Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Að mæta erfið-
leikunum
Nú er að baki eitt erfiðasta
ár, sem gengið hefur yfir
í atvinnumálum þjóðarinnar í tvo
áratugi. Einkenni þess hafa ver-
ið atvinnuleysi, gjaldþrot og
kjaraskerðing. Framundan er
annað erfitt ár. Það er ekkert
tilefni til þess að ætla, að ástand-
ið batni verulega á hinu nýja
ári. Fyrirsjáanlegt er, að sam-
dráttur verður í afla og allt í
óvissu um, hvort samningar tak-
ast um nýtt stóriðjufyrirtæki.
Þess vegna er í sjálfu sér ekki
ástæða til sérstakrar bjartsýni -
og þó.
Ef við lítum á hinar jákvæðu
hliðar þess samdráttar í atvinnu-
lífi, sem varð á árinu 1989 er
ljóst, að bæði fyrirtæki og ein-
staklingar hafa brugðizt við
mmnkandi umsvifum og kjara-
skerðingu með skynsamlegum
hætti. I einkalífi sínu hefur fólk
dregið saman seglin og dregið
úr eyðslu miðað við það sem
áður var. Einstaklingar og fjöl-
skyldur hafa mætt mikilli kjara-
skerðingu með því að draga
verulega úr útgjöldum og senni-
lega hefur það gerzt eins og oft
áður í kreppuástandi, að fólk
hugar meira að sparnaði til þess
að skapa sér öryggi á óvissutím-
um.
í atvinnulífinu hafa einkafyr-
irtæki unnið markvisst að því
síðustu 12-18 mánuði að skera
niður kostnað og draga úr
margvíslegum útgjöldum. Komið
hefur í Ijós, að þetta var hægt
að gera án þess að draga úr
gæðum framleiðslu eða þjón-
ustu. Niðurstaðan af þeim
víðtæku aðgerðum í þessa átt,
sem staðið hafa yfir í atvinnulíf-
inu síðustu misseri er sennilega
sú, að við þessi áramót er staða
margra fyrirtækja betri en nokk-
urn óraði fyrir í byijun ársins
og líklega hafa mörg fyrirtæki
náð því að komast hjá taprekstri
og sýna jafnvel einhvem hagnað
með því að draga mikið úr kostn-
aði.
í raun þýðir þetta, að atvinn-
ulífið er betur í stakk búið til
þess að takast á við erfiðleika
og samdrátt á nýbyijuðu ári,
heldur en þau voru í'ársbyijun
1989. Atvinnuvegirnir hafa
mætt erfiðleikunum af festu,
raunsæi og skynsemi og árang-
urinn hefur ekki látið á sér
standa. Ein af ástæðum þess,
að tekizt hefur að draga úr út-
gjöldum svo snögglega er sú, að
yfirleitt hefur starfsfólk fyrir-
tælqanna sýnt mikinn skilning á
stöðu þeirra og tekið virkan þátt
í því að aðlaga reksturinn breytt-
um aðstæðum. Þessi skilningur
starfsmanna hefur verið for-
senda þess, að árangur hefur
verið ótrúlega mikill í einkafyrir-
tækjunum.
Vissulega er það svo, að sam-
drátturinn hefur leikið mörg fyr-
irtæki illa, eins og gjaídþrotin
sýna. Þar er hins vegar um að
ræða fyrirtæki, sem hafa verið
mjög illa undir það búin að
mæta áföllum m.a. vegna þess,
að ekki hefur verið staðið nægi-
lega skynsamlega að rekstri
þeirra í upphafi. Slík fyrirtæki
hafa orðið undir en það þarf
ekki endilega að vera neikvætt
fyrir atvinnulífið í heild sinni,
að slík grisjun verði í atvinnu-
rekstrinum, þótt það valdi auð-
vitað miklum sársauka hjá þeim,
sem fyrir því verða.
Takist fyrirtækjunum að
halda kostnaði áfram í skefjum
á þessu ári, sem fyrirsjáanlega
verður erfitt, er full ástæða til
að ætla, að atvinnuvegirnir komi
sterkari út úr þessu samdráttar-
skeiði en þeir voru við lok hins
mikla uppgangstíma snemma á
árinu 1988. Og þá skiptir auðvit-
að máli, að menn gleymi erfið-
leikunum ekki of fljótt og gæti
að sér þegar ný uppsveif la hefst.
Ríkið og sveitarfélög geta
mikið af atvinnulífinu lært í
þessum efnum. Ríkið hefur alls
ekki náð sama árangri og at-
vinnufyrirtækin í því að mæta
erfiðleikunum með samdrætti í
útgjöldum. Þetta kemur bezt
fram í því, að á sama tíma og
starfsfólki fækkar verulega í
einkageiranum fjölgar þvi stór-
lega í ríkiskerfinu. Sú skylda
hvílir á opinberum aðilum, ríki
og þeim sveitarfélögum, sem
ekki hafa staðið sig að taka til
hendi á nýbyijuðu ári. Það er
raunar alger forsenda þess, að
okkur takist að ná tökum á efna-
hagsvanda þjóðarinnar og taum-
lausri skuldasöfnun erlendis.
Frumvarp þingmanna fjárveit-
inganefndar um breytt vinnu-
brögð varðandi fjárlagagerð,
sem Morgunblaðið hefur áður
gert að umtalsefni, getur átt
mikinn þátt í því að betri tök
náist á ríkisfjármálunum. Þau
sveitarfélög, sem eru mjög
skuldug og þau eru nokkur, ættu
að nota tækifæriðl kjölfar sveit-
arstjórnakosninganna í vor og
draga verulega úr framkvæmd-
um fyrri hluta næsta kjörtíma-
bils en nota tekjumar í þess stað
til þess að borga skuldir. Þótt
slíkt geti valdið einhverri
óánægju hjá kjósendum mun það
skila sér í meiri framkvæmdum
síðar.
Virðisaukaskattur:
Mikill erill hjá skattsljóra
og í ritfangaverslunum
Morgunblaðið/Sverrir
Biðraðir voru í ritfangaverslunum í gær. Greinilegt var að mörg fyrirtæki höfðu dregið fram yfir áramót
að gera innkaup á bókhaldsgögnum og nýja virðisaukaskattkerfið tafði afgreiðslu. Valur Páll Þórðarson
er fremst á myndinni
Virðisaukaskattur á matvæli:
Ýsan á að lækka um tæp 9%
Hrogn, lifur, gellur og kinnar hækka
MIKILL erill hefur verið hjá
ríkisskattstjóra vegna fyrir-
spurna um virðisaukaskatts og
var sleitulaust Ieitað þangað eft-
ir upplýsingum í gær, annan
daginn í röð. Jón Guðmundsson
deildarstjóri tekjudeildar segir
fyrirspurnarefhin hafa verið um
nánast hvað eina viðkomandi
skattinum, allt frá skatthlutfall-
inu, 24,5%. í ritfangaverslunum
var mikið að gera, í Pennanum
við Hallarmúla þurfti að loka í
hádeginu til að starfsfólk gæti
varpað öndinni og var tíminn
notaður til að fara yfir reynslu
morgunsins.
Hjá ríkisskattstjóra gekk síminn
án afláts allan gærdaginn frá því
opnað var þar til komið var að lok-
un og fjölmargir komu á staðinn
að leita ráða. Jón Guðmundsson
nefnir meðal þess helsta sem spurt
var um, að óvissa hafi verið meðal
fisksala um hvernig reikna ætti
fiskverðið, þar sem niðurgreiðslur
koma á móti skattlagningunni. Þá
hafi verið spurt um ýmsar skil-
greiningar eins og hvað væri skatt-
verð, jafnvel hafi menn ekki vitað
skatthlutfallið eða hvort þeir væru
skattskyldir eða ekki.
í ritfangaverslunum var ös allan
daginn. Valur Páll Þórðarson fjár-
málastjóri Pennans segir að aug-
ljóslega hafi fyrirtæki og aðrir
skattskyldir aðilar verið að byrgja
sig upp eftir að hafa dregið inn-
kaup fyrir áramót. Ástæðan er sú,
Síminn þagnaði ekki í gær hjá
Jóni Guðmundssyni deildarstjóra
tekjudeildar ríkisskattstjóra og
starfsmönnum hans í gær.
að innskatt af rekstrarvörum má
draga frá, en það var ekki hægt
með söluskatt.
Valur Páll segir að meðai helstu
breytinganna fyrir fyrirtæki, hvað
varðar bókhaldsgögn, sé að nú
þurfa öll eyðublöð, til dæmis reikn-
ingar, að vera með nafni skattað-
ila og númeri hans. Því sé liðin
tíð, að hægt sé að selja stöðluð
eyðublöð til slíkra þarfa. Til að
auka enn á álagið, komu mestu
annirnar einmitt á sama tíma og
starfsfólk verslunarinnar er sjálft
að venjast reikningsfærslunum. Til
dæmis þarf að hafa nafn og kenni-
tölu fyrirtækisins á staðgreiðslu-
nótum, ef upphæðin fer yfir 4.680
krónur. „Mörgum hafði láðst að
reikna með þeim þættinum og
óneitanlega olli þessi viðleitni að,
uppfylla ítrustu kröfur laganna,
töfum á afgreiðslu frá því sem
áður var,“ segir Valur Páll.
ÝSUFLÖK eiga að lækka í verði
um 8,8%, samkvæmt útreikning-
um hagdeildar fjármálaráðuneyt-
isins, eftir gildistöku virðisauka-
skatts. Ástæðan er annars vegar
niðurgreiðsla virðisaukaskatts,
hins vegar sérstök niðurgreiðsla
af verði fisks til fiskverslana, sam-
tals er niðurgreiðslan 19,42% af
innkaupsverði til heildsala.
Hrogn, lifiir, gellur og kinnar eru
hins vegar ekki niðurgreiddar
tegundir, samkvæmt upptalningu
í reglugerð, og því mun verð
þeirra tegunda hækka.
Guðmundur Óskarsson fisksali
kveðst vera undrandi á tegundavali
í reglugerðinni. Þar er kveðið á um
niðurgreiðslu tegunda sem hann seg-
ir alls ekki vera neyslufisk hér á
landi, það er keilu og löngu. Enn-
fremur skal karfinn niðurgreiddur,
en Guðmundur segir ákaflega lítið
vera selt af honum til neyslu innan-
lands. Hann segir hitt þó vera meira
undrunarefni, að hollustuvara eins
og hrogn og lifur skuli ekki vera á
listanum. „Það stefnir í að ekki verði
hægt að selja þetta,“ segir hann.
Samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins myndi ýsuflak
kosta 425,25 krónur kílóið út úr
smásöluverslun ef óbreytt sölu-
skattskerfi væri enn við lýði. Sú
tala er miðuð við að ýsan sé keypt
á fiskmarkaði á 95 krónur, nýtingar-
hlutfall við flökun sé 40%, heild-
söluálagning 30,5% og smásöluá-
lagning 25%. Inni í verðinu er enn-
fremur afsláttur frá söluskatti, eða
niðurgreiðsla hans, sem samsvarar
10% söluskattsálagningu i endan-
legu verði.
Sömu útreikningar sýna, að í virð-
isaukaskattskerfi kostar ýsuflakið
388,70 krónur. Mismunurinn er
37,55 krónur, eða 8,8%. Sömu for-
sendur eru um innkaupsverð, nýting-
arhlutfall og álagningarhlutföll.
Með sömu reikningsaðferðum
fæst, að hrogn myndu í söluskatts-
kerfi kosta 448,60 krónur kílóið, en
í virðisaukaskattskerfi án niður-
greiðslu 507,70 krónur. Mismúnur-
inn er 59,10 krónur, eða 13,2%.
Miðað er við 250 króna innkaups-
verð til heildsala og fulla nýtingu,
sömu álagningartölur og í dæminu
um ýsuna.
Breytingar á logum um viðskiptabanka:
Veigamikil frá-
vik fráupp-
haflegum lögum
- segir forstöðumaður bankaeftirlits-
ins - Bankaeftirlitið hefiir ekki af-
skipti af eignarhaldsfélögum banka
ÞÓRÐUR Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans segir að
á síðustu dögum fyrir jól hafi verið keyrðar í gegnum Alþingi breyting-
ar á lögum um viðskiptabanka, sem séu veigamikil frávik frá upphafleg-
um lögum. Þessar breytingar heimila meðal annars viðskiptabönkum,
sem sameinast öðrum bönkum, að halda orðinu banki í nafni sínu sé
orðinu eignarhaldsfélag bætt framan við nafii félagins.
Þeir bankar sem keyptu Utvegs-
bankann og sameinuðust í Islands-
banka um áramótin hafa stofnað
eignarhaldsfélög sem sjá um skuld-
bindingar bankanna vegna hluta-
bréfakaupanna. Þórður Ólafsson
sagði við Morgunblaðið að bankaeft-
irlitið hefði ekki eftirlit með eða af-
skipti af þessum eignarhaldsfélög-
um.
„Það lúta engin lög að starfsemi
eignarhaldsfélaga, mér er ókunnugt
um samþykktir þeirra félaga sem
stofnuð voru og veit ekki hvaða
starfsemi þau mega stunda, að öðru
leyti en því að þau fara með hlut
fyrrverandi viðskiptabanka í samein-
uðum íslandsbanka," sagði Þórður.
í breytingunni á lögunum um við-
skiptabanka, segir m.a. að viðskipta-
banki, sem sameinað hafi banka-
rekstur sinn rekstri annars við-^
skiptabanka og eigi áfram hlut í
hinum sameinaða viðskiptabanka,
megi halda orðinu banki í nafni sínu
enda sé orðinu eignarhaldsfélag
bætt framan við nafn félagsins.
Ennfremur var samþykkt sú
breyting á bankalögunum, að
ákvæði um að atkvæðisréttur í hlut-
aféglagsbanka væri takmarkaður
við 20%, var breytt, þannig að ef
hluthafi er ríkissjóður eða annar
íslenskur viðskiptabanki sé atkvæð-
isréttur þeirra í samræmi við hlutafj-
ár eign. Þetta gildi jafnvel þótt sá
banki hafi sameinað bankarekstur
sinn rekstri viðkomandi viðskipta-
banka og starfi sem eignarhalds-
félag með aðild að sameiginlegum
banka.
Þórður Ólafsson sagði að þetta
hefði í för með sér tvö mikilvæg
frávik frá lögunum um viðskipta-
banka. Þessar breytingar hefðu ver-
ið keyrðar í gegnum Alþingi síðustu
2 daga fyrir jólaleyfi og bankaeftir-
litið hefði ekki verið gefinn kostur
á að tjá sig um efni þeirra enda
væri slíkt ekki skilt.
„Hins vegar er hér um að ræða
veigamikil frávik frá fyrri ákvæðum
viðskiptabankalaganna sem helgast
af því að þau taka fyrst og fremst
til sameiningar bankanna um ís-
landsbanka,“ sagði Þórður Ólafsson.
Breytt skipulag sjúkratrygginga:
Tryggingastofiiun tekur
við hlutverki sjúkrasamlaga
Engin breyting verður á réttindum einstaklinga
BREYTINGAR á skipulagi sjúkratrygginga innan almannatrygginga-
kerfisins tóku gildi um áramót. Öll 40 sjúkrasamlög landsins voru
Iögð niður og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun ríkisins. Sýslu-
ménn og bæjarfógetar hafa því eftirleiðis með höndum umboð sjúkra-
trygginga utan Reykjavíkur, en aðalskrifstofúr Tryggingastofhunar
ríkisins, Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28, munu annast sjúkratrygg-
ingar Reykvíkinga. Engar breytingar verða á réttindum einstakl-
inga, að sögn Kristjáns Guðjónssonar hjá Tryggingastofhun. Stefht
er að því, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar
hvers kyns sjúkrabætur í hvaða umboði sem er eða hjá aðalskrifstof-
unni í Reykjavík.
Kristján Guðjónsson deildarstjóri
í sjúktatryggingadeild Trygginga-
stofnunar segir meginregluna vera
þá að það sem almenningur var
vanur að sækja til Sjúkrasamlags
Reykjavíkur í Tryggvagötu verði
afgreitt þar áfram. Sama gildi um
skrifstofu Tryggingastofnunar- á
Laugavegi. „Þetta er talið vera
bráðabirgðaástand," segir hann.
Síðar munu skrifstofurnar í
Reykjavík sameinast. „Við viljum
vera undir sama_ þaki með alla
þessa starfsemi. Úti á landi er af-
greiðslan hjá fógetum og sýslu-
mönnum.“
Misjáfnt er hvort starfsemin
færist á milli húsa þegar út á land
er komið. Svokölluð sýslusamlög
hafa alltaf verið hjá sýslumönnum
og verður engin breyting þar á.
Sjúkrasamlög sem hafa verið í
umsjá sveitarfélaga á nokkrum
stöðum færast alfarið yfir til bæjar-
fógeta og sýslumanna. Kristján
segir að í aðalatriðum eigi umskipt-
in ekki að hafa neinar breytingar
í för með sér fyrir fólk hvað varðar
þjónustuna. Þó eru undantekningar
þar á. „Samkvæmt gömlu lögunum
sem giltu til áramóta, átti sveitar-
sjóður að greiða helming á móti
ríkinu í tannlækningum skólabarna
og þá var það víða þannig að fólk
gat snúið sér til sveitarstjórnar-
skrifstofunnar um endurgreiðsl-
una. Núna er þetta úr sögunni.“
Hann nefndi Suður-Múlasýslu
sem dæmi um óþægindi sem gætu
skapast í kjölfar breytingarinnar,
en þar eru vegalengdir Iangar og
oft erfið færð á veturna. Sýslumað-
urinn situr á Eskifirði. „Við erum
með í huga að hægt sé að nýta
lögreglustöðvar til að hafa milli-
göngu um endurgreiðslurnar,
þannig að þjónustan á þessu sviði
stórversni ekki.“
Kristján segir engu breytt varð-
andi réttindi almennings með
færslu trygginganna til Trygginga-
stofnunar og ekki þurfi að skipta
um heimilislækni.
Landsbyggðin
Utan Reykjavíkur mun fólk því
áfram sækja alla þá þjónustu sem
það hefur hingað til sótt til sjúkra-
samlags í umboð Tryggingastofn-
unar hjá bæjarfógetum, sýslu-
mönnum og mögulegum umboðum
þeirra. Vegna húsnæðisskorts
verða bæjarfógetar á nokkrum
stöðum að nýta tímabundið hús-
næði sjúkrasamlaganna fyrir hina
nýju starfsemi. Það á við á Akra-
nesi, Akureyri, í Hafnarfirði og
Kópavogi.
I umboðunum fer fram endur-
greiðsla tannlæknareikninga sem
ekki þarf að samþykkja sérstaklega
af hálfu Tryggingastofnunar, af-
greiðsla sjúkradagpeninga til sjúkl-
inga með lögheimili á svæði um-
boðsins, Greiðsla vegna endur-
kræfs læknishjálparkostnaðar,
greiðsla vegna endurkræfs sjúkra-
flutningskostnaðar, greiðsla á
ferðakostnaði sjúklinga innanlands
til þeirra sem eiga lögheimili á
svæði umboðsins, útgáfa skírteina
til örorku- og ellilífeyrisþega vegna
12 skipta hjá sérfræðingum, útgáfa
réttindaskírteina sjúkratrygginga
og milliganga gagnvart aðalskrif-
stofunni á Laugavegi 114 í
Reykjavík vegna starfsemi sem ein-
göngu fer fram þar.
Reykjavík
í Reykjavík sækir fólk áfram á
skrifstofuna í Tryggvagötu 28 þá
þjónustu sem það hefur hingað til
sótttil Sjúkrasamlags Reykjavíkur,
nema afgreiðslu lyfjaskírteina og
endurgreiðslu á erlendum sjúkra-
kostnaði, sem hvort tveggja verður
á Laugavegi 114.
í Tryggvagötu fer því fram end-
urgreiðsla tannlæknareikninga
sem ekki þarf að samþykkja sér-
staklega af hálfu Tryggingastofn-
unar, afgreiðsla sjúkradagpeninga
til Reykvíkinga, greiðsla vegna
endurkræfs læknishjálparkostnað-
ar, greiðsla vegna endurkræfs
sjúkraflutningskostnaðar, greiðsla
á ferðakostnaði sjúklinga innan-
lands til Reykvíkinga, útgáfa
skírteina til örorku- og ellilífeyris-
þega vegna 12 skipta hjá sérfræð-
ingum, útgáfa réttindaskírteina
sjúkratrygginga og val og skráning
hjá heimilislæknum í Reykjavík.
Á Laugavegi 114 mun fólk sækja
áfram þá þjónustu sem það hefur
hingað til sótt til Tryggingastofn-
unar ríkisins og auk þess af-
greiðslu lyfjaskírteina og endur-
greiðslu á erlendum sjúkrakostn-
aði. Þar fer því fram afgreiðsla
hjálpartækjaumsókna, afgreiðsla
tannlæknareikninga sem þurfa
sérstakt samþykki Tryggingastofn-
unar til greiðslu, útgáfa lyfjaskír-
teina og greiðsla vegna læknismeð-
ferðar erlendis.
Þessi starfsemi verður eingöngu
á Laugavegi 114 fyrir allt landið.
í fyrstu verða gömlu sjúkrasam-
lagsskírteinin látin halda gildi sínu,
þar til sérstök sjúkratryggingaskír-
teini leysa þau af hólmi. Sama er
að segja um lyfjaskírteini.
Haftiarstjórn Reykjavíkur:
18% hækkun á
þj ónustugj aldskrá
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur
hefur samþykkt að hækka þjón-
ustugjaldskrá sína um 18% í
samræmi við hækkun á al-
mennri gjaldskrá hafna. Tillag-
an var samþykkt með þremur
atkvæðum í stjórninni, tveir sátu
hjá.
í tillögunni er bent á að í reglu-
gerð um virðisaukaskatt er miðað
við að hafnargjöld og þjónusta
hafna verði skattlaus. Sama á við
um húsaleigu og lóðaleigu. Hafnir
geta því ekki hreinsað úr rekstri
sínum áhrif innskatts, en með til-
komu virðisaukaskatts mun kostn-
aður við rekstur, viðhald og fram-
kvæmdir aukast, þar sem virðis-
aukaskattur leggst á fleiri þætti
en söluskattur gerði áður. Miðað
við forsendur fyrir rekstri hafnar-
innar er áætlað að hækka þurfi
tekjur hennar um 7% til að mæta
auknum kostnaði vegna breytinga
á sköttum, ef hann lendir að fullu
á hafnarsjóði.
Siguijón Pétursson lagði fram
tillögu um að öllum öðrum hækk-
unum en þeim, sem leiða af beinum
hækkunum vegna virðisauka-
skatts, yrði frestað um sinn í sam-
ræmi við tilmæli aðila vinnumark-
aðarins. Tillagan var felld með 3
atkvæðum gegn 2.
í bókun þeirra Guðmundar Hall-
varðssonar, Jónasar Elíassonar og
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar segir
að samgönguráðherra hafi þegar
samþykkt 18% hækkun ágjaldskrá
hafna og tók sú hækkun gildi 1.
janúar. Þjónustugjaldskrá
Reykjavíkurhafnar hafi ávallt fylgt
þessari hækkun eins og gjaldskrár
annarra hafna og er sú fjárhags-
áætlun, sem þegar hefur verið
samþykkt, byggð á þeirri forsendu.
Kauptilboð borgarinnar er 1 alla jörðina
Verði byggt á jörðinni þarf að kaupa þau hús sem nú eru á henni
„KAUPTILBOÐ Reykjavíkur-
borgar í Vatnscndaland er gert í
alla jörðina, á því Icikur enginn
vafi,“ sagði Hjörleifur Kvaran
framkvæmdastjóri lögfræði- og
stjórnsýsludeildar, en hann heftir
séð um tilboðsgerð fyrir hönd
borgarinnar.
Sagði hann að borgin vissi um þær
kvaðir, sem hvíldu á jörðinni sam-
kvæmt erfðarskrá en þar segir að
eiganda jarðarinnar sé óheimilt að
selja, veðsetja eða skipta jörðinni. í
þrígang hefur þó verið gengið á
landið og þá beitt eignarnámi. Fyrst
þegar Póstur og sími eignaðist 108
hektara á Vatnsendahvarfi, seinna
þegar gengið var frá friðlandi í Heið-
mörk en hluti þess var í landi Vatn-
senda og loks þegar gengið var frá
mörkum lögsögu milli Kópavogs og
Reykjavíkur árið 1973 en þá keypti
borgin 41 hektara úr landinu.
„I tilboðinu segir að boðið sé í
alla jörðina að undanskildu 40 til 45
hektara svæði næst býlinu Vatn-
senda og 8 til 9 hektara svæði, þar
sem verið er að byggja hesthús á
Kjóavöllum," sagði Hjörleifur. „Þetta
er öll jörðin mínus minnst 40 hekt-
ara en mest 54 hektarar, sem eigand-
inn gæti haldið eftir. Þannig er til-
boðið en það er gert með þeim fyrir-
vara að á jörðinni séu engar veð-
skuldir og að hún sé söluhæf. Þetta
er full alvara og ég geri ráð fyrir að
af þessum kaupum verði.“
Landið sem um er að ræða er um
550 hektara, þar af eru um 220
hektara taldir byggingarhæf ir og um
100 til 150 hektara eru í hrauninu
ofan við Heiðmörk. Að sögn Hjör-
leifs eru um 32 heilsárs sumarhús á
framtíðar byggingarsvæði og þegar
að því kemur að byggja það land
þarf að kaupa upp þau hús. „Þetta
er ekki slétt byggingarland heldur
land með kvöðum sem koma til
hækkunar á kaupverði þegar borgin
ræðst í framkvæmdir,“ sagði hann.
Gagntilboð hafði ekki borist frá selj-
anda í gær.