Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 1
56 SIÐUR B
2. tbl. 78.árg.
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Austur-Þýskaland:
Mikil þátt-
taka í úti-
fimdi gegn
nýnasisma
Austur-Berlín. Reuter.
250.000 manns komu á útifimd
í Austur-Berlín í gærkvöldi sem
boðað var til vegna þess að bor-
ið hefúr á nýnasisma í Austur-
Þýskalandi undanfarið.
Fyrir viku voru nasistaslagorð
og andsovésk vígorð máluð á
minnismerki í borginni um sovéska
hermenn sem féllu í seinni heims-
styijöldinni. Þar var þess t.d. kraf-
ist að sovéski herinn yfirgæfi
landið. Einnig hefur borið annars
staðar á slagorðum eins og „Gyð-
ingana burt!“ Stjórnvöld og fjöl-
miðlar hafa gert mikið úr þeirri
ógn sem landinu kunni að stafa
af nýnasisma. Gregor Gysi, leið-
togi austur-þýska kommúnista-
flokksins, ávarpaði mannfjöldann
í gærkvöldi, sem safnast hafði
saman við minnismerkið, og hvatti
til þess að hart yrði gengið fram
gegn hægri öfgasinnum í landinu.
Margir ræðumenn kenndu Vest-
ur-Þjóðveijum um sem komið
hefðu í stórum stíl til landsins eft-
ir að ferðahömlum var aflétt um
jólin.
Fréttaritari Reuters-fréttastof-
unnar sagði að margir hefðu yfir-
gefið fundinn í gær vegna grun-
semda um að fyrrum liðsmenn
hinnar illræmdu öryggislögreglu
landíiins hefðu skipulagt hann.
„Ég sá marga sem litu út fyrir
að hafa verið í öryggislögreglunni
og ég vildi ekki láta misnota mig
á þennan hátt,“ sagði einn fundar-
manna. Taldi viðkomandi að verið
væri að vekja ástséðulausan ótta
við nýnasisma til að réttlæta að
öryggislögreglan yrði endurreist.
Verjast olíumengun
Reuter
I Marokkó beijast menn nú við mengun vegna þess að olía lekur úr
írönsku tankskipi sem sprenging varð í úti fyrir ströndum landsins.
Hér sjást verkamenn búast til að koma gúmmíf lotgirðingu á haf út.
Sjá „Ottast að ..“ á bls. 22.
Sovétlýðveldið Azerbajdzhan:
Mikil gæsla á landa-
mærunum við Iran
Moskvu. Reuter, DPA.
MIKILL viðbúnaður hers og lögreglu er nú við landatnæri Sovétlýð-
veldisins Azerbajdzhans og Irans og óeirðir breiðast út. Ekki eru sam-
hljóða skýringar á því hvað veldur óróanum. Embættismenn í Az-
erbajdzhan mótmæltu í gær fréttum í sovéskum fjölmiðlum þess efnis
að pólitískar ástæður lægju að baki uppþotunum á landamærunum.
Sögðu þeir að íbúarnir hefðu verið að andmæla því að fijósamt akur-
lendi hefði verið girt af á landamærunum.
Mótmælin hófust á nýársdag í
sj álfsstj órnarhéraðinu N akítsj e van
en hafa nú breiðst út. Mikill við-
búnaður hers er eftir endilöngum
landamærunum við íran sem eru 790
km löng. Látið hefur verið að því
liggja í sovéskum fjölmiðlum að
þjóðernissinnar í Azerbajdzhan hafi
með mótmælum þessum verið að
hvetja til aukinna tengsla við írani.
Azerbajdzhan heyrði undir írani
fram til ársins 1920 er lýðveldið
varð hluti af Sovétríkjunum. Leiða
menn nú getum að því að þjóðernis-
sinnar í Azerbajdzhan séu teknir að
krefjast sameiningar en Azerar eru
upp til hópa af trúflokki shíta-
múhameðstrúarmanna líkt og íranir.
Hermt er að íranir hafi borið fram
formleg mótmæli sökum óeirðanna
við landamærin.
Embættismenn í Azerbajdzhan
segja hins vegar að íbúarnir krefjist
ekki sameiningar í nafni þjóðernis-
hyggju heldur sé verið að mótmæla
því að hluti ræktunarlands hafi ver-
ið girtur af er eftirlitssvæði landa-
mærasveita var stækkað. Fólkið
hafi rofið girðinguna til að leggja
áherslu á þá kröfu sína að landspild-
an verði nýtt á ný en menn hafi
hvorki verið undir áhrifum eiturs né
áfengis og því síður haft í hótunum
við landamæraverði og ættmenni
þeirra líkt og T4SS-fréttastofan
hafði greint frá.
Heimsókn Silvius Brucans til Moskvu í nóvember:
Sovétmenn hétu að styðja
byltingn gegn Ceausescu
Búkarest. London. París. Reuter.
SOVÉTMENN hétu því í lok nóv-
ember að styðja byltingu gegn
rúmenska harðstjóranum Nicolae
Ceausescu að sögn Silvius Bruc-
ans, félaga í Þjóðarráðinu, sem
nú fer með völd í Rúmeníu. Undan-
farna daga hefur smám saman
komið í b'ós að byltingin gegn
Ceausescu rétt fyrir jólin var ekki
eins fyrirvaralítil og margir í hinni
nýju stjórn vilja vera láta.
Brucan sagði í gær í viðtali við
bresku sjónvarpsstöðina Channel 4
að þegar hann var á ferð í Moskvu
í lok nóvember síðastliðins hafi hann
með eftirgangsmunum fengið sov-
éska ráðamenn til að heita því að
styðja valdatöku andstæðinga Ce-
ausescus. Brucan vildi samt lýsa
byltingunni gegn einræðisherranum,
sem tekinn var af lífi á jóladag, svo
að um „fyrirvaralausa vakningu“ án
pólitískrar forystu hefði verið að
ræða.
Franskir fjölmiðlar hafa undan-
farna daga haldið því fram að Þjóðar-
ráðið, sem nú fer með völd í Rúm-
eníu, hafi verið stofnað í leyni fyrir
hálfu ári. Því til stuðnings hefur
Fjöldamorðin á Grænlandi:
Háværar kröfur
um áfengisbaim
Börn eldri en 12 ára mega bera
vopn og byssueign er almenn
Kauimuumaliöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
FJÖLDAMORÐIN í bænum Narsaq á Suður-Grænlandi hafa orðið
til þess að vekja upp á ný kröfúr um að sala áfengis verði bönnuð
i landinu. Pilturinn, sem skaut sjö manns til bana á nýársdagsmorg-
un, var ofurölvi. Sala áfengis hefiir verið bönnuð í einn mánuð í
Narsaq og nágrannabyggðarlaginu Julianeháb.
Landlæknir, Jens Misfeldt, segir
að skýra megi mörg þjóðfélags-
vandamál á Grænlandi með tilvísun
til þeirra breytinga sem þar hafi
orðið á undanförnum árum sem ef
til vill hafi raskað sjálfsímynd þjóð-
arinnar. Sú skýring dugi þó ekki
fyllilega ætli menn sér að leita
ástæðnanna fyrir óhóflegri áfeng-
isneyslu landsmanna, sem er tæpir
19 lítrar á mann af hreinum
vínanda á ári hveiju.
Hans Engell, dómsmálaráðherra
Danmerkur, segir að það sé um-
hugsunarefni hvort breyta beri lög-
gjöfinni sökum eins einstaks harm-
leiks og kveðst telja að algjört
áfengisbann sé fullvíðtæk aðgerð.
Engell er væntanlegur til Græn-
lands til að ræða hugmyndir um
hvernig takmarka beri vopnaburð
Grænlendinga en samkvæmt gild-
andi lögum mega 12 ára börn bera
drápstól. Þriðjungur allra dauðs-
falla í Grænlandi fellur undir skil-
greininguna morð eða manndráp
Fjölbýlishús í Nuuk á Grænlandi. Þótt miklar breytingar hafí
orðið á þjóðfélagi Grænlendinga telja sérfræðingar tæpast unnt
að rekja taumlausa áfengisneyslu landsmanna cinvörðungu til
þeirra.
af gáleysi og eru þar með talin
slys og sjálfsmorð. Byssueign er
mjög almenn, einnig hjá fólki sem
ekki stundar veiðar og þegar við
bætist að drykkjuskapur er svo
almennur sem raun ber vitni blasir
við að afleiðingarnar geta orðið
óskaplegar.
Enn er ekki fyllilega ljóst hvað
olli því að pilturinn, sem er 18 ára,
trylltist og framdi ódæðið í Narsaq.
Sá eini sem lifði árásina af var
bróðir morðingjans, sem lét fallast
til jarðar og þóttist allur er ódæðis-
maðurinn æddi inn í félagsheimilið
í bænum vopnaður riffli og hóf
skothríðina. Hermt er að pilturinn
hafi verið fullur haturs í garð
manns sem ekki tók þátt í nýárs-
fagnaðinum og var ekki í félags-
heimilinu er fjöldamorðin voru
framin.
franska ríkissjónvarpið sýnt kafla
úr mynd sem tekin var á fundi Þjóð-
arráðsins 22. desember, daginn sem
Ceausescu flúði af valdastóli.
Franska dagblaðið Liberation birti í
gær texta umræðnanna á fundinum
og þar er haft eftir Nicolae Militaru,
núverandi varnarmálaráðherra, að
Þjóðarráðið hafi starfað í hálft ár. í
myndinni sést líka að háttsettur for-
ingi í Öryggissveitum Ceausescus
gengur inn á fundinn til liðs við upp-
reisnarmenn. Að sögn franskra fjöl-
miðla var Petre Roman, forsætisráð-
herra Rúmeníu, sýnd myndin á ný-
ársdag og hélt hann því þá fram að
hún væri fölsuð. Samkvæmt textan-
um sem Liberation birti í gær sagði
Roman m.a. á fundi Þjóðarráðsins
að undir engum kringumstæðum
mætti svo líta út sem um hallarbylt-
ingu væri að ræða og koma yrði í
veg fyrir að Þjóðarráðið væri bendlað
við stjóm Ceausescus.
Roland Dumas, utanríkisráðherra
Frakklands, sem fer í opinbera heim-
sókn til Rúmeníu í næstu viku, sagði
í gær að deila þessi um uppsprettu
byltingarinnar stæði um keisarans
skegg. Hann fullyrti þó að Frökkum
og að öllum líkindum Sovétmönnum
hefði vérið kunnugt um það síðasta
sumar að skipulegt andóf væri að
fæðast í Rúmeníu. Franska sjón-
varpsstöðin Antenne 2 hefur gefið
sterklega til kynna að Sovétmenn
hafi átt sinn þátt í skipulagningu
andófs og bendir á tengsl ýmissa
núverandi ráðamanna við Sovétríkin.
Stöðin heldur því fram að andstöðu-
hópar hafi ætlað að gera tilraun til
byltingar um jólin en flýtt þeim
áformum þegar fjöldamorðin í Tim-
isoara hófust 17. desember.