Morgunblaðið - 04.01.1990, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 19 Nýr flugvöllur í ná- grenni Reykjavíkur eftir Þorberg Ólafsson Á undanförnum mánuðum hafa farið fram miklar umræður um hvar hagkvæmast sé og kostnaðarminnst að koma fyrir sorpi af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Krýsuvík og margir fleiri staðir langt frá höfuð- borgarsvæðinu hafa verið nefndir í þessu sambandi. Tugmilljóna kostn- aður er áætlaður vegna margra kíló- metra aksturs á sorpinu. Þessar umræður hafa kallað fram í hugann þá hugmynd hvórt ekki væri réttlæt- anlegt og sjálfsagt að gera ítarlega könnun á því hvort enn aðrir kostir eru ekki ódýrari. Þá kemur upp í hugann svæði sem tilheyrir Áífta- nesi, þ.e. Skógdjörn og miklar grynn- ingar þar út af sem koma upp á fjöru. Tvær flugur í einu höggi Fljótt á litið virðist þetta svæði sem hér er nefnt ekki minna að stærð en Reykjavíkurfiugvöllur, jafnvel stærra. Þarna mætti slá tvær flugur í heimu höggi, losa sorp og byggja síðan flugvöll á sv.æðinu. Samkomu- lag yrði að nást við eigendur jarð- anna Hliðsnes, Lambhaga og Hlíð sem tengjast þessu svæði. Rætt hefur verið um að gera flug- völl á grynningunum út af Skeija- firði en þar er sjór á alla vegu og því meira fyrirtæki að ganga frá því svæði þannig að koma mætti þar fyrir sorpi. En Skógtjarnarsvæðið er hentugra til að losa þar sorp og ekki síður hagkvæmt fyrir f lugvallargerð. Augljóst er að spara má milljónir vegna sorpflutninga. Vegalengdir eru styttri. Einnig myndu sparast brúarbyggingar sem yrðu að tengja flugvallarsvæðið út af Skeijafirði. Kanna þyrfti þennan kost hvort ekki er jákvætt að losa sorp á Skógtjarn- arsvæðinu og byggja síðan flugvöll yfir svæðið. Það er álit verkfræðinga sem ég hefi rætt við að feikna rniklu sorpi mætti koma fyrir í Skógtjörn og á nálægum grynningum jafnvel þó fyllt væri með gijóti og möl undir aðal- brautir fyrir flugvélar. Nýtt byggingarsvæði fyrir miðborg Reykjavíkur Eins og áður hefur komið fram varðandi tilfærslu á Reykjavíkur- flugvelli þá myndi skapast stórt byggingasvæði til viðbótar við mið- borg Reykjavíkur. Augljóst er að Kvosin í miðborginni og nágrenni hennar er orðin of lítil og aðalum- ferðargötur of þröngar til þess að geta gegnt miðbæjarhlutverki fram- tíðarinnar með aukinni umferð ört fjölgandi ökutækja. Slíkt hlýtur að verða samfara fjölgun stórbygginga sem fyrirhugaðar eru í miðbænum svo sem ráðhúsbyggingu í 14 metra for Tjarnarinnar. Talið er að bifreiðum hafi fjölgað í Reykjavík úr 24.000 árið 1970 í 64.000 árið 1986. Stefnan í lands- byggðarmálum virðist skýrt mótuð á þann veg að fólk frá landsbyggðinni flytjist ört inn á höfuðborgarsvæðið Þorbergur Ólafsson „Þá kemur upp í hug- ann svæði sem tilheyrir Alftanesi, þ.e. Skóg- tjörn og miklar grynn- ingar þar út af sem koma upp á fjöru.“ á næstu árum og auki þannig enn á þenslu höfuðborgarinnar. í skrifum um þessi mál hefur ennfremur komið fram að flugumferð á höfuðborgar- svæðinu muni verða um 900 þúsund farþegar á árinu 1990. Hin mikla þensla höfuðborgar- svæðisins sem virðist vera í sjónmáli er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég vil leggja til, með þessum línum, að gerð verði ítarleg könnun á því hvort ekki komi til greina að byggja flugvöll á Álftanesi á þann hátt sem ég hef i þegar bent á. Höfuð- borg landsins fær þá jafnframt auk- ið og gott miðborgarsvæði til ráðstöf- unar þar sem núverandi Reykjavíkur- flugvöllur er. Jafngott miðborgar- svæði er ekki annars staðar fyrir hendi, stórt, slétt og láglent. Flutning’skostnaður sparast Fullvíst er talið að Reykjavíkur- flugvöllur uppfylli ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru vegna nálægð- ar hárra bygginga og íbúðasvæða. Nauðsynlegt er því að kanna hvort flugvöllur á Skógtjarnarsvæðinu bjóði ekki upp á meira öryggi. Ná- grennið er flatt og byggð strjál. Aðalf lugbrautin gæti legið út og inn tjörnina, en þverbraut yfir Hliðsnes og út á grynningarnar sem ná langt út á fjörð. Ef sú skýring stenst sem ég hefi fengið, að sorp hafi næga burðargetu á svæðum utan aðalf lug- brauta, þá sýnist mér augljóst að ekki sé þörf á að eyða almannafé vegna keyrslu á sorpi langar leiðir á næstu árum og áratugum. Grynning- ar í nágrenni Skógtjarnar yrðu upp- fyllingarsvæði innan brimbijóta og þurrlendið þannig stækkað. Oft hefur verið rætt'um að byggja flugvöll á hrauninu sunnan við Hafn- arfjörð. En ekki er hægt að horfa fram hjá því áliti flugmanna að þoka og dimmviðri vegna nálægra fjalla valdi miklu meira óöryggi en svæðið úti á Álftanesi. Þeir sem oft ferðast um suð-vesturhorn landsins hljóta að hafa tekið eftir því að á Álftanes- svæðinu er oft alveg þokulaust, þeg- ar dimmviðri er víðast annars staðar. Þörf fyrir Fossvogsbraut myndi minnka Margoft hefur komið fram í um- ræðu að umrætt flugvallarsvæði á Álftanesi uppfylli nauðsynlegar kröf- ur um öryggi. Að sjálfsögðu þarf að kanna hvort samningar um tilflutn- ing geta tekist við þá sem búa næst á Skógtjarnarsvæðinu, fyrst um sorpuppfyllinguna og síðan um bygg- ingu flugvallarins. Ég sé ekki ástæðu til að hætta við byggingu flugvallar á nefndu svæði þó að tilflutningur fólks komi til með að kosta nokkuð. Á móti kemur sparnaður við styttri flutning á sorpinu. í framhaldi fæst gott f lug- vallarsvæði sem skapar aukið öryggi í flugi og þá skapast jafnframt til ráðstöfunar stórt svæði til stækkunar á miðborg Reykjavíkur. Greiðast myndi úr gífulegum umferðarþunga, einkum ef brú kæmi yfir Skeijafjörð frá núverandi flugvallarstæði Margir telja að þörfin fyrir marg- umrædda akbraut um Fossvogsdal myndi stórminnka með tilfærslu f lugvallarins og myndi þá miklu frek- ar geta orðið að órofa tengingu úti- vistarsvæða á höfuðborgarsvæðinu frá fjöru tii fjalla. Allt þetta tel ég tímabært að kanna til hlítar. Höfundur er skipnsmíðameistari og fyrrverandi forstjóri skipa- smíðastöðvarinnar Bátalóns hf. Hringdu! Upplýsingasíminn er (91) í e ] 4 . .-4 í þessu númeri getur þú fengið upplýsingar og svör við spurningum þínum um ísiandsbanka. Upplýsingasíminn er opinn virka daga kl. 9.00-16.00. Ef þú ert með spurningu, hringdu! ISLAN DSBANKI - í takt við nýja tíma! it.\ 111 i i'i I II Hugmynd að flugvallarstæði í Skógtjörn á Álftanesi. Lengri brautin er jafn löng lengstu braut Reykjavíkurflugvallar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.