Morgunblaðið - 04.01.1990, Side 7
7
; >1 i/ MORGUNBLAÐIÐ .FIMMTUDAGUK 4. JANÚAR 199o'
Þjóðleikhúsið:
Gunnar Þprð-
arson semur
lög við Spaug-
stofiirevíuna
GUNNAR Þórðarson tónlistar-
maður heftir verið fenginn til
að semja Iög fyrir revíu sem
Spaugstofan er að semja fyrir
Þjóðleikhúsið.
Revían sem Spaugstofumenn
eru að semja verður síðasta verkið
á yfirstandandi starfsári Þjóðleik-
hússins. Sýningar hefjast í apríl.
Þá verður búið að loka Þjóðleik-
húsinu vegna viðgerða og koma
þá tveir salir til greina, Gamla bíó
og Háskólabíó, að sögn Gísla Al-
freðssonar þjóðleikhússtjJóra.
Lendingar-
gjöld flug-
véla hækkuð
LENDINGARGJÖLD flugvéla
voru hækkuð 1. janúar. Meðal-
hækkun gjalda í innanlandsflugi
er um 10%, en gjöldin er misjöfii
eftir flugvélastærðum. Sam-
gönguráðuneytið hefiir tilkynnt
Flugmálastjóm þessa hækkun.
Hækkun verður i stærri flokk-
unum. 16-17% hækkun er á lend-
ingargjöldum flugvéla sem eru níu
tonn og þyngri. Til dæmis hækkar
lengingargjald Fokker-flugvéla
Flugleiða, 44 sæta, úr 3.000 krón-
um í 3.500 krónur. Lengingargjöld
minni flugvéla lækka aftur á móti.
Gjöld átta til níu sæta flugvéla
lækka úr 600 krónum í 550 krónur
og átján til nítján sæta flugvéla
úr 900 krónum i 810 krónur.
Skiptaráðandinn i
Reykjavík:
Gjaldþrotabeiðn-
um fjölgaði um
978 en úrskurð-
um um 56
Skiptaráðandanum í Reykja-
vík bárust á liðnu ári 2.305
beiðnir um gjaldþrotaskipti.
Beiðnunum fjölgaði um 978 fi-á
1988. Þessar beiðnir leiddu til
þess að 510 bú voru tekin til
gjaldþrotaskipta, það er 56 bú-
um fleira en 1988.
Munurinn á fjölda beiðna og
gjaldþrotaúrskurða skýrist meðal
annars af því að í mörgum tilvikum
koma fram fleiri en ein beiðni á
hendur sama aðila og er hver beiðni
skráð sem nýtt mál. í tilkynningu
frá skiptaráðanda segir að mun
meira hafi verið um það 1989 en
áður að fram kæmu margar beiðn-
ir á hendur sama aðilanum.
Fram komu 618 beiðnir á hend-
ur lögaðilum og 1.687 beiðnir á
hendur einstaklingum, 1.299 körl-
um og 388 konum. Bú 176 lögað-
ila og 334 einstaklinga, 251 karls
og 83 kvenna voru tekin til gjald-
þrotaskipta.
Gjaldþrotabeiðnum og gjald-
þrotaúrskurðum hefur fjölgað ár
frá ári, aílt frá 1984 er 527 beiðn-
ir bárust og 167 bú voru tekin til
gjaldþrotaskipta.
ymrnmrn steinsteypu.
•afer® Léttir
meöfærilegir
viöhaldsiitlir.
^Avrtlt lyrirlifloiandi.
' L.w Góö varahlutaþjónusta.
co Þ. ÞDBGRIMSSON & C0 Armúlo 29, simi 38G40
íiiniKCiuiit ctimlritliu - upni hoppii - iuiii
sutriisiiii - niiitíiii ■ suunti - tuui iininisu.
HENDINNI
AF HEPPNINNI!
Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans,
því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil
og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur
hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt
númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum
mánuði og 25 milljónir í desember.
Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til!
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
I