Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Vlfl STÆKKUM OG AUKUM ÞJÓNUSTUNA OPNUM í DAG NÝJA VERSLUN í SKEIFUNNI 3e í STÆKKUÐU OG ENDURBÆTTU HÚSNÆÐI Viðurkennd þýsk gæðamerki sem fagmennirnir þekkja FEIN rafmagnshandverkfæri í miklu úrvali, fyrir iðnaðarmenn og aðra handlagna. Fein - öryggi og nákvæmni. BOGE loftpressur Áreiðanleg gæðasmíði af öllum gerðum og stærðum. KÁRCHER háþrýstidælur og ryksugur Afkastamiklar og handhægar. Höfum einnig Kárscher heitavatns- og gufuhreinsara. KAFFIVEITINGAR í TILEFNI DAGSINS ALLIR VELKOMNIR ENDRESS rafstöðvar Sparneytnar og endingargóðar. Fjölmargar stærðir og getðir. KRUPS heímilistæki Þýsk verðlaunahönnun. Brauðristar • Expressóvélar • Kaffivélar • Hrærivélar o.fl. SKEIFTJNNI 3e, SÍMAR 82415 & 82117 ALHLIÐA VIÐGERÐAR- OG VIÐHALDSÞJÓNUSTA, VÉLAVIÐGERÐIR OG MÓTORVINDINGAR. TÖKUM AÐ OKKUR RAFLAGNIR OG NÝLAGNIR. ■V-Al-V rl' I * i SKRIFSTOFA vb»VsJ=.V L'lL ®k.’A tSáXÍ Aðventu- kvöld í Askirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 3. desember, verður aðventusam- koma í Áskirkju kl. 20.30. Ræðu flytur sr. Grímur Grímsson, fyrrum sóknarprestur í Ásprestakalli. Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari leikur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng og ásamt kirkjukór Ás- kirkju aðventu- og jólasöngva, en söngstjóri er Kristján Sigtryggsson organisti. Ennfremur verður al- mennur söngur, en samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar að og frá kirkju. Vona ég að líkt og undanfarin ár leggi margur leið sína til Ás- kirkju til að njóta þess sem flutt verður á aðventusamkomunni. Hugþekkur blær þessara stunda við upphaf jólaföstu hefur reynst mörg- um eldri og ekki síður yngri dýr- mætur og hollur undirbúningur þess að j)iggja birtu og frið komandi jóla. Árni Bergur Sigurbjörnsson Hátíð á aðventu í Haukadal og Skálholti Skálholti. JÓLAFASTA verður með veg- legra móti í Biskupstungum í vetur. Fyrsta sunnudag í aðventu, 3. desember, heijast hátíðahöld í Haukadalskirkju kl. 13.30 með messu. Þar munu þær Eijna Guð- mundsdóttir, söngkona; Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir, sellóleikari og Helga Ingólfsdóttir, semballeikari leggja sitt til messunnar, en kór heimamanna mun syngja. Organ- isti verður Jónína Guðmundsdóttir. Fermingarbörn munu aðstoða sóknarprestinn við þjónustuna. Loks mun svo sóknarnefnd bjóða til messukaffis. Kl. 17 síðdegis, sama dag, hefst síðan aðventustund í Skálholts- kirkju. Þar mun Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, flytja hugleið- ingu um nokkur gömul íslensk lög. Þá munu listakonurnar þijár, þær Erna, Ólöf Sesseljaog Helga, frum- flytja útsetningar Þorkels á tveim- ur gömlum íslenskum sálmalögum. Þær flytja og jóla- og aðventu- söngva eftir fleiri islensk tónskáld auk tónverka frá 17. og 18. öld eftir erlenda höfunda. Erna Guðmundsdóttir er nýkom- in frá söngnámi erlendis og hefur þegar vakið athygli. Ekki síst á sumartónleikum í Skálholti. Ólöf Sesselja leikur á gömbu (sem er gamalt barokkhljóðfæri) á tónleik- unum. Helga Ingólfsdóttir leikur á nýjan sembal sem keyptur hefur verið til nota í Skálholti. Semballinn þykir gersemi, enda er hann smíðaður af einum fremsta sembal- smið sem nú er uppi, Willem Kroes- berdn. Aðventustundinni lýkur með hugvekju sóknarprestsins séra Guðmundar Óla Ólafssonar en fermingarbörn verða honum til að- stoðar. Sunnudaginn 10. desember verða aðventustundir í Torfastaða- kirkju og Bræðrabungukirkju en helgiieikur barna í Biskupstungum verður í Skálholtskirkju 17. desem- ber. - Björn fl I fl fl fl fl fl fl fl fl fl fl fl fl H

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.