Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Fiskurinn Fiskurinn (19. febrúar — 19. mars) er næmur og til- finningaríkur og fljótur að grípa tilfinningar úr um- hverfinu og gera þær að sínum eigin. Hánn á því erfitt með að vera í kring- um fólk sem er reitt, þungt eða á einhvern hátt óánægt. Það dregur hann niður eða treður sínu skap- lagi á hann. Þessu fylgir að það er auðvelt fyrir aðra að særa Fiskinn. Hann bregst oft við þessu með því að draga sig í hlé eða neita að umgangast ákveð- ið fólk. Skilur aöra Fiskurinn er fljótari til tára en -önnur merki, þó hann reyni að halda aftur af sér, og þá sérstaklega karlmenn í merkinu. Þessi næmleiki er ekki alltaf slæmur, þó ekki sé hann alltaf þægileg- ur. Það jákvæða við hann er að Fiskurinn hefur hæfi- leika til að setja sig í spor fólks og á sérlega auðvelt með að skilja þarfir ann- arra. Honum er illa við að særa aðra, því hann veit sjálfur hvernig það er að verða fyrir sárum. Hann réyriir því að hjálpa öðrum, hvenær sem slíkt er mögu- legt. Hjálpsemi færir hon- um vellíðan. Einkaveröld Fiskurinn hefur gaman af því að dvelja í eigin draumaheimi, búa til sögur og skapa sína eigin veröld, sem aðrir hafa ekki aðgang að. Hann talar hins vegar sjaldan um þennan einka- heim, því hann veit sem er, að fæstir myndu skilja hann. Hann þarf á því að halda að lifa í eigin heimi, a.m.k. á tímabilum, en þarf einungis að gæta þess að tapa ekki sjónum á því sem er að gerast í umhverfinu. Feimni Fiskurinn er oft feiminn, því honum finnst að hann þurfi að þekkja fólk vel áður en hann getur treyst því. Vegna næmleika síns og viðkvæmni reynir hann að gera einungis þá að vin- um sem munu ekki særa hann. Hann þarf hins vegar á öðrum að halda eins og allir, því annars yrði hann einmana, jafnvel í einka- heimi sínum. Útilokunaraöferö Framangreint er ein hlið á upplagi Fisksins. Þó hann sé viðkvæmur og hafi ekki þykka skel til að veija sig með, lærir hann eins og aðrir að sjá um sjálfan sig. Ein varnaraðferð hans er sú að draga sig í hlé og umgangast einungis fáa og útvalda. Önnur er sú að fínna ákveðinn málstað eða markmið, einblína á það, en horfa framhjá öðru. Það getur til dæmis verið það að hella sér út í vinnu, eða beijast af krafti fyrir stjómmála- eða líknar- hreyfingu. Hann lokar síðan á önnur mál og lætur sem þau komi honum ekki við. Einn af hæfileikum Fisksins er sá að geta úti- lokað það sem hann vill ekki horfa á. Hann getur því stundum virst harður og kaldur karl, en er í raun ekki harður, heldur einfald- lega neitar að horfa á það sem hann kærir sig ekki um í lífi sínu. e~L ADDI 1 D OMKrUn <//«/;/ i//i&iliþs. A/oefiweeyw ' LI7TUA BJOFtTU HuOAeWUZ VOPNJ, H/tRTROM EK L'KLESA ÞH£> BESTA- I l/OPNl! L lBSfOTJNG?/tfZ iPEo rmim/te gengu l>r. \^~^Nú/yium FyRjK yí/top í- ~\~n/0, OS p!D I EKVÐ EHN I AÐH//iRjAjf >-'■ JH/At/U! EFþem eruhíþ/li liðs- FOR/NSJ/\HN/{ /ýi lansar /yus EkM /tÐSTAHVeeN Þö EKT ALPE/L- /S í 60ÐU SK/tP/. 06 T/tNÞ/R SENO/R ÞÉR BESTUCSH/P, omsata; u Fpp'i l... ii, i—i 1 GRETTIR BRENDA STARR UÓSKA Fagrir vellir míla. SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spegill er eitthvert ófrumleg- asta fyrirbæri sem til er: hann apar allt eftir fyrirmyndinni — gefur ekkert svigrúm fyrir sköp- un. Sama má seja um spegil- skiptingu í brids. Möguleikarnir til að skapa slagi eru hverfandi. Austur gefur; allir á hættu: Norður ♦ Á742 VK5 ♦ 10764 + Á95 Vestur VAG7432 ♦ 2 + 7643 Suður Austur ♦ DG106 V 986 ♦ 853 ♦ 1082 ♦ K85 VD10 ♦ ÁKDG9 + KDG Speglunin er ekki alger í NS, en nógu mikil til þess að útiloka alla möguleika á 12. slagnum. Styrkurinn og tígulsamlegan gera það þó að verkum að erfitt er að sleppa slemmunni. Spilið kom upp í leik fslands og Tyrk- lands í Brighton 1987 og þar fóru bæði pörin í sex tígla. Hið sama gerðist á æfingu í lands- liðshópi um daginn, þar sem þessi leikur var endurspilaður. Spil NS henta eðlilegum kerf- um illa. Suður opnar á tveimur gröndum (eða MULTI tveimur tíglum) og norður freistast til að keyra í slemmu með tvo ása og kóng. Skiptingin kemur aldr- ei í ljós. Biðsagnakerfi, sem byggist á spurningum um skipt- ingu, kontról og styrk, gæti sneitt hjá slemmunrii. Suður opnar á sterku laufi og fær upp- gefið með tímanum að norður á 4-2-4-3 og 5 kontról. Hann sér á sínum spilum að norður á svörtu ásana og hartakóng og hafnar því slemmunni. Síðan kemur norður upp með spaðago- sann til viðbótar og drottningin liggur fyrir svíningu! Brids Amór Ragnarsson Hreyfill — Bæjarleiðir Lokið er fimm umferðum í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita nú þessi: Tómas Sigurðsson 114 CyrusHjartarson 104 Ólafur Jakobsson 87 Jón Sigurðsson 84 Næsta umferð verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19,30 í Hreyfilshúsinu. Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Keppnin í hraðsveitakeppn- inni er enn jafn skemmtileg. Staðan: Ragnar Björnsson 2139 Pétur Sigurðsson 2126 Sigrún Jónsdóttir 2111 Þórarinn Árnason 2107 Hæsta skor í síðustu umferð: Gunnar Pétursson 557 Sigrún Jónsdóttir 546 Edda Thorlacíus 536 yikar Davíðsson 531 Ólafur Jónsson 529 Bridsdeild Skagfirðinga Eftir 4 umferðir í aðalsveita- keppni félagsins, er staða sveit- anna orðin þessi: Sveit Sigfúsar Amar Árnasonar 74 Sveit Amar Scheving 71 Sveit Lámsar Hermannssonar 69 Sveit Helga Hermannssonar 59 SveitHildarHelgadóttur 55 Sveit Hjálmars S. Páissonar 54 Sveit Ragnars Hjálmarssonar 42 SveitGeirlaugarMagnúsdóttur 40 og einn leik til góða. Sveit Sigmars Jónssonar 38 og einn leik til góða. Sveit Málmeyjar 38 og 2 leiki til góða. Spilamennsku verður fram- haldið næsta þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.