Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 21
MORGUNBL^ÍHÐ FIMMTUPAGUR 4. JANÚAR 1990:
21
Keilir og Hafiiarfjarðarbær;
Nýr golfskáli reistur
og völlurmn stækkaður
HAFNARFJARÐARBÆR og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með
sér samkomulag um byggingu golfskála á Hvaleyrarholti á grund-
velli samstarfssamnings bæjarins og iþróttafélaganna. Samningurinn
tekur ennfremur til stækkunar og endurbóta golfvallarins á Hvaleyr-
arholti.
Útlitsteikning af golfskálanum sem Golfklúbburinn Keilir og Hafnarfjarðarbær byggja í sameiningu.
Ráðgert er að gólfrými skálans
verði rúmir 700 fermetrar. Sam-
kvæmt kostnaðaráætlun munu
framkvæmdirnar kosta röskar 59
milljónir króna og þar af greiðir
Hafnarfjarðarbær um 60% vegna
byggingar golfskálans og 80%
vegna endurbóta við golfvöllinn.
Guðlaugur Gíslason hjá Golf-
klúbbnum Keili sagði að stefnt
væri að því að golfskálinn yrði tilbú-
inn undir tréverk næsta haust. Ver-
ið er að vinna teikningar að skálan-
um og hefjast framkvæmdir þegar
í vor.
Golfskálinn verður á tveimur
hæðum auk útsýnispalls með gler-
þaki. Hafnarfjarðarbær gaf golf-
klúbbnum land í átt að Straumsvík
og þar á að koma upp tveimur löng-
um brautum og einum æfingar-
velli. Guðlaugur sagði að Keilis-
menn hefðu auk þess munnlegt lof-
orð Guðmundar Arna Stefánssonar,
bæjarstjóra Hafnarfjarðar, fyrir
enn stærra landi þar sem síðar
væri ráðgert að koma upp níu holu
golfvelli. Hann sagði að sá völlur
kæmi sér vel þar sem fyrirséð væri
mikil aukning golfiðkenda á næstu
árum.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra;
Kemur vel til greina að ríkið
verði eignaraðili að nýju álveri
Ekki álitlegt að binda tíu milljarða í þessum rekstri,
segir Friðrik Sophusson
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra segist telja það
vel koma til greina að íslenska
ríkið verði eignaraðili í nýju ál-
fyrirtæki hér á landi, en vill hins
vegar ekki að rikið taki rriikla
áhættu í því sambandi. Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra sagði í grein sem birtist í
Morgunblaðinu á gamlársdag að
skynsamlegast væri að ríkið
gerði nú samning við sænska fyr-
irtækið' Gránges og hollenska
fyrirtækið Hoogovens um bygg-
ingu nýs álvers, og íslenska ríkið
yrði í upphafi þriðji eignaraðil-
inn í fyrirtækinu.
„Ríkið hefur tekið þátt í Járn-
blendifélaginu með góðum árangri,
en það er hins vegar miklu minna
fyrirtæki, svo að ég vil alls ekki
útiloka þátttöku ríkisins í nýju ál-
veri ef nægilega vel er frá hnútun-
um gengið, og ekki um allt of stór-
an eignarhluta að ræða og áhætta
ríkisins ekki of mikil. Innan ríkis-
stjómarinnar hefur verið rætt mjög
opinskátt um allar leiðir í þessu
máli, og þar hefur þessi möguleiki
vissulega verið ræddur meðal ann-
ars, án þess að ákvarðanir hafi
verið teknar,“ sagði Steingrímur
Hermannsson.
Friðrik Sophusson, fyrrverandi
iðnaðarráðherra, sagðist kannast
við þessa hugmynd um þáttöku
íslenska ríkisins í nýju álveri, en
hún hefði verið til umræðu á und-
anförnum vikum, og væri því ekki
nein einkahugmynd fjármálaráð-
herra.
„Það er þó athyglisvert að hann
er nú að reyna að breiða sig yfir
þetta mál, en mér finnst þó afstaða
haná, ekki bera keim af þeirri stað-
reynd að ríkissjóður er ekki mjög
digur um þessar mundir. Það er
talið að halli ríkissjóðs á síðastliðnu
ári sé að minnsta kosti 5 milljarðar
króna, og hann verði annað eins á
þessu ári, og þess vegna er það
ekki álitlegt að binda tíu milljarða
króna í þessum rekstri, heldur væri
heppilegra að fá sem fyrst nýjan
samstarfsaðila. Þá er eignarhlut-
deildin sem um er rætt einnig alltof
stór án þess að um meirihlutaaðild
sé að ræða, en hins vegar kæmi til
álita að brúa eítthvað lítið bil um
stundarsakir, og þá miklu minna
en þarna er um að ræða. Sú vinna
sem átt hefur sér stað á undanförn-
um árum ætti að gagnast vel núna
þegar leitað er að nýjum aðila, en
miklar upplýsingar eru nú fyrir-
liggjandi, sem ættu að geta gert
það að verkum að áhugasamir aðil-
ar gæfu að minnsta kosti kost á
sér á tiltöiulega skömmum tíma.
Það verður einnig að hafa í huga súrál, og síðan að selja hráálið, en
í þessu sambandi að samstarf þess- það er auðvitað mikil áhætta sem
ara umræddu fyrirtækja er nokk- íslenska ríkið tæki með þeim hætti,“
urskonar samlagssamstarf, þannig sagði Friðrik Sophusson.
að þeir kaupa jafnvel hver í sínu Aðspurður sagðist Jóhannes
lagi súrál og síðan nota bæði þessi Nordal, formaðuríslenskuráðgjafa-
fyrirtæki hráálið í sinni eigin fram- nefndarinnar um áliðnað, ekki vilja
leiðslu. Ef við tækjum þátt í þessu tjá sig um hugmynd fjármálaráð-
samstarfi yrðum við bæði að kaupa herra að svo stöddu.
Færri á sólarströnd
um jól og áramót
en undanfarin ár
FARÞEGAR í hópferðum til sólarlanda hafa verið mun færri um
þessi jól og áramót en verið hefur undanfarin ár. Tæplega 160 manns
dvelja nú á Kanaríeyjum og samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum
er það um þriðjungi færra en I fyrra.
Á vegum Samvinnuferða-Land-
sýnar hafa verið um 600 manns á
Benidorm, í Thailandi, Singapore,
á Möltu og Kanaríeyjum, og að
sögn Helga Jóhannssonar fram-
kvæmdastjóra er þetta svipaður
heildarfjöldi og í fyrra, en meira
væri um hópa skólanemenda nú en
þá-
Hjá ferðaskrifstofunni Útsýn
BRÉFA- I
BINDIN j
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. 5
g
^Múlalundur 1
fengust þær upplýsingar að rúm-
lega 150 manns dveldu nú á vegum
ferðaskrifstofunnar í Thailandi, á
Flórída og Kanaríeyjum, auk þess
sem 60 farþegar voru í sérstakri
áramótaferð til Sviss. Þá eru nú
um 80 manns á vegum Ferðamið-
stöðvarinnar-Veraldar á Costa del
Sol, í Thailandi og Austurríki.
Macintosh - Kennarabraut
Skemmtileg og fræðandi námskeið í tveimur áföngum,
sérstaklega ætluð kennurum á öllum skólastigum, hefjast í
janúar. Kvöld- og helgartímar.
Menntun sem.metin er til stiga hjá námsmatsnefnd og hægt
er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði.
Lögð er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar við
námsefnisgerð, nemendabókhald og verkefnagerð.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan Hringdu og fáöu
Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90 námsskrá senda
NÁMSKEÐ
rcpssö^3u
\fíS Jf 9 V >
// ff %
?/// 7<
UM
VIRÐIS
AUKA
SKATTINN
Upptaka virðisaukaskattsins í stað sölu-
skatts um þessi áramót er róttœkasta skatt-
kerfisbreyting á íslandi frá því staðgreiðsla
skatta var tekin upp í byrjun árs 1988.
Þó er engin ástœða til að gera úlfalda úr
mýflugu. Viðskiptaskólinn býður upp á hnit-
miðað 8 klst. námskeið sem sviptir hulunni
af eðli og áhrifum virðisaukaskattsins og
gerir flókið mál að einföldu.
Hvert námskeið tekur tvo daga og velja má
um morgun-, síðdegis- og kvöldhópa.
,/leðal annars er farið í eftirfarandi atriði-.
^ Mismunur virðisaukaskatts og söluskatts.
t Áhrif virðisaukaskatts.
t Reynsfaan'narra^þióða af
Breytingar á bókhaldi og bokhaldsg g
Leiðbeinendun
Friðrik Eysteinsson B.S. í hagfrœði og M.B.A. í
rekstrarhagfrœði frá U.S.A., Þorvaldur Finn-
björnsson rekstrarhagfrœðingur frá Lundarhá-
skóla í Svíþjóð, Jón K. Ólafsson bókhaldstœknir.
Auk þeirra leiðbeinir ráðgjafi frá embœtti ríkis-
skattstjóra.
Nœstu námskeið hefjast 4. og 5. janúar.
Skráning er hafin. Allar nánari upplýsingar
eru veittar í síma 626655.
Viðskiptaskólinn
Borgartúni 24-105 Reykjavfk