Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
31
Útgerðarmenn
- skipstjórar
Óskum eftir bátum í viðskipti eða til leigu á
vetrarvertíð. Getum útvegað veiðarfæri.
Upplýsingar gefa Eiríkur eða Gunnar í símum
92-68090 eða 92-68078. . .... .,
Þorbjorn hf.,
Grindavík.
Auglýsing um
tillögu að breytingu
á aðalskipulagi
Garðabæjar
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða-
bæjar og skipulagsstjórnar ríkisins og með
vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga, er hér
með lýst eftir athugasemdum við tillögu að
breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar hvað
varðar tengingu safngötu inn á Arnarnesveg
á móts við fyrirhugaðan Smárahvammsveg
í Kópavogi.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum
í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg,
frá 4. janúar 1990 til 15. febrúar 1990, á
skrifstofutíma alla virka daga.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skilað til undirritaðs fyrir 1. mars 1990, og
skulu þær vera skriflegar.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.
Söngskglinn í Reykjavík
Söngskólinn í Reykjavík getur bætt við nokkr-
um nemendum frá áramótum.
Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hvefisgötu
45, daglega kl. 3-5, sími 27366.
Skóiastjóri.
Tónskóli Eddu Borg
auglýsir
Getum bætt við nemendum í nokkra byrj-
endahópa, kl. 9.00 þriðjudaga og föstudaga
og eftir hádegi þriðjudaga og föstudaga.
Innritun verður föstudaginn 4. janúar 1990
milli kl. 13.00 og 15.00 í síma 73452.
Kennsla hefst í skólanum mánudaginn 8.
janúar.
Gleðilegt nýtt ár.
Skólastjóri.
Asta Ólafsdóttir,
Ármúla 32
Kennsla hefst laugardaginn 6. janúar.
Innritun hafin í síma 31355.
Barnajazz: Frá 2ja ára aldri. Fjölbreytt
kennsla.
Jassballett: Listdans, sem skilar gleði og
árangri eftir hörkuþjálfun.
Almenn þjálfun fyrir konur á öllum aldri.
Vönduð kennsla - markviss þjálfun.
Hef 12 ára reynslu í kennslu.
Ásta Ólafsdóttir,
jassballettkennari FÍD
Vélstjórar athugið
Námskeið í meðferð og viðhaldi Caterpillar
bátavéla og rafstöðva verður haldið í húsakynn-
um okkar dagana 10., 11. og 12. janúar nk.
Nánari upplýsingar og skráning hjá okkur í
síma 695500.
■7/4 hr
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
30 rúmlesta réttindanám
Innritun á vornámskeið er hafin og stendur
til 12. janúar alla virka daga frá kl. 08.30-
14.00, sími 13194. Kennsla hefst 15. janúar.
Öllum er heimil þátttaka. Kennt er þrjú kvöld
í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtu-
daga frá kl. 18.00-20.15 og laugardaga frá
kl. 9.00-13.00.
Eftirfarandi greinar verða kenndar:
Siglingafræði, stöðugleiki, bókleg sjó-
mennska, siglingareglur, siglingartæki, fjar-
skipti, skyndihjálp, veðurfræði og umhirða
véla í smábátum. Nemendur fá 10 klst. leið-
beiningar í slysavörnum og meðferð björgun-
artækja, einnig verklegar æfingar í eldvörn-
um og slökkvistörfum í Slysavarnaskóla sjó-
manna. Kennslumagn er samtals 115-120
kennslustundir.
Þátttökugjald er 14.000 kr.
Allar nánari upplýsingar í sfma 13194.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
til SÖlÚ
0
Byggðastofnun
RAUÐARARSTfG 25 • SÍMI: 25I33 • PÓSTHÓLF 54I0 • I25 REYKJAVÍK
Byggðastofnun
auglýsir til sölu eftirtaldar eignir:
1. Hraðfrystihús í Höfnum.
2. Sunnubraut 21, Vík í Mýrdal.
3. Fiskverkunarhús í landi Þinghóls Tálkna-
firði.
4. ísborg Garði.
5. Glerárgötu 34 A, Akureyri.
6. Hótel Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Páll Jónsson á skrif-
stofu Byggðastofnunar, Rauðarárstíg 25,
Reykjavík, sími 91-25133 og Valtýr Sigur-
bjarnarson, Byggðastofnun, Geislagötu 5,
Akureyri, sími 96-21210 varðandi eignirnar
á Akureyri.
Wéíagslíf
Almenn samkoma með vitnis-
burðum og miklum söng i Grens-
áskirkju í kvöld kl. 20.30. Fjöl-
mennum og byrjum nýja árið í
kröftugri lofgjörð og bæn.
Samkomur þessar verða fram-
vegis annaö hvort fimmtudags-
kvöld í Grensáskrikju eins og
verið hefur. Munið einnig sam-
komurnar i Seltjarnarneskirkju
hina fimmtudagana á móti.
Baenastund verður í Grensás-
kirkju næstkomandi laugardag
kl. 11.00.
Allir velkomnir.
Hjáfpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
í dag kl. 20.30: Almenn sam-
koma. Ragnar J. Henriksson,
aðstoðarforingi. Sunnudag kl.
14.00: Nýársfagnaður sunnu-
dagaskólans. Kl. 20.00: Fyrsta
hjálpræðissamkoma ársins
1990. Séra Halldór S. Gröndal
prédikar. Allar velkomnir.
Skipholti 50B, 2. hæð
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
fomhjólp
í kvöld kl. 20.30 fögnum við nýju
ári með almennri samkomu i
Pribúðum, Hverfisgötu 42.
Mikill og fjölbreyttur söngur.
Samhjálparvinir gefa vitnis-
burði um reynsiu sína af trú
og kórinn tekur lagið.
Allir velkomnir. Samkomur i
Þribúðum alla sunnudaga kl.
16.00.
Samhjálp.
FERÐAFÉLAG
™ ' ÍSLANDS
0LDUG0TU3
SÍMAR11798 og 19533.
Sunnudagsferð
7. janúarkl. 13.00
Óttarstaðir-Kapellan í hraun-
inu. Gengið um Rauðamel,
Slunkaríki, Lónakot og Óttar-
staði að Kapellu heilagrar Bar-
böru. Mætið vel I, fyrstu dags-
göngu ársins. Fararstjóri: Kristj-
án M. Baldursson. Verð kr.
500,-, frítt fyrir börn með full-
orðnum. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni (BSÍ), austanmegin.
Ferðafélag isiands óskar öllum
gleðilegs nýs ferðaárs. Strengið
þess heit að vera með i sem
flestum ferðum á árinu ykkur til
fróðleiks, skemmtunar og
heilsubótar.
Ný og fjölbreytt ferðaáætlun
1990 var að koma út. Henni
verður dreift víða og einnig send
til allra félagsmanna F.í.
Myndakvöld á miðvikudags-
kvöldið 10. janúar kl. 20.30. í
Sóknarsalnum, Skipholtl 50a.
Vetrarkvöldganga og blysför á
fimmtudagskvöldið 11. janúar k.
20.00.
Þorrablótsferð sunnudaginn
14. janúar kl. 11.00.
Góða ferð!
Ferðafélag islands.
Kgnnsla
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Kveðjuorð:
Elín Dreyer
Elín Dreyer, frænka mín, lést í
New York 3. september sl.
Ella fæddist í Oddgeirsbæ í
Reykjavík 24. september 1917. Mig
langar til að minnast þessarar góðu
frænku minnar, þar sem ég og fjöl-
skylda mín höfum fengið að njóta
gestrisni hennar og gæsku í meira
en þrjátíu ár. Hún var einstaklega
gestrisin og mikill íslendingur.
Fylgdist með öllu sem var að ger-
ast hér heima og hélt móðurmáli
sínu eins og hún hefði aldrei farið
af landi brott. Ella frænka var ljós
yfirlitum, fínleg og glæsileg kona
í alla staði. Eg man alltaf eftir því
fyrir þrjátíu og einu ári þegar hún
og Linda dóttir hennar tóku á móti
mér og Ola syni mínum þegar við
komum til New York í fyrsta sinn.
Hún var í hvítri kápu með barða-
stóran bláan hatt og það geislaði
af henni glæsileikinn.
Ella var tvíg’ift. Með fyrri manni
sínum, Ragnari Árna Magnússyni,
átti hún eina dóttur, Dóru, sem
búsett er í Hafnarfirði. Hún heim-
sótti móður sína oft til New York
og hin seinni ár fór sonur hennar
með að heimsækja ömmu sína.
Þetta voru ógleymanlegir dagar
fyrir Ellu.
Með seinni manni sínum, Paul,
sem var danskur að uppruna átti
hún dótturina Lindu sem býr í New
York. Paul lést fyrir um þremur
árum. Linda á tvo syni og auðnað-
ist Ellu ekki að sjá yngsta dóttur-
son sinn þar sem hann fæddist dag-
inn fyrir andlát hennar. •
Ég og fjölskylda mín vottum
dætrum hennar, tengdasonum og
barnabörnum okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Valgerður Oladóttir