr. Gerð vegskálanna hefur reynst tímaákvarðandi. Mjög óhagkvæmt er að steypa upp vegskálana nema á sumrin. Lokið var við að steypa vegskálann Ólafsfjarðarmegin í sumar. Skálinn Dalvíkurmegin verður síðan steyptur næsta sumar. Hefði vinna við Ólafsfjarðarmúla hafist í maí 1988 í stað ágúst 1988 hefði verið unnt að skila verkinu í nóvember í ár í stað þess að því verður skilað í október 1990. Jarðgangagerðin sem slík er ekki árstíðabundin vinna en forskálamir eru það. Þetta dæmi sýnir mikil- vægi þess að verklegar fram- kvæmdir heljist á þeim árstíma sem hentar framkvæmdinni. Framtíðarverkefni Vegagerð ríkisins hefur undir- búið jarðgöng á Vestfjörðum milli Önundarfjarðar — Súgandafjarðar og ísafjarðar og/eða Bolungarvík- ur. Einnig hafa verið undirbúin jarðgöng er tengja Seyðisfjörð — Mjóafjörð — Norðfjörð — Eskifjörð og Hérað. Krafttak, Semenísverksmiðja ríkisins og Járnblendifélagið hafa í sameiningu gert forkönnun á hag- kvæmni jarðganga undir Hvalfjörð. Geit er ráð fyrir liðlega 5 km löng- um göngum. 3,4 km af göngunum yrðu tveggja akreina en 1,65 km yrðu þriggja akreina þar sem hall- inn á göngunum yrði 8%. Með göngum undir Hvalfjörð myndi vegalengdin milli Reykjavíkur' og „Er mikilvægt að halda jarðgangagerð samfellt áfram þannig að fagleg þekking og kunnátta haldi áfram að aukast. Ekki sé numið staðar svo byrja þurfi að nýju frá grunni eftir einn áratug eða tvo.“ Akraness styttast um 58 km. Aðrar vegalengdir til Vestur-, Norður- og Austurlands myndu styttast um 45 km. Fyrirtækin þijú buðu samgöngu- málaráðuneytinu síðastliðinn vetur að taka þá áhættu að kosta nauð- synlegar undirbúningsrannsóknir gegn því að fá heimild stjómvalda til þess að gera göng undir Hval- fjörð háð niðurstöðu rannsóknanna. Ráðuneytið hefur ekki gefið svar en hefur skipað nefnd til að fjalla um málið. Nefndin gerir ráð fyrir að skila áliti um næstu áramót. Göngin undir Hvalfjörð kæmu sem valkostur fyrir vegfarendur og er gert ráð fyrir að þau stæðu und- ir framkvæmda- og rekstrarkostn- aði með innheimtu á vegtolli. Göng- in yrðu byggð af sjálfstæðu hlutafé- lagi og myndu ekki á nokkurn hátt skerða framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins. Önnur jarðgöng, svo sem á Vest- fjörðum og Austfjörðum verða hins vegar að byggjast af almannafé eins og aðrar vegaframkvæmdir. Jarðgöng sem valkostur Sagt er að jarðgöng séu dýr. Kostnað við jarðgöng er erfitt að meta sé tekið tillit til allra þátta. Jarðgöng eru yfirleitt byggð til að komast hjá snjóflóðum og skriðu- föllum og þá er erfitt um vik ef verðleggja á mannslíf og slys. Kostnaður við veggöng með einni akrein er u.þ.b. 180 milljónir/km. Kostnaður við steinsteypta veg- skála er nærri 4 sinnum hærri eða um 680 milljónir/km. Kostnaður við vegagerð sem kemur í stað jarð- ganga er mjög breytilegur eftir umfangi fyllinga og þörf fyrir sprengingar eða allt frá 20 til 80 milljónir/km sé unnt að leggja veg. Framangreindar kostnaðartölur innifela verktakakostnað og einnig undirbúnings-, rannsókna- og eftir- litskostnað. Auk þess verður að hafa í huga að jarðgöng eru í raun yfirbyggður vegur sem þarfnast ekki snjómoksturs og viðhald er sáralítið. Lokaorð Nú eru liðin rúm 5 ár síðan vinna við jarðgangagerðina í Blöndu hófst. Á þessum tíma hefur fengist mjög dýrmæt reynsla og þekking. Tekist hefur að þjálfa upp samstæð- an hóp manna sem náð hafa góðum afköstum. Verkin hafa verið unnin langt undir kostnaðaráætlun verk- kaupa. Þrátt fyrir að við búum í ungu eldfjallalandi hafa ekki komið upp neinar séríslenskar aðstæður sem ekki hefur tekist að leysa. Því er mikilvægt að halda jarð- gangagerð samfellt áfram þannig að fagleg þekking og kunnátta haldi áfram að aukast. Ekki sé numið staðar svo byija þurfi að nýju frá grunni eftir einn áratug eða tvo. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Krafttaks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.