Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 10

Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Orðin og1 ópið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þuriður Guðmundsdóttir: ORÐIN VAXA í KRINGUM MIG. Skák- prent 1989. Orðin vaxa í kringum mig er sjötta ljóðabók Þuríðar Guðmundsdóttur. Hin fyrsta var Aðeins eitt blóm (1969). Nýja bókin vitnar um helstu kosti Þuríðar eins og vandað mál, hnitmið- un, ljóðræna mýkt. Breytingar eru aftur á móti litlar frá það sagði mér haustið (1985). Hún hefur ræktað sinn ljóðheim vel, fer sparlega með orð og myndir. Þegar frá henni kem- ur bók vekur þessi Iágværa rödd athygli í stundum háværu bjargi bókamarkaðarins. Ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur eru þó siður en svo átakalaus. Fágað ijóð- málið vitnar um baráttu, átök: Orðin vaxa í kringum mig allavega lit þurr eða safarík stundum villist ég í þeim eða þau ætla að kæfa mig oft þyrstir mig i þau stundum vaxa þau inni í mér verða óbærilega stór án þess að komast út (Orð) í Ópinu er ort um óp sem sést en heyrist ekki og býr í öllum mönn- um án þess að brjótast út. Orðin og ópið ná engu að síður fram í ljóðun- um. Þótt ekki sé öskrað má lesa margt á milli línanna. „Oryggisblandinn óttinn“ er meðal þess sem grillir í í Um daginn og veginn. Hrun lýsir því að hrynja „yfir sjálfa þig“. í Þær sér skáldið „sak- leysi heimsins myrt“ þegar lítil börn eru svivirt af skyldmennum og vin- um. Ofbeldi er tileinkað barni og er ljóðlína um sál sem var myrt endur- tekin nokkrum sinnum. Sá tími greinir frá þvi að þegar við fáum að líta undir yfirborðið og horfa ofan í hyldýpið óskum við þess að hugsun okkar hafi fæðst blind. Heimurinn fírrti með raunveru- leika sem eins og ormur étur sig hægt inn i drauminn, samanber I svefnrofunum, er þó ekki einráður í Orðin vaxa i kringum mig. En hann er aðgangsharður. Eitt ljóðanna, Rökkur, fjallar um að eitthvað sé gott í rökkrinu. Það eru mörg ár lið- in síðan það var, gamall afi og olíu- lampi tilheyra öðrum tíma. Þuríður Guðmundsdóttir dregur vissulega upp myndir háskans, sýnir Þuríður Guðmundsdóttir okkur inn i veröld eyðingar og geigs. Hún leggur þó ekki síður áherslu á helgi lífsins, til dæmis verðmæti hins smáa í tilverunni, undra náttúrunnar sem sifellt eru ný. Ljóð Þurðiðar geta orðið nokkuð eintóna, oft lík stef við sama yrkis- efni, en þegar þau takast best höfða þau beint til lesandans, snerta hann: Á grasi strætum og gangstéttum gróum við sem tré gleðin og sársaukinn gera sér hreiður í krónum okkar ósýnilegar rætur okkar ósýnilegur skógarhöggsmaðurinn sem gengur um á meðal okkar og merkir trén svo undarlegt val hans (Tré) Af merkum manni Bókmenntir Sigurjón Björnsson Steindór Steindórsson frá Hlöð- um: Páll Jónsson frá Ornólfsdal. Örn og Örlygur. Reykjavík 1989. 100 bls. Lítil bók í litlu upplagi um Iát- lausan og hógværan heiðursmann. Smekkleg bók um listfengan smekk- mann. Þannig á það að vera. Ég hygg að Páli Jónssyni, sem hér er söguhetja, hefði fallið þessi bók í geð. Páll Jónsson var fæddur 20. júní ' 1909 og andaðist 27. maí 1985. Hann var á síðari árum bókavörður við Borgarbókasafnið í Reykjavík. Áttu margir ánægjuleg samskipti við hann þar og minnast hans með hlýju. Fyrir þrennt annað var hann þó kunnastur. Hann var um áratuga- skeið í forystusveit Ferðafélags ís- lands, enda mikill útivistarmaður og göngurgarpur. Þá var hann lands- kunnur ljósmyndari, einkum af landslagi. Eru myndir hans mjög víða í blöðum og bókum, ekki síst í árbók- um Ferðafélags íslands. Loks var hann einn af mestu bókasöfnurum þessa lands. Var til þess tekið hversu safn hans var fagurt álitum og vel hirt. Sjálfur var hann listfengur bók- bindari og batt mikið af bókum sínum sjálfur. Páll átti mikinn fjölda vina, sem virtu hann og eiskuðu vegna mann- kosta hans. Virðist mér að vinirnir hafi einkum verið tengdir einhverju af áðurgreindum hugðarefnum, eins og eðlilegt er. Höfundur þessarar bókar, Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum, var einn af vinum Páls um langt skeið og-áttu þeir sameiginleg áhugamál: náttúru landsins og söfnun bóka. Steindór var því vel fallinn til að rita þessa bók og hefur enda gert það af skilningi og hlýleika. Æviferill Páls er hér rakinn skil- merkilega. Stuðst er að hluta til við ritaðár æskuminningar Páls, dag- bækur og umsagnir vina og sam- ferðamanna. Að loknum kafla um æskuár Páls í Örnólfsdal í Borgarfirði kemur all- langur þáttur um ferð Páls til Þýska- lands og Sviss árið 1936. Er sá þátt- ur að mestu byggður á dagbókum Páls. Síðan er kafli sem nefnist „Ferðamaðurinn". Er hann einkum um ferðir Páls hér innan lands. „Bókasafnarinn" nefnist enn kafli. Er það athyglisverð lýsing á bóka- söfnun Páls og umgengni hans um bækur. í !ok þessa kafla er safni hans lýst. Þá eru hér prentaðar þijár frásagnir af dulrænum fyrirbærum sem Páll upplifði og skráði hjá sér. Páll Jónsson Bókinni lýkur á kaf la sem ber heitið „Um manninn". Er þar gerði tilraun til að lýsa manninum Páli Jónssyni. Þar eru teknir upp hlutar úr skrifum vina hans að Páli látnum, auk þess sem bókarhöfundur leggur sitt af mörkum. Eg læt mér detta í hug að þessi bók sé nú gefin út vegna þess að á þessu ári eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Páls. Það er vissulega hug- ljúf og vel gerð minningabók. Ef eitt- hvað vantar, þá er það helst kafli, sem bera hefði mátt heitið „Ljós- myndarinn". skýrt og vel orðað og gáfulega gert að frábært er. Höfuðgalli bókarinnar er að vísu hve stutt hún er. Gott hefði verið t.a.m. að fá útlistun þessa ágæta höfundar á því hvernig á að umgang- ast sannleikann svo að árangur verði af, þ.e. Ijúga svo sennilega að enginn taki eftir. Þetta er nefnilega alveg einstök kúnst sem kostar áralanga þjálfun ef vel á að vera. Þá hefði mátt fjalla ítarlegar um klæðaburð frambjóðandans og stjórnmála- mannsins, sérstaklega hversu nauð- synlegt er að klæðaburðurinn endur- spegli þá virðingu sem hann ber fyr- ir sjálfum sér. Margir flaska illilega á þessu á tímum dýrtíðar. En sem sagt: afar gagnleg bók, seni æskilegt er að sem flestir fram- bjóðendur og vaxandi stjórnmála- menn láti aðstoðarmennina lesa fyrir sig. Það er áreiðanlega engin tilviljun að þessi bók kemur fram núna. Senn fer að líða að sveitarstjórnarkosning- um og val frambjóðenda á næsta leiti. Fiðringurinn er þegar farinn að gera vart við sig og þá eru menn móttækilegastir fyrir réttri ráðgjöf. Því eru allir væntanlegir frambjóð- endur hvattir til að láta lesa þetta litla rit fyrir sig. Framboðsfiðringur Bókmenntir Sigurjón Björnsson Vetus Caper: Handbók frambjóð- andans. Reykjavík. 1989. 67 bls. Vetus Caper, sá gamli hafur, er bersýnilega spekingur að viti og gjör- hugull. Hann hefur nú sett saman leiðbeiningakver handa væntanleg- um frambjóðendum og öllum þeim sem hyggja á frama í stjórnmálum og raunar hvers kyns félagsmálum öðrum en líknarmálum. Það var svo sannarlega tími til kominn, því að satt að segja hafa menn sem komnir eru með framboðsfiðringinn — og þeim fer fjölgandi — verið illa settir sakir vitneskjuskorts. Maður skilur hreint ekki hvernig menn hafa hing- að til komist af. T.a.m. er alveg aug- Ijóst hversu það hefur stórlega háð mörgum frambjóðandanum að vita ekkí af hinni gullvægu lykilsetningu hafursins „að hann [þ.e. frambjóð- andinn] þjónar eingöngu sínum eigin hagsmunum“. Margt hefði betur far- ið ef menn hefðu gert sér grein fyr- ir þessu fyrr, margar sálarkvalir hefðu menn getað forðast og marga nauðlygina. Þá rennur manni til rifja að frambjóðendur skuli ekki fyrr hafa átt aðgang að hinum snilldar- legu útlistunum höfundar á því hvernig nota má eðlisgróna hneigð frambjóðandans fyrir exhibitionis- mus, sem ég vil kalla sýndar- mennsku. Það má komast langt áleiðis ef þessi mikilvæga hneigð er réttilega notuð. Annars er tilgangslaust að vera að tína til dæmi úr þessari ágætu Ieiðbeiningabók, því að þar rekur hvert gullkornið annað. Hun tekur á málunum allt frá grundvallaratriðum svo sem atvinnuöryggi, vinnufriði og hiunnindum (hvað þarf tii þess að komast í bankaráð, sendiherrastöðu eða fá góða fjárveitingu í fyrirtæk- ið?) til sérhæfðari atriða svo sem líkamssérkenna, ræðulistar, notkun- ar fornra og nýrra bókmennta í ræðu o.s.frv. Þá er ekki minnst vert um orðabók stjórnmálamannsins sem er aftarlega í ritinu og allir ættu að kynna sér vandlega. Allt er þetta svo GIMLIGIMLI Þorsgata 26 2 hæö Simi 25099 ^ Þprsgata 26 2 hæö Simi 25099 MIKIL SALA - VANTAR EIGNIR 'S' 25099 Einbýli og raðhús GRAFARV. - PARH. Vorum að fá í einkasölu glæsil. ca 200 fm parh. á tvaimur hæðum á glæsil. útsýnisstað. Innb. bilsk. 4 svefnherb. Mögul. á anji. Sérstakl. skemmtil. eign. Ákv. sala. LANGAFIT - GBÆ Ca 160 fm einb. ásamt 35 fm bílsk. Séríb. í kj. Góður garður. Mikið endurn. Áhv. ca 5,0 millj. HÓFGERÐI Fallegt ca 195 fm parh. á tveimur hæðum m/innb. bílsk. Arinn. Skipti mögul. Verð 10,5 millj. MOS. - ENDARAÐH. Fallegt 160 fm endaraðh. m/góðum innb. bílsk. Húsið er í grónu hverfi. Hagst. lán. Verð 9,5 millj. BUGÐUTANGl - RAÐH. - MIKIÐ ÁHV. Ca 155 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 35 fm bílsk. Góður garður. Skipti mögul. á ódýrari eign. Áhv. ca 4,2 millj. LYNGHEIÐI - EINB. Ca 140 fm einb. á einni hæð ásamt ca 30 fm bílsk. Suðurgarður. 4 svefnherb. Skuldlaust. Verð 10 millj. VESTURVANGUR - HF. Glæsil. rúml. 400 fm einb. á tveimur hæðum ásamt tvöf. bílsk. Glæsil. innr. Arinn í stofu. Séríb. á neðri hæð. Fráb. staðsetn. Skipti mögul. á ódýrari eign. í smíðum BAUGHÚS— PARHÚS - GLÆSIL. ÚTSÝNI 187 fm parhús á tveimur hæöum með innb. bílsk. á fallegum útsýnisstað. Skilast frág. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. VEGHÚS - 5 HERB. - AFH. FLJÓTLEGA Höfum til sölu glæsil. 5 herb. íb. á tveim- ur hæðum í nýju fjölbhúsi sem nú er upprisið. Afh. tilb. u. trév. að innan. Teikn. á skrifst. Verð 6,4 millj. DALHÚS - PARH. Glæsil. 162 fm parh. ásamt 35 fm bílsk. Mögul. að fá húsið afh. á ýmsu bygg- stigi. Hagst. verð. 5-7 herb. íbúðir SMYRLAHRAUN - HF. GLÆSIL. SÉRHÆÐ Glæsil. 6 herb. efri sérhæð í fallegu tvíbhúsi ca 160 fm ásamt góðum bílsk. 4 svefnherb., stórar stofur með arni. Glæsil. og vonduð eign. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Verð 11,0 millj. BUGÐULÆKUR Góð 5 herb. íb. á 2. hæð í fallegu fjórb- húsi. Tvöf. verksmiðjugler. 3 herb., 2 stof- ur. Skuldlaus. Verð 7,0 millj. TJARNARST. - SELTJ. Falleg 5 herb. neðri sérhæð ásamt 30 fm bílsk. 3 svefnherb., 2 stofur. Rólegur stað- ur. Stutt í alla þjónustu. Verð 8 millj. ÁLFHÓLSVEGUR Falleg 5 herb. hæð í þríbhúsi. Sérþvottah. Glæsil. útsýni. Bílsksökklar. Verð 7,8 millj. KARLAGATA - SÉRH. MIKIÐ ÁHV. Góð 5 herb. íb. á tveimur hæðum í góðu parh. Allt sér. Nýtt gler og þak. Áhv. ca 3,3 millj. langtlán. Verð: Tilboð. 4ra herb. íbúðir BRÆÐRABORGARST. - MIKIÐ ÁHV. Mjög falleg 4ra herb. risíb. í þríb. 3 svefn- herb. Parket. Glæsil. útsýni. Áhv. ca 3 millj. langtímalán. Verð 5,1 mlllj. FÍFUSEL - 4RA Glæsil. 4ra herb. íb. ó 3. hæð. Góðar innr. Suöursvalir. Eign í beinni ákv. sölu. HRAFNHÓLAR - BÍLSK. - MIKIÐ ÁHVÍLANDI Falleg 5 herb. óvenju rúmg. 4ra herb. íb. á 2. hæð. Góður bílsk. Hagst. áhv. lán allt að 3,8 millj. Afh. fljótl. SUNDLAUGAVEGUR Falleg 4ra herb. rúmg. risíb. í góðu steinh. Gláesil. útsýni. Verð 5,6 millj. KJARTANSGATA - LAUS Falleg 4ra herb. íb. í kj. Nýl. gler. Endurn. bað og teppi. Verð 4,8 millj. RAUÐALÆKUR Falleg 4ra herb. íb. á jarðh. m/sérinng. Góð- ur garður. Góð staðsetn. Verð 4,6-4,7 millj. KAPLASKJÓLSVEGUR KR-BLOKKIN - LAUS Glæsil. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Beiki-parket. Gufubað í sameign. Hagst. áhv. lán allt að 1,8 millj. Laus fljótl. FURUGRUND - KÓP. Glæsil. 4ra herb. íb. ásamt stæði í bílskýli. Parket. Suðursv. Verð 6,5 millj. VESTURBERG Falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð. 3 svefn- herb. Glæsil. útsýni. Lítið áhv. V. 5,3 m. 3ja herb. íbúðir FLYÐRUGRANDI Glæsil. 3ja herb. íb. í einu vandaðasta fjölbhúsi í Vesturbæ. Skemmtil. skipul. Sauna í sameign. Lítið áhv. Verð 6,2 millj. MÍMISVEGUR Mjög skemmtil. 3ja-4ra herb. íb. lítið u. súð. Fallegt steinh. Góðar sv. Glæsil. út- sýni. Endurn. rafm. og pípulagnir. Skuld- laus. Laus fljótl. NJÁLSGATA - 3JA Góð 3ja herb. 85 fm nettó íb. á jarðh. í steinh. Ákv. sala. Verð 4,2 millj. HLÍÐARVEGUR - KÓP. Góð ca 70 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð. Glæsil. útsýni. Parket. Stórar suðursv. Verð 4,5 millj. KLEPPSVEGUR Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu lyftu- húsi. íb. er skuldlaus. Stigahús nýmálað og sprunguviðgert. Skuldlaus. Verð 5 m. BORGARHOLTS- BRAUT - KÓP. - MIKIÐ ÁHV. Glæsil. 2ja-3ja herb. ca 70 fm íb. á 2. hæð í ca 11 ára gömlu vönd- uðu steinh. Góðar innr. Glæsil. út- sýni. Áhv. ca 2,3 millj. veðdeild. GRETTISG. - NÝTT Til sölu ný 3ja herb. íb. á 3. hæð*í nýju 5 íb. steinhúsi. íb. er ekki fullb. en íbhæf m.a. komið parket, baðtæki, bráðab. eld- hús. Húsið skilast málað að utan, frág. sameign. Verð 5,4 millj. FRAMNESV. - BÍLSK. Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í nýl. fjórb- húsi. Innb. bílsk. Parket. Ákv. sala. Verð 6,2 millj. VINDÁS - BÍLSK. Glæsil. 85 fm nettó á 1. hæð. Parket. Bílskýli. Áhv. 2,9 millj. Verð 5,7 millj. HRAUNBÆR - AUKAH. Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt 12 fm aukaherb. í kj. Ákv. sala. VESTURBERG Glæsil. 3ja herb. íb. í lyftuh. Nýtt parket og eldh. Verð 4,6 millj. ÆSUFELL Góð ca 87 fm nettó íb. á 7. hæð í lyftuh. Fallegt útsýni. Verð 4,7 millj. 2ja herb. íbúðir AUSTURBERG Falleg rúmg. 2ja herb. íb. á 4. hæð í vönd- uðu fjölbhúsi. Lítið áhv. Verð 4,1 millj. JÖKLAFOLD - BÍLSK. Falleg 2ja-3ja herb, endaíb. á 3. hæö í nýju húsi ásamt uppsteyptum bílsk. Áhv. ca 2,2 millj. við veðdeild. Ákv. sala. VÍKURÁS - 2JA Glæsil. 60 fm íb. á jarðh. með sérgarði. Parket. Áhv. 1800 þús. Verð 4,3 millj. BRAGAGATA Falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í steyptu þríbhúsi. Lítið áhv. Verð 3 millj. KÁRASTÍGUR - 2JA - GLÆSIL. ÍBÚÐ Glæsil. 3ja herb. íb. í kj. Lítiö niðurgr. í einu fallegasta timburhúsinu í Þingholtun- um. íb. er endurn. í hólf og gólf sem og hús að utan, Eign í sérfl. ÞVERBREKKA Falleg 63 fm nettó íb. á 1. hæð með sér- inng. í 2ja hæða fjölbhúsi. Suðurgarður. SPÓAHÓLAR Falleg, rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð m/suð- urgarði. Parket. Verð 4350 þús. ÓÐINSGATA Góð 50 fm íb. 2ja herb. á 1. hæð. Góður garður. Ákv. sala. Verð 3,1 millj. ÁSBRAUT Falleg 47 fm íb. á 3. hæð. Verð 3,1 millj. STANG^lRHOLT Glæsil. 2ja herb. íb. á 3. hæð í nýju fjölb- húsi. Áhv. hagst. lán. Verð 5,2 millj. NÝBÝLAVEGUR Góð 2ja-3ja 75 fm íb. á jarðh. Áhv. 2,2 millj. Verð 4,5 millj. Árni Stefánsson, viðskiptafr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.